Alþýðublaðið - 19.11.1944, Blaðsíða 4
ALÞVÐUBLAPIÐ
OtgeLndi: Alþýðaflokknrinn
Ritstjóri: Stefán Péturtóon.
EUtstJóm og afgreiðsla i A1
jýðuhúsinu við Hverfisgötu
Simar ritstjórnar: 4r'Zl og 4902
Simar afgr^iðslu: 4900 og 4906.
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuorentsmiðjan h.f.
Viðburðirnir í Frakk-
landi og Beigíu.
FRÉTTIR þær, sem undan-
farið hafa verið að berast
frá FrakMandi og Belgíu,
bregða skæru ljósi yfir eitt af
þeim miklu vandamálum, sem
þjóðirnar á meginlandi Evrópu
verða að jhorfast í augu v'ið
undir eins og þær hafa rekið
þýzka nazismann af höndum
sér. Þ>að afvopniun háins svo-
kailaða skæjruliðshers, þ. e.
þeirra fjölmennu samtaka, sem
vopnuð hafa verið í baráttunni
við hið þýzka setulið, en virð-
ast ófús til að láta vopnin aftur
af hendi, þó að búið sé að reka
það úr landi, og sýna sig jafn-
vel likleg til að beita þeim nú
í pólitískum átökum innanlands.
Slíkt ástand felur að sjálf-
sögðu í sér mjög alvarlega
hættu fyrir framtíð lýðræðis-
ins á meginlandi Evrópu; þvi
þó að skæruliðalhíeriinin fhafi
hvarvetna barizt hugprúðri bar
áttu gegn oki nazismans og átt
verulegan þátt í því að velta
því af þjóðunum, þá efr það
ekki samrýmanlegt frelsi eða
lýðræði, að vopnaðir hópar
manna vaði á eftir uppi í lönd-
unum og knýi fram vilja sinn
hvað sem meirihluti fólksins
segir. Þegar oki nazismans hef-
ir verið létt af þjóðunum, verð
ur afl atkvæða, en ekki vopna,
að ráða, svo fremi, að lýðræði
eigi aftiur að ríkja, annars hefir
hnefarétturinn haldið innreið
sína og frelsið og lýðræðið orð
ið að víkja fyrir harðstjórn og
einræði.
*
Þetta er forystumönnum lýð
ræðisþjóðanna ákaflega vel
Ijóst, og því hefir verið undinn
svo bráður bugur að því í Frakk
landi og Belgíu, að afvopna
. skæruliðalherinin. En það edn-
kennilega hefir komið í ljós,
í báðum þessum löndum, að
eánn stjórnmálaflokkur, komm
únistar, hefir hafið hatramman
áróður gegn þeisrri ráðstöfun
og haft uppi hótanir til að reyna
að koma í veg fyrir hana; og
vekur það vissulega alvarlegar
grunsemdir um fyrirætlanir
þeirra nú í stríðslokin.
Bæði í Frakklandi og Belgíu
höfðu kommúnistar þó strax og
búið var að reka Þjóðverja úr
landi, verið téknir í stjórn, eins
og raunar víða annars staðar, í
trausti þess, að þeir vildu vera
með í að græða sár ófriðarins
og reisa löndin aftur úr rústum
á grundvölli hins endurheimta
frelsis og lýðræðis; enda hafa
í seinná tíð fáir látið líklegar
um það, en einmitt þeir. En nú
hafa þeir, eftir aðeins örBtn.ttan
tíma stokkið aftur úr stjórn í
Bélgíu í mótmælaskyni við
afvopnun skæruliðahersins þar,
og hóta, að gera það sama í
Frakklandi.
Slik afstaða kommúnista til
fyrstu alvarlegu ráðstöfunar-
arinnar, sem gerð er til þess að
tryggja innanlandsfrið og lýð-
ræði í þessum löndum bendir
Sunnudagur 19.. nóv. 1944»
Merkilegt fræðirit:
Saga Eyrarbakka, um 1000 blað-
síður með yfir 100 myndum
Unnið var að samningu ritsins I 28 ár
Viðtal við höfundinn, Vigfús Guðmundsson
VIGFÚS GUÐMUNDS- j
SON frá Keldum. er fyr-
ir lögu kunnur sem merkur
og samvízkusamur fræaþul-
ur., Eftir hann hafa birzt
fjölda margar blaðagreinar
um ýmis efni og þar á meðal
ekki fáar um þjóðleg fræði.
