Alþýðublaðið - 25.08.1944, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 25.08.1944, Qupperneq 5
Föstudagur 25. ágúst 1944. ALÞÝÐUBLAÐID ð París frjáls — Lífvörður forsetans — Hvítir smoking- ar — Að búa sig til — og sýnast — Bör eða Babbitt — faðir Börs. Amerískir fallhlífarhermenn. Þett eru amerískir fallhlífarmenn, sem haifa k?.mið sér ifyrir hjá flugvél sinni með farangur sinn á flugvelli einlhver staðar á Englandi Falllhlifatihermenn bandamanna gátu sér mik inn orðstír í innrásinni í Frakklandi. Átta voru hengdir; Þýzku hershöfðingjarnir fyrir „þjóðardómstólnum“ GREIN ÞESSI er þýdd úr brezka blaðinu Manchester Gardian og fjallar um það, er hinir átta þýzku hershöfðingar, sem stóðu að samsærinu gegn Hitler, voru yfirheyrðir af þjóðardómstólnum svonefnda. Áttmenningar þessir voru dæmdir til dauða og hengdir tveim klukkustund- mn eftir að dauðadómurinn hafði verið heim kveðinn. . . ÍFYRSTA SINN síðan í septem- br 1939 fannst mér í gær a'ð farið væri að rofa til. París, hin gamla borg frelsisins, er frjáls. Eyrsta stórborgin á meginlandinu er frjáls. Þetta eru mikil gleðitíð indi — og manni finnst eins og nú sé stutt að bíða friðarins í Evrópu. hetta getur þó verið blekking. Vel má vera að Þjóðverjum takist að mynda varnarlínu um Þýzkaland sjálft, svo að enn verði barizt í marga mánuði. FORSETI ÍSLANDS er kominn til Washington og situr þar boð Roosevlts forseta. Hann fór með fríðu og velbúnu föruneyti og hafði eigin ljfvörð, einn stæltan liðsmann lögreglustjórans og mik- inn fimleika- og glímumann, Jak- ob Jónsson. Hygg ég að margur myndi fá blátt auga og brotið nef, ef gangsterar og mannræningjar vestra færu að gerast of nærgöng ulir. Að minnsta kosti þekki ég Jakob illa, ef hann hefði ekki nokkra fyrir sig áður en honum yrði komið á kné. LÍKAST TIL er Jakob klæddur sínum dökka löreglubúningi, en hinir munu vera miklu fínni. Þyk ir mér verst að fá ekki að sjá ut- ■anríkisráðherrann klæddan hvít- um smoking úr fögru éfni, en skraddari hér í bænum varð að vaba nótt og dag og láta allar nál- ar ganga ótt og títt í sauvnastofu sinni síðustu sólanhringana við að sauma hvíta smokinga fyrir ferða mennina — nema Jakob — að lík indum. HVÍTIR SMOKINGAR ku vera móðins fyrir ,,westan“. — Og vit anlega verðum við að fylgjast með. Þetta er glæsilegur hópur, sem fyígir forsetanum vestur um um haf, en mikilúðlegri hefði blaðafulltrúinn orðið hefði hann ekki verið búinn að taka af sér hið ægilega rússneska skegg, er hann bar í vetur. -— Næstu daga mun þessi ágæti blaðafulltrúi rík- isstjórnarinnar — og jafnvel fleiri — sjá svo um, að við sem heima sitjum, og aldrei höfum séð hvíia smokinga, getum fangið að frétta af ferðalaginu „westur“. Það mun ekki liggja 1 láginni, enda er þetta virðulegasta ferðalag sem nokkur fslendingur hefur farið. ÞAÐ ER EKKI af tilefni þessa ferðalags, að ég segi eftirfarandi: Ég minntist á það eitt sinn í sumar að við skyldum varast yfirborðs- mennsku. Líklegt væri að -upp kæmi viðleitni í þá átt, að sýnast stærri en við erum í raun og veru, að við færum að haga okkur, eins og sagt er að lágvaxinn stjórnmála maður hagi .sér. Hann lætur setja aukasóla undir skóna sína til þess að hækka sig og hann grciðir hár sitt beint upp til þess að sýnast mikilúðlegri. ENGIR VERÐA eins aumkun- arlegir og þeir, sem reyna „að kombúa sig til“, ef svo má kom- ast að orði. Mér þykir það mynd- arlegur búningur er verkamaður eða sjómaður gengur á helgidegi í blárri peysu, jafnvel þý að föt hans að öðru leyti séu slitin og snjáð. En mér þykir það eymd og hörmung, að sjá mann klæðast hörðum flibba og skjallhvítri stífaðri skyrtu, ef föt hans eru að öðru leyti snjáð og slitin. — Það lýsir svo mikilli eymd innra með manninum. EINS FÆRI fyrir okkur íslénd- ingum, ef við reyndum að sýnast rtieiri en við erum. Ég minntist á sendiherra, og sendinefndir og slíkt. Við þurfum að eiga fulltrúa á nokkrum stöðum og við þurfum iað senda menn til ráðstefnu og funda, en við eigum að fara var- lega í þessu •— ekki að sýnast meiri en við erum. Við höfum nefnilega ráð á því að vera vel til fara — en ekki að láta eins og aðr ir, sem eru margfalt stærri, ef við reynum það verður það til að aug lýsa eymd, sem er þá bara búin til af heimsku. MENN ERU ALLT AF- að tala um Bör Börsson. En af hverju tala menn ekki fremur um Babbitt, manninn, sem lýst er í samnefndri bók og MFA gaf út? Bör Börsson var saminn eftir að Babbitt kom út og stældur eftir honum. Babb- itt er márgfalt betri bók og svo þrungin af