Alþýðublaðið - 18.11.1944, Síða 5

Alþýðublaðið - 18.11.1944, Síða 5
l«augardagur 18. nóv. 1944 ALÞYÐUBLAÐiP 5 Heimsókn ameríksku blaðamannanna — Tilgangurinn með för þeirra — Spurningar þeirra — Ummæli um ísland. Amerísku blaðamennirn- IR tólf stóðu hér stutt við, enda var för þeirra gerð til þess að fá hugmynd um loftleiðimar milli nýja heimsins og hins gamla. Þeir fóru því um loftið og tilltu rétt tánum á „stiklurnar“, Nýfundna- land, Grænland og ísland. — Það er auðfundið hversu mjög er nú rætt um framtíðarflug milli Evrópu og Ameríku eftir styrjöldina, og að sjálfsögðu höfum við íslend- ingar mikinn áhuga fyrir málinu, því að það, hvort ísland verður á- fangi á þessari leið, ein „stiklan“ í liafinu, hefur geysilega þýðingu fyrir framtíð okkar. FLU GMÁL ARÁÐ STEFN AN í Bandaríkjunum og heimsókn bandarísku blaðamannanna er vottur þess undirbúnings sem nú fer frarn. Einn amerísku blaða- mannanna spurði mig hversu margar flugvélar við ættum sjálf- ir, hvað þær væru stórar og hversu marga flugmenn og flugvélastarfs- menn við ættum. Hann spurði líka að því, hvort við mundum sjálfir halda uppi flugferðum milli landa eftir stríðið. Ég leysti úr spurning um hans eins og ég gat — og full- yrti að við myndum vilja sjálfir fljúga eins mikið og nokkur kost- ur væri fyrir okkur. Yfirleitt vild- um við ráða yfir okkar „stiklu“. BLAÐAMENNIRNIR, sem allir virtust vera valdir menn, meðal þeirra eru til dæmis kunnir rithöf undar og fyrirlesarar, spurðu margra spuminga. Þeir höfðu á- hu'ga fyrir þjóðlífi okkar, afkom- unni hér, menningu, pólitík og yf- irleitt öllu sem •nöfnum tjáir að nefna. Þeir dvöldu of stutt hér til þess að þeir gætu feng^ð nógu glögga mynd af lífi okkar, en för þeirra hefur þó mikla þýðingu og ég efast ekki um að heimsókn þeirra hafi góð álrrif. BLÖÐIN eru mikið stórveldi. Þau skapa almenningsálit, þau ráða ákvörðunum, sem teknar eru. Og í þessum myndarlega hóp, sem hingað kom, voru fulltrúar allra stærstu blaða, fréttastofnana og útvarpsfyrirtækja í Bandaríkjun- um. Einn blaðamannanna sagði við mig: „ísland er fámennt, aðeins 130 þúsundir. Þó að það sé ef til vill ekki bein ástæða til þess fyr- ir smáþjóðir að vera of bjartsýn ar um alla leiki í taflinu, þá hygg ég að ísland þurfi ekki að óttast neitt. Lýðræðið er svo garnalt hér, menning þjóðarinnar svo sterk og mögnuð því' bezta sem lýðræðis- þjóðir má prýða.“ ÉG SAGÐI: „Já, mönnum þykir oftast nær vænt um slifsinæluna sína. ísland mætti sóma sér vel sem skrautgripur meðal lýðræðis þjóðanna. Það er elzta lýðveldið, það er fámennt, eins og ein gata í New York, og sögimiar okkar eru alveg ésrstæðar.“ Hann brosti að þessu og sagði: „Ég er ekki frá því, að margir Bandaríkjamenn hugsi einmitt á þessa leið til ís- lands og íslendinga. íslendingar eru þó miklu stærri í hugum okk- ar en fjöldi ykkar gefur ástæðu til.