Alþýðublaðið - 17.09.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.09.1944, Blaðsíða 2
2 En sfjórnin gegnir áfram störfum þar til ný stjorn hefir verið mynduð HR. BJÖRN ÞÓRÐARSON lagði fram lausnarbeiðni sína og stjórnar sinnar á ríkisráðsfundi kl. 10 árdegis í gærmorgún, eins og ákveðið hafði verið. Féllst forseti á lausnarbeiðnina, en bað stjórnina eins og vanalegt er að gegna störfum áfram, þar til ný stjórn hefði verið mynduð, og varð hón við því. Um lausnarbeiðni stjórnarinnar og þær viðræður, sem fram fóru strax á eftir, gaf skrifstofa forseta út svofelda tilkynningu um miðjan dag í gær: „Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var laugardaginn 16. september kl. 10 f. h., veitti forseti íslands ráðuneyti Björns Þórðarsonar lausn samkvæmt beiðni forsætisráðherra. Sam- kvæmt ósk forseta tók ráðuneytið að sér að genga störfum á sama liátt og undanfarið, þangað til nýtt ráðuneyti hefði verið myndað. Kl. 11 f. h. ræddi forseti við Gísla Sveinsson forseta sameinaðs alþingis út af viðhorfi því, sem skapazt hefir við lausn ráðuneytisins frá störfum. Að loknum þeim viðræðum ráðlagði hann forseta að eiga viðræður við alla þingflokka- formenn samtímis. Kl. 11,15 ræddi forseti við þá Ólaf Thors, formann Sjálf- stæðisflokksins, Eystein Jónsson, formann þingflokks Fram- sóknarflokksins, Einar Olgeirsson, formann þingflokks Sósíalistaflokksins og Harald Guðmundsson, formann þing- flokks Alþýðuflokksins. f viðræðulok Iýstu formenn þingflokkanna yfir því, að þingflokkarnir myndu halda áfram þeim tilraunum til myhd- unar stjórnar, sem njóti stuðnings allra 4 þingflokkanna, er staðið hafa yfir um skeið. Enn fremur að þeir teldu æskilegt að takast mætti að mynda nýja stjórn sem allra fyrst.“ Ráðstafanir til al tryggja út- gerðinni næga og góða beitu Stjórsiarffrsimvarp lagt ffyrir efki dejld. RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram í efri deild al- þingis frumvarp til laga um beitumál. Skal samkvæmt frumvarpi þessu skipa fimm manna beitinefnd, er sjái um „að ávalt sé til í öllum ver- stöðvum landsins næg og góð beita við eðlilegu verði,“ Frumvarp þetta er samið samkvæmt ályktun síðasta þings, þar sem skorað var á ríkisstjórniina að undirbúa og leggja fyrir alþingi frumvarp um þetta efni. Er frumvarpið s; mið með Ihliðsjón af tillögum milliþinganefndar í sjávarút- vegsmiálum en þó nokkuð breytt, eftir því sem isegir í atliu gasemd um við frumvarpið. Beitunefndin, sem tfrumivarp- ið gerir ráð fyrir, skal skipa til þriggja lára í senn. Skipar at- vinnumjálaráðfherra einn mann, og er hann formaður, en hinir fjórir skulu skipaðir efir til- nefningu þessara aðila, einn af hverjum: Fiskifélagi íslands, Alþýðusa.mbandi Islands, Sam- band íslenzkra sanwinnufélaga og SÖlumiðsöð hraðfrystihús- anna.“ Um starfssvið og verkefni beitunefndar segir svo í 3.-5. gr. frumvarpsins: „Beitunefnd skal kappkosta að hafa sem nániast samband við félagssamtök sjómanna og útvegsmanna um störf þau, er nefndin heíur með höndum. Kostnaður af störfum beitu- nefndar, þar með talin laun nefndarmanna, sem ráðherra á- kveður, skal greiðast úr ríkis- sjóði. Beitunfefnd skal áætla þörf ■landsmanna fyrir frysta beitu og kynna sér, hversu horfir um öflun hennar. Fiskifélag íslands skal annast Skýrslu- og upplýs ingasöfnun fyrir pefndina. Öll um þeim, 'sem hafa með hönd- um sölu eða geymslu á boitu- ■síld, og öllum útgerðarmönnum er skylt að láta Fiskifélagi ts- lands í té upp'lýsingar u.n beitu birgðir, hvenær sem þess er ósk að. Ef athugun beitunefndar leið ir í Ijós, að sérstök ástæða sé til að óttast beituskort, er henni heimilt að fengnu samþykki ráð herra að frysta eða láta frysta síld til beitu.