Alþýðublaðið - 12.11.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.11.1944, Blaðsíða 4
 ALÞYÐUBLAÐIÐ Sttnnudagxtr 12, nóv. 184C Ötgefandi: Alþýðuflokknrinn Elitstjóri: Stefán Pétursson. Eiitstjórn og afgreiðsla í A1 ^ýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4°CI og 490S Símar afgrciðslu: 4900 og 4906. V?rð í lausasölu 40 aura. Alþýðuorentsmiðjan h.f. Benedikt S. Gröndal: Bréf heim frá Ameríku Helfregnin af Goðafossi Alla íslenzku þjóðina hefir sett hljóða við hina hryllilegu fregn af afdrifum Goðafoss. En neinu sinni hef- ir hún misst tugi hraustra sona og dætra í hafið af völdum ó- friðarins. Enn einu sinni syrgja £ landi ekkjair og munaðarlaus börn, mæður og feður, systur og bræður ástvini, sem saklaus ir hafa látið lífið fyrir vítisvél- um hins miskunnarlausa hildar leiks. * Undanfarnar vikur og mán- uði hafa margir verið að vona, að hörmungar ófriðarins væru brátt á enda, og víst hefir ís- lenzka þjóðin að minnsta kosti verið vongóð um það, að hún væri þegar úr allri hættu, að herrnar fórnir yrðu ekki fleiri. en orðnar voru. En því sviplegri er sú helfregn, sem henni hef- ir nú borizt til eyrna. Árás hins þýzka kafbáts á Goðafoss svo að segja uppi í landsteinum sýnir, að enn er land oikkar á hættusvæði og að enn er hinn ægiilegi hildarleik- ur háður af sömu morðfýsn og sama miskunnarleysi og ein- kenndi hinar lævísu árásir á fyrri árum ófriðarins á friðsöm og varnarlaus íslenzk skip. Það er ekki verið að hugsa um það, þótt um skip hlutlausrar smá- þjóðar sé að ræða, sem ekkert annað hefir innanborðs en frið samt fólk með björg í bú henn- ar; og það er heldur ekki ver- ið að hirða um það, þótt land- helgi hennar sé brotin. Full- mæging grimmdarinnar og ger- eyðingarfýsnarinnar er æðsta boðorð hinna nazistísku morð- varga. Og því á íslenzíka þjóðin nú enn á bak að sjá stórum hóp sona og dætra, sem stóðu í blóma lífsins. * Það hefir oft verið sagt, að við íslendingar vissum lítið af hörmungum ófriðarins í saman- burði við þær þjóðir, sem verða að heyja hann með vopn í hönd, og hefðum litla ástæðu til að kvarta. Þetta er að því leyti satt, að land okkar hefir að vísu aldrei orðið vígvöllur í þessu stríði, en hafið umhverfis það þeim mun hættulegri. Og ef borið er saman við mann- fjölda ófriðarþjóðanna, mun vafasamt, að nokkur þeirra hafi fært tiifinnanlegri fórnir, en okkar litla og varnarlausa þjóð í árásum þeim, sem gerð- ar hafa verið á friðsöm skip hennar. Þær fórnir verða seint bætt- ar svo fámennri þjóð. Félagsl íf. Handknattleiksæfing karla ærður í Íþróttahúsi Jóns Þor- rteinssonar í dag kl. 3. NEW YORK í september. KÆRU LANDAR: Það er öll- um íslendingum hér í Vest- urheimi töluverð skapraun, hversu lengi blöð og bréf eru á leiðinni að heiman. Ókkur náms mönnum. hefir þótt þetta venju fremur leitt í sumar, því að við höfum tekið eftir því, að.við höf um oft verið nefndir í dálkum Reykjavíkurblaðanna. Þegar blöðin seint og síðar meir hafa komið hingað vestur, höfum við oftar en einu sinni orðið hissa á þeim skrifum, sem við höfum séð um sjálfa okkur. Það er næsta merkilegt á þess um feitu árum íslenzkrar blaða mennsku, þegar ritsnillingar vorir hafa slík stórmál að fjalla um sem hvítu