Alþýðublaðið - 17.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.09.1944, Blaðsíða 5
Sannudagur 17. sept. 1944 ALÞY0UBLAÐI® 8 Stjómin er farin — og situr þó enn — Menn bolla- leggja af miklum ákafa — Nýr söngur eftir útvarpsum- k ræðurnar. JÆJA, þá hefir ríkisstjórnin sagt af sér, en hvað hún sit- ur iengi enn getur enginn sagt um, Jþví að það er miklu erfiðara að komast að samkomuiagi um að gera eitthvað heldur en um að að gera ekki neitt, en um það hef- :ir verið ríkjandi hið bezta sam- komulag núna Iengi undanfarið. ÞAÐ ERU ALLIR að tala um nýja stjórn og þó veit enginn neitt, en það er oft þannig að mest er talað um það sem menn vita ekk- ert um — og aldrei verða menn eins vitrir —, já, og jafn vel aldrei eins æstir, eins og þegar þeir ræða um það sem þeir vita ekkert um. ÚTVARPSUMRÆÐURNAR um daginn vöktu allmikla athygli — og misjafna dóma. Þar kenndi og margra grasa, eins og gerist og .gengur og fengu landsmenn ýms- ar nauðsynlegar upplýsingar. Ein ræðan vakti mikla kátínu og er tal in ein bezta skrítlan sem sögð hef ir verið á þessum áratug. Hún var allar milljónirnar, sem voru 500 að tölu þegar ræðumaður byrj- aði að tala en uxu upp í 580 millj- ónir meðan hann var að tala, en ræðan stóðM hálftíma. Munu það vera hæstu vextir sem sagan grein ir frá — og er ekki amalegt að fá þann mann til að ávaxta peninga æína. MÉR ER OG skrifað frá Akur- eyri að ræöan toafi vakið þar mik- inn fögnuð og hafi borgarbúar nú tekið upp nýjan söng og sé hann nú sunginn í hverju koti við mik- inii fögnuð. Þykja mér þetta gleði ríkar fréttir, svo mjög hef ég hjal- að um það í sumar að menn eigi að vera bjartsýnir. Þessi nýji söng ur er á þessa leiö: „Ef ég nú hjá pabba einn fimm- eyring ég fengi, hve feykilega hrifin og glöð ég' yrði þá. Eg klappa skyldi pabba og kyssa vel og lengi og kaupa síðan allt, sem mig langar til að fá. Svo kaupi ég mér brúðu, sem leggur aftur augun og armbandsúrið gott af falleg ustu gerð. En af því að hún mamma er orð- in þreytt á taugum þá ætla ég að kaupa bíl í hverja sendiferð. Hjólhest og járnbraut ég ætla að gefa Geira og gríðarstóra flugvél ég kaupi fyrir Finn. Svo kaupi ég mér döðlur og súkkulaði og fleira og síðan gef ég pabba mínum all- an afganginn. AKUREVRINGAR munu að vísu toafa fengið þennan söng að láni, en hann er jafngóður fyrir því til að lýsa gleði þeirra yfir örlæti stjórnmálapabbans þeirra, se n við Reykvíkingar eigum þó sann arlega að hafa eins greiðan aðgang að og þeir. Það er örlátur pabbi og veltalandi, hann kann líka að bollaleggja eins og sést á söngnum. Það er ákaflega falleg hugsun i því að gefa honum afgamginn af fimmeyringnum, þegar búið er að kaupa allar dásemdirnar, því að það er ekki alveg víst að hann hafi ráð á því að taka þennan fimm yring úr buddunni þrátt fyrir hina háu vexti. Greifinn af 100 ár eru liðin síðan Greifinn af Monte Cristo kom fyrst út á frummálinu. Á þessum tímamótum birtist þessi heims- fræga saga í fyrsta sinn í íslenzkri þýð- ingu í vandaðri útgáfu, sem prýdd er myndum af helztu atburðum sögunnar. A.lexander Dumas, höfundur bókarinn- ar, er einn af frægustu rithöfúndum Frakka og skipta bækur hans hundruð- um, en frægust þeirra allra er Greifinn af Monte Cristo, enda hefir hún verið lesin og dáð í flestum löndum heims meir en nokkur önnur skálfisaga. Greifinn af Monie Crisfo fæsi hjá öilum boksölum AUGLÝSID í ALÞÝÐUILAÐINU Þær tvær konur, sem sjást hér á myndinni, hvor um sig berandi blævæng með áletruðu nafni Deweys, forsetaefnis repúblikana og keppinautar Roosevelts-við forsetakjörið í Bandaríkj- unum í haust, eru sagðar munu vera heitustu áhangendur hans. En það er að vísu móðir hans, Mrs. George M. Dewey, í miðið ,og tengdamóðir hans, Mrs. O. T. Hutt, til vinstri. Myndin var tekin á flokksþingi repúblikana i öhicago í sumar, þegar Dewey var kjörinn forsetaefni flokksins. Tvær, sem eru með Dewey Oswaido Cruz — Læknirinn, sem bjargaði Brazilíu ARIÐ 1895 auglýstu skipa- félög í Norðurálfu „bein- ar ferðir til Platafljótsins án viðkomu í hafnarborgum Brazi- Iíu.“ Skip, er létu úr höfn í Argentíu, tilkynntu: „Þessi bátur kemur ekki við í 'Rio de Janeiro né nokkurri annarri hafnarborg í Brazilíu.