Alþýðublaðið - 07.01.1945, Side 5
Sunnndagur 7. janúar 1944.
ALÞYSUBLAÐIÐ
Þegar Himmler kom í stað Hiflers
Skemmtanir fólksins í Reykjavík og utan hennar —
Álfabrennumar úr sögunni — Þjóðleg skemmtun, sem
menn {sakna — Félagslíf og skemmtanir úti á landi —
Gróandi x leikstarfsemi þorpanna og sveitanna — Menn
ingarvottur, sem vert er að veita athygli.
EE HITTI vin minn ntan af
landr í fyrra kvöld og við
röbbuðum lengi saman. Ég spurði
hann hvort ekki væri efnt til álfa
brennu heima hjá honum á gaml-
árskvöld eða á þrettandanum eins
og í gamla daga. Hann hristi höf-
uðið sorgbitinn og svaraði: ,,Nei,
blessaður vertu. Þetta er allt bú-
ið. Það eru bara eintóm skröll og
jass og stundum eru fengnir ein
hverjir gaularar úr Reykjavík og
þeir koma fullir syngja erlenda
fyllirísisslagara- og allir verða fyr
ir vonbrigðum.“
Alfabrennurnar fyrrum
voru ágætar. Ég hygg að mörgum
hafi reynst þær ógleymanlegar og
ekki að eins bálkestirnir snark-
andi í snjónum undir stjömubjört
um himni heldur fyrst og fremst
álfarnir, drottningin og kóngur-
inn og söngurinn. Það var stemn-
ing yfir þessu og kátína og sak-
laus gleði. Stundum hefur verið
efnt til álfabrennu hér, en það hef
ur gengið hálf skrykkjótt. í fyrra
hlóð félag köst á íþróttavellin-
um, en það varð ekkert meira úr
því fyrirtæki og kösturinn stóð á
vellinum í margar vikur og það
fauk úr honum og hentist um all-
ar trissur,
ÁLFÁBRÉNNURNAR voru ]pjóð
legur siður, sem ekki ætti ’ að
leggja niður. Þær voru líka haldn
ir í Reykjavík. Nú -eru þær horfn
ar, en í staðinn höfum við fengið
skrílslæti, skemmdarverk, öskur
óhljóð, slagmál, blóðsúthellingar
og æði á gamlárskvöld. Öllu fer
svo sem fram, eða hvað finst ykk
ur um þetta? Skrifið mér um
þetta. Mér þætti gaman að heyra
álit ykkar.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ er mikið les-
ið í kaupstöðum og kauptúnum
landsins, sumstaðar er það fjöl-
lesnasta blaðið. Eftirfarandi vil ég
segja við lesendur mína þar: Það
er ósköp vitlaust að vera að keppa
að því að fá dýra skemmtikrafta
utan átthaganna, þegar þið efnið
til skemmtana. Þessir kraftar eru
ákaflega dýrir og oftast nær svara
þeir ekki kostnaði. Þið eigið sjálf
ir að sjá um allar ykkar skemmt-
anir, en það kostar starf, en ein-
mitt það starf eykur samheldni
ykkar.
ÉG VAR fyrir nokkrum árum
á árshátíð félags utan Reykjavík-
uy. Félagið keypti rándýra
skemmtikrafta úr Reykjavík- og
það fór á sömu lund og vinur
minn lýsti í samtalinu við mig í
fyrra kvöld. Ég hitti engan á
skemmtuninni, sem ekki var ó-
ónægður. Síðan hefur þetta félag
ekki keypt aðkomna skemmti-
krafta, en sér nú að mestu sjálft
um skemmtiatriði sín. Ég hef tek-
eftir því undanfarið í þorpum og
jafn vel sveitum. Þetta er mjög
gott og vonandi er að hefjast í
landinu viðtæk leikstarfsemi. Það
er menningarvottur.
ÉG HYGG LÍKA að þið kom-
ist fljótt að raun urn að einmitt
svona starf ber mikinn árangur
fyrir allt ykkar félagslif og alla
ykkar starfsemi. Ég veit að það er
stundum erfitt úti á landj að efna
til slikrar starfsemi, því að skil-
yrði eru oft af skornum skammti,
en ég held að unga fólkið geti
lagt eitthvað á sig og ég er alveg
sannfærður um, að þegar það fer
að starfa að þessu, vaknar á-
huginn fyrir starfinu og að á-
nægjan verði mikil.
