Alþýðublaðið - 25.11.1944, Page 7

Alþýðublaðið - 25.11.1944, Page 7
Laugardagur 25 nóv. 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 Bœrinn í dag. Nætuxvörður er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Inlgólfsapó- teki. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19.00 Bnskukennsla, 2. flokkur. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Leikrit: „Talað á milli hjóna“ eftir Pétur Magnús son (Brynjólfur Jóhannes- son, Anna Guðmundsdótt- ir, Alfred Ajidrésson. Leik stjóri: Bírynjólfur Jóhann- esson). 21.20 Útvarp frá samsæti Ál- þýðusambandsþingsins í Iðnó: a) Ávarp (Guðgeir Jónsson, forseti Alþýðu- sambands íslands). b) Er- indi: Fimmtíu ára afmæli verkalýðshreyfingarinnar á íslandi (Sverrir Kristjáns- son sagnfræðingur). c) Upp lestur. — Tónleikar. ÞáHtaka í I.L.O. Frh. af 2. síðu. bandinu. Væri það mjög í sam- ræmi við það, að íslendingar hefðu nú í vor lýst yfir stofnun óháðs lýðveldis, að 'hafa sjálf- stæða þátttöku í alþjóðlesmm samtökum. Einnig væri það mjög eðlilegt miðað við þá yfir- lýsingu ríl^ jsst j órnarinnar að koma á aimánnatryggíngum jDegár á næsta ári. Að umræðunni lokinná var tdl lögunni vísað til síðari umræðu og fjáirveitinganefndar með 28 sam'hljóða atkvæðum. Félagslíf. Skíðaferð áð Kolviðarhóli í kvöld ki, 8 og á sunnudag kl. 9 f. h. Farmiðar seldir í verzl. Pfaff Skólavörðustíg 3, kl. 12— 3 í dag. Æfingar í dag: 6— 7 Fimleikar telpur 7— 8 Fimleikar drengir 8— 9 Útiíþróttaflokkar. Ath. Áríðandi að allir frjáls- íþróttamenn ÍR mæti á æfing- unni kl. 8 í kvöld. — Sýnd verð ur nýjasta kénnslukvikmynd í. S. í. í frjálsum íþrótum. Æskulýðsvika K.F.U.M. og K, Næstsíðasta samkoma æsku- lýðsvikunnar er í kvöld kl. 8,30 Ástráður Sigufsteindórsson cand. theol., talar. Söngur og hljóðfæraleikur. — Allir vel- komnir. Olbreiðið AlþýSublaðiS. Frh. af 2. síöu. legum og pólitískum skilningi, þá einingu, sem náðist í verka- lýðshreyfingunni á 17. þingi Alþvðusambandsins haustið 1942. Baráttan fyrir hinni stéttar- legu einingu verkalýðsins inn- an Alþýðusambands Islands, fyr ir 18. þing þess nú á komandi hausti, er því langveigamesta verkefni okkar, og verður að beinast gegn þeim öflum, sem vilja rjúfa þessa einingu, en það eru hægri mennirnir í Alþýðuflokkn- um, klíkan sem stendur að Alþýðublaðinu. Gegn þesum öflum verðum við að vinna það vel, að vonir aft- urhaldsins um sundrungu í verkalýðshreyfingunni verði með öllu slegnár niður. Flokksstjórnin áminnir því allar flokksdeildir og fulltrúa sína í verkalýðsfélögunum, hvar sem er, um að hefja þegar af fullum krafti undirbúning fyrir sambandsþingið, til að tryggja þar STEFNU FLOKKSINS þ. e. einingunni sem glæsileg- astan sigur. í þessu sambandi er það nauð synlegt að verkalýðnum sé gert það ljóst, með skýrum dæmum, hvað sigur einingarinnar á 17. þinginu hefir fært hinum vinn- andi stéttum í hagsmunalegu tilliti, það er: 1. að án hinnar sterku einingar, er skapast hafði með hinu nýja Alþýðusambandi, hefði svokall að dýrtíðarfrumvarp ríkisstjórn arinngr í fyrra vetur náð sam- þykki og þar með kauplækk- unum yerið rpdd brautin4 2. áð án hlns mikia afls, sem skapast hafði í landinu með ein ingunni í Alþýðusambandinu, hefði Gkiki gætt svo miMlla á- hrifa alþýðunnar sem raun varð á, í 6 manna nefndinni, 3. að án einingarinnar hefði 8 stunda vinnudagurinn verið þurkaður út í vegavinnunni um land allt, . 