Hann hefur skrifað: Saga
Oddastaðar, Ævi Hallgríms
Péturssonar, 'Bessastaða-
kirkja, en þessar bækur eru
allar fróðlegar mjög ,en auk
þessa skrifaði hann 10 ark-
ir af Sögu landpóstanna,
þar á meðal kaflann „Ágrip
af sögu póstmálanna.“
Við íslendingar höfum lengi
átt fræðimenn í alþýðustétt,
sem lítið hefur borið á og ekki
hafa Iátið mikið yfir sér. En
þeir hafa skilað okkur ómetan-
legum fjársjóðum, sem hafa
reynzt okkur 1 dýrmætajri en
margt annað, sem hærra bar
og meira var af látið. Vigfús
Guðmundsson er einn í flokki
þessara manna og starf hans er
ekki kunnugt þjóðinni, nema
að sára litlu leyti.
Fyrir nokkrum dögum heim-
sótti tíðindamaður Alþýðublaðs
ins hann til þess að spyrja hann
um ritverk, sem hann hefur unn
ið að alllenígi,, en það er Saga
Eyrarbakka, eins og isvæðið
m.ilb' ánna, Þjórsár og Ölfusár,
var kallað til forna. |
— Hvað hefur þú unnið lerigi
að Sögu Eyrarbakka?
„Það eru nú liðin mörg ár,
síðan ég fékk áhuga fyrir sögu
Eyrarbaikka, 28. ár síðan ég fór
fyrst að rannsaka heimildir um
hana og skrá niður hjá mér.
segir Vigfús. Eyrarbakki er
merkisstaður og kom mjög við
sögu fyrrum. Þar var ein helzta
höfn landsins og þar reis síðar
upp einn langstærsti verzlunar-
staðurinn. Einokunarkaupmenn
ríktu þar um 2 aldir og fólk úr
þremur sýslum, Árnes- Rangár-
valla- og Vestur-Skaptafells-
sýslum sótti þangað með afurð-
ir búa sinna og til þess að kaupa
þar erlendar nauðsynjar. Þar
varð og talsverð verstöð.“
— Verður þetta ekki mikið
rit?
„Bókin verður í tveimur bind
um og er nú fyrra bindið komið
í prentun. Ég hygg að hún
vefjði yfir 10)00 iblaðlsíðlur að
stærð í Skírnisbroti og þar að
auki yfir 100 myndir, sumar
þeirra teknar fyrir nærri 100
árum, þar eystra. Ég held því
ekki fram að þetta ritverk mitt
sé vísindarit, en ég legg þó alla
áherzlu á staðreyndirnar. Ég
hef kannað mikið af heimildum
og get alls þess sem mér þykir
máli skipta um sögu þessa
merka staðar ásamt nokkru
ígripi í sögu alls landsins. í
fyrra bindinu verða þessir kafl-
Vigfús Guðmundsson
ar: Nafnið Eyrar og Eyrarbakki,
Landnám F.yrarbakka, lands-
lagslýsing, höfnin, landbrotið,
flóðin, sjógarður, örnefni, jarð-
irnar, búendur, kaupmenn,
verzlunarhættir, siglingar að og
frá Eyrarbakka og bafskipa-
tjón. Héir :er rnikmzt á hlð
helzta en> margt feeantur við
sögu, þar á meðal margir menn
og meðal þeirra Saokkseyrar-
Díisa, ien hún hét réttu nafni Þór
dís Maignúsdóttiir og var af ætt
Torfa í Klofa. Þessi kona var
mikil fyrir sér, þó að þjóðsagan
sé ekki í alla staði rétt. Stóð
hún ofit í miklu málaistappi og
hafði oft vansæmd af. Þá er
sagt frá Galdra-Ögmundi, sem
þjóðsagan getur um og hann
gerður að mennskum manni,
eins og efni standa til, Hart-
manni kaupmanni er lýst betur
en í þjóðsögunni, og frá ýmsu
öðru verður siagt. Þetta verður
í fyrra bindinu, en í hinu síð-
ara verður sagt frá fiskveiðum,
manntjóni og báta, þá verður
getið um landbúnað, garðyrkju
og aðra atvinnuhætti. Einnig
sagt lítið eitt frá menningarlífi
manna, kirkjunum lýst, húsum
og fleiru, og loks verða fylgis-
skjöl, registur o. s. frv.
