Alþýðublaðið - 23.08.1944, Side 5
Miðvikudaginn 23. ágúsi 1944.
ALÞYÐMBLA&ÍÐ
8
ANNEjS;
OBÍsSÍ
iV
■>*
Ævintýri á gönguför — Um að flytja fjöllin — Vernd
mín — Það sem læddist undir garðinum — Blómaræn-
ingjarnir — Bansettir hnullungarnir í okkar eigin
brjóstum
EG GEKK í liægðuni mínvim
heim til mín eitt kvöldið. Það
var komið myrkur og það var
hlautt um, malbikaðar göturnar
voru eins og spegill, þegar rafljós
in flæddu um þær, en þar sem voru
holur og hvörf urðu kolsvartir
skuggar. Bifreiðar þutu fram hjá
mér við og við — og líkast til
miklu fleiri en ég tók eftir, nokkr-
ir svartklæddir sjóliðar voru að
fara heim í braggana sína og höfðu
eytt kvöldinu í ekki neitt á ein-
hverju götuhorninu í miðbænum
eða rölt inn í sjoppu og fengið sér
íslenzkan bjór, eftir að búið var
að loka KR-húsinu, hinni miklu
bjórstofu Reykjavíkur.
FULLUR MAÐUR stóð á Upp-
salahorninu og talaði tungum,
mælti hann ljóð af munni fram og
barði sér á brjóst. Um leið og ég
gekk fram hjá honum kallaði hann
til mín: .„Heyrðu vinur, komdu
hérna til mín og hjálpaðu mér til
að flytja fjöllin. í kvöld er ég upp-
lagður, sko, og ég er sannfræður
um að ef þú hjálpar mér þá tekst
okkur að flytja fjöllin.'“ Ég svar-
aði honum að ég mætti ekki vera
að ,því núna, því að það tæki svo
langan tíma. Ég sagðist skyldi
hjálpa honum annað kvöld og
hann sætti sig víð það.
• STÚLKA gekk upp að hlið mér
og. sagði: „Má ég verða samferða
hérna upp eftir. Það er sjóliði bú-
inn að vera að elta mig og ég er
svo hrædd við hann, ég þori ekki
að ganga ein.“ Svp löbbuðum við
í hægðum okkar upp bratta götuna
og sjóliðinn fór í humátt á eftír.
Ég var bæði hreykinn af því að
vera hálfgildings verndari þessar-
ar ungu stúlku og eins svolítið
smeykur við stríðsmanninn. Mér
datt svona í hug hvað til bragðs
skyldi taka ef sjóliðinn gerði sig
líklegan til að ræna mig stúlkunni,
og krefti ósjálfrátt hnefann um
stafinn, eina vopnið. Svo fór stúlk
an og brosti til mín um leið og
hún kvaddi — og mér fannst bara
birta. — Ég hafði líkast til bjargað
meynni.
SVO VAR ÉG kominn að stór-
um barnaleikvelli, sem er blómum
skrýddur. Við eitt horn hans sé ég
eitthvað tvennt skjótast og það
vekur forvitni mína. Þetta eru
tvær ungar stúlkur og þær læðast
meðfram veggjunum og gægjast út
á götuna og allt í kringum sig.
Mér detíur í hug að ef til vill séu
þær að njósna um einhverja vin-
konu sína, sem sé í æfintýri. En
ég kemst fljótt að raun um að svo ,
er ekki.
ALLT í EINU þjóta meyjarnar
báðar inn í garðinn og nú verð ég
hissa! Þær hverfa að blómaheðun-
um og ég sé þær rífa og slíta blóm
in og fylla fang sitt. Ég verð alveg
öskureiður undir eins og öskra á
þær: „Hvern fjandann sjálfan eruð
þið að gera skammirnar ykkar.“
Þær líta báðar upp samtímis eins
og hræddar kindur sem heyra
hundgá — og þjóta svo af stað, en
ág tek upp steinvölu og hendi á
eftir þeim!
MIKLAR bannsettar ekki sen
forsmánir getur svona fólk verið.
Þessar stúlkur voru á að gizka um
tvítugt, vel búnar og liðlegar. Það
er undarlegt innræti að læðast í
myrkri á barnaleikvöll sem skreytt
ur hefur verið til yndis og ánægju
fyir lítil börn og slíta og rífa upp
gróðurinn og fegurðina. Hvaða
manneskjur eru þetta eiginlega?
