Alþýðublaðið - 16.11.1944, Blaðsíða 5
t
Fimmtudagur 16. nóv. 1944
ALÞYÐUBLABEO
S
Hann kom til mín og talaði — Eg hlustaði — Fyrstu
sporin í höfuðstaðnum — Daladrengur lætur móðan
mása.
HANN KOM TIL MÍN einn dag-
inn, rjóður í kinnum í verka-
mannafötum og blárri peysu og
annarlegt ,kastskeyti‘ á ljósum koll
inum, myndarlegur og sællegur og
með bros um varirnar og rjúkandi
vindil í greip sinni. Hann vildi fá
grein í pistilinn minn — og það
var skrítin grein, eða bréf. Ég fór
að tala við hann af því að það var
svo mikið líf í honum og það stóð
þægilegur gustur af honum og
hann talaði töluvert, en ég bara
steinþagði og hlustaði:
„ÉG ER AÐ NORÐAN, hef
aldrei farið fyrr að heiman og
aldrei til Reykjavíkur komið fyrr
en nú. Þeir sögðu að hér væri líf
og fjör og nóg vinna, að hér gengju
brosandi og fallegar stúlkur um
göturnar allan liðlangan daginn,
að hér væri hægt að skemmta sér
á hverjum einasta degi, eða sko á
kvöldin og hér væri afskaplega
mikið að gera og gott kaup.“
„ÉG FÓR, og hef aldrei farið
fyrr að heiman, eins og ég sagði,
ég fór til að vimia hjá auðvaldinu,
vinna eins og vitlaus til að fá
peninga og ný föt og; geta lesið
eitthvað á milli, sko til að komast
áfram. Og ég þarf ekki að segja
þér, hvað ég varð hissa þegar ég
sá öll þessi afskaplega stóru hús
og bílana og göturnar þvers og
kruss, bíóin og búðargluggana og
stúlkumar. Þær eru, jú, það fall-
egasta hér í Reykjavík.“
„ÉG FÓR STRAX að vinna,
þegar ég hafði komið mér fyrir í
„bragga" og svo ét ég, sko, út
um hvippinn og 'hvappinn. Mikið
voðalegt kaup hafa sumir og sumir
búa í húsum sem nægja fyrir marg
ar fjölskyldur og menn eyða svo
afskaplega héma. Ég fór í Lista-
mannaskálann og það sagði strák- \
ur að norðan við mig, sem ég
hitti. „Vertu bara djarfur, þetta
eru beztu stelpur. Þú skalt bara
bjóða þeim upp. Það gerir ekkert
til þó að þú kunnir ekki alveg að
dansa.“
„FYRST GÆGÐIST ég inn í
Listamannaskálann, en ég þorði
ekki að fara inn fyrr' en maður
kallaði til mín og sagði: „Ætlið
þér að fá miða?“ Það var sko í
fyrsta skipti, sem ég hef verið
þéraður, Og ég keypti miða. Það
var svo sem ágætt ball, en ég dans
aði ekkert, kom mér ekki að því
að bjóða neinni upp. Menn sátú
bara þarna við borðin og drukku
kaffi og öl fyrir mikla peninga.
Aðgöngumiðinri kostaði 15 krón-
ur. Það eru voðalegir peningar.11
„HELDURÐU NÚ EKKI að þjóð
in fari að sameinast? Ég hugsa
það. Þetta rifrildi er alveg hringl-
andi vitlaust. Mér líkar bezt við
Alþýðublaðið. Ég hef stundum
fengið það að láni á næsta bæ hjá
stúlku, sem fær það sent norður
frá systur sinni hér, sem er gift
sjómanni. Mér líkar vel við það.
Ég keypti sko .þennan vindil áðan
þama á horninu á móti apótek-
inu, þú veizt. Hann kostaði krónu
og sjötíu og fimm. Ég hef einu
sinni reykt vindil áður. Það er
ekkert gott að reykja þessa vindla.
Pabbi tekur í nefið.“
„JÚ, ÉG HEF dálítið upp úr
mér, en það er allt svo helv . . .
dýrt. Ég hefði aldrei trúað því.
