Alþýðublaðið - 25.08.1944, Síða 2
ALfrTOUBLAÐlO
Föstudagiu- 25. ágiist 1944-
Ummæli Tom Connally's voru
ranghermd
Yfirlýsing hans við sendiherra íslands
í Washingfon
\
Fréttatilkynning frá utánríkisráðuneytinu.
ITILEFNI af því að eitt dagblaðanna í Reykjavík flutti
þá fregn í fyrradag eftir Senator Tom Connally, for-
manni utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkja-
þings, að hann hefði í sambandi við bá skoðun sína að
Bandaríkin ættu að reyna að ná samningum um langa leigu
á öllum bækistöðvum á eyjum í Atlantshafi, eða eignar-
rétti á þeim, sagt, að það væri lífsnauðsyn, að hafa bæki-
stöðvar á íslandi, símaði utanríkisráðuneytið strax sendi-
ráði ísiands í Washington og óskaði eftir nánari upplýsing-
um máli þessu viðvíkjandi.
Frá sendiráðinu hefur nú borizt svar á þá leið, að New
York Times hafi 22, b, m. birt fregn frá United Press, er
var nokkuð svipuð beirri, er hér birtist. En í samtali, sem
sendiherra íslands átti við Senator Conrially í gær, skýrði
hann sendiherranum frá því, að hann hefði ekki haldið
neina ræðu eða gefið neinar þær upplýsingar, munnlegar eða
skriflegar, sem hafðar hefðu verið eftir honum. Blaðamenn
kynnu að hafa lagt fýrir hann spurningar um málið, en að
því er snerti ununæli um ísland, fullyrti hann alveg ákveð-
ið, að þau væru ranglega eftir sér höfð.
Bókaútgáfan í haust:
Um 50 hækur gefnar úl af
Isafoldarprenlsmiðju HJ.
Vidtal yió forstjórann, Gunnar Einarsson
I
HAIJST mun bókaútgáfa
verða meiri hér á landí,
en nokkru sinni fyrr, þótt
mikið hafi verið gefið út af
bókum á síðustu árum.
Alþýðriblaðið hafði fregnað að
eitt stærsta bókaforlagið hér,
ísafoldarprentsaniðja, myndi
hafa mörg og mikil verk á prjón
uratm, og sneri sér því til prent-
smiðjustjórans, Gurmars Einars-
sonar, og foað hann að segja sér
jþá hvaða 'bækur væru væntan-
'legar frá forlaginu nú í haust.
„Það er ekki nema isjálfsagt
að leysa frá skjóðunni fyrir þig,
og lofa þér að heyra um áform
okkar hér, en þú verður þá að
trúa mér, því það sem ég segi
Ferðafélag Ákureyrar
ryður akveg suður
Vafnabjallaveg
Ferðafélag akureyr-
AR hefir beitt sér fyrir að
.ryðja veg suður Vatnahjalláveg
úr Eyjafirði og hafa félagarnir
unnið að því af miklu kappi að
gera bílfært suður Sprengisand
og nú um síðustu helgi fóru bif
reiðar um Sprengisand allt suð
ur að lupptökum Þjórsár, og
gekk ferðalagið að vonum vel.
Búast má við að hægt sé að
gera bílfært ennþá lengra suð-
ur, ef tími vinnst til að kanna
leiðina, og ennfremur eru líkur
á því, að komast megi alla leið
suður í Nýdal við Tungufells-
jökul og þá um leið möguleikar
til að komast í Vonarskarð og
að vatnajökli norðanverðum.
þér um væntanlegar bækur er
satt, og ekkert auglýsingaskrum
segir Gunnar við fréttamann
blaðsins, lolks þegar hann fær
frið fyrir .símahringingunum.
— ílve margar bækur eru
væntanlegar?