Manneskjum með svona innræti
getur ekki þótt vænt um falleg
blóm. Mér finnst það að minnstg
kosti alveg útilokað. Þetta er bara
skemmdarfýsn og ekkert annað.
ÉG KOMST í vont skap og fór
að hugsa um að labba aftur niður í
bæ og fara að hjálpa fulla mannin-
um til að flytja fjöllin. En svo
hætti ég við það. Fjöllin virðast
svo óbilgjörn. Og þau eru svo sem
ekkert fyrir okkur. Það eru miklu
fremur bannsettir hnullungarnir í
okknr sjálfum, sem við þurfum að
ryðja úr vegi.
Hannes á horninu.
Alþýðuflokkurinn
Skrifstofa flokksins á efstu hæð Alþýðuhússins
\ Sími 5020.
Skrifstofutími kl. 9—12 og 3—7 alla virka daga
, nema laugardaga kl. 9—12 f. h.
t AlþýSuflokksfólk utan af landi, sem
til bæjarins kemur, er vinsamlega
beðið aó koma til viðtals á flokks-
skrifstofuna.
BezJ að aoglýsa í Álþýðublaðinu.
Fallhlífarhermenn leita uppi njósnara.
Á mynd þessarj sjást amerískir fallhlífarhermenn, sem lentu á upplandinu í Normandie, 'þeg-
ar innrásin var gerð. Hér sést sveit þeirra sækja fram í kirkjugarði þorps nokkurs og leita
að þýzkum njósnurum, sem þeiróttast að hafi falið sig bak viðlegsteinana.
Böðull B>ýzka verkalýðsins*>
R Ó B E R T L E Y,
ÞAÐ HRYGGIR mig mjög
að frétta, að þú skulir
verða að hverfa um hríð frá
störfum þínum og dveljast inn
an fangelsisveggj a. Ég þekki
af eiginraun hversu þungbært
það er. Ég sendi þér beztu
kveðjur mínar og vona, að þú
munir reynast til þess fær að
bera byrði og harm fangelsis-
lífsins án þess að bíða tjón á
líkama þinum eða sál.“
Þetta er e'kki 'bréf frá glæpa-
mannaforingja ,til einhvers und
irmanna síns. Og þó myndi ekki
vera fjarri sanni að kveða þann
ig að orði. Þetta er bréf frá
Adolfi Hitler til Róberts Ley,
dagsett í maímánuði árið 1932
og var ritað af tilefni atburðar
þess, sem gerði hinn síðar-
nefnda frægan í fyrsta sinn.
Ley var um þær mundir fylkis
stjóri nazista í Rínarbyggðum.
Nótt nokkra hafði hann, ásamt
fimmtán svartstökkum, ráðizt á
leiðtoga Alþýðuflokksins og lög
reglustjórann í Köln inni í veit
ingahúsi í Köln, þar sem þess-
ir tveir menn snædchi saman.
Þegar hinum fimmtán svart-
stökkum hafði tekizt að bera
hina tvo rnenn ofurliði, veittf
Ley með eigin hendi öðrum
þeirra áverka á höfði með borð
hníf en braut vínflösku á höfði
hins. Báðir gréru þeir félagar
að lokum sára sinna, og Ley
sem naut þess að hafa framið
verknað þennan undir áhrifum
áfengra drykkja, var af umburð
arlyndum dómara dæmdur til
fjögurra mánaða fangelsisvist-
ar, og var dómur sá tilefni bréfs
þess frá Hitler, sem fyrr um
getur. Þá birtu þýzku blöðin
fyrsta sinni mynd þessa manns,
sem síðar hefur orðið víðfræg-
ur innan lands og utan. Iiún
sýndi mann lágan vexti og gild
an, rauðbirkinn og feitan, með
drykkjumannsaugu, undirhöku
og 'hnákkaspik.
*
LEY var bóndasonur úr Rín-
arbyggðum, en foreldrar
hans höfðu sett 'hann til menntá,
og stundaði hann háskólanám.