Húsnæðið er nú ekki svo dýrt, en
það er allt hitt. Ég er að reyna að
eyða ekki svo að ég hafi eitthvað
þegar ég fer aftur héim. Ég hugsa
líka að gamli maðurinn segði eitt-
hvað, ef ég væri búinn með allt
þegar ég feem. Hann vildi nefni-
lega ekki láta. mig fara. Það var
ég og mamma gamla sem réðum.“
„HEYRÐU! Ég er alveg hissa á
því hvað margir eru allt af á randi
hérna. Göturnar eru bara alltaf
fullar. Hvernig stendur á því? Ég
hélt að það væri svo mikið að
gera hérna að fólkið mætti ekki
vera að þessu hangsi á götunum.“
„ÉG VINN við höfnina, já. Það
er sóðalegt, en það er sæmilega
gott kaup. Ég á verst með þjón-
ustuna. Það er ekki hægt að fá
neina kerlingu til að þvo af sér.
Annars ætlaði nú strákur sem ég
vinn með að tala við konu fyrir
mig.“
„ÞAÐ ER ÁRI skrítið að ekki
skuli vera hægt áð .fá þvegið af
sér héma. Það er svo margt kven-
fólk héma. Er ekki Alþýðuskólinn
hérna núna að starfa? Ég var sko
að hugsa um hann á kyöldin
kannske.'1
HANN óð úr einu í annað, bráð
skemmtilegur og fullur af krafti
og kynngi, þessi ungi sveitamað-
ur, sem kom hingað fyrir mánuði
til höfuðstaðarins til þess að
freista gæfunnar. Ég hugsa að það
sé ekki hægðarleikur að slá hann
út, jafnvel þó hin verstu öfl hér
sameinuðust. Hann hefur líka
auga fyrir þ.ví sem gott er hér.
Hánn kvaddi mig brosandi með
því að rétta bara vísifingur upp
að „kastskeytinu“ og segja „Bless,
ég kem kannske aftur einilivem-
tíma áður en ég fer norður."
Hannes á horninu.
osíur
írá Ákureyrí
fyrirliggjandi,
Samband ísl. samvinnufélaga
Sími 1080.
/
De Gaulle undir sigurboganum
Myad þeisöi ©r aif forsætiisiiáðiherra frönsku bráðaibkigaiitjór'niarininar, de Gaulls herhöfð-
"ímgja. Er hann hér ataddur umdir sigiurboganum í París í liðskönaiun og var mynxiin itek-
in sköm'mu eiftir endiurlaiusm borgarmnar í Isambamdi við miikiíl' Hiiáibíðaihöld, ísern til vair efnt
í tiiielfmá Grenmiar.
EFTIR að bandamenn höfðu
haft langa viðdvöl í Lun-
dúnaborg, sem mjög hefur látið
á sjá af völdum hildarleiksins,
hafa þeir náð Parísarborg á vald
sitt og eru á leiðinni inn í Þýzka
land, þar sem margir okkar sáu
styrjöldina hefjast og við mun
um fyrr eða síðar sjá henni
ljúka .... enda þótt það verði
með nokkuð öðrum hætti en
Hitler og samherjar hans gerðu
ráð fyrir.
París myndi vera borg, sem
kæmi mjög við sögu, enda þótt
styrjöid g.BÍsaði eigi í námunda
við hana. Enn einu sinni er Par-
ísarborg miðstöð byltingar í
líkingu við það, sem var árin
1792, .1830, 1848, oig 1871 .
Enn sem fyrr eru dauðadóm-
ar upp kveðnir þar í borg og
þeim fullnægt. Enn einu sinni
er franska þjóðin staðráðin í
því að steypa af stóli hinu
gamla og spillta.
Það er enn of snemmt að spá
um það, hversu henni muni tak
ast þetta eða hvort henni muni
takast það. Mörg íhaldsöfl eru
tekin að láta áhrifa sinna gæta
í Frakklandi, og það er skylt að
minnast þess, að þau me^a sín
vissulega mikils.
*
ENN hefur þeim Charles
Maurras og Henri Pétain
ekki verið stefnt fyrir lög og
dóm, enda þótt frönsku blöðin
krefjist þess af festu og ein-
beittnii
Margar tilraunir hafa verið
gerðar til þess að bæla niður
byltingu þá, sem um þessar
mundir á sér stað í Frakidandi
og náði hámarki sínu, þegar
Þjóðverjar voru hraktir brott
úr Parisarborg.
En eigi að síður er orðið „bylt I
ing“ á allra vönum og er endur-
tekið daglega í blöðum eins og
„Figaro,“ sem íhaldsmenn gefa
út „PopuIaire,“ sem jafnaðar-
menn halda úti og ,,Humanite,“
sem kommúnistar gefa út.
