Alþýðublaðið - 12.11.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.11.1944, Blaðsíða 5
ALÞYÐUBLAÐIP S Sunnudagur 12. nóv. 1944. Þegar myrkrið heltist yfir Reykjavík — Staðreyndir, sem við eigum erfitt með að skilja — Þegar skipbrots- mennirnir stigu á land. . TYRJALD ARFÁBVIÐRIÐ æðir vi3 hvers manns dyr. Ógnirnar eru daglegir viðburðir í öffrum löndum. Okkur hættir viff a® gleyma því um of. Þegar þær dynja yfir okkur bognum viff und an þunga þeirra og undrumst þann tilgang sem stefnir vopnum a® okkur, landi okkar og þjóff. Viff skiljum ekki hvers vegna friffsöm kaupskip hlutlausra þjóða skuli verffa fyrir árásum og þeim sökkt. EN ÞÓ að við skiljum þetta ekki í>á tala staðreyndimar sínu máli. Og þær sýna okkur líka að styrj- öldinni er ekki lokið, að enn liggja ógnirnar í leyni á siglinga leiðum íslenzkra kaupskipa, sem aldrei flytja neinar hernaðarnauð- synjar og aldrei taka á nokkum minnsta hátt þátt í neinu sem snertir /þann hildarleik sem nú er hiáður um allan heim. TVEIR SÍÐUSTU dagar hafa verið þungbærir fyrir okkur. Það var eins og biksvart ský legðist yfir borgina strax og fregnin um að Goðafoss hefði farizt barst út. Og það gerði allt erfiðara að eng inn vissi neitt með vissu um það hvað mangir hefðu verið í skip- inu. Það eina ®em vitað var með nokkurri vissu var tala skipverja, en enginn vissi um tölu farþega, því að skrifstofa skipanna hér fær engar frégnir um það fyrir- fram. ÞÁ BÁRUST og heldur engar fregnir um það lengi vel, hversu mörgum mönnum hefði verið bjarg að og áreiðanleg vitneskja um það fékkst ekki fyrr en rétt fyrir há- degisbilið í gær. Kom þá og í ljós að maður hafði dáið á leið í land af vosbúð og kulda. Farþegarnir voru tólf að tölu og tíu fórust, þar á meðal heil fjölsikylda, skipverjarnir voru 31, því að einn Skipverjanna hafði orðið eftir í sjúkrahúsi ytra og 17 þeirra björguðust, en 14 fórust. Hér er því um slys að ræða á borð við iÞormóðsslysið, ef hægt er um slys að tala í þessu sam- bandi og mun þó nær að nefna. það fólskulega morðárás. MIKILL MANNFJÖLDI safnað- ist saman á hafnarbakkanum í fyrrakvöld í þann mund, sem tal- ið var að björgunarskipin myndu koma með skipsbrotsmennina og voru þarna margir, sem höfðu átt ástvini um borð í skipinu. Þeir ætluðu að vera tilbúnir til að taka á móti þeim. En svo var tekin föst stjórn á þessum atburðum og bryggjan rudd. Sumum féll þetta illa, en það var þó sprottið af brýnni nauðsyn, því að þá var ekki vitað nema að margir þeirra sem annars björguðust úr sjónum hefðu slasazt. OG ER SKIPIN komu var skip brotsmönnum strax komið í sér- stakar bifreiðar. Fóru þær með þá í sjúkrahús og þar var hlúð að þeim af mikilli alúð og allt gert, sem unnt var þeim til hjálp- ar. Fóru þeir svo ekki þaðan fyrr en um kl. 10 í gærmorgun. HÉR ER um eitt hræðilegasta áfall, sem þjóð okkar hefir orðið fyrir í þessu stríði. Það er eitt sár ið enn, sem íslenzka þjóðin hlýtur í þeim grimma hildarleik, sem nú er háður. Hannes á horninu. AðaHundur Knalfsyrnufélagsini Valur verður haldinn n. k. mánudagskvöld kl. 8 e. h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin R i s j - b I o k k ir góðar og mjög ódýrar. Sérstakt tækifæri til þess að birgja bömin upp til vetrarins. Békaverzlun Lárusar Blöndal I Skólavörðustíg Fyrir þá er stríðinu lokið. Mynd þessi er af þýzkum stríðsíöngum, sem vinna að því að taka upp kartöflur vestur í Ame ríku. Til vinstri á myndinni sést Alden. Wheeler bóndi i Nýja-Englandi, eigandi ekrunnar, sem stríðsfangarnir vinna á. ÓSIGUR Varsjábúa og fang-' elsun Bors herShöfðingja, sem var fyrir þeim, er raunaleg ur kafli i styrjöldinni, sem enn er óljós og munu enn ýmis kurl ókomin til grafar. Má í því sambandi minnast þess, að í sama mund og Ohurchill for- sætisráðherra Breta bar hið mesta lof á föðurlandsvinina í Varsjá, níddu Rússar Bor. Hvað var það, sem skeði á þeim tveim mánuðum, er Bor barðist í Var sjá, meðan Rússar héldu kyrru fyrir í nokkurra kílómetra fjar- lægð? Staðhæfingar Rússa, eins og þær voru settar fram af pólsku þjóðfrelsisnefndinni í Moskva og útbúi hennar í Lublin, voru á þá leið, að Bor hafði byrjað uppreisnina samkvæmt skipun póláku stjórnarinnar í London og án samþykkis rússneska hersins og þess vegna beri rúss- neska stjórnin enga ábyrgð á því, sem hún kallaði raunaleg mistök. En staðreyndir málsins leiða annað í ljós og rugla þá í rím- inu, sem halda fram áðurnefnd um skoðunum. Áður en Bor 'hóf uppreisnina, var hann í sifellu •vittur fyrir það að hafast ekk ert að. í ræðu, sem Berlings ofursti, forustumaður Lublin- nefndarinnar, sem er á vegur Moskvastjórnarinnar, flutti í Moskva 9. maí 1943, sagði hann meðal annars: „V-ið og öll pólska þjóðin veit að frelsi vinnst ekki með því að bíða með byssu reidda um öxl, heldur einungis með hern- aðaraðgerðum.