Hann nam efnafræði, og starf-
GREIN ÞESSI, sem er þýdd úr brezka blaðinu The
Observer, fjallar um böðul þýzka verkalýðsins, Róbert
Ley. Fáir forustumenn nazismans munu óvinsælli þessum:
æðsta manni þýzku vinnufylkingarinnar, sem kúgar og þjak-
ar verkalýð Þýzltalands, en lifir sjálfur í nautnum og vel-
lystingum. En Ley er góðvinur Hitlers, enda fann hann upp
ávarpið .,,foringi“, svo og kveðjuna ,3eil Hitler”.......
aði síðar á vegum I. G. Farben.
Hann særðist alvarlega í heims
styrjöldinni fyrri og var tekinn
til fanga. Franskir læknar lögðu
sig mjög fram um að bjarga lífi
hans, þar eð þeir gerðu sex stór
aðgerðir á honum. Eftir að hann
gerðist félagi nazistaflokksins
hefur hann sérstalit orð á sér
fyrir hreysti og .karlmennsku.
Ræðumaður, sem talaði ein-
'hverju sinni'á fjölmennum fundi
af hálfu vinstri manna, fór
næsta óvinsamlegum orðum um
Hitler. Róbert Ley sat fund
þennan sem málsvari nazist-
anna. Hann gerði sér lítið fyrir,
reis á fætur, sparkaði í ræðu-
stólinn. réðst á marxistann og
læsti stálgreipum sínum um,
svo að hann mátti engum vörn-
um við koma. Þetta var í eitt
skipti af fimm, sem Ley var
tekinn höndum, en hann var
látinn laus eftir.að hann hafði
verið aðvaraður álvarlega.
Ley var maðurinn, sem hinn
2. dag maímánaðar árið, 1933,
eftir áð nazistar höfðu haldið
fyrsta maí hátíðlegan fyrsta
sinni, leysti upp verkalýðsfélög
in þýzku samkvæmt boði Iiitl-
ers, tók skrifstofur þeirra her-
skildi, handtók leiðtoga þeirra
og gerði sjóði þeirra upptæka.
| Og Ley sá að sjálfsögðu um
það, að fangelsisvistin yrði leið-
togum verkalýðsfélaganna sem
eftirminnilégust.
*
EFTIR orrustuna var sigur-
hátíðin að sjálfsögðu hald
in. Ley hafði til þessa verið
fjarri því að vera ríkur maður.
Hann hafði lifað á því, sem
flokkur hans lét honum í té. En
nú, eftir að hann 'hafði gerzt
einvaldi yfir þýzkum verk' Iýð
og leiðtogi hinnar nýstofnuðu
vinnufylkingar, með ótakmörk,
uðum umráðarétti yfir sjóðum
verklýðsfélaganna, er hann
hafði gert upptæka, var tími
til þess kominn, að hann nyti
l'ífsins í rikum mæli. Hann
keypti kastala í Bæjaralandi og
skrauthýsi í Grúnevald. Hann
kastaði og eign sinni sinni á hús
skammt frá Tegel, er verið hafði
í eigu milljónamærings af Gyð-
ingaættum. Hann lét greypa þak
húss þessa koparplötum,
sem ljómuðu eins og silfur í
sólskininu. Har.n þreyttist aldrei
á því að sýna gestum sínum
undur þetta og miklast af því.
En sjálfur var hann aðeins gest
ur í hinum nýja bústað sínum.
Hann var svo að segja alltaf á
ferðálagi. Hann lagði leið sína
ásamt aðstoðarmönnum sínum í
einkalest frá einni verksmiðju
til annarrar. Og Bakkus kon-
ungur var jafnan meðal föru-
nauta hans. En ferðir þessar
voru eigi aðains skemmtiferðir.
Ley rækti þann starfa sinn af
hinni mestu kostgæfni að heim-
sækja verkamenn hinna ýmsu
verksmiðja ríkisins, og það var
á orði liaft, að hann ávarpaði
þá svo að segja daglega, enda
þótt hann væri oft og tíðum
ofurölvi.
Eitthvert mesta afrek Róberts
Ley var þó efalaust foringja-
hús þýzku vinnufylkingarinnar.
Það er samsteypa þriggja húsa
við Tiergartenstrasse í Berlín,
sem var keypt fyrir fé þýzkra
verkamanna. í byggingu þessari
Framh. á 6. síðu.