ÞAÐ HEFUR LÍKA OFT sýnt
sig, að víða úti á Iandi, jafnvel þó
skilyrði séu erfið, koma fram á-
gætir leikkraftar, sem sýna af-
rek á leiksviðinu sem jafnast al-
veg á við það bezta, isem hinir
æfðustu leikara hér sýna. Það fer
nefnilega ekki eftir því, hvar
menn búa, hvort þeir hafi listar-
hæfileika. Ég hef til dæmis heyrt
um aldraðan verkamann, sem nú
er að leika Sigvalda í ,,Manni og
konu“, að hann geri það jafn-
vel og Brynjólfur Jóhannes-
son gerði hér — og er þá mjög
langt til jafnað, pví að það hlut-
verk varð snildarverk í meðferð
Brynjólfs.
Hannes á horninn.
Það vakti allskonar orðrcrm, þegar Hitler Jét ekiki til sáai heyra á aifimælisdtegi bjórkjallara-
uppþotsins í Múnchen 8. nóvember í haiust, en Himímler las fjórum óögum seinna npp ytfir
lýisinigu frá bonum í útvarpið. Þótti það benda til iþeiss, að Gesttapo-boðull'mi væri rtatunveru
kiga tekinn við atf ,,foringjanum“ og má vera að töhweitt sé tiQ. í þvi Á myntdinni sést
Himonler vera að lesa upp yfírlýsinigiu Hitlers.
Emil Ludwig:
Hvers vegna Þjóðverjar berjast áfram
Það er orðin sígild saga
Eina Pepsi alla daga
Bezl að auglýsa í Alþýðublaðinu.
IYFIRSTANDANDI styrjöld
hefir of mikið verið litið
á efnislegar hliðar, en of lítið
borið á sálfræðilegum sjónar-
miðum, varðandi skoðanir
manna á orsökum styrjáldar-
innar., Árið 1925 spurði ég tvo
háttsettustu 'hershöfðingjana við
aðalherdeildirnar, hvort væri
meira áríðandi í styrjöld: hern
aðarútbúnaðurinn, eða siðferðis
þrek hermannanna. Báðir þessix
menn, — franski marskálkur-
inn, Petain og þýzlki hershöfð-
inginn von Seeckt, — gáfu sams
konar svar: Siðferðisþrek her-
mannanna.
*
í þessari styrjöld er spurn-
ingin um það: Hvort verður
sigurinn í stríðslok til heiðúrs
fyrir Þjóðverja eða Engilsaxa?
Englendingar taka lífinu létt,»
— Þjóðverjar ekki. í Englandi
eru íþróttirnar alþýðlegar; í
Þýzkalandi er því ekki þannig
farið. Hugtakið, „fair play“
(„fallegur léikur“) er jafn rót
gróið Englendingum eins og
boðorðin tíu, og eins og alrnenn
ar umgengnisvenjur. Englend-
ingum er sérstaklega annt um
heiður sinn; Þjóðverjum miklu
síður. í Þýzkalandi hættir
mönnum við að víkja heiðar-
I leikanum ti'l hliðar, þegar völd-
in eru fengin í hendurnar. Vald
ið er viðurkennt sem æðsta rétt
læti meðal þjóðarinnar.
Það má hugsa sér þýzku stétt
arskiptingúna líka byggingu
píramídans, þar sem hver ein-
stakur steinn ber annan uppi
en hvílir jafnframt sjálfur á
öðrum steini. Þjóðverji á það
til að níðast á undirmarmi sín
um og hefna sín á honum vegna
þess að sá, sem ofar var settur
sýndi vald sitt. Þetta er grund
vallaratriði þess, að Þýzkaland
býr nú við slíkt stjórnskipulag
sem raun er á.