„Það er.u rúmar fimmtíu bæk-
ur, ,sem við hötfum á prjónunum,
margar þeirra eru nú full prent-
aðar og koma út alveg á næst-
unni, þá eru aftur nokkrar, sem
eru fullbúnar til prentunar, enn
■ekki fullvíst um hvort vinnst
tími til að ko-ma þeim út fyrir
áramót, þótt ég vildi að svo yrði.
Hinsvegar eru nokkrar stórbæk-
ur nýlega komar út frá forlag-
inu, og má þar nefna Úr.ibyggð-
um (Borgarf jarðar eftir Kristleif
á Stóra-Kroppi, Óður Berna
dettu o. fl.“
•— Stærstu verkin sem vænt-
anleg eru á næstunni?
„Stærstu verkin, sem verið
er að hefja prentun á óg munu
bráðlega 'koma á bókamarkað-
inn, er t. d. „Byggð og saga“,
stórt og merkilegt rit ef.tir Olaf
Lárusson próf essor. í ibók þessari
er _ saifn erinda um byggð og
sögu landsins, sem Ólafur hef-
ir samið undanfarin ár.
Þá munu og bráðlega koma
út Minningar Sigurðar Briem,
fyrrumj póstmeistara. Verður
þetta allstórt rit með fjölda
myndum, meðal annars af fjöl-
skyldu Sigurðar, æskustöðvum
hans o. fl.
Þriðja stórverkið, sem út kem
ur í haust, er Sjómannasaga
eftir Vilhjálm Þ. Gíslason iskóla-
stjóra, en auk ihans- vinna að
bók þessari iþeir Geir Sigurðs-
son skipstjóri, Jóhannes Hjartar
son afgreiðslum., Þorsteinn Þor-
steinsson í Þórshamri og Gúð-
& 7.
Glæpur gegn
Brýn nauðsyn að skapa meðlimum Iðju sömu*
aðstöðu og félögum Dagsbrúnar og Framsoknar
■■■■■11 ■ » "
Hvað ætlar iðnverkafólkið að þola lengi
óstjórn kommúnista?
TIÆ’ÁLSVÖRN kommúnistans Björns Bjarnasonar, verk-
stjóra í Smára og formanns Iðju út af gagnrýni þeirri,
sem birt hefur verið hér í blaðinu á stjóm hans á félagi iðn-
aðarverkafólksins er á nákvæmlega sama stigi og stjóm
hans á félaginu og deila sú, sem hann hefur kastað iðnaðar-
verkafólkinu út í óundirbúið, óskipulagt og alveg án nokk-
urrar fyrirhyggju.
Þessi fyr.irhyggjulausi — svo
að ekki sé notað verra orð I—
verkalýðsleitogi reynir að hylja
ávirðingu -sína með marklausu
kjaftæði um Alþýðublaðið.
Hann öskpar upp um að Alþýðu
blaðið vilji leggja Iðju niður
til að sundra iðnaðarverkafólk
inu(!) — Iðnaðarverkafólkið
qetur ekki verið sundraðra en
það er nú! Alþýðublaðið hefir
lagt til að Iðja verði lögð niður
og að fólkið gangi í Dagsbrún
og verkakvennafélagið, áem
hafa samninga um hærra kaup
en Iðja hefir haft eða hefir
möguleika á að fá, enda eru nú
fjölda margir meðlimir ,úr þess-
um sterku og. stóru félögum,
sem vinna í iðnfyrirtækjum
sem Björn hefir skipað meðlim
um Iðju að hætta að vinna hjá.
Og svo velur þessi óiieppilegi
bröltkarl Brynjólfs Bjarnason
ar þessum félögum Dagsbrún
og Framsóknar nafnið ,,verk-
fallsbrjótar“! Meðlimir þessara
félaga eru í fullum rétti við
vinnu sína í fyrirtækjunum.