“ Hefðu ekki tilkynningar þessar verið gefnar út, myndu bátar þessir hafa orðið að vera án farþega, því að hvarvetna létu menn orð falla eitthvað á þessa lund: — „Sjúkdómar herja Brazilíu . . . Brázilía er land neyðarinnar og dauðans.“ Það var augljós hætta á ferð- j um. ítalskt herskip hafði varp- í að akkerum á höfnini í Rio de Janeiro. Fimm dögum síðar j hafði skipherrann og 233 menn ■ menn af áhöfninni verið born- ir til grafar. Það var gula, sem herjaði landið. Brazilíuíbúar frá borgunum uppi í landi forðuðust að leggja leiðir sínar til hafnar- borganna, nema þeir ættu þang- að brýnt erindi, sem ekki yrði hjá komizt að reka. Og engum þeirra kom til hugar að dvelj- ast þar næturlangt. Fulltrúar erlendra ríkja flúðu höfuðborg- ina og tókij sér aðsetur uppi til fjalla strax og vora tók og dvöldust þar sumarlangt. Gulan barst til Brazilíu árið 1849 með amerískri skonnortu, er kom til hafnarborgarinnar Bahia og dvaldist þar um skeið, en veiki þessi var þar innan borðs. Landsmenn tóku brátt veikina, og barst hún eins og eldur í sinu næstu ár. Fijnmtán þúsundir létust af völdum veiki þessarar í Rio á árunum frá 1891 og 1894. Og því var svo sem ekki að heilsa, að veikin rénaði brátt, því að árið 1901 nam tala þeirra, er Iétust af hennar völdum, enn þrem þús- undum. Heilbrigðisyfirvöldin í Barzilíu leituðu fyrir sér um lyf gegn veiki þessari um heim allan, en allar tilraunir til þess GREIN þessi er eftir Lois Mattox Miller og er þýdd úr tímaritinu Reader’s Digest. Fjallar hún um lækninn Dswaldo Cruz, sem bjargaði Brazilíu úr raun tveggja skæðra drepsótta og cr talinn einhver hinn mikilhæfasti og farsælasti baráttumaður, sem saga læknavísindanna kann frá að greina. , að sigrast á drepsóttinni mis- tókust. Og drepsóttin hafði að sjálfsögðu hin geigvænlegustu áhrif á gervallt þjóðlíf Brazi- líu. Atvinnulíf landsins dróst saman, og fátækt og hörmungar herjuðu landið. Árið 1902 var Rodrigues Alv- es kosinn forseti Brazilíu. Hann kvað mikla nauðsyn til þess bera, að til embættis heilbrigðis- málaráðherrans veldist maður, sem væri líklegur til þess að sigrast á gulunni. Einhver lagði til að Oswaldo Cruz læknir yrði valinn. „Hver er Oswaldo Cruz?“ spurði forset.inn son sinn, sem var læknanemi. Það brá fyrir bliki í augum unga manns- ins, þegar hann heyrði nafn þetta nefnt. Oswaldo Cruz var ungur læknir, sem hafði getið sér frábæran orðstír í baráttu við svartadauða, er þessi ægi- lega drepsótt herjaði Santos. Cruz var frægur maður í Norð- urálfu fyrir baráttu sína gegn margs konar sjúkdómum. Oswaldo Concalves Cruz fæddist í San Luiz do Parait- inga í Suður-Brazilíu og var sonur fátæks lækNjs. Hann var mjög feiminn sem barn. Það er sagt, að honum hafði verið það hin mesta raun, að taka munn- legt próf, er hann lauk námi sínu við læknaskólann í Rio nítján ára að aldri. En hann .var engan veginn eins feiminn við ýmislegt annað. Þegar hann var tvítugur, kvæntist hann til dæmis hinni fögru og auðugu Amelíu da Fonsecu. Brúðar- gjöf tengdaföðursins var álit- legur sjóður, sem Oswaldo átti að verja til þess að koma sér upp nýtízku rannsóknarstofu í kjallará' húss síns. Þetta var fyrsta rannsóknarstofan í Rio, sem heitið gat. Árið 1896 fór hinn ungi Cruz til Parísar, til þess að nema við stofnun Pasteurs. Þar fékk hann áhuga fyrir tilraunum Carlos Finleys og þeirri kenn- ingu hans, að mýflugur bæru sýkil gulunnar milli manna. Skömmu eftir að Cruz hvarf aftur heim til Rio gafst honum færi á því að láta til sín taka. Svartadauðafaraldur herjaði Santos og varð einnig vart í öðrum borgum. Landlæknir Brazilíu sendi símskeyti til Pasteursstofnunarinnar og fór þess á leit, að franskur sér- fræðingur yrði sendur til Brazi- líu þegar í stað, til þess að reyna að stöðva útbreiðslu þessarar ægilegu veiki, hvað sem það kosta'öi. En franskir vísinda- menn voru ófúsir til þess að fará til Brazilíu. „Hvers vegna fáið þér ekki landa yðar, Os- waldo Cruz, til liðs við yður?“ svöruðu þeir símskeyti. land- læknisins í Brazilfu. „Við þekkjum ekki annan snjallari.“ Cruz var kvaddur á vettvang. Hann kom sér upp lítilli rann- sóknarstofu í Manguinhos, sem er úthverfi Rio. Hann stofnaði og skóla fyrir lækna og lækna- nema, er hann fékk til full- tingis við sig í baráttunni gegn drepsóttinni. í árslok 1900 Frh. af 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.