kátínu og hárbiturri ádeilu á montið og það „að sýn- ast,“ að Bör Börsson kemst þar ekki í hálfkvist við. Hannes á horninu. Erwin von witzleben, marskálkur, fyrrverandi yfirmaður herja Þjóðverja á Frakklandi og ítalíu og sjö aðrir háttsettir foringjar i þýzka hernum voru dæmdir til dauða af þýzka „þjóðardóm- stólnum“ snemma í þessum mánuði. Öllum var þeim fundið 'það að sök að hafa verið við- riðnir banatilræðið við Hitler. Þeir voru hengdir tveim klukku stundum eftir að dauðadómur- inn hafði verið þeim kveðinn. Tilkynning hinnar opinberu þýzku fréttastofu var svohljóð andi: „Þjóðardómstóll Stórþýzka- lands yfirheyrði 7. og 8. ágúst svikarana úrhernum, sem höfðu forustu um samsærið gegn Hitler hinn 20. júlí. Mennirnir, sem höfðu svikið eiða sína og, flekkað mannorð sitt, voru þessir: Von Witzleben marskálkur. Höppner hershöfðingi. Stieff herShöfðingi. Von Hagen liðsforingi. Von Hase hershöfðingi. Bernardis heráhöfðingi. Klausing höfuðsamaður. Von Wartenburg greifi. Þeir hafa^ verið dæmdir tiT dauða, fundnir sekir um drott insvik. Eigur þeirra renna. til rikisins. Hinir seku voru hengd ir tveim klukkustundum eftir að dómurinn hafði verið þeim kveðinn. Réttarhöldin, sem stóðu yfir í tvo daga, leiddu í ljós, að samsærið gegn Hitler hafði ver ið skipulagt þegar sumarið 1943. Því var haldið fram, að einn hinna ákærðu,' Wartenburg greifi, 'hefði meðgengið það, að ætlunin hefði verið sú, eft- ir að Hitler hefði verið rutt úr vegi, að Beck hershöfðingi yrði forsætisráðherra og Gördeler, fyrrum borgarstjóri í Leipzig, kanslari. Höppner hershöfðingi átti að verða yfirmaður þýzka ihersins en von Wartenburg kanslararitari. ÞÝZKA fréttastofan lýsti réttarhöldunum á þessa lund: Hinir útta sakborningar voru leiddir inn í réttarsalinn af lög reglumönnum inn um hliðar- dyr. Þeir báru enga einkennis- búninga, en tóku sér sæti í tveim röðum með samanherpt- ar varir og störðu fram .fyrir sig. Stieff hershöfðingi litaðist um í salnum og þerraði svitann af andliti sér með 'vasaklút. Dómararnir gengu brátt í sal- inn og fór dómforsetinn, dr. Ro land Freisler, .fyrir þeim. Því næst voru réttarhöldin haíin að nýju, þar sem frá Ihafði verið horfið daginn áður. Stieff 'hershöfðingi sagði, að í fyrstu hefði ætlunin verið sú að bana Hitler með nýju vopni. Þó var horfið frá því ráði, þeg ár til kom. Síðar var stungið upp á því, að Hitler skyldi ráð inn af dögum með sprengju, er væri falinn í skjalatösku. Það var Tresckow ofursti, sem lagði þetta til. Stieff: Stauffenberg greifi átti viðræður við Hitler 6. og 11. júlí og hafði þá sprengjuna meðferðis. Dómforsetinn: Hvers vegna var morðtilrauninn ekki gerð þá? Stieff: Vegna þess að Himml er var þá ekki viðstaddur. Sakborningurinn lét þess get ið, að hann hefði ákveðið það að kvöldi dags hinn 19. júlí, að morðtilraunin skyldi gerð dag- inn eftir. Von Hagen var næstur yfir- iheyrður. Hann sagðist hafa tek ið við fyrirskipunum frá Kphn majór, sem nú hefur gengið Rússum á vald. Kuhn tólc aftur á móti við fyrirskipunum frá Stieff. Hagen sagði, að í lok nóvem- bermánaðar árið 1943 hefði Kuhn mælt svo fyrir, að fram- leitt skyldi allmikið af sprengi efni og falið í skógi nokkrum. Mánuði síðar hað Kuhn ' um meira sprengiefni. Stieff tók við sprengiefni þessu og geymdi það, unz farið var með það til Berlínar í maimánuði síðast liðnum, og það fengið Stauff- enberg í hendur. * WITZLEBEN MARSKÁLK- UR var þessu næst yfir- heyrður. Hann játaði það, að hann hefði verið viðriðinn upp reisnartilraunina, og að hann hefði þekkt Olbricht um nokk- urt skeið og samið við hann. Hann játaði og, að hann hefði staðið í sambandi við Beck og Höppner. Árið 1943 heimsótti hann Beck og ræddi viðhorfin við hann. Marskálkurinn sagðist hafa rætt við Olbridht um viðhorf- in í október- eða nóvembermán uði síðast liðnum, þar eð Ol- bricht hafði gerzt foringi sam- særismannanna. Olbriciit hafði þá tekið það fram, að hann ætti þess engan kost að ráða Hitler sjálfur af dögum. Þegar dómforsetinn spurði marskálkinn þess, hvernig sam særismönnunum hefði getað komið til hugar að steypa Hitl- er af stóli og gera Beck af yf- irhershöfðingja og Gördeler að kanslara, svaraði Witzleben Framh. á 6. síðu. Félagsmenn í SVl. F. A. fá hina bráðskemmtiiegu skáldsögu , • Babbiff eftir Nobelsverðlaunahöfundinn Sinclair Lewis og Trausta hornsfeina eftir Sir William Bevieridge fyrir aSems 25 krónur Vitjið bókanna í Bókaverzlun Braga Brynjólfssonar Hafnarstræti 24

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.