“ í KVÖLDVEIZLU, sem Key hershöfðingi hélt í fyrrakvöld fyrir amerísku blaðamennina og hina íslenzku stéttarbræður þeirra, en þar voru meðal annars staddir ráðherrarnir Ólafur Thors og Finn u Jónsson, lét hershöfðinginn falla mörg og fögur orð til íslenzku þjóðarinnar. Hefur það orðið okk ur mikil gæfa, hversu ágætir menn það eru, sem valist hafa sem yfir- menn ameríska hersins hér. Bone- steel hershöfðingi vann sér .vin- áttu allra sem honum kynntust, og Key hershöfðingi hafði ekki dvalist hér lengi, er hann varð mjög vinsæll meðal þjóðarinnar. ÍSLENZKU BLAÐAMENNIRN- IR þakka hinum amerísku fyrir komuna hingað. Það var verst hversu stutt hún varð. En vonandi verður tækifæri fyrir ameríska blaðamenn eftir stríðið að gista ísland og kynnast því betur, en þeir, sem nú komu, gttu kost á. Hannes á horninu. Kútar Hálftunnur Heiltunnur kosta kr. 175,00 — — 326,00 — — 690,00 Smbancf Isl. samvinii&ifélaia Sími 1080 áUGLÝSIÐ íALÞÝDUBLADINU Peter Fraser — forsæfisráðherra Nýja-Sjálands Jarðarför í Roosevelffjölskyldunni ^yrir nokkru síðan lézrt í Frakkíandi Theodore Roosevelt 'herforimgi, soruuir Theodore Roose- velt, ísem var forseti Bandank.a n na 1901 — 1908, og náfr. endi hins núverandi forseta. Þiessi imyind var tekin við jarðarför hanis. Fremst á (mjymdinni sést ekkjan og somur íþeirra Theodore Roosevelt himm þriðj , sem er iiðisifprinigi, þá amma'rsoniurimn! Cormelins Rooseiveilt seim e.in.nig er ^ liðsforimgi, og koma hams, oig, síðaisit. dóittiir hims liátma ósamt mammi sinium, William tMtíMRiLan liðsforimgja. O ETER FRASER, forsætis- rá'ðherra Nýja-Sjálands, sem tók að leggja stund á stjórn mál, er hann nam skósmíði í Fearn í Ross-sýslu á Skotlandi, má með réttu telja til hinna mikilhæfustu stjórnmálamanna heimsins. Hann er forsætisráð- herra og leiðtogi framsatíkinnar og hraustrar þjóðar, sem leggur áherzlu á jafnrétti og bræðra- lag. — Maóríar njóta þár jafn- róttiis við Ervrópumemn, og kín- verskum landnemum er þar tek ið tveim höndum, enda eru þeir starfsamir menn og sparneytnir svo sem bezt verður á kosið. Bölsýnismönnunum, sem halda því fram, að heiminum stafi bráð hætta af völdum sí- feldrar mannfækkunar, væri hollt að kynna sér viðhorfin á Nýja-Sjálandi. Barnsfæðingar eru þar hlutfallslega fleiri en með flestum Evrópuþjóðum og barnadauði minni en með nokk- urri annarri þjóð. Af hverjum þúsund nýfæddum börnum þar í landi deyja nú orðið færri en þrjátíu. Berum þetta saman við viðhorfin á Skotlandi. Þar deyja 75 unigbörn af hverjium þús- und. Þetta hlýtur að vekja hjá manni þá spurningu, hvað því muni valda, að fólk af skozkum ættum á Nýja-Sjálandi skuli standa á svo háu heilbrigðisstigi en heimaþjóðin ekki. Þrjátíu af hverjtim humdrað álbúum Nýja- Sjálands eru af skozku bergi brotnir og viðhalda hinni skozku menningu sinni og siðum. Peter Fraser hefur ekki lagt á það áherzlu um dagana að slá met á vettvangi félagmála og stjórnmála. Hann er forsjáll -maðiur og skarpskyggn, og á ve-tt vangi stjórnmálanna starfar hann í senn af kappi og forsjá, enda þótt forsjárinnar gæti öllu meira. En þessi þrautreyndi stjórnmálagarpur og jafnaðar- maður var einn hinna fáu þjóða- leiðtoga, sem gerðu sér gíögga grein fyrir nazistahættunni þeg ar árið 1935. Peter Fraser átti manna mest an þátt í því, að Nýja-Sjáland skipaði sér þegar í sveit með GREINÞESSI, sem er eftir Sir Patriek Dollaii og hér þýdd úr tímaritinu English Digest, fjallar um forsætisráðherra Nýja-Sjá- lands, jafnaðarmanninn Pet- er Fraser, sem