Þeir vinna samkvæmt samning
um félaga sinna og fyrir hærra
kaupi en Iðja hafði eða hefir
fyrir sína félaga. Ef meðlimir
Iðju gengju í Framsókn eða
Dagsbrún gætu þeir ekki aðeins
byrjað að vinna strax í dag
heldur fengju þeir og hærra
kaup en Björn Bjarnason hefir
nú þegar boðist til þess að
ganga ‘að til samkomulags við
atvinnurekendur.
S^nnleikurinn er sá að Iðja,
félag verksmiðjufólks, heifir
undir stjórn B. B. og komm-
únista haldið niðri kaupi iðn-
verkafólks. Vegna þess ákvæð-
is Iðju-samninganna að í Iðjú
megi aðeins vera verkafólk
sem vinnur hjá félagsmönnum
í félagi íslenzkra iðnrekenda,
er sívaxandi fjöldi ófélagsbund
ins fólks starfandi í iðnaði í R.-
vík. Kröfur þær, sem Björn
ber nú fram, eru mun lægri
heldur en það kaup, sem at-
vinnurenkendur greiða og vilja
greiða iðnverkafólkinú og
sækja það svo fast að þeir láta
dæma sér rétt til þess. E* kaup
þetta er samningsbundið kaup
Dangsbrúnar og verkakvennafé
lagsins Framsóknar við atvínnu
rekendur í Reykjavík. Virðist
því lig.gja beinast fyrir að Iðja
sé lögð niður og verkafólkið
gangi í Framsókn og Dangs-
brún, ásamt hiriu ófélags-
bundnu iðnverkafólki —- íféiög
sem hafa viðundandi samninga
við atvinnurekendur. og vinni
eftir samningum þessara fé-
laga. En ef til vill er svo nauð
synlegt að einhverra dómi að
viðhaída forusíu aðitöðu B. B. í
verkalýðshreyfingunni að það
megi gjalda með tugum eða
hundruðum þúsímda króna úr
vasa iðnverkamanna á ári
hverju!
Til þess að sanna það, sem
hér hefir verið haldið fram fer
hér á eftir samariburður á samn
ingi Iðju frá 31. júlí 1943; kröf
um Iðju í yfirstandandi vinnu
deilu og greiddu kaupi hjá Stál
tunnugerðinni og niðursuðu-
verksmiðju S.Í.F. skv. samningi
Dagsbrúnar og Framsóknar,
allt miðað við vísitölu 268.
I Samninqur Iðju:
Karlar ynqri en 18 ára:
Byrjunark. kr. 428.80 á mán.
Eftir 3 mán. kr. 482,40 á mán.
— 6 — — 522,60 - —
— 9 — 562,80 - —
— 12 — — 603.00 - —
Karlar eldri en 18 ára:
Byrjunark. kr. 750.00 á mán.
Eftir 3 mán kr. 871.00' á mán.
— 6 — — 991.60 - —
— 9 — — 11045.20 - —
— 12— —1112.20-------
— 24 — —1179.20 - —
II. Kröfur Iðju:
Karlar ynqri en 18 ára:
Byrjunark. kr. 576.20 á mán.
Eftir 3 mán. kr. 670.00 á mán
_ 6 — — 737.00 - —
— 9 — — 804.00 - —
— .12 — — 871.00 --------'i
Karlar eldri en 18 ára:
Byrjunark. kr. 804.00. á mán.
Eftir 3 mán. kr. 938.00 á mán.
— 6 — — 1072.00 - —
— 9 — —1206.00 - —
—■ 12 — —1340.00 - —
Kaup það, sem Bjarni Péturs
son, eigandi Stáltunnugerðar-
innar, hefir fengið sér tiídæmd
an rétt til þess að mega greiða
fyrir átta stunda vinnudag, er
kr. 1318.38 á mánuði. Þetta
kaup greiðir hann án tillits til
starfsaldurs verkámanna. Þetta
er kr. 567.38 hæsrra á mánn
heldur en byrjunarkaup skv.
Iðjusamningunum frá 1943, og
kr. 139.18 á mánuði hærra en
hámarkskaup skv. sama samn
ingi eftir 24 mánaða starfsald
ur.
