Alþýðublaðið - 16.11.1944, Síða 3

Alþýðublaðið - 16.11.1944, Síða 3
Sfíuimtadagitr 16. nóv. 1944 Svfar og Þjóðverjar SÍÐUSTU DAGA hafa borizt fregnir um, að í odda kunni að skerast með Svíum og Þjóð verjum. Þjóðverjar birtu á dögunum tilkynningu þess efnis, að þeir myndu skoða skip, sem væru á ferð innan þess svæðis, sem þeir teldu aauðsynlegt til hernaðar- þarfa, utan við lög og _rétt ef svo mætti segja, og að þau máttu vera við því búin að vera skotin í kaf. Þessu mót- mæltu Svíar, sem von var, þeir væru hlutlaus þjóð, sem «etti að geta fengið að ferð- ast í friði með nauðsynja- vörur sínar og annan varn- íag. Svíar tilkynntu jafnframt að Þjóðverjar hlytu að bera á byrgð á því, sem af þessu kynni að leiða, sem sagt, þeir voru' hvergi smeykir. 3ÞESSI YFIRLÝSING SVÍA er merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún áréttir það, sem áður var vitað, að Svíar vilja halda sínu hlutleysi og þeir vilja ekki þola neinn yfir- gang. Hótanir þýzkra blaða og yfirvalda orka ekki á þá. Þeir eru þess albúnir, ef þörf krefur, að vernda skip sín og hlutleysi með hverjum þeim hætti, sem heppilegastur þyk ir, jafnvel vopnavaldi. PÝSK BLÖÐ hamast ni um þessar mundir og segja frá ,,ósvífni“ Svía og „fjand- ®kap“ í garð Þjóðverja. Að vísu hafa Þjóðverjar vafa- laust nokkuð til síns máls í því, þar sem vitað er, að Sví ár hafa frá öndverðu haft við bjóð á Gestapomenningunni þýzku, quislingunum norsku og raunar öllu því, sem telj ast verður fjarskylt norræn um umgengnisvenjum. Skoð- anakúgun, hrottaskapur, gyð íngaofsóknir og annað, sem nazistar telja hina einu og sönnu menningu, hafa allt frá fyrstu tíð verið hvimleið Svíum og afstaða þeirra til bágstaddra bræðraþjóða á þessum ógnar tímum hefir verið með þeim hætti, að all ír norrænir menn mega vera hreyknir af. Tugþúsundir flóttapianna, bæði frá Finn landi, Noregi og Danmörku hafa í Svíþjóð fengið öruggt athvarf og hæli nú um stundarsakir, meðan villi- mennskan ræður ríkjum. EKKI ALLS FYRIR LÖNGU bárust þær fregnir frá Sví- þjóð, að blöð þar í landi ræddu það, hvort ungum Sví um væri ekki heimilt að ger ast sjálfboðaliðar í Noregi í fyrirhuguðum eða væntanleg um átökum, er Þjóðverjar verða hraktir þaðan úr landi. Blöðin munu yfirleitt hafa verið á einu máli um, að Sví ar gætu að sjálfsögðu gerzt sjá'lfboðaliðar undir þessum kringumstæðum og bentu á, að hið sama hefði gerzt í styrj öldinni milli Finna og Rússa á sínunt tíma, eða 1939—40. Hvað úr þessu verður er erf- itt að segja eins og nú standa sakir, en hitt er víst að aldrei ALHyPUBLAÐie 3 Þegar de Gaulle kom lil Parísar Mynd þessi, sem var tekin 26. ágúst s. 1. sýnir skriðdreka og önnur farartæki bandamanna á toginu fyrir framan ráðhús Parísarborgar. Þar bíður mikill manngrúi eftir að Charles de Gaulle hershöfðingi komi. Þjóðverjar hhöfðu þá ekki verið hraktir úr borginni með öllu og nokkru eftri að mynd þessi var tekin, hófu leyniskyttur skothríð eins og menn muna. Nú er París aftur orðin örugg borg. r eyðileggja allf á und anhaldinu í Norður-Noregi De Gaulle fer til Moskva TILKYNNT hefir verið, að de Gaulle, forseti stjómar franska lýðveldisins, muni bráð lega fara til viðræðna við rúss- nesba áhrifamenn. Er þetta fyrsta heimsókn de Gaulles til Rússlands. U tanríkistráðíherra Frakka mun verða með honum í förinni. hafa Svíar verið eins ákveðn ir andstæðingar nazista og eins hliðhollir bræðraþjóðun um eins og í dag. IÓTSPYRNA SVÍA gegn yfir gangi hinna nazistísku gang stera, ef svo mætti segja, er ekki orðin tóm. Það er ekki einungis sannfæring ein, sem mótar stefnu Svía riú. Ekki einungis það, að þeir vita, að þeir hafa á réttu að standa, enda þótt það væri ærið nóg út af fyrir sig. Þeir, geta líka varið hendur sínar með vopnavaldi, ef í það færi. Þeir, sem kunnugir þykja í þessum málum, fullyrða að sænski flotinn á Eystrasalti sé nú- það öflugur að hann geti auðveldlega lagt til or ustu við flotastyrk Þjóðverja og haft meira en í fullu tré við hann. Svíar hafa ekki sof ið á verðinum síðan ófriður inn hófst. Þeir hafa eftir föng um styrkt landvarnir sínar, lofther og flota á þann hátt, að þeir geta ef þörf krefur, varið hlutleysi sitt á þann eina hátt, sem nazistar skilja ef til kæmi. UNDANFARNA DAGA