Alþýðublaðið - 20.08.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.08.1944, Blaðsíða 3
Sannudagur 20. ágúst 1944. ALÞYÐUBLAPIÐ ítalir aðstoða bandamenn. íaasitta eru ítalir ,sem annast flutninga á vistum og hergöngnum. Fara flutningar þessir fram á múlösnum. Stanfa þessar flutiingasveitir í þjónustu 5. ameríska hersins. Vopnið, sem of seint. GREIN ÞESSI, sem er þýdd úr Picture Post og fjallar um „leynivopnið“ þýzka, flugsprengjuna. Greinarhöfundur færir rök að því, að vopnið, sem Hitler hugðist sigra Bretland með, sé alls ekki þýzk uppfinning. Hún var þekkt bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi fjTÍr hálfri öld. En auk þessa rekur hann það, er flugsprengjan tók að koma við sögu í i styrjöld þeirri, sem nú er háð. Nýtt leynivopn Bandaríkjamanna gegn Japönum — ......... J TUÍ ANNLAUSU flugvélarnar 1 eru ekki fundnar upp í * þessari styrjöld, heldur í styrj öldinni fyrri. Og þær eru ekki þýzk uppfinning. Vísindamenn í mörgum löndum, þar á meðal Bretlandi, hafa skýrt frá því, að þeir hafi fyrir mörgum árum gert teikningar að áþekkum’ flugvélum, er unnt hefði verið að fullkomna og nota í hern- aði. í Bandaríkjunum var smíði slíks vopns meira að segja kom- íð vel á veg fyrir hálfum þriðja áratug. í Bellport á Langeyju var ár- íð 1918 smíðúð flugvél, er átti að geta farið ferða sinna mann laus. Hún var búin 90 hestafla vél og hófst til flugs af 250 feta langri braut. Vænghafið var sextán fet, og tilraunir, sem gerðar voru á Langeyju, sýndu, að hún gat farið ailt að 40Q míl ur á Idukkustund. Hún gat bor- ið sprengju, sem vó.g 1000 ensk pund, og í henni var tæki, sem stjórnaði henni af mikilli ná- kvæmni. Bandaríkjamenn smíðuðu fimm svona flugvélar og höfðu í huga að ílytja þær til Frakk- lands og senda þær gegn Ber- , línarborg. Aðrar svipaðar tilraunir voru gerðar í Breilandi á sama tíma og gáfu þær einnig vonir um að fullkomna mætti þetta vopn svo, að það yrði mjög áhrifa ríkt í hernaði. En hvers vegna létu Iter- stjórnir Breta og Bandaríkja- manna undír höfuð leggjast að framkvænia tilraunir þessar til hlítar og smíða slíkt vopn? Fyrst og fremst af því, að hershöfðingjar bandamanna höfðu meiri trú á sprengjuárás- um venjulegra flugvéla og lögðu þess vegna allt kapp á smíði sem beztra sprengjuflugvéla og taékja í þær, er gerðu það kleií t að hæfa ákveðið mark af fyllsíu nákvæmni. Þegar svo friður var saminn haustið 1918, snerist hugur manns eðlilega frá hergagna- smíði og hernaði, sem allir voru orðnir langþreyttir á. Slíkar til raunir sem smíði mannlausra flugvéla til árása á óvinalönd féllu niður. Sat síðan lengi við þær niðurstöður sem fengnar voru er heimsstyrjöldinni lauk. En það væri rangt áð ætla, að ekkert hafi verið að þessum mál um unnið eftir að heimsstyrjöld in seinni hófst. Meðal annars hefir það verið látið uppskátt í Bandaríkjunum, að alger hlið- stæða stöðva þeirra, sem Þjóð- verjar skjóta flugskeytum sín- um frá í Frakklandi, hafi verið reist á Flórídaskaga fyrir all- löngu síðan. Meyers hershöfð- ingi, yfirmaður hernaðarnauð- synja bandaríska lofthersins, hefir einnig skýrt frá því, að smíðað hafi veríð vestan hafs fjarstýrt flugskeyti, sem verið sé að reyna áður en herinn tek- ur það til notkunar í styrjöld- inni. í brezka þinginu hefir Cunningham-Reid höfuðsmaður rætt um brezkar flugsprengjur, er Wilson yfirforingi hafi fund- ið upp og tekið hafi verið að vinna að snemma