“ I frumvarpinu er gert ráð fyrir beitumati, og skulu fiski- matsmenn á hverjum frysting- Frh. á 7. sföu. Sunnudagur 17. sept. 1944 Samgönguyandræðin á austurieiSinni: Bílferja milli Kaldaðarness og Auði holfs bezfa bráðabirgðalausnin r Innrásarbátar, sem taka fullhlaðnar bifreiðir^ C AMGÖNGUMÁLIN austur í sveitir eru enn í sama öngþveitinu og áður, síðan Ölfusárbrúin brast vegna óþolandi eítirlitsleysis og fyrirhyggjuleysis þeirra manna, sem stjórna samgöngumálunum. Bráðabirgðaferja er komin yfir Ölfusá, en hún er ákaflega ófullkomin og getur ekki orðið til frambúðar. Enn hefir Ölfus- árbrú ekki verið reist við. Gengur það verk mjög seint og ekki hægt að segja hvenær því verðUr lokið, svo að brúin verði fær fyrir létta flutninga og gangandi fólk. Önnur lausn og betri verður að finnast á þessu vandræða- máli og menn fullyrða að þá lausn sé hægt að finna. ’Það var ekki rétt, sem sagt var hér í blaðinu að bílvegur lægi að ferjunni við Laugardæli. Fólk verður að minnsta kosti að ganga 1 km. sinn hvoru megin við ferjustaðinn til þess að kom ast við honum og öðru megin er leið þessi mjög ill yfirferð- ar. Þá er mjög seinleigt og erfitt að ánnast flutningana á róðrar bát og virðist það í raun og veru engin lausn. Betri lausn væri að fenginn væri bátur með utaniborðsmótoT, En það er önnur lausn sem yafamál er að hafi verið athuguð, en er þó fullrar a'thygli verð og kunn- ugir telja að hún sé tmjög vel framkvæmanleg. Við Kaldaðanes er bílvegur alveg að ánni, næstum alveg þar á móti, við Auðsholt er einnig bílívegur. Bifreiðarnar geta þyl ekið ibáðurn megin al- veg á árfbakkann. Hér í Reykjavík munu vera nokkrir svokallaðir innrásar- bá’tar, sem ameríska setuliðið á. Þeir bera 30—50 smálestir, eru mjög ihraðskreiðir og rista ekki, nema 2—4 fet, tómir, en aðeins örlítið meira hlaðnir. Þessa báta höfum við séð í starfi, meðal annars hér við Kirkjusand og inni í Vatna- görðum. Þeir opna framhluta sinn og fullhlaðnar, stórar vöru flutningalbifreiðar aka inn á þá„ er að landi kemur opnast hler 5n.n aftur, fellur upp á land, eða í fjöru og bifreiðarnar aka af þeim ó burt. V'ið Kaldaðanes og Auðsholt eru ágæt skilyrði til slíkra flutninga. Það er aðeins eitt sem myndi torvelda þá, og það eru sandeyrar, sem eru í ánni, en kunnugur maður eystra, sem Alþýðuiblaðið átti tal við í gær taldi mjög auðvelt að sveigja fyrir þær og þyrfti þetta því ekki að verða til trafala. Hafir vegamálastjórinn at- hugað þessa lausn? Ekkert 'bef- ir heyrst um það. Mjög er trúlegt að setuliðs- stjórnin myndi sjó sér fært að lána okkur einn islíkan bát, enda hefir hún oftar hlaupið undir bagga omeð okkur í slík- um tilfellum og ^samvinna ver- ið mieð ágætum. Ölífusárbrú mun og hafa farið fyrr vegna rinn- ar raiklu notkunar setuliðsins á henni. Hér er um lausn að ræða á þessu vanræðamá’li seni nauð- synlegt er að athuga nú þegar. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjóna band af séra Jóni Thorarensen ung frú Svava Eiríksdóítir, Grund Grímsstaðaholti og Hallgrímur S. Magnússon trésmiður sama stað. 57 fuiltrúar sitja 4. þing B.S.R.6. jC1 JÓRÐA þing sambands starfsmanna ríkis og bæja var sett í Austurbæjarbarna- skólanum í gær kl. 14. Voru samþykkt kjörbréf fyrir 57 full frúa frá 19 félögum, en 1 full- trúinn er enn ókominn til þings. Þingforseti var kjörinn Helgi Hallgrímsson bókari hjá Reykja víkurhöfn, en annar varaþing- forseti Steindór Bjömsson frá Gröf efnisvörður hjá Landssím anum og annar varaþingforseti Björn L. Jónsson veðurfræð- ingur. Þingritarar voru kjornir Krist mundur Þorleifsson 'bókari í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, Ingibjorg Ögmundsdóttir síma stjóri í Hafnarfirði, Oddný Sig urjónsdóttir kpnnari og Karl Halldórsson tollþjónn. Kosið var í fastanefndir þings ins, og stjórnin flutti skýrslu um störf sambandsins á liðnu ári. . Guðjón B. Baldvinsson flutti framsöguræðu um launa málin, Lárus Sigurbjörnsson um verkfallsrétt opinberra starfsmanna og Sigurður Thor lacíus um samvinnu við önnur launþegasámtök. Var öllum m'álum þessum vísað til nefnda að loknum framsöguræðum. Næsti fundur þingsins verður haldinn í dag kl. 13.30. Námsílokkar Reykjavíkur: Keiuisla í nolfcun heila vafnsins við ræktun fekin upp í fyrsia skipfi ÁMSFLOKKAR REYKJAVÍKUR fara nú bráðlega að hefja vetrar- starf'semi sína, og er innritun þegar hafin í flestar eða all- ar þær námsgreinar, sem kenndar verða. Starfsemi námsflokkanna hef ir farið vaxandi ár frá ári, frá því að þeir tóku til starfa, og hefir nýjum námsgreinum ver ið hætt yið á hverju kennsluári frá upphafi og í því sam- bandi má geta einnar náms- greinar, sem nú hefir verið bætt við og er algert nýmæli í skólum hér, en það er notkun Frh. á 7. síðu Skipstjórinn á Jóni Þorlákssyni" fórst í fyrrakvöld Tók út af skfpinu á innieið úti af Gjögri Frá fréttaritara Alþýðu- blaðsins Siglufirði í gær kveldi. P R MÓTORBÁTURINN „Jón Þorláksson“ frá Reykjavík var á innleið af Grímseyjarsundi í gærkveldi vildi það slys til, djúpt út af Gjögri, að skipstjórann, Guð- mund. Þ. Guðmundsson, tók út og drkknaði hann. Segja vaktmennirnir svo frá að skipstjórinn hafi verið 'að reyna að ná sambandi við tal- stöðina á Siglufirði, en ekki náð; hafi legið fyrir framan hann á borðinu skeyti til útgerðarinn- ar svohljóðandi: „Er á innleið; hættur veiðum“. Hafði hann ver stund í stýrishúsinu en gekk síðan út. Eftir 6—7 mínútur fór vakt mönnunum að lengja eftir Guð mundi og fór annar út á þilfar- ið, en sá þá skipstjórann hvergi. Var þegar sýnt, hvað fyrir hefði komið og var skipinu snúið við og leitað í tvær klukkustundir samfleytt, en .án árangurs. Slysið skeði um klukkan 9.30. Guðmundur Þorlákur Guð- mundsson er fæddur 2. maí 1888, og var því 56 ára að aldri. Hann lætur eftir sig konu og 5 uppkomin börn. Hann hefur verið skipstjóri á „Jóni Þorláks syni“ yfir 10 ár, en var búinn |að stunda formennsku í 34 ár samfleytt og var jafnan með aflahæstu skipstjórum, eins í ár. Guðmundur var sérstakt prúð menni, vandaður og vel látinn og er við fráfall hans höggvið vandfyllt skarð í sjómannastétt ina. Guðmundur var ættaður vest an úr Djúpi, en hefur verið bú- settur í Reykjavík undanfarin 15 ár, og átti heima á Ránar- götu 8 A. Allur flotinn sem inni var, um 50 skip, dróg fána í hálfa stöng. Mikill fjöldi fána var einnig í hálfa stöng á húsum á Siglufirði. VISS. Innbroi í verziwiina Krónan í fyrrmóit ÍFYRRINÖTT var brotizt inn í verzlunina Krónan á Vest- urgötu 35 og stolið þar á milli 50—60 krónum í peningum, auk 'þess súkkulaði, döðlum og Öðru sælgæti. Einnig nokkuð af karlmannasokkum. Rannsóknarlögreglan hefir ekki haft upp á þjófnum enn- þá, en málið er í rannsókn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.