Alþýðublaðið - 16.11.1944, Síða 8

Alþýðublaðið - 16.11.1944, Síða 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fiimntudagur 16. nóv. 1944 .TIARNARSSÖ "S Sonur Gretfans af Monfe Chrisfo Louis Hayward Joan Bennett George Sanders Sýnd kl. 5, 7 og 9 VANHELGUN HVÍLDAR- DAGSINS. í Víkverja var ejtirfarandi fréttklausa sumarið 1874: . . „Helgidagsbrotsmál umfangs mikið er flutt nú sem stendur á lögregluþingi Gullbringusýslu Kaupmennirnir í Hafnarfirði voru lcærðir fyrir að hafa tvo sunnudaga látið úti salt. Þeir viðurkenndu þetta, en afsökuðu sig með, að saltverzlun þessi hefði verið nauðsynleg, þar sem fiskur manna hefði legið undir skemmdum, en lýstu þá um leið yfir því, að þeir, ef þetta eigi reyndist að hafa ver- ið svo, mundu heimta, að allir þeir, sem höfðu sótt salt til þeirra, yrðu ákærðir, og hefir oss verið sagt, að einn kaupmannanna sé þegar búinn að semja skrá yfir rúma 130 menn, er kaupmaðurinn vill láta lögsækja.“ HÁTTVÍSl Prófessorinn: „Má ég spyrja, er herra dámarinn heima?“ Ráðskonan: „Hefir prófessor inn ekki frétt, að dómarinn er fyrir viku síðan kominn undir græna torfu?“ . .Prófessorinn: „Svo — o- — þá ætla ég ekki að gera honum ónæði; ég bið að heilsa honum; verið þér sælar.“ * * * Skrifstofumaðurinn: ,,Ég get ekki skrifað hér vegna kulda. Mér er ískalt á fótunum.“ Húsbóndinn: „Skrifið þér með fótunum? Ég héla að þér notuðuð hendurnar til þess.“ 'lega,“ sagði Hurstwood og Ibrosti vinigjartega. „Er 'konan með þér?“ „Nei.“ „Jæjá, ég hlýt að hitta þig aftur í dag. Ég ætlaði að fara að fá mér morgunverð. Komdu hingað, þegar þú hefur tíma til.“ „Það s'kal ég gera“, sagði Huxstwood og gekk 'burt. Allt samtalið var bonum hreinasta kvöl. Honum virtist liggja gildra í hverju einasta orði. Þessi maður vakti hjá honum ótal minndngar. Hann var tákn alíts jþeiss, sem hann hafði varp- að frá sér. Chicago, kona hans, glæsilega drykkjustofan — allt þetta var fahð í kveðju hans og spurningum. Og héma var hann í sama gistihúsi og hann, og bjóst við, að þeir gætu skemmt sér konunglega saman. Allt 'i éinu kæmu blöðin frá Chieago. Blöðin á staðnum myndu birta fréttimar strax í dag. Hann gleymdi sigri sínum yfir Carrie, þegar hann hugs- aði til þess, að þessi vinur hans kæmist brátt að raun um, hvað hann værd — þjófur. Hann hefði getað stunið hátt, þegar hann fór inn til rakarans. Hann akvað að reyna að flýja og leita uppi kyrrlátara gistihús. Þegar hann kom út aftur, var ihann feginn að sjá, að for- saluJrinn var tómur, og hann flýtti sér upp stdgann. Hann ætlaði að ná í Carriie, og fam út um aðrar dyr. Þau gætu borð- að morgunverð saman á ein- hverjum öðrum stað. En í forsalnum var annar maður, sem hafði gætur á hon- um. Það var auðþekktur írlend- ingur, lítill vexti og illa klædd- ur. Þessi maður hafði áreiðan- lega verið að tala við vörðinn, en nú horfði hann rannsakandi augum á Hurstwood. Hurstwood fann, að einhver horfði á hann, og hann kannað- ist við þessa tegund manna. Honum fannst þetta ósjálfrátt vera leynilögregluþjónn, sem hefði gætur á honum. Hann flýtti sér áfram, og lézt ekki taka eftir neinu, en hann reyndi eftir megni að hugsa skýrt. Hvað kæmi nú fyrir? Hvað gætu þessir menn gert? Hann reyndi að muna eftir lögunum um framsal glæpamanna. Hann skildi þau ekki fullkomlega. Ef til vill vrði hann tekinn hönd- um. Ef Carrie kæmist að bessu. Montreal borg var of heit fyrir hann. Honum fór að langa til að komast þaðan. Carrie var búin að baða sig og beið eftir honum, þegar hann kom. Hún leit hressilega og frísklega út — hún var dásam- legri en nokkru sinni fyrr, en hún var fálát. Kuldi hennar hafði komið aftur þennan tírpa sem hann var í burtu. Það var engin ást í brjósti hennar. Hann fann það, og honum fannst vandræði sín aukast. Hann gat ékki faðmað hana að sér, hann reyndi það ekki' einu sinni. Eitt- , hvað i útliti hennar hindraði það. „Þú er tilbúin?“ sagði hann alúðlega. „Já“, svaraði hún. „Við skulum fara út og fá okkur morgunverð. Mér lízt ekki of vel á þetta veitingahús.