í þessari styrj öld. Hvers vegna hafa þá þýzku flugskeytin vakið slíka undrun víða um heim? Ef til vill er þó það eitt undr- unarefni í sambandi við flug- sprengjur Þjóðverja, að þær eru ekki fjarstýrðar, auk þess hve Þjóðverjum hefir orðið brátt í brók um stórframleiðslu þessa vopns, sem skjóta verður af handahófi á lönd óvina og í, rauninni er gagnslaust frá hern aðarsjónarmiði. En það hefði engin ástæða verið til undrunar, ef þjóðir bandamanna hefðu veitt athygli frétt nokkurri frá Stokkhólmi eigi alls fyrir löngu. Stokkhólms fréttir vekja jafnan mikla at- hygli á opinberum stöðum. Frétt þessi birtist í Lundúna- blaðinu Times hinn 13. maí síð- ast liðinn og hljóðaði á þessa lund: „Nefnd sænskra hernað- arsérfræðinga fór í dag til Brö- sarp 'í héraðinu Skáni í Suður- Svíþjóð til þess að rannsaka furðuhlut, sem féll af himni of- an í gær. Tilkynning landvarna ráðsins greinir frá því, að hér hafi verið um að ræða fjar- stýrða flugvél, sem sé mann- laus Flugvél þessi ber tvö tund- urskeyti eða sprengjur. Sjónar- vottar lýsa hlut þessum sem „flugskeyti,“ er fylgi langur slóði elds og reyks. — Hljóð þessa furðuhlutar kvað yera gerólíkt hljóði venjulegra flug- véla og þagna áður en hann fell ur til jarðar.“ Maður, sem dvelst um þessar mundir á Suður-Englandi gæti vart gefið skilmerkilegri lýs- ingu á flugskeytinu! Þetta gerð ist hinn 13, dag maímánaðar árið 1944, en löngu áður hafði borizt „orðrómur“ frá Svíþjóð til Bretlands um þessa uppfinn- ingu Þjóðverja. Það var frá því skýrt í brezka blaðinu Daily Mail hinn 27. ágúst árið 1943, að mannlaus þýzk flugvél hefði steypzt til jarðar á dönsku eyj- unni Borgundarhólmi. En frétt- in um það, að Þjóðverjar myndu vera í þann veginn að taka mannlausar flugvélar í notkun „var engan veginn tekin alvar- lega í Lundúnum.“ Þetta eru óbreytt orð frétta- ritara Daily Mail, sem var þeirr ar skoðunar, að þýzkur flug- maður myndji haifa stokkið í fallhlíf út úr flugvél sinni og látið hana steypast mannlausa til jarðar til þess að gefa „orð- róminum“ um „leynivopnið“ byr undir vængi! En nú er sagan um flug- sprengjuna ekki orðrómur fram ar. Höfundar þessara frétta frá V5RIÐ getur að maður, grágugginn í framan, með mikið og úfið hár, spek- ingsleg augu og miklar augna- brúnir, sem aldrei gengur með hatt og er svo illa til fara, að klæðskerum blöskrar, jafnvel á stríðstímum, hafi með afburða gáfum sínum átt drýgstan þátt í að smíða nýjasta leynivopn Bandaríkjanna. Maður þessi heitir Albert Einstein. Þessu vopni hefur nýlega verið beitt gegn Japönum. Sagt er, að það tortími öllum lifandi verum sem eru innan 35 metra fjarlægðar og að það sé skelfilegasta eyðileggingar- vél, sem nokkru sinni hefur verið beitt í ófriði. Hvers kon- ar vopn er þetta og hvernig er því beitt? Ekki hætishót hefur frétzt um það. Eh menn minn ast þess, að fyrir ári síðan gekk Albert Einstein í þjónustu Bandaríkjaflotans. Þá var sagt, að hann væri starfsmaður í verkfræðingadeild flotans og ætlaði að kanna lög mál þau, er stjórna ýmsum hljóðbylgjum og bergmáli. Þá ætlaði hann að rannsaka ýmis sprengi efni og áhrif þeirra og ýmsar kenningar, sem mönn- um erú gersamlega huldar. Síðan hefur ríkt alger þögn. Jafnvel bók, sem er nýkomin út og á að vera „ítarleg lýsing mikilmennis“ varpar engu ljósi á þetta mál. Hins vegar greinir bókin frá því, að hann er venjulega sokkalaus, nema á veturna og að hann meinar