hafá þýzk blöð byrjað á því að ásaka Svía fyrir að æfa menn . í Svíþjóð, sem taka eiga þátt í hernaðaraðgerðum í Noregi þegar þar að kemur. Þýzku blöðin leggjast á eina sveif í þessu máli og eru næsta ber orð. Þjóðverjar hafa oft áður byrjað slíkan áróður gegn ríki, sem þeim var í nöp við og slík blaðaskrif hafa stund um verið undanfari mikilla og válegra tíðinda. Að þessu sinni er ekki líklegt að Þjóð verjar geti gert það, sém þeim er tamast, að beita of- beldinu. Bæirnir Vardö og Vadsö brenndir fil ösku SÍÐUSTU fregnir frá Noregi herma, að mikið öngþveiti ríki nú í Norður-Noregi, þar sem Þjóðverjar hrekja menn burt af heimilum sínum suður á boginn og brenna hún þeirra og sprengja í loft upp öll mannvirki á undan- haldinu. Þjóðverjar munu ætla að flytja á brott alla íbúa Finnmerkur, en þeir eru um 40.000 að tölu. Bæirnir Vardö og Vadsö í Norður-Noregi hafa verið jafnaðir við jörðu, svo og margir smærri bæir og þorp. Þjóðverjar leggja eink- um kapp á að sprengja í loft upp síldarbræðslustöðvar, fismimjölsverksmiðjur og frystihús. í fregnum, sem borizt hafa frá Noregi er Bagt, að fram- férði Þjóðverja á undanhald- inu i Norður-Noregi sé eins- dæmi í sögu landsins. Þjóðverj ar brenna öll hús og bæi, sem þeir yfirgefa og njóta til þess aðstoðar lögreglumanna Quisl- ings, sem hrekur fólk af heim- *lum sínum og ber síðan eld að þeim. Fólk hefir ekki þak yfir höfuðið og verður að fylgj ast með straumnum vestur og suður á bóginn. Jonas Lie, sem einnig hefir verið nefndur Ju- das Lie, lögreglustjóri Quisl- ings, var þarna á ferð í fyrra mánuði og gaf hann þá skipun um, að f-lytja á brott alla í- búa í norðurhlufa Tromsfylkis, „til þess að ekkert húsaskjól og enginn matur yrði á vegi hins rússneska lýðs“, eins og hann orðaði það. í nánari fregnum um þessi mál segir, að ómögulegt sé að Bretar halda áfram sókninni í Hollandi ’S3 RETAR halda áfram sókn- í Hollandi og höfðu í gær sótt fram um 5 km. fyrir vest- an Maas. f bardögunum í Aust- ur Frakklandi sækja hersveitir Pattons á og voru er síðast frétt ist um 2 km. frá kastalaborg- inni Metz . . ' . Fréttix /eru fáar af bardögun um í Hollandi, en greinilegt er, að Bretar halda áfram sókn- inni, þótt hægt fari. Búizt er við harðari mótspyrnu Þjóð- verja er lengra kemur, enda hafa borizt fregnir um mikla liðflutninga þeirra í áttina til vigstöðvanna. ,, Hermenn Pattons þrengja hringinn um Metz og ýmislegt bendir til þess, að Þjóðverjar muni ekki verja borgina til hins ítrasta. Undankomuleið Þjóðv. norður af borginni verður æ hættulegri og mun nú ekki vera nema um 10—12 km. breið. Trygve Lie kominn til Stokkhólms HpRYGGVE LIE, utanrflris- -*• ráðherra Norðmanna er kominn til Stokkhólms úr för sinni til Moskva. í hófi, þar sem viðstaddir voru meðal annarra Per Albin Hansson, forsætisráð herra Svía, Giinther utanríkis- ráðherra, sendiherrar Breta, Bandaríkjanna, Rússa og Frakka, flutti Lie ráðherra ræðu þar sem hann þakkaði öll um þeim, sem greitt hefðu götu norsku ráðherranna í för þeirra á dögunum. Per Albin Hansson forsætisráðherra fluttií einnig ræðu og kvaðst þakka norsku ráðherirunum komuna til Sví- þjóðar og lét í ljós mi'kla sam- - úð með hinni norsku bræðra- þjóð. segja með vissu, hve miklum spjöllum Þjóðverjar og quisl- ingar hafa valdið í N.-Noregi, sem vitað er, Þjóðverjar flytja enn hersveitir frá Norður-Finn landi inn 1 Noreg eftir öllum vegum, sem færir eru og ríkir hin mesta ringulreið á þeim flutningum. Fiskveiðaþorpin Mehavn, Berlevaag, Gamvik og Kamöyfjord hafa verið brennd ir til grunna og í Lappabænum Kautokeino stendur gamal- mennahælið eitt uppi. íbúar Norður-Noregs verða nú að þola hinar óskaplegustu raunir og fjölmargir hafa látizt af vosbúð og ofþreytu á undanhaldi Þjóð verja, þegar þeir eru reknir frá heimilum sínum fyrirvaralítið. Allir fangar hafa verið fluttir frá fangabúðunum, sem voru í grennd við Tromsö. Meðal fyrstu ■ranganna, sem fluttir voru suður á bóginn, var Aldor Ingebrigtsen, fyrrverandi þing maður Alþýðuflokksins horska, forstöðumaður skrífstofu verka lýðssamtakanna í Norður-Nor- egi, Gunnar Braathen og margir kunriir athafnamenn þar nyðra. (Frá norska blaðafulltrúanum).

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.