fötin forsetans og fúlegg Bæjarpóstsins, þá skuli stjórnmálaspekingar leggja hóp íslenzkra námsmanna, sem eru 5000 km. að heiman, í einelti og skoða allt, sem frá þeim heyrist í stækkunargleri til að reyna að finna eitthvað athuga- vert í fari þeirra. Á þann hátt hyggjast þessir menn að rægja þjóð þá, sem námsfólkið gistir og nemur hjá. Eftir því sem ég kemst næst, hafa margir íslendingar þær hug myndir um okkur Ámeríkustú dentana, að við göngum hér um skólana með gloríubauga og sé- um dýrkaðir eins og andlegir gullkálfar. Hafa verið breiddar út hinar merkilegustu sögur um okkur og það jafnvel gefið í skyn, að meðal skussar að heim an setji hér upp logniettur og séu fyrr en varir farnir að kenna prófessorunum. Við Islendingar höfum mikið yndi af að heyra lof um sjálfa okkur og afrek okkar manna, en að þessu sinni hefir oflofi ver ið smurt á helzt til þykkt. Sann leikurinn er sá, að íslenzkir námsmenn breytast ekkert við að koma til Ameríku. Það er satt, að margir okkar hafa reynzt hinir prýðilegustu náms menn og hlotið viðurkenningu fyrir, en aðrir hafa komið, svall að og fallið, sér og landi sínu til lítils sóma. Þið heima heyrið um þá, sem standa sig vel, en það er eðlilega ekki haft hátt um þá, sem falla. Hins verðið þið einnig að minnast, góðlir hálsar, að íslendingar eru enn frekar sjaldséðir hér í Ameríku, og því oft skoðaðir í krók og kring eins og tvíhöfða kálfar, svo að ég noti orð Rannveigar Sohmidt. Af þessu og engu öðru stafar það, að Ameríkumenn hafa stundum hossað okkur heldur meira en við eigum skil ið. Við erum alls konar fólk þess ir námsmenn í Ameríku. Skóla kerfið hér er svo ólíkt því, sem í Evrópu tíðkast, og skólarnir hér eru svo misjafnir, að flestir duglegir menn, sem einhyem undirbúning hafa, geta, komizt einhvers staðar inn í þá. Það eru til hér í landi skólar, ef vel er leitað, þar serq. það er talið merkilegt að vera 200, pund og geta leikið knattleik heldur en að kunna margföldunairtöfluna utan að afturábak eða vera séní með þykk gleraugu. En það eru líka til skólar, og þeir fleiri en hinir, þar sem menn stynja af hrifningu yfir undrabarninu, sem verður doktor 18 ára, lesa Shakespeare og Snorra með tárin í augunum og mæla menn ekki í pundum heldur einkunn um. íslendingar þeir, sem hing að koma til námis, gæta þess að velja sér feitu kýmar og fara á góðu skólana. En iþar er ekki um neina tmisk- unn að ræða, menn verða að lesa mikið — eðá falla. Ég hef heyrt marga íslenzka náms- menn kvarta undan því, hversu mikið þeir hafi að lesa í skól- um hér vestra, Hér njótum við ekki þess frelsis, sem stúdent- ar í Evrópu eiga að venjast við nám sitt. Hér fylgjast prófessor arnir vel með námi okkar og við verður að mæta í kennslustund um reglulega og taka próf oft á hverjum yetri, en ekki þegar okkur sjálfum finnst við undir það búin. Námsfólk kemur hingað vest ur til að læra hina furðuleg- ustu hluti. Stúlkur hafa komið til þess að læra útsaum eða broderi, sem engir kunna hér nema gamlar kerlingar, sem fluttu það méð sér frá Evrópu. Iðnaðarmenn hafa komið hing- að til að læra verk, sem hér eru alltaf unnin í vélum. Svo kunna þeir ekki við að fara heim án þess að læra neitt og fá sér vinnu hér