Alþýðublaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 3
SanHidagUT 24. desember 1944 ALt>YÐUBLAÐIÐ_______________________; __________» AUs staðar á norðurhveli jarðar, að minnsta kosti, setja menn jólin í samiband vdð drifihvítar fannbreiður. Það þykja ekki fullkomin jól nema snjór hylji jörð. Svo er það einnig í Banda ríkjunum, en þaðan er myndin að ofan, sem tekin var af svonefndri Friech Hil'l í Richmond 1 Vermont-ríki. Grenitrén og snjórinn er og verður væntanlega tákn hinna friðsömu jóla, þótt illa horfi í bili. Vesturvígstöðvarnar: Sókn Þjóðverja mætir nú harðn andi mólsDvrnu bandamanna Veðrið hefir balnað og bandamenn hafið grimmilegar gagnárásir EFTIR SJÖ DAGA slyddu og dumbung var veður heið- skírt og bjart á vesturvígstöðvunum í gær og neyttu bandamenn þess. Fóru þeir í margar árásarferðir á stöðvar Þjóðverja og þýzkar herdieiildir, sem verið var að flytja til vígstöðvanna. Kom til snarpra átaka í lofti, en bandamenn höfðu yfirburði nú sem fyrr. Að minnsta kosti 20 skriðdrek ar Þjóðverja voru eyðilagðir og 30—40 vörubifreiðir og önn ur farartæki, sem voru á ieiðinni til vígstöðvanna. Sókn Þjóðverja er ienn ekki stöðvuð, en hins vegar segir í fréttum bandamahna, (að jþeir haldi örugglega þeim stöðvum, sem þeir ætluðu isér |að halda iog sé baráttukjarkur hermaunanna meiri en nokkru sinni fyrr. iÞjóðverjar gerðu hörð áhlaup fyrir vestan Stavelot í Belgíu, en þeim var hrundið af bandamönn- um, sem héldu öllurn stöðvxun sínum. Bandamenn gerðu miklar loftárásir í Trier, hina imikilvægu samgöngumiðstöð að Jbaki víg- línu Þjóðverja. Síljystu fréttir: ÞjóSverjar aðeins 45 km. leið frá Namur og Sedan ’ * Fregnir frá london " á miðnætti í nótt sögðu, að Þjóðvérjar væru nú syðst á sóknarsvæðinu komnir yf- ir Ltciemburg inn í Belgíu ®g væru á þeim slóðum að- eins 45 km. vegarlengd frá Namur, hinni miklu kastala ®g iðnaðarborg við Maas, og Sedan, þar sem þeir brutust fyrst í gegnum herlínu Frakka í maí 1940. Rússar byrja nýja sokn í Lelilandi JÓÐVERJAR tilkynna, að Rússar hafi byrjað mikla sókn á breiðri víglínu í Lett- landi og tefli fram ógrynni liðs. Segir Berlínarútvarpið, að mik ill þungi sé í sókninni, en þýzka hernum hafi samt tekizt að hrinda áhlaupum Rússa. Sefg- ir enn fremur í Berlínarfrétt- um, að þýzki flugherinn hafi verið mjög athafnasamur og ráðizt á Rússa hvenær sem færi gafst og valdið miklu tjóni. Árásir Þjóðverja eru nú harð astar nyrst á vígstöðvunum, þar sem 2. brezki herinn er til varnar, en þeim hefir samt ekki tekist að rjúfa varnarkerfi Breta. — Sunnar á vígstöðvun- rnn, um það bil 50 km. norður af Sedan í Fralcklandi, hafa j Þjóðverjar sótt ákaft á, en á- i rásum þeirra var samt hrundið. Loftárásir hafa mjög færzt í vÖxt vegna batnandi veðurs og hafa bandamenn verið mjög at- hafnasamir undanfarinn sólar- hring. Meðal annars hafa fjöl- margar af hinum stóru Lancast er-sprengjuflugvélum Breta ráð izt á Trier, en um þá borg fara miklir herflutningar Þjóðverja. Auk þess fóru um 400 flugvirki og Liberatorflugvélar Banda- ríkjaraanna frá Bretlandi til á- rása á stöðvar Þjóðverja í grend við Trier. Skygni var gott og telja flugmennirnir, sem þátt tóku í árásunum, að mikið tjón hafi hlotizt af. Um 700 orrustu flugvélar voru sprengjuflugvél unum til verndar og kom tii ákafra loftbardaga. Að minnsta kosti 55 þýzkar flugvélar voru skotnar niður. Ekki er enn vit að með vissu um tjón banda- manna í viðureignum þessum. Tilkynnt er í London, að minniháttar sjóorrusta hafi átt sér stað undan Scheldemynni í Hollandi. Brezk herskip báru þar sigur af hólmi og sökktu tveim hraðbátum Þjóðverja, sennilega tveim í viðbót og lösk uðu fimm. Ekkert tjón varð hjá skipum Breta á mönnum né skipum. jgjfc' ^ife. .. meularann Vélaverkslæði Sigurðar Sveinbjörnssonar Skúlatúni 6 . Simi 5753 . Seykjavik krónum Al/x. Sjáið ekki eítir þeim örfá veita yður öryggi gegn tjóni af eldsvoða. Brunatryggið innbú yÓar. ELAS og EDES-flokk- arnir berjasi í Norður-Grikklandi Æfe fregnir berast nú frá Grikklandi, að á fimmtu- dag hafi ELAS-menn byrjað á- rásir á hersveitir EDES-manna, sem munu vera íhaldssinnaðir. Hefir þegar slegið í harða bar- daga og EDES-menn hafa beð ið Breta um aðstoð. Ekki er enn vitað, hvernig Bretar bregðast við þeirri málaleitan. Farsóttir hafa komið upp í Aþenu og Pir- æus og ríkir þar hið mesta öng þveiti. Papandreou, forsætisráðherra Grikkja sagði frá því í gær, að Georg konungur hefði til athug unar tilmælin um, að ríkis- stjóraembætti yrði sett á stofn í Grikklandi til bráðabirða, en að ekkert hefði frétzt frá hon- um, enn sem komið væri. . Bretum verður vel ágengt í Aþenu, en þar geisa enn harðir bardagar og hafa skæruliðar orðið að hörfa undan. Meðal annars hafa Bretar hrakið skæru liða á brott úr vöruskemmum Þjóðverjar missa skip í Noregi ÆR fregnir berast frá Noregi, að enn hafi tveim skipum Bergenska gufuskipa- félagsins verið sökkt, en þau voru í þjónustu Þjóðverja. Eru það skipin „Jupiter" og ,,Rigel“ Fyrir skemmstu kom skipið „Corvus“, einnig frá sama fé- lagi, frá Hamlborg til Noregs og var laskað. Var sagt, að það hefði verið 2 og hálfan mánuð á leiðinni. Þá hefir skipinu „Korsnes“ frá Bergen verið sökkt undan Noregsströndum. við höfnina. Horfur eru taldar ískyggilegar í Aþenu vegna far sótta þeirra, sem upp hafa kom ið, en erfitt er að koma við nokkurri hjálp vegna bardag- anna. Þar er meðal annars skort ur á neyzluvatni og hinum nauð synlegustu lyfjum. Þó þykja tíðindin um að borgarastyrjöld sé hafin í land inu öllu uggvænlegri og er þess beðið með óþreyju, að nákvæm ar fregnir berist af þeim atburð um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.