hefur, ásamt samherjum sínum, éfnt til mikillar og heillavænlegrar þróunar með þjóð sinni, svo að hún stendur um margt öðr um þjóðum framar. Stóra-Bretlandi í baráttunni við einræðisrikin. Margir höfðu ver ið þeirrar skoðiunax, að Nýsjá- lendingar myndu verða seinir til þess að grípa til vopna, en Peter Fraser hafði kennt sam- löndum smum, að lýðræðissinn arnir yrðu jafnan að vera við- búnir því að verja lýðræðið gegn sérhverri árás. Peter Fraser á sæti í stríðs- ráðuneyti brezka samveldisins. Hann kom til Bretlands í árslok 'áriö 1939 til þiess að afla birgða landvarnaliði Nýja-Sjálands til handa og útbúnaðar handa *ný- sjálenzku hersveitunum, sem sendar skyldu til Evrópu. Hann fór til Frakklands í nóvember- mánuði árið 1939 og ferðaðist nokkra d-aga um Maginotlín- una. Þegar hann kom aftur frá Frakklandi, skýrði hann mér frá því, að óhætt væri í hví- vetna að treysta Magniotlín- unni. Hann fullyrti, að hún væri rammgerasta virki' í heimi og spáði því, að Þjóðverjar myndu ekki freista þess að taka hana með áhlaupi. Forsætisráðherra Nýja-Sjá- lands átti mikill þátt í því að skipuleggja nýsjálenzka her- fylkið, sem gat sér mestan orð- istír á' Grikklandi, Krít, Afríku, Sikiley og Ítalíu undir stjórn Freybergs hershöfðingja. Þegar Peter Fraser ferðaðist flúgleiðis til Ítalíu fyrir skömmu til þess að heimsækja Freyberg og menn hans, voru þeir hinir vígreifustu og harðánægðir yfir sigrum þeim, sem lýðræðisher þeirra hafði unnið. Það er talið, að iýðræðishyggjiuxiinar gæti meir meðal nýsjálenzku her- sveitanna en allra þeirra her- sveita annarra, sem berjast á hinum ýmsu vígstöðvum Ev- rópu. Peter Fraser telur það skyldu sína sem forsætisráðherra að heimsækja hermenn þjóðar sinn ar, og hann er þeirrar -skoðuna-r, að öllum þjóðhöfðingjum, hvort heldur þeir eru konungar, for- setar eða forsætisráðherrar, beri að lifa nokkrar þær hættur, sem ógna hinum stríðandi hersveit- um í baráttunni fyrir land þeirra og þjóð. Hann er mjög stoltur af ný- sjálenzku sjómönnunum, sem hafa stofnað sér í miklar hættur með því að halda uppi sigling- -urn milli heimailan-ds-iinis o-g sam- veldislandanna. v Pater Frase-r hyggst efna til omikillia fram-faira með þjóð sinni eftir stríð. Meðal annars hefur hann í ráði að koma þá á beinum flugferðum og skipa- ferðum milli Nýja-Sjálands og Skotlands. Flest skip Nýsjá- lendinga hafa verið smíðuð að, Leith, Fairfield 'og Clydebank. En þeir munu þarfnast mjög margra nýrya skipa eftir stríð. Þegar er hafinn undirbúningur þeas af þeinra háJfu að eif-na til ismíði nýrra sikipa þegar eftir vopnahléið AðaiLm-arkaður nýsjá lenzkra afurða er í Skotlandi, og -skilyrðin fyrir viðskipti milli Skotlands og Nýja-Sjálands eru um margt hin haigfelldiustu. W. J. Jordan umboðsmaður brezku stjórnarinnar á Nýja- Sjálandi, er mikill hvatamáður þess að efnt sé til aukinna við- skipta milli Nýja-Sjálands og Skoitlands. Jordan hóf lífsstarf sitt sem lögreglumaður í Lun- dúnum. Hann er mikill frömuð- ur á vettvangi skipasmíð-a og iðnaðar. Hann fluttist til Nýja- Sjálands eins og Peter Fraser fyrir þrjátíu og fjórum árum Framh. á 6. siöu

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.