vestra. Áður en þeir vita af eru þeir giftir og sitja svo hér með sveittan skalla, kerlingu og krakka alla æfi, en leiðist og dauðlangar heim. Ameríka virðist vera í tízku heima um þessar mundir. Unga menn og konur langar til að koma hingað til að sjá ljósin á Broadway og skýkljúfana. M,erm hafa hinar furðulegustu hug- myndir um þetta land, — flestar þeirra úr kvikmyndum. Maður skyldi ætla að ryksugur yxu hér á trjánum og tveir næturklúbb ar væru á hverri hæð, hundr- að hæðir upp í New York. Ungir íslendingar hafa komið hingað með slíka draumóra í huga sér. Þegar þeir hafa séð nokkra næt urklúbba, farið upp í Empire State bygginguna, og nýja- bragðið er farið að hjaðna, þá viðurkenna þeir í trúnaði, að „þetta sé ekki eins mikill draum ur og þeir héldu“. Ein stúlka stundi af heimþrá og sagði: „Æ ég hélt að þetta væri allt lekkr ara!“ Gallinn vjð þetta fólk er sá, að það kærir sig ekki um að kynnast Ameriku, það vill sjá Broadway. Margir unglr menn og margar ungar stúlkur hafa farið heim eftir stutta dvöl í New York án þess nokkru sinni að sjá Metropolitan listasafn- ið, án þess að heyra nokkru sinni um bókasafnið mikla á 42. götu og án þess að hafa hugmynd um að Paul Robeson er um þessar mundir að leika Othello eftir Shakespeare. Þetta fólk býr í hverfum auð- manna eða í fínum hótelum á Manhattan, en það veit varla af því, að til sé kynþáttavanda mál hér í landi og það hefir aldrei séð fátækrahverfi. Þetta fólk getur ekki frekar sagt ykk ur frá Ameríku heldur en sá, sem aðeins hefir smakkað sviða sultu getur sagt ykkur hvernig blóðmör er á bragðið. Það er kvartað undan því, að Ameríka gleypi mann strax. Ef til vill á yfirborðinu. Víðu föt- in frá Bondverzlun og marglitu hálshindin, tyggigúmíið og Coca Cola eru ekki hættuleg íslenzkri menningu eða því sem íslenzkt er. Þetta er eins og flensan — það líður hjá. Og ég held ég geti fullvissað ykkur um að námsmennirnir eru flestir ís- lenzkari en þeir nokkru sinni voru. Ég hef séð þá sitja undir eikartrjánum í Nýja Énglandi og kappræða það, hvernig bezt verði stofnað útibú frá Paradís á íslandi. Ég hef séð þá sitja á bökkum Missisippiárinnar og rífast um íslenzk skólamál. Og íslenzk stúlka, sem giftist ís- lenzkum námsmanni vestur við strönd Kyrrahafsins klæddist íslenzkum skautbúningi til at- hafnarinnar, sem var fram- kvæmd af íslenzkum presti. En segi einn stúdent í einkabréfi, að íslenzkan sé skrílmál, af hverju sendið þið honum ekki eintak af Snorra Eddu og biðj- ið hann að þýða hana á betra mál? Þótt svo 'hrapallega færi fyrir mér, eftir því sem mér er sagt í bréfum að heiman, að ég týndi tungu forfeðranna og tali nú óskiljanlegt rugl gegnum nef ið, þá vona ég að sú óhamingja hafi ekki stofnað sálu Þjóðvilj- ans í alvarlega hættu. Blöð heima hafa reynt að gefa það í skyn, að sumir stúdentar hér vestra séu útsendir böðlar ameríska auðvaldsins og sitji um tækifæri til að snúa Islend ingum á þess band. Nokkrir námsmanna voru vinstrimenn, jafnvel kommúnistar heima, og mér virðist þeir vera það enn. Aðrir voru auðvaldsinnar, og ég fæ ekki betur séð en þeir haldi enn tryggð við hina gömlu hjáguði sína. Yfirleitt hafa þeir námsmenn, sem ég hef haft kynni af, ekki frekar hug