^ Ef ríkið sjálft, en ekki neinn
sérstakur einstaklingur,' verður
fyrir nokkurri minnstu árás, er
samstarf milli þjóðanna algjör-
lega útilokað. Þegar ég hlustaði
á Englendinga ræða um stjórn-
arfar sitt, árin áður en stríðið
PFTIRFARANDI GREIN
er tekin úr enska mán-
aðarritinu „World Digest“,
en höfundur hennar er hinn
ktmni æfisagnahöfundur Em-
il Ludwig, sem hefir ritað
æfisögur Beethowens, Roose
welts Bandaríkjaforseta, Na-
polenons, Lincolns og marg
ar fleiri.
brauzt út, komst ég að raun um
það, að sumir þeirra voru með
þvi og aðrir á móti því, en eng
,um fannst nauðsyn bera til þess
að taka sérstakan málstað rík-
isins eða hlífa forsætisráðherr
anum við frjálslegri gagnrýni.
I Þýzkalandi fer strax að síga
Jbrúnin á öllum þorra manna, ef
einhver leggur misjafnt orð í
garð valdhafanna. Fólkið snýr
sér undan eða glápir forviða
yfir svo „skaðlegri framkomu."
Þar sem sérhver embættis-
maður í Þýzkalandi hefir sinn
sérstaka einkennisbúning, leið-
ir það af sjálfu sér ,að hver ein
asti einkennisklæddur maður
er álitinn réttlætið sjálft, holdi
klætt, í augum alls almennings.
Ekkert hefir fram að* 1 þessu ver
ið eðlilegra en það, að óbreytt
ur hermaður í einkennisbún-
ingi léki sér að því að ganga
eftir miðjum gangbrautum, —
fólk vék úr vegi eins og þetta
væri sjálfsagður hlutur. Fræg
ur prófessor, sem mætti tveim
hermönnum, myndi taka á sig
allverulegan krók til þess að
gefa þeim pláss til þess að kom
ast framhjá sér, þar sem þeir
gengju með einglyrni og skrölt
andi sverð við hlið eftir gang-
stéttinni. Þannig var þetta einn
ig. Þegar ég var unglingm- fyr
ir um hálfri öld síðan, sömu-
leiðis á stjórnarárum lýðveldis
ins, — og þannig er það nú í
ríki Hitlers.
Af þessari ástæðu eru titlar
og sæmdarmerki svo mikils
virði í Þýzkalandi, — en oft er
það, að Þjóðverjar hljóta nafn
bætur án mikilla verðleika og
verða miklir af því meðal þjóðar
sinnar. Ef dæma má eftir því
— sem ég bezt fæ séð á mynd
um frá fremstu víglímmni, get
ég ekki betur séð, en að brezk
ir hershöfðingjar beri aldrei
heiðursmerki sín í orustum. Við
sjáum myndir af Alexander og
Montgomery þar sem þeir eru
f brunleitum, þunnum Skyrt-
um án þess að nokkuir merki
sjáist um virðingarstöður þeirra.
í Rússlandi hafa allmargix þýzk
ir hershöfðingjar verið hand-
teknir, alþaktir heiðursmerkj
,um, og hershöfðinginn sem gafst
upp við töku Parísarborgar,
kom með öll heiðursmerki sín
framan á brjóstinu, svo að
naumast sást í hann fyrir orð-
um.
Slíkur mismunur á þjóðum,
eins og fram kemur í þessu, er
annar heldur en á yfirborðinu.
Hann á svo djúpar rætur með-
al Þjóðverja, að þeir skera sig
úr hópi annarra þjóða og á
jafnvel sinn þátt í því, að stríð
ið brauat út.
Hit'ler vann ekki hugi Þjóð-
verja eingöngu með því, að láta
þá hafa nóg að gera og hærra
kaup; hann blés þeim í brjóst
uppspunanum um, hinn „auð
mýkjandi þvingunar-samning í
Versölum,“ og vakti áhuga með
al fólksins í þá átt, að hefna
sín með vopnunum einum. Hann
beindi metnaðarfýsn Þjóðverja
inn á nýjar brautir. Meðan virð
ingarsætið hlotnaðist íyrir
skrautlegan einkennisbúning,
titla og orður, þurfti alþýða
manna sömuleiðis eitthvað þvi
skylt til þess að vera ánægð
með sinn hlut.
*
Hvað Þjóðverja snertír hefir
þessi styrjöld allmikið mætt á
þjóðinni, — borgurunum, breytt
um sem óbreyttum. Þeir voru
undir það búnir hver og einn
einstaklingur meðal heildarinn
ar, að endurheimta fyrri vö-d
og virðingu föðurlandsins. Naz
istaflokkinn fylltu, til að byrja
Fra. á 7. aáða.