“ „Gott og vel“, sagði Carrie. Þau gengu út, og í einu horn- inu stóð Irinn og fylgdi hon- um með augunum. Hurstwood gat varla stillt sig um að sýna, að hann hefði komið auga á náungann. Augnaráð leynilög- regluþjónsins var ósvífið. En þau gengu áfram, og Hurstwood lýsi borginni fyrir Carrie. Það leið ekki á löngu, þangað til þau komu auga á annað veitinga- hús, og þangað fóru þau inn. „En hvað þetta er undarleg borg“, sagði Carrde vonsvikin. Hún var ekki lík Chieago. „Hún er ekki eins fjörleg og Chicago“, sagði Hurstwood. „Geðjiast þér ekki að 'henni?“ „Ne:i“, sagði Carrie. En hún kunni vel við sig í hinni stóru Chicagoborg. „Hún er svo sem ékkert sér- stök“, sagði Hurstwood. „Hvað er að sjá héma?“ spurði Carrie, sem furðaði sig á þvi, að hann skyldi einmitt hafa valið þessa borg. „Ekkert sérstakt“, sagði Hurstwood. „En umhverfið þykir býsna fallegt.“ Carrie hlustaði, en hún var óróleg. Hún var svo undarlega stödd, að hún gat ekki metið borgina sem skyldi. „Við verðum heldur ekki lengi héma“, sagði Hurstwood, sem var glaður, þegar hann tók eftir óánægju hennar. „Þú skalt velja þér kjoía strax eftir morg- unverð, og svo förum við bráð- um til New York. Henni geðj- ast þér að. Það er eina stór- borgin í Ameríku, þegar Chica- go er undanskilin.“ í raun og veru var hann að ráðgera að sleppa burt. Hann ætlaði að komast að, hvað leynii- lögregluþjónarnir gætu gert — hvernig vinnuveitendur hans myndu snúa sér — síðan ætl- aði hann að flýja — til New York, en þar var auðvelt að dyljast. Hann þekkti nægilega NYJA Bið « Ævinfýri prinsessunnar (Princess O’Rourke) Fjörug gamanmynd með: Oliva de Havilland og Robert Commings Sýnd kl. 5, 7 og 9 WÖAMLA BiO RIO RITA Söng og gamanmynd Aðalhlutverkin leika BUD ABBOTT LOU COSTELLO * Sýnd kl. 5, 7 og 9 mikiið til þeirrar borgar til þess að vita að leyndardúmar henn- ar og möguleikarnir til að dylj- ast voru óendanlegir. Því meira sem hann hugs- aði, því óhamingjusamari virt- ist honum 'hann vera. Hann sá það, að hann var engan veginn hólpinn ,þótt hann væri kominn hingað. Fyrirtækið myndi á- reiðanlega leigja leynilögreglu- þjóna til þess að gæta hans — menn frá Pinkerton eða Moon- ey & Boland. Þeir kynnu að handtaka hann um leið og hann reyndi að komast út úr Canada. ef til vill yrði hann neyddur til að tefja hérna mánuðum saman, og það væri óþolandi. Þegar þau koamx aftur í gi'sti- húsið var Hurstwood ákafur í að ,sj á morgunblöðin, og samt var 'hann kvíðandi. Hann langaði til að vita, hversu langt fréttirnar um hinn glæpasamlega verknað hans höfðu borizt. Hann sagði því Carrie, að hann kæmi eftir stundarkorn, síðan fór " ur til að tryggja sér dagblöðin og líta yfir þau. Hann sá engin Fyrsla ævinlýriS. það' brátt í ljós, að Klaus hafði engan veginn horfið frá hefnd arformum sínum. Ég átti föðurbróðir, sem bjó að Friðriksbergi, og heim- sótti ég hann öðru hvoru. í þann tíð var það talin lang- ferð að fara svo langt brott úr borginni. Þá héldu ekki sporvagnar, strætisvagnar eða jámbrautarlestir uppi ferð- um þangað eins og nú er. Ég hafði það fyrir sið, að ganga heim til hans eftir skólatíma á laugardögum og dveljast hjá honum fram á mánudagsmorgun, þegar ég þurfti að mæta í skólanum að nýju. i Laugardag nokkurn vorið sem ég varð tólf ára, hafði *ég einmitt gert ráð fyrir að fara í heimsók til þessa föður bróðir mins. — Ég hafði því farið í sunnudaggfötin mín og gerði ekki ráð fyrir að koma heim aftur fyrr en síðari hluta mánudagsins, þegar skólinn væri úti. í kennsluhlé- inu dró ég Eirík afsíðis frammi á ganginum og gaf honum aura fyrir kertum eins og siður minn jafnan var ,en var svo óheppinn að minna aurana á gólfið. Við urðum því báðir að leita þeirra og fundum þá eftir Ikamma stund úti í horni, en þangað höfðu þeir oltið. Þegar ég stóð upp aftur, kom ég auga á Klaus, sem horfði á okkur útan úr garðinum, en leit brátt undan, þegar hann sá, að ég hafði Mu ifel' ' SM ' IKIYNDA* SAG A ÖRÍN (kemiur á harða hlaaip- ura): „Hva, þú, þú, verður of sein — ætlarðu ekki , ég hélt--------“ KATA: — „Ja, — ég — ætlaði ekki með, sbo, þú skilur, ég ætla að verða hérna — aðstoðarhjúkrunarkona Viltu það ekki?“ verða

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.