Frti. á 7.
Verð á síldarmjöli
ákveðið kr. 52,19
hver 100 kg.
AKVEÐIÐ hefir verið, að
verð á síldarmjöli á inn-
lendum markaði verði kr 52.19
hver 100 kg. komin um. borð,
ef mjölið er greitt og tekið fýrir
15. september n. k. Sé mjölið
hins vegar ekki greitt og tekið
fyrir |15. sept. bætast frá þeim
tíma vextir og brunabótatrygg
ingarkostnaður við mjölverðið.
Sé mjölið greitt en ekki tekið
fyrir 15. sept. bætist aðeins
brunabótatryggingarkostnaður
við mjölverðið.
Golfklúbburinn keppir
um Olíubikarinn
Meistarakeppni Reykjavíkur
hefsi 2. sepfember
FYRIR nokkrum árum gáfu
olíufélögin hér á landi
Golfklúbb íslánds bikar til
haustkeppni um í íþróttinni. Og
hefir klúbburinn haldið keppni
um þennan svo kallaða Olíubik
ar á hverju hausti frá því að
bikarinn var gefinn.
Að þessu sinni hófst keppnin
síðastliðinn laugardag með und
irbúningskeppni. Á þriðjudag-
inn var fyrstu umferð lokið og
annari umferð lauk í gær. En n.
k. mánudag fer þriðja umferð
fram og þeirri fjórðu og síðustu
á að vera lokið á fimmtudaginn
í næstu viku.
Þorvaldur Ásgeirsson vann
bikar þennan í fyrra og hefði
hann unnið hann nú, mundi
hann hafa unið bikarinn til eign
ar, en þar eð hann hefir tapað
fyrir Gísla Ólafssyni, kemur
hann ekki til greina með að
vinna að þessu sinni, hins veg-
ar er ekki víst ennþá að Gísli
vinni bikarinn, því úrslit keppn
innar eru óviss ennþá.
Annan september mun meist-
arakeppni Reykjavíkur í Golfi
hef jast méð undirbúningskeppni
karla, en 3. sept fer fram undir-
búningskeppni kvenna.
í keppni þessari er keppt um
bikar, en enska firmað Lever
Brothers gaf til þessa haust-
móts. Handhafi bikarsins frá
því í fyrra er Gísli Ólafsson.
Erindi um sförf knatt-
spyrnudómara
Flutl ai kunnum enskum íorystu-
manni í knaifspyrnu
C* UNDUR verður haldinn i
Knattspyrnudómarafélag:
Reykjavíkur, þriðjudaginn 29
ágúst í Oddfellowhúsinu, uppi
Á fundinum mætir mr. V.Raí
aðalritari knattspyrnudómara-
félagsins í London og talar un
dómarastörf í Bretlandi, en af
því loknu verða umræður.
Mr Rae hefir verið aðalritar
knattspyrnudó’marfélagsins i
London í 7 ár og er biann meist-
araflokksdómari. Þann stuttí
tíma, sem hann hefir dvalið hér
hefir hann eignast marga vin:
meðal knattspyrnumanna, endí
hefir hann mikinn áliuga fyríi
knattspyrnuíþróttinni hér. Ver?
ur erindi hans áreiðanlega fróf
legt og skemmtilegt.
Járniönaðarmenn
samþykkja að hefja
verkfall
| GÆRKVÖLDI lauk at
kvæðagreiðslu í félagi jári
iðnaðarmanna, um það hvor
hafið skyldi verkfall af þes;
hálfu, þar eð samningar haf;
ekki tekizt milli járniðnaðar
manna og atvinnurekenda. Úr
slit kvæðagreiðslunnar urði
þau, að 73 sögðu já, 12 nei o;
1 seðill var auður. Alls eru fé
lagsmennirnir 151, en af þein
áttu 33 þess engan kost að tak:
þátt í atkvæðagreiðslunni.