4. að áh híns nýja Alþýðusam bands hefðu hinir miklu sigrar í vegávinnunni — og þó eink- um í vor — verið óhugsandi, auk fjölda sigra sem unnir hafa verið af hálfu einstakra sam- bandsfélaga, svo sem Dagsbrún ar o. fl. 5. að án hinnar nýju stefnu Alþýðusambands íslands hefði sambandið ekki eflst svo sem raun ber vitni, síðan á 17. þing- inu o. s. frv. Jafnframt sé þess einnig minnst, að þessi dýrmæti sigur einingarinnar á 17. þinginu kost aði harðvítuga baráttu við aftur haldið í Alþýðufloldcntmi — og að upplýst verði hvernig hin sömu öfl hafa stöðugt SETIÐ Á SVIKRÁÐUM VIÐ EININGUNA og REKIÐ SKEMMDARSTARF INN- AN SAMBANDSSTJÓRN- ARINNAR. — Sýna verður fram á, svo Ijóst sem unnt er, að sigur einingarinnar verður ekki fullkominn nema með ALGERRI EINANGR- UN ALÞÝÐUBLAÐSKLÍK- UNNAR, Á SAMBANDS- ÞINGINU í HAUST. Flokknum verður að takast, að samþætta í hugum verka- lýðsins einingarbaráttuna og baráttu hans fyrir alhliða hags- muna og réttinndamálum hans og þjóðarinnar í heild. í þessu sambandi viljum við benda á einstök mál, sem leggja ber sér staka alúð við í starfi okkar í verkalýðsfélögunum nú: Maðurinn minn, Pétur Ingimundarson slökkvilíðsstjjórS, andaðist að heimili sínu í dag. Reykjavik, 24. nóv. 1944. Guðrún Benediktsdóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda hluttekningu við fráfall eigin- manns míns og sonar, föður okkar og bróður, Hafliða Jónssonar og Péturs M. Hafliðasonar. Halldóra Helgadóttir og synir. 1. Baráttan -gegn endurkomu atvinnuleysisins þ. e. endur- reisn og nýsköpun atvinnuveg- anna. (Sjá stefnuskrá bandalags ins o. fl.). 2. baráttan gegn dýrtíðinni. — í sambandi við dýrtíðarmálin er ekki úr vegi að minnast á hina snöggu bletti á hægri krötunum, (samanber stjóm armyndun og kauplækkun, sjá bækling Brynjólfs). 3. Öryggismálin. (í því sambandi mætti rifja upp FRAMKOMU HÆGRI KRATANNA: SIGURJÓNS, FINNS O. FL.., sem ekki að- eins gengu gegn tillögum Al- þýðusambandsins og Far- mannasambandsins í ÖR- YGGISMÁLUNUM á alþingi s. 1. vetur, heldur urðu þess beinlínis valdandi, með til- lögum sínum, AÐ EKKERT HEFUR VERIÐ GERT f ÞESSUM MÁLUM, né verð ur gert um ófyrirsjáanlegan tíma. Tillögur Alþýðusambandsins er að finna í ,,Vinnunni“. 4. Bandalag alþýðustéttanna er mál, sem verður að kynna svo vel sem unnt er í öllum verkalýðsfélögum, og jafnframt hina FREKU SKEMMDAR- OG SUNDRUNGARSTARF- SEMI, ER HÆGRI KRAT- INN SÆM. ÓLAFSSON HEFIR REKIÐ INNAN SAM BANDSST J ÓRNARINNAR, í ÞVf MÁLI, 5. Sex manna nefndar sam- komulagið og þýðing þess fyrir samsljipti verkamanna og bænda, og hvílík nauðsyn það er fyrir verkalýðssamtökin að halda áfram að byggja upp á þeim grundvelli varanlegt sam- starf verkamanna og bænda. f þessu sambandi er nauð- synlegt að benda á þá stað- reynd, að Alþýðublaðsklíkan gekk miklu lengra (þar á meðal Sæm. Ólafss.), en í- haldið og Framsókn þorðu, í því að ófrægja 6 manna nefnd • arsamkomulagið og æsa bændur og verkamenn upp hverja gegn öðrum. Einkum væri þetta mál kjörið til að gera hinum félagsbundnu verkamönnum í dreifbýlinu og sveitunum skiljanlegt niðurrifshlutverk Alþýðu- blaðsldíkunnar og hægri- krata í verkalýðssamtökun- um. 6. Lýðveldismálið. (Hannibal, Erlingur o. fl.) 7. Vegavinnuverkfallið. a. Alþýðublaðið var hlutlaust! b. Alþýðublaðið neitaði stjórn Alþýðusambandsins um að birta greinargerð er sýndi fram á, að verkfall þetta var fullkomlega löglegt. (Þjóðvilj- inn var eina blaðið í Rvík, sem stóð með Alþýðusambandinu í verkfallinu). ' c. Sigurjón Á. Ólafsson smeygði sér hjá því að mæta í Félagsdómi, en lét krátarm Sig- urgeir Sigurjónsson mæta fyrir sig'. Hann gerði engan ágrein- ing og stóð með hinum í. því að kveða upp hneykslisúrskurðinn. Ýmis fleiri mál mætti vafa- laust taka til meðferðar, svo sem söluna á eignum verkalýðs félaganna í Reykjavík, auk ýmsra staðbundinna mála, sem ræða' ber við verkalýðinn á hverjum stað. Það segir sig sjálft að hægast er að koma við kerfisbundnum áróðri