Blöðin í Frakklandi eru hin
einu málþing þjóðarinnar, sem
leitast við að túlka skoðanir
heiinar og afstöðu, meðan þing
GBEINÞESSI, sem er
þýdd úr hinu fræga
brezka blaði, Daly Herald, er
eftir hinn fræga blaðamann
William L. Shiper, sem skrif-
aði bóldna Berlínardagbók
blaðamanns. Lýsir grein
þessi viðhoríimum í Frakk-
landi eftir að innrás banda-
manna kom til sögu og Þjóð-
verjar höfðu verið hraktir
þaðan brott.
kosningar hafa ekki farið fram.
Þau krefjast eigi aðeins ger-
breytingar á vettvangi stjórn-
mála landsins heldur og rót-
tækra breytinga í fjármálum og
félagsmálum þjóðarinnar.
> Þjóðin trúir því, að þessari
nýskipan verði á komið, enda
hefur de Gaulle gefið henni fyr
irheit um það, að svo skuli
Viecnða. Qg hún tienigir mikla von
ir við ályktun þings viðnáms-
lireyfingarinnar, sem háð var í
miarzmáinuði síða&t liðnum, og
lagði áherzlu á það, að efnt
skyldi til stóriðnaðar í landinu
og fjármálum þess komið í ör-
uggt horf.
Þriðja lýðveldið er úr sögu,
.en fjórða lýðveildið «r í fæðingu
Bráðabirgðastjórnin lætur jafn-
vel þá fyrrverandi þingmenn
lýðveldisins, sem voru andvígir
Þjóðverjum og Viehystjórninni,
sigla sinn sjó.
Gömlu flokkarnir eru liðnir
undir lok nema samtök jafnaðar
manna og kommúnista. Jafnvel
þeir áttatíu þingmenn öldunga
deildarinnar, sem voru mótfalln
ir því hinn 10. júlí árið 1940, að
Pétain væri veitt einræðisvald,
eru hinir lítillátustu og umburð
lyndustu.
Þegar þeim reyndist ógerlegt
fyrir isköimmiu að kjólsa sextíu
fulltrúa úr hópi sínum til þess
að sitja hið fyrirhugaða ráðgef-
andi þing, fóru frönsku blöðin .
hörðum orðum um það og töldu !
það minma á veihleika þanmi,
Stem eáhkteamt hafði 'franiska lýð-
ve'ldið isivo mjög fyrir stríð..
Franska viðnámshreyfingin
mun fara með völd á Frakklandi
þar til hinar þrjár milljónir
fanga, sem dveljast nú í.Þýzka
landi, hverfa heim og efnt verð
ur til almennra þingkosninga.
Hún mun njóta meirihlutaað-
stöðu á ráðgefandi þinginu og
verða bakhjarl de Gaulles og
bráðabirgðastjórnarinnar.
*
r| E GAULLE er glæsilegur
leiðtogi hins nýja Frakk-
lands, og því ber að fagna, að
ráðamenn í Washington virðast
farnir að gera sér þetta ljóst.
Yfirgnæfandi m eirihluti
frönsku þjóðarinnar viðurkenn-
ir hann. Hann fikrar sig áfram
hægt og örugglega, og honum
hefur farizt stjórn sín vel úr
hendi þessa fyrstu örlagaríku
mánuði eftir heimkomuna.
Hann hefur ekki gert sér
minnsta far um að auka vinsæld
ir sínar með leikaraskap og
fjálgum ræðum, en það hefur
aukið virðingu almennings fyr-
ir honum að miklum mun.
Það, að bandamenn hafa við-
urkennt bráðabirgðastjórn hans,
hefur styrkt hann mjög í sessi,
sér í lagi hvað varðar stefnu
hans í utanríkismálum. Þess var
líka fyllsta þörf, því að Frökk-
um gramdist það, að þeim skyldi
tekki hafa verið boðið Iþátttaka
í ráðstefnum bandamanna.
Frakkar munu að sjálfsögðu
krefjast þess, að þeir hafi nokk-
urn íhlutunarrétt um það, hver
verði örlög Þýzkalands, enda er
það sanngirniskrafa, þegar að
því er gætt, hversu það skiptir
Frakkland og frönsku þjóðina
miklu máli. Og það er fyllsta
ástæða til þess að ætla, að tekið
verði tillit til þeirra.
Þá gefur að skilja, að Frakkar
hafi orðið fyrir þungum búsifj-
um af völdum fjögurra ára her-
náms Þjóðverja og stjórnar
Vichymanna og tveggja innrása.
Og því er ekki að neita, að þessi
fyrsti vetur eftir endurlausn-
Framh. á 6. síðu.
\
í