Alþýðublaðið - 09.02.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.02.1945, Blaðsíða 7
Fóstudagur 9. febrúar 1945. ALÞYDUBLAÐIÐ r li I Bœrinn í dag. [i ji í; Næturlæknir er í LæknavarS- • stofunni, simi 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. ÚTVARPBÐ: 3.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur 19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.25 Útvarpssagan: „Kotbýlið og kornsléttan" eftir Johan Bojer, XIII. (Helgi Hjörv- ar). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett nr. 22 í d-moll eft ir Mozart. 21.15 Erindi: Málleysingjakennsla , fyrrum og nú (Brandur j Jónsson skólastjóri). 21.40 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (dr. Björn Sig- fússon). 32.00 Fréttir. 22.05 Symfóníutónleikar (plötur): a) Symfónie nr. 3, eftir Brahms. b) Forleikirnir eft ir Lizt. 23, Hagskrárlok. Menntaskólinn. Nemendur, sem ætla að taka iþátt í gagnfræðanámskeiði mæti í skólanum í dag kl. 6. Nýlega hafa verið gefín saman í hjóna- band ungfrú Sigurbjörg Guð- mundsdóttir, Þórsgötu 28 og Har- aldur A. Björnsson, Hellusundi 6. Berklaskoðunin. í gær voru skoðaðir 336 manns. Á morgun verður lokið að skoða íbúa við Laugaveg, en því næst byrjað á íbúum við Hverfisgötu og skoðun þeirjra haldið áfram næstu daga. I : xi[ - Úrslii nokkurra þing- "Oi' r\r á-i -. i i 13 3: l •-.■riirrt^HTTFie e.s.„Elsa” til Vestmannaeyja. Flutningi veitt móttaka í dag. Félagsiíf. ifv Frh. af 2. síðu, Þingmannafrumvörp afgreidd ,með rökstuddri dagskrá: Um viðauka við lög nr. 43 19. júní 1933, um stjórn vitamála og um vitabyggingar, og á lögum nr. 31 13. júní 1937, um brpyting ar á þeim. — Um nýbyggðir og nýbyggðasjóði. ■— Um lög- reglumenn. Þingsályktunartil- lögur samþykktar: Ti'llaga til þingsályktunar um beimild fyr ir fyrir ríkis^tjórnina til að gera samning við Bandaríkin um loftflutninga. Ályktunin sam- þykkt. -— Tillaga til þingsálykt unar um undirbúning löggjaf- ar um vatnsveitur. Samþykkt sem ályktum neðrideildar. — Tillaga til þingsályktunar um ríkisábyrgð á viðbótaúláni til virkjunar Andakílsár, sam- þykkt, sem ályktun alþingis. — Tillaga til þingsálytkunar um ríkisáþyrgð á rafveituláni fyr ir Sauðárkrókshrepp. Samþ. sem ályktun alþingis. — Til- laga til þingsályktunar um rík isábyrgð vegna rafveitu ísa- fjarðar og Eyrarhrepps. Sam- þykkt sem ályktun alþingis. Rökstuddar dagskrár felld- ar: Dagskrártillaga frá 6. þ. m. Reykv. (B.Ben.), borin fram í Ed. 30. 1. við 2. umr. um frv. til 1. um breyt. á 1. nr. