Alþýðublaðið - 04.02.1945, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Smmudagur 24. febrúar .1945
^ _ t ■■ m
wí #&
Sfórhækkað verð 4 bensíni
og
Innkaupsverðið hækkaði um 50^
Raunveruleg álagning olíufél. óbreytt
BENSÍN OG OLÍUft stórhækkuðu í verði frá og með
deginum í gær. Bensín hækkaði úr 60 aurum í 70 aura
lítri. Hráolía hækkaði úr 370 krónum tonnið upp í 500 kr.
Ljósaolía úr 530 kr. tonnið í 740 krónur.
Samkvæmt upplýsingum verðlagsstjóra er verðið á
bensíninu og hráoliunni miðað við afhendingu frá tank í
Reykjavík, en verðið á ljósaolíunAi er miðað við afhend-
ingu í tunnum. Ef hráolian er hins vegar afhennt á tunnum
má verðið vera 25 kr. hærra hvert tonn.
Fyrir nokkru var tilkynnt aíi innkaupsverðið á bensíni
og olíu til landsins myndi breytast verulega.
Hækkunin á innk'aupsverðinu á bensíni og hráolíu nem-
ur 50% en nokkru minna á ljósaolíu. Áður en verðlagsstjóri
ákvað hið nýja verð fór fram rannsókn á verðlagsgrundvelli
oliufélaganna. Að þeirri rannsókn lokinni var álagning
þeirra lækkuð svo að þau hafa nú sama krónufjölda í álagn-
ingu og áður var.
Ríkisstjórnin mun nú véra að athuga möguleika á því,
að olíusamlög sjómanna og útgerðarmanna geti fengið olíu
keypta milliliðalaust eins og áður var.
Svifflugfélagið ter
vélflugu
N
ÝLEGA hélt Svifflugfélag
íslands aðalfund sinn.
Auk svifflugdeildar félagsins
hefir nú verið stofnuð vélflug-
deild innan þess, og mun félag-
ið beita sér fyrir kennslu í vél-
flugi.
Hefur félagið fest 'kaup á vél
flugu í þessu augnamiði og mun
hún væntanleg til landsins inn
an skamms.
Þá er félagið og að reisa nýtt
flugskýli á Sandskeiði fyrir
starfsemi sína.
Bráðlega verður hafin ný-
smíði á svifflugum fyrir byrj-
endur og ennfremur verða end
urnýjuð og bætt við eldri flug-
tæki félagsins.
Á síðasta ári gengu rúmlega
40 manns í félagið og 25 félags
menn luku svifflugprófi á árinu
flogin voru alls 853 flug. Einnig
hafði félagið nánaskeið fyrir
byrjendur og luku 5 þátttakend
ur prófi.
Stjórn Svifflugfélagsins skipa
nú: Sigurður Olafsson form.
Kjartan Guðbrandsson vara-
form. Þorsteinn Þorbjörnsson
gjaldkeri, Guðbjartur Húsdal
ritari og Sigurður Finnbogason
meðstjórnandi.
Ólympíukvikmyndin
frá 1936 verður sýnd í Gamla
Bíó kl. 1 í dag.
Samtí'ðin,
febrúarhefitð, er komið út,
mjög fjölbreytt, og flytur m. a.
þetta efni: Fram frjálsa þjóð eftir
Sigurð Skúlason ritstjóra. Viðhorf
dagsins eftir séra Gunnar Árna-
son frá Skútustöðum. Svona fór
það (smásaga) eftir Hans klaufa.
Víkingarnir og kristfé eftir dr.
Björn Sigfússon. Um mathæfi eft-
ir Halldór Stefánsson forstjóra.
Tvö kvæði eftir Siguringa Hjör-
leifsson kennara. Merkir samtíðar
menn, æviágrip með myndum,
Þeir vitru sögðu. Bókafregnir o.
m. fl.
Fjárhagsáætiun ísa-
fjarðar 1945 afgreidd
FJÁRHÁGSÁÆTLUN ísa-
fjarðar fyrir árið 1945 hef
ur nýlegá verið afgreidd í bæj
arstjóm ísafjarðar og fara hér
á eftir helztu niðurstöður fjár-
hagsáætlunarinnar.
Niðurstöður tekna og gjalda,
eru kr. 2.315.00i0.00. Aðrar tekj
ur én útsvörin 920 þúsundir. •—
Útsvarstekjur 1.385.000 krónur.
Hæstu gjaldaliðirnir eru: Til
atvinnumála 424.000 kr..— Lýð
trygffing og lýðhjálp 470.955
kr. — og til menntamála
376.450 krónur. ‘Til opinberra
bygginga, bókasafnsbyggingar,
íþróttahuss, húsmæðraskóla og
gagnfræðaskóla, er gert ráð fyr
ir 170.00Ó króna framlagi úr
bæjarsjóði á fjárhagsárinu auk
300.000 króna lántöku móti
ríkisframlögum til bygging-
anna.
“fl
Skylf ðð greiða orlofsfé með
p:'
* 11= '■%:.
lum
Öheimllt aÖ greiða þaÖ í peningum
Þakkir norska rauða
krosslns til ís-
lenzku þjóðar-
innar
P ORMAÐUR norska' Rauða
*• krossins í London, herra
E. F. Irgens kom fyrir nokkru
í heimsókn til sendiherra ís-
lands í London, til þess að tjá
honum þakkir norska Rauða
krossins í London, til íslenzku
þjóðarinnar fyrir gjafir hennar
til /hjálpar nauðstöddum Norð-
mönnum. Síðan skrifaði hann
bréf, er hann óskaði eftir að
kynnt yrði réttum aðilum og fer
bréf hans hér á eftir:
„Ég leyfi mér hér með, fyrir
hönd stofnunar minnar, að stað
festa bréflega mínar hugheilar
þakkir, er ég flutti yður í dag,
Frh. á 7. síðu.
O ÉLAGSDÓMUR hefur*
kveðið upp dóm út af
greiðslu orlofsf jár, sem vert
er fyrir fólk að kynna sér.
Samkvæmt honum er skýlt
að greiða orlofsfé með or-
lofsmerkjum, en óheimilt að
greiða það á annan hátt.
Dómurinn er út af máli, er
Alþýðusambánd íslands höfð-
aði gegn Steindóri Einarssyni.
Segir svo í niðurstöðum að
dóminum:
Mál þetta höfðaði Alþýðu-
samband íslands f. h. Bifreiða-
stjórafélagsins Hreyfils, vegna
Jenna Jónssonar, gegn Stein-
dóri Einarssyni f. h. ófjárráða
sonar hans, Kristjáns Stein-
dórssonar, til greiðslu á orlofs-
fé fyrir tímabilið frá og. með
24. maí 1943 til 1. apríl 1944,
að upphæð kr. 480,00, ásamt
5% ársvöxtum frá 18. sept.
1944 til greiðsludags og máls-
kostnaðar eftir mati dómsins.
Með framhaldsstefnu 9. okt. f.
á. hefur stefnandi hækkað
dómkröfu sína um kr. 66,85 og
nam þá orlofskrafa hans fyrir
nefnt tímabil alls kr. 546,85.
Stefndi krafðist sýknu af
kröfum stefnanda og máls-
kostnaðar úr hendi hans eftir
mati dómsins.
Málavextir eru þeir, að í
marzmánuði 1943 réðst Jenni
Jónsson til stefnda sem bif-
reiðarstjóri, til að aka bifreið
hans. Segist hann hafa verið
ráðinn með þeim kjörum, að
hann fengi 30% af brúttó akst-
ursgjöldum bifreiðarinnar. Hafi
hann frá upphafi ráðningar-
tímans fengið kaup samkvæmt
því, en eigi ófengið orlofsfé
samkvæmt orlofslögunum. Að-
iljar éru sammála um það, að
Jenni hafi fengið greidd mán-
aðarlega 30% af brúttóaksturs-
gjöldum, , en, stefndi telur or-
lofsfé falið í því, og er ekki vé-
fengt í máli þessu af hans
hálfu, að Jenni hafi átt rétt til
orlofsfjár. Hann bar úr býtum
á tímabilinu frá 24. maí 1943
til 1. apríl 1944 kr. 13671,22,
og krefst hann 4% í orlofsfé af
þeirri upphæð.
Stefndi byggir sýknukröfu
sína á þvi, að Jenni hafi fengið
greitt alít það orlofsfé, sem
honum bar, Hann hafi verið
ráðinn með þeim kjörum, að
hann fengi 25% af brúttó akst-
ursgjöldum, en auk þess skyldi
hann fá orlofsfé 5% af sömu
fjárhæð, eða alls 30% af akst-
ursgjöldum, svo sem hann hafi
fengið. Kveður stefndi sig hafa
tekið upp þetta fyrirkomulag
um greiðslu orlofsfjár, í stað
þess að greiða með orlofs-
merkjum, þar sem þetta hafi
kostað minni fyribhöfn, enda
þótt hann með þessu móti
greiddi hærra orlofsfé en lög-
skylt var.
Samkvæmt orlofslögunum
nr. .16 frá 1943 ber að greiða
orlofsfé með orlofsmerkjum.
Stefndi, sem játað hefur í máli
þessu, að Jenna beri réttur til
orlofsfjár, hefur viðurkennt að
hafa ekki innt það af höndum
með þeim hætti, sem nefnd lög
mæla fyrir um.
Félagsdómi þótti ástæða til
þess ‘að taka kröfur stefnanda
að öllu leyti til greina, og var
í málinu kveðinn upp svolát-
andi dómur:
„Stefndi, Steindór Einarsson
Ðanssýning Rigmor
Hanson í kvöld
D 'ANSSKÓLI Rigmor Han-
son hefur starfað í Lista-
mannaskálanum í vetur og hef-
ur verið kennt í mörgum flokk
um, bæði börnum og fullorðn-
um.
í þakklætisskyni við S. G. T.
fyrir húslánið í vetur undlr
kensluna ætlar Rigmor að halda
danssýningu þar á dansleik S.
G. T. í kvöld og munu þá milli
20—31 nemendur hennar sýna
nýtízku samkvæmisdansa og
þar á meðal La Samba og er
það í fyrsta sinn, sem sá dans er
sýndur opinberlega hér af dans
flokki.
Þrjú háskólapróf
NÝLEGA hafa eftirtaldir
menn lokið prófi frá Há-
skóla íslands:
Kandidatsprófi í viðskipta-
fræðum hafa lokið
Árni Finnbjörnsson 1. eink.
285% stig.
Þórir Guðmundsson 1. eink.
23j.% stig.
'Embættisprófi í læknisfræði:
Jón Hj. Gunnlauigsson lokið
með 1. eink. 157 stigum.
f. h. Kristjáns Steindórssonar,
greiði stefnanda, Alþýðusam-
bandi íslands f. h. Bifreiða-
stjórafélagsins Hreyfils, vegna
Jenna Jónssonar, orlofsfé kr.
546,85, ásamt 5% ársvöxtum
frá 18. sept. 1944 til greiðslu-
dags og kr. 200,00 í málskostn-
að..1
Dóminum ber að fullnægja
innan 15 daga frá birtingu
hans, að viðlagðri aðför að lög-
um.“
Málflytjandi stefnanda hefur
gert þá grein fyrir kröfugerð
sinni í máli þessu, að það hafi
í upphafi verið höfðað að til-
hlutun formanns stéttarfélags
bifreiðastjóra, til þess að fá úr
því skorið, hvort bifreiðastjór-
ar, sem ráðnir væru með sama
hætti og ofangreindur bifreið-
arstjóri, hefðu rétt til orlofs-
fjár.
Háskólafyrirlestur.
í dag flytur prófessor dr. phil.
Sigurður Nordal fyrirlestur í há-
tíðasal háskólans. Efni: „Verk-
fræði og saga.“ Fyrirlesturinn
hefst kl. 2 e. h. og er ðllum heim-
iil aðgangur.
f;ííó>?fí:wí' 9S'
Berklarannsóknm
pteíai
'ÉS'Wi-ii llsrt
BERKLARANNSÓKNIN
hefur nú staðið ýfir í íiálf-
an mánuð og hafa nú alls verið
rannsakaðir 3585 manns, eða að
meðaltali 326 á dag.
Undanfarna tvö daga hefur
verið rannsakáð fólk af Njáls-
götu og Grettisgötu, og í gær
var byrjað við Laugaveg og
verður haldið áfram með það í
dag, en síðan byrjað á fólki,
sem býr við Hvérfisgötú. Síð-
astliðna viku mættu til skoðun-1
ai* 1760 manns.
Hefur skoðunin gengið prýði
lega greiðlega og nálega allir,
sem boðaðir hafa verið til
rannsóknarinnar mætt, og það
á tilsettum tímum. Hefur að-
eins einu sinni komið til smá-
vægilegrar táfar á rannsókn-
inni sökum óstundvísi þeirra,
sem mæta áttu. Annars má
segja, að skiþulagið á skoðun-
inni hafi verið undarlega gott,
þegar tekið er tillit til þéss
mannfjölda, sem daglega er
boðaður á skoðunarstaðinn. í
dag fer skoðun fram á, sama
tíma og venjulega, en það er
frá kl. 4—10 sd.
Unglingspilti bjargað
frá drukknun á
ísafirði
II M klukkan 24 í fyrradag
féll unglingspiltur, Samúu
Ólafsson að nafni, út af bæjar
hryggjúnni á ísafirðl.
í sömu svipan bar þar að
Jón Bjömsson, son Björns H.
Jónssonar skólastjóra, og lagði
hann Iþegar til sunds eftir Sam-
úel. Krap var á sjónum við
bryggjuna, og þurfti Jón að
kafa undir það til að ná Sam-
úel, er hafði misst meðvitund
við failið. Tókst Jóni að koma
Samúel upp á bryggjúna,' þótt
lágsjávað væri, ö‘g hóf hann
þegar lífgunartilraunir á hon-
um. Leitaði Jón þegar aðstoðar
til þess að koma Samúel til
læknis, þegar lífsmark tók að
sjást með honum. Báðir náðu
þeir Samúel og Jón ser' fljót-
lega eftir volkið og þykir
björgun þessi hin frækilegasta.
Um 800 mamu höfðu
séð foindindismála-
sýninguna í gær
BIN DINIllSMÁLASÝN IN G-
/ IN í Hótel Heklu hefur nú
verið opin í tvo daga, og um
miðjan dag í gær höfðu um 800
manns sótt sýninguna. ,
EinS og áður hefur verið
skýrt frá, er hún ekki opnúð
fýrir almenning fyrr en kl. 1.30
á daginn, en fyrir hádegi er
hún aðeins opin fyrir skólaf-
fólk.
; 'v : , . . I .. ; ,
Á hverju kvöldi eftir kl. 9.30
eru sýndar þarna stuttar
fræðslukvikmyndir um ýmisleg
efni, og verða í kvöld sýndar
myndir frá Vestur-íslendingum.
Á kvikmyndir þessar er ekki
selt sérstaklega, heldur er það
aðeins innifalið í inngangseyr-
inum á sýninguna, en hann er
3 krónur.