á að gerast erindrekar amerísks auð valds en séra Bjarni hefir á að Auglýsingar, sem birtast eigss j Alþýðub’aðÍKH, verða að ver* komnar til Auglýn- infraskrifstofmmar í AlþýðubúsinK, (gengið in_i ftrá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöidl. Sfffli 4906 gerast þjónn kölska. Margir stúdentar hér fylgjast: allvel með amerískumstjórnimál um. Af þeim er margt að læra sumt það, sem ekki ætti að taka upp á íslandi, annað sem vel gæti orðið til bóta. Sama má segja um amerískt þjóðlíf £ heild. Við höldum okkur við skólana og lærum listir og vis- indi, sem þroska okkur og búa undir framtíðarstörf heima. ÞaS kann svo að fara, að einn eða tveir stúdentar týni sálu sinnl og komi aldrei aftur, en meiri ÍFrh. á 6. sáðb | BRÉFI frá alþingi, sem birt “■ ist í Mbl. í gær, er komizt svo að orði um málefnasamning r íkisstj órnar innar: „Hver sá, sem á lilutlægan hátt virðir fyrir sér þjóðmála baráttu tveggja síðustu ára meðal íslend- inga, hlýtur að komast að þeirri niðurstöðu, að þar hafi fyrst og fremst gætt togstreitu um stund- arhagsmuni. Þegar frá er skilin sú einróma ákvörðun þjóðarinnar, að stofna alfrjálst lýðveldi á ís- landi, verður ekki hjá því komist að viðurkenna, að hún hafi þenn- an tíma horft meira niður fyrir tær sér, en fram á veginn. Deilan um laun og afurðaverð hefir setið í öndvegi. Um framtíðarhag og grundvöll efnalegs, sjálfstæðis í framtíðinni hefir minna verið hugs að. Stefnuyfirlýsing hinnar nýju ríkisstjómar markar tímamót í þessum efnum. Þar er megin á- herzla lögð á að snúast verði að framkvæmd framtíðarmála jafn- hliða því, að reynt sé að tryggja þjóðimii öryggi á líðandi stundu. Ber vissulega að fagna þeirri stefnubreytingu. Framtíð íslenzku þjóðarinnar, éins og rnargra ann- arra smáþjóða, er um þessar mund ir nær „óráðin gáta, fyrirheit“. — En því betur, sem þjóðin uggir að sér, því betur sem hún sjálf býr sig umdir að mæta framtíðinni, því meiri líkur eru til þess að þau fyrirheit, sem hún gefur sjálfri sér, rætist. En fögur fyrirheit eru lítilsvirði, jafnvel þótt færð séu í búning ítarlegra málefnasamninga og stefnuyfirlýsinga. — Vissulega má segja þetta með miklum sanni. Það, sem mest veltur á, er að ein- lægur vilji til drengilegs starfs liggi til grundvallar slíkum samn- ingum. Þegar samningar eru gerð ir verða aðilar jafnan að byggja á því, að svo sé. Ef trúna é það brestur, er samningurinn trauðla gerður. Að þessu leyti er mélefnasamn- ingurinn, sem hin nýja ríkisstjóm .er mynduð um, svipaður flestuna öðrum samningum. Framkvæmö! hans er háð því, að aðiljar hazts starfi saman af drengskap og víð- sýni. — Auðna hlýtur að réðu unt það, hvort hann verður pappírs- blað eitt eða grundvöllur víðtækra umbóta á atvinnuhögum og afkomu íslendinga.“ V( Undir þetta er vissuliega hajgt að taka með höfundi bréfsins frá afþingi. Árangurinn af sam starfi því, sem nú hefir veri@, stofnað til, er allur kominn undir þv*í, að framkvæmdtir verði málefnasamningur sá? sem samstarfið er byggt á. VERZLUNIN ER FLUTT f HAFNARSTRÆTI 22. Skautar með áföstum skóm teknir upp í HELLAS Hafnarstræti 22 híh^hýhtftitoh^hrfiríiahÆfi (hbreiðið AibÝðublaðið. í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.