— Ög þert/ta sit>airf hefur þú
unnið í hjáverkum?
„Já, ég hef gert það, en ég
hef haft unun af því. Yfirleitt
hef ég alla tíð haft yndi af inn-
lendum fræðum. Ég hef unnið
þetta starf, án þess að hafa gert
nokkru sinni nokkrar áætlanir
um ábata eða hvort ég hefði
nokkra möguleika á að koma
því fyrir sjónir almennings. —
Já, ég hef kannað mikið af heim
ildum um þetta efni á þessum
tæplega þremur áratugum, sem
ég hef unnið að því. Ég hygg að
hérfemdiis sé ekki imikið
mleira að hafa iuim þetta
efni frá fyrri öldum
en ég hef náð í. En ég finn til
þess, að mig vantar heimildir
og þær gætu verið erlendis, ef
ekki er þá búið að eyðileggja
þær, sem líklegast er. Þær hefðu
átt að vera í verzlunarskjölum
Eyrarbakkakaupmanna. Ég skal
til dæmis geta þess að hér eru
ekki til eldri verzlunarbækur
ekki til þess, að þeir hafi mik-
ið lært, þótt öðruvísi hafi nú um
isfeeið verið italað, en áður fyrr.
Ef þeir gera kröfu til þess, að
fá að magna vopnaða hópa í
löndunum við hlið hms opim
bera valds, þá er það ekki frið-
ur og lýðræði, sem þeir vilja,
heldur hnefaréttur og blóðug
barátta um völdin.
Viðburðirniir í Frakklandi og
Belgíu geta orðið örfagarikir
fyrir friðinn og lýðræðið í Ev-
irópu, og á fyrirætlainir kommún
ista verða þeir mjög seiinilega
sá prófsteinn, sem margir hafa
beðið eftir.
Unglinga vantar til þess að bera blaðið til áskrifenda í þessi hverfi;
HVERFISGÖTU LAUGAVEG HÖFÐAHVERFI BERGÞÓRUGÖTU TJARNARGÖTU VESTURGÖTU
Talið við afgreiðsluna
Alþýði ibl laðið. - - Sími 4900.
£rá verzluninini á Eyrarbakka
en frá árinu 1847. Tel ég það
mjög miður farið að hafa ekki
geta náð í ©ldri verzlunanbækur
ur, því í þeim er áreiðanlega ein
hver fróðleikur. Annars hef ég
reynt að bæta úr þessu eins og
mér hefir igefizt feostur á. Vitain
lega fagna ég því, að þessi saga
Eyrarbakka, sem ég hef unniið að
svo lengi á nú að koma út og
vona ég að hún verði til þess
að auka við þann fróðleik um
landið okkar, fólkið og kjör
þess á umliðnum tímum sem
fyrir er. Ég geri lítið að því að
reyna að vera skemmtilegur í
ritstörfum mínum, en vil leggja
alla áherzluna á sannleiksgildi
þess, sem frá hendi minni fer.
Ég vona að þessi bók mín verði
einn þátturinn í þeirri viðleitni
sem uppi er og stefnir að þv£
að gera menningu okkar þjóð-
legri, styrkari og haldbetri,
Ragnar Jónsson gefur bókina út.
Hann er Eyrbekkingur að ætt
— ég hygg að mér sé óhætt að
segja, að hann muni ekki spara
neitt til að gera útgáfuna vel
úr garði.“
Þetta sagði hinn aldraði rit-
höfundur. Hann er nú 76 ára
gamall, en fullur af fram-
kvæmdavilja og iðandi af starfs
fjöri og áhuga. Honum verður
áreiðanlega að von sinni meS
hið mikla ritverk sitt.
VÍSIR sicrifar í gær um Iand
kynningu í tilefni af heim
sókn amerískp blaðamannanna.