“ 20. maí 1943 sagði Wanda Wassiliewska, leið togi „Sambands pólskra föður- landsvina“ í Moskva í ræðu: „Treystið þeim efkki, sem hvetja ykkur til þess að*ve:ra aðgerð- arlausir og bíða. Miskunr^rn-”’- barátta upp á líf og dauða við fjandmennina 'hvenær sem er, — það er kjörorð vort.“ BLAÐIÐ „Stríð og verklýðs stéttin“ í Moskva sagði 8. aprfl 1944: „Opinber blöð Pól- verja réttlæta hikstefnu stjórn arinnar með því að hún oó synleg til þess að forðast ótíma bæra uppreisn og óþarfar fórn ir. En þetta er bersýnilega ó- GR E I N Þ E S S I, sem er þýdd úr ameríska blað- inu New York Times, fjall- ar um uppreisn Varsjárbija í sumar imdir forustu Bors hershöfðingja. Gefur greinin góða hugmynd um þessi við- horf, sem svo mjög hafa ver ið rædd, og er þar sýnt með skýrum rökum, hversu Rúss- ar og málaliðsmenn þeárra hafa leikið tveim skjöldum í máli þessu. satt og blekkingar einar.“ 3. júní sagði Pravda um pólsku stjórnina í Londön: „Hún getur ekki látizt vera fulltrúi pólsku- þjóðarinnar, þegar þjóð in byrjar að tala fyrir munn sjálfrar sín, þegar þjóðin hald- in ósveigjanlegu hatri til 'hins þýzka innrásarhers, rís upp til heilagrar baráttu gegn innrás- arlýð Hitlers.“ Pólskir föðurlandsvinir (í Rússlandi) gerðu samþykkt 22. júní, þar sem leiðtogar leyni- starfseminnar eru beiníínis sak aðir um landráð, vegna þess að þeir hefðu ekki gripið til vopna. Og 13. júlí segir blaðið „Stríð og verkalýðsstéttin": Hluvterk vort er að vopna pólsku þjóðina til að berjast við þýzka her- riámsliðið fyrir frelsun Pól- lan-ds. 3. ágúst, þrem dögum eftir að Bor hafði hafizt handa, .vita PólSkir föðurlandsvinir (í Rúss landi) hann fyrir aðgerðarleysi: „Sú stefna að sitja kyrr og haf- ast ekki að, samkvæmt skipun frá íhaldsflóttastjórninni í Lon don, leiðir ekki til góðs.“ — En 17. ágúst ræðst blaðið Izvestia á Bor fyrir að hafa att „nær ó- , vopnuðum í'búurn Varsjár“ út í bardaga. EN 30. JÚLÍ birtir Koscius- zko-útvarpstöðin í Moskva ákorun til Pólverja um að gera uppreisn í Varsjá. Eftir að skýrt hafði verið frá því, að Rauði herimi nálgaðist, var svo sagt s sumar í áskoruninni: „Varsjárbúar til vopna. Allir borgarbúar eiga að fylkja sér um her leynistarfsem innar. Ráðizt á Þjóðverja. Að- stoðið Rauða herinn við að fara yfir Vislu. Gefið honum upp- lýsingar og vísið honum á beztu vöðin á ánni. Yfir miljón íbúa eiga að verða að meirá en mill jón manna her, sem berst fyrir frelsi og eyðileggingu hinna þýzku innrásarmanna“. 13 áskor unum var útvarpað frá Kosc- iuzsko-stöðinni, þar sem Var- 'sjárbúar eru hvattir til upp- reisnar gegn Þjóðverjum. Það er satt, að uppreisn Bors var hafin samkvæmt fyrirmæl- um -stjórnarinnar lí London, en vegna staðhæfinga Moskva- stjórriariimar um, að hún hafi verið hafin án Vitundar hennar hefir Mikolajczyk for-sætisráð- herra látið stjórnum Bretlands og Bandaríkjanna í té fjölmörg skjöl um samninga og viðtöl við Rússa um uppreisnina. Fjölmarg ar orðsendingar voru sendar til Moskva fyrir milligöngu Breta þar sem beðið er um hjálp, sem pólska stjórnin segir að her Bors hafi verið heitið, ef thann berði'st í Varsjá. ÞANNIG er þá málum háttað, að í heilt ár víttu ráða- menn 1 Moskva Bor fyrir að berjast ekki. Einnig bárust leynii starfsmönnunum í Varsjá fjöl- margar áskoranir frá Moskva um að hefjast handa. Þá var Bor víttur af Moskvamönnum fyrir að hafa hafizt handa. En málið er ekki eins auðskilið og Rússar vilja vera láta. Brezk ir og amerískir flugmenn reyndu að korna birgðum til Boris, meðan han-n hafði helm- irig Valrsjár á valdi sínu, og guldu mikil afhroð. Síðustu dagana, sem Bor gat haldið uppi vörnum, reynd-u Rússar einnig að koma til hans vist- um, en varð lítið ágengt. Það er eftirtektarvert, að eftir hina hetjulegu baráttu Bors heldur Lublinn-efndin á- fram að álasa honum og gagn- rýnir meira að segja ástæð- stæður þæ-r, sem hann hafði til þess að gefast uop. Allt þetta Krh. á 6. BÍðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.