nánustu ætt- mennum sínum og fjölskyldu aðgang að vinnustofu sinni, sem er mjög fábrotin, með ómáluðu borði og ómáluðum hillum. Þá greinir bókin frá því, að hann dvelji ávallt á ódýrum gisti- húsum, týni ávísunum, sem hann notar sem bókamerki, hafi yndi af því að fara í fimm- og tíu-cent búðir og hafi eitt sinn pantað lyftu í hús sitt í Prince ton sem er aðeins tvær hæðir, vegna þess, „að honum líkaði vel við sölumanninn og gat ekki sagt nei“. Einstein komst frá Þýzka- landi árið 1933 og gerðist ame- rískur. ríkisborgari árið 1940. En fé hefur verið sett til höf- uðs honum í Þýzkalandi. Ein- stein hefur hvatt menn til þess að koma á alþjóðalögregluliði, sem sé nægilega öflugt til þess að koma í veg fyrir árásarstyrj aldir í framtíðinni. Hann neit- Svíþjóð og Danmörku hafa nú sannfærzt um, að hér var um raunveruleika að ræða. Lesandinn mun efalaust undrast það, að frétiir um mik- ilvæga heraðarlega uppfinn- ingu slíka sem flugsprengjuna skuli taldar „aðeins orðrómur“. í sérhverju hermálaráðuneyti ætti að minnsta kosti að starfa einn maður, sem vaíri það hlut- veirk falið, að taka sérhvern „orðróm“ til alvarlegrar athug- unar. ir aldrei áfengis.og reykir þrjár pípur á dag. Helzta dægrastytting hans ent siglingar, gönguferðir, að yrfcja vísur og vera að leikjum heira* fyrir. Oft sést hann ganga i hægðum sínum um götwr Princeton, niðursokkinn í hu®s anir sínar, en hann brosir t!8 þeim, sem ávarpa hann, enda þótt hann sé annars hugár. Hver er DanumK T GÆR var þess getið í frétt- ^ um, að Laval og nokkrir ráðherrar hans hefðu séð þama kost vænstan að hverfa á brott úr París, er bandamenn nálg- ast höfuðborgina, og taka sér bólfestu einhvers staðar nær „verndarríkinu“, Þýzkalandi, enda ekki örgrannt um, að ýmsir hafi hugsað þeim þegj- andi þörfina fyrir þjónslund þeirra við erlent kúgunarvald um árabil. Meðal þeirra, sem fylgdu Laval, var Darnand, lögreglumálaráðherra Lavals, sem hefur þótt svo skeleggur í starfi sínu, að hann hefur hlot- ið sæmdarheitið „Himmler Frakklands“ og má af því marka, með hverjum hætti hann hefur beitt starfsorku sinni. Fullu nafni heitir þessi þokkapiltur Joseph Darnand. Hann er 46 ára að aldri, kom- inn af fátækum foreldrum, er bjuggu í Júrafjöllum. Hann tók þátt í heimsstyrjöldinni fyrri og gat sér góðan orðstír, enda hafði hann mesta yndi af vígum og hermennsku. En illa gekk honum að semja sig að háttum friðsamra manna, blóðið sauð og vall í æðum hans. Hann tók þátt í stjórn- málabaráttunni og fylgdi lengst af konungssinnum að máli og þótti manna vaskastur í stimpingum og götubardög- um. Eftir að Þjóðverjar höfðu hernumið Frakkland og svik- arinn Laval fór með æðstu völd, sá Darnand sér leik á borði og nú hófst hin ástúðleg- asta samvinna með honum og Þjóðverjum, sem báru mikið lof á hann í sorpritum SS- manna í Þýzkalandi. • Hann skipulagði „löggæzlu- flokka“, sem voru í raun réttri „gangsterar“ af verstu tegund, menn, sem hefðu getað kennt málaliði A1 Capones ýmsa hluti, ef því hefði verið að skipta. Menn hans hafa fang- elsað þúsundir samlanda sinna, misþyrmt þeim á hryllilegan hátt og myrt fjölmarga sak- lausa menn. — Nú finnur Darnand, að hann muni ekki þurfa að kemba hærurnar, ef maquiliðar ná í hann, eða ef hann verður leiddur fyrir dómstól þann, er fjallar una mál stríðsglæpamanna. Rott- urnar eru að yfirgefa sökkv- andi skipið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.