í sambandi við þessi mál, þar sem flokkurinn hef- ir málgögn. En þess verður að gæta að reifa málin ekki á neikvæðan hátt, og missa aldrei sjónar á því, að takmark okkar er það, fyrir haustþing A. S. í., að skapa svo sterka og víðtæka einingu, að HÆGRI KLÍKAN í AL- ÞÝÐUFLOKKNUM BÍÐI FULLKOMINN ÓSIGUR INNAN VERKALÝDSSAM- TAKANNA. f þessu sambandi ber okkur að greina vel á milli verkalýðsins í Alþýðu- flokknum og SKEMMDAR- VARGANNA VH) ALÞÝÐU BLAÐIÐ. Þess ber og vel að gæta, að gagnrýni okkar sé fyrst og fremst stéttarlegs eðlis, að hún sé það róleg og sannfærandi að fjöldinn geti notið ótruflaðrar dómgreindar sinnar og skilji að átökin um fulltrúana á næsta sambandsþingi eru baráttan um hina dýrmætu einingu, sem al- þýðan á alla sína sigra að þakka, þ. e. bláköld og brýn hagsmuna barátta fólksins. Loks þetta: 1. Skiþuleggið svo vel sem framast er unnt LIÐASTARF IÐ í VERKALÝÐSFÉLÖG- UM, fyrir haustið. Verið við því búnir að kosn ing fulltrúa á sambandsþing hefjist um miðjan september og standi ekki yfir lengur en einn mánuð. 2. Sjáið um að kosning full- trúa fari löglega fram, því að ólöglega kjörnum fulltrúum verður ekki hleypt inn á þingið. 3. Þar sem flokkur okkar (eða sameiningarmenn) er ráðandi, er nauðsynlegt að hafa undirbúið kosningu fulltrúa það snemma að hún geti farið fram í fyrstu viku kosningatímabilsins, þetta er einkum nauðsynlegt þar, SEM HÆTTA ER Á AÐ KRATARNIR HAFI MÖGU- LEIKA Á ÁÐ FÁ KOSNA FULLTRÚA. Að vera fyrstir til er jafn- an sigurvænlegast. Kosningaúr slit er ekki nauðsynlegt að birta í blöðum fyrst um sinn, þótt sjálfsagt sé að tilkynna þau SKRIFSTOFU FLOKKS INS. 4. Hvergi, þar sem við ernm vissir með að geta náð öllum fulltrúunum kosnum, megum við sleppa einum einasta manni, sem ekki er hægt að treysta sem ÁKVEÐNUM ANDSTÆÐINGI ALÞÝÐU- BLAÐSKLÍKUNNAR OG HÆGRI KRATANNA, nema f NÁNU SAMRÁÐI VIÐ FLOKKSFORUSTUNA. 5. Þar sem svo hagar til, að við erum ekki vissir um að ná meirihluta, er RÉTT AÐ STILLA UPP BLÖNDUÐ- UM LISTA sem vænleg- ur væri til að safna um sig fylgi, TIL AÐ> HINDRA KOSNINGU HÆGRIKRATA, — sömu leiðis mætti stilla upp MILLISTÖDUMANNI (sentr ista) ef iu»Pyillírúa er að ræða, eða *^'samkomB- lag um uppÁillihgn. EN AL7.1 ER ÞETTA NEYÐAR URRÆÐI. 6. í engum félögum, hversu sterkir sem hægri kratarnir virð ast vera (segjum t. d. á Vest- fjörðum, á Suðurnesjum o. s. frv.) má láta undir höfuð leggj- ast að hefja baráttu fyrir stefnu einingarinnar. — Þar er sjálf- sagt að stilla upp gegn hægrikröt unum og reyna að safna at- kvæðum á heiðarlega menn úr flokki þeirra, ef ekki vill betur, þá í mótmælaskyni. Á fundum félaga, sem hægri kratarnir ráða, getur verið mjög þýðingarmikið að bera upp áíyktanir í anda hinn ar stéttarlegu einingar, t. d. á- skorun til 18. þings A.S.f. um að starfa áfram í sama anda og gert hefir verið síðan á 17. þing inu. SLÍKAR SAMÞYKKTIR GETA ORÐIÐ HIÐ BEZTA VÖPN, hvort sem þær verða samþykktar eða felldar. 7. Hafið náið samband við * okkur í sumar og látið olckur fylgjast vel með starfi ykkar og staðbundnum áætlunum varðandi undirbúning sam- bandsþingsins. Takið þetta bréf strax fyrir í FLOKKSFÉLAGSSTJÓRN pg sendið okkur ran hæl nokkrar línur sem viðurkenn ingu fyrir að hafa móttekið bréfið. Með flokkskveðjum. Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn Brynj. Bjarnason Alþýéusarrsbands- þingiB í dag í dag hefjast fundir Alþýðu sambandsþingsins kl. 1. e. h. og verða þá tekin fyrir nefndar- álit sem fyrir liggja. í kvöld mæta fulltrúarnir í sameiginlegu kaffisamsæti og mun þá meðal annars verða minnst hálfrar aldar afmæli verkalýðslireyfingarinnar hér.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.