Farast blaðinu orð m. a. á þessa
leáð:
„Stórþjóðirnar halda uppi kostn
aðarsamri landkynningu og fulltrú
ar þeirra tala máli þjóðar sinnar
í fjarlægustu heimshlutum og
jafnvel smæstu ríkjum. Þessar
þjóðir skilja hvers virði slík land-
kynning er og að hver eyrir,
sem greiddur er til aukinnar kynn
ingarstarfsemi, kemur inn aftur,
að vísu ekki beint, heldur óbeint.
Viðskiptin verða örari og greiðari
og er beinlínis beint til þeirra
landa, sem menn eru kunnugastir,
og er það að vonum. Við íslend-
ingar eigum alla okkar afkomu
undir því, að við sætum sæmileg-
um kjörum á erlendum markaði
og raanar öllu heldur að við sitj-
um að markaði fyrir framleiðsl-
una. Reynsla fyrri ára sýnir, að
jafn einhæfir framleiðsluhættir og
við búum við geta reynzt stopulir
að því er afkomuna snertir, en með
. mikilli fyrirhöfn og á löngum
tíma er unnt að vinna framleiðsl-
unni nýjan markað, jafnvel þótt
framleiðsluvörur séu unnar á ann
an hátt en tíðkazt hefir. — Engri
þjóð er meiri nauðsyn á aukinni
og fullkominni landkyniningu en
oss fslendingum. Um þetta hefir lít
ið verið sinmt, þótt blöðin hafi lagzt
öll á eitt um að hvetja til slíkrar
starfsemi. Segja má að hér liggi
fáar aðgengilegar upplýsingar fyr-
ir þjóðarhaginn, allra sízt á énskri
tungu. Nauðsyn ber til að bækl-
ingar verði gefnir út, sem hafa
inni að halda helzlu upplýsingar
um land og þjóð, skilyrði, fram-
leiðsluhætti, menningu og framtíð
arhorfur. Þetta er nauðsynjamál,
sem ekki má dragast öllu lengur
að hrundið verðj í framkvæmd." *
Þetta eru raunar ekki ný
sannindi, því að eins og Vísir
tekur réttilega fram, hafa blöð-
in lagzt á eitt um að hvetja til
aukinnar landkynningax; en
það er engin vanþörf á að halda
málinu vakandi, því að fram-
kvæmdir mættu ekki dragarf
öllu lengur en orðið er, eins
og Vísir tekur réttilega fram.
*
Vísir skrifar ennfremux í gær
um skortinn á smjöri, rjóma og
eggjum og farast orð á þessa
leið:
Reykvíkinga skortir nú alger-
lega smjör, egg, rjóma og jafnvel
mjólk annað kastið. Er það mjög-
bagalegt, einmitt þegar sólarleysi
og skammdegi fer í hönd. Er þaS
ekki með öllu vansalaust, að við
skulum ekki geta birgt sjálfa oss
upp af nauðsynjum þessum, hvað
þá staðist samkeppni á erlendum
markaði og flutt slíkar vörur út,
Sú var tíðin að íslenzkt smjör var
flutt á brezkan markað og keppti
þar við danska smjörið með góð-
um árangri. Tímarnir eru að vísu
breyttir og ekki ráð fyrjr því ger-
andi, að við getum flutt út slík-
an varning fyrsta kastið, einkum
vegna geysimikils framleiðslu-
kostnaðar. Þessu er hins vegar
ekki til að dreifa að því er sölu
á imnanlandsmarkaði snertir. Það
ætti að vera í lófa lagið að fram-
leiða nægjanlegt magn af þessum
vörutegundum, flestum eða öllum,
— ekki sízt smjöri og eggjum.
Hér er umbóta þörf og er þess að
vænta, að mál þessi verði tekiu
til athugunar 'og greiðrar úrlausn-
ar, svo fljótt sem þess er kostur.
Neytendur eiga rétt á sér engú sið
ur en framleiðendur, og þeir eiga
að minnsta kosti þann rétt, að geta
fengið vöru, sem þeir verða að
greiða ærnu verði.“
Þetta er vissullega rétt hjá
Vísi. Skorturinn á /þessum nauð
synjavörum er algerlega óvið-
unajidi og alls ekki vamisalaust
að þjóðin skuli ekki vera sjálfri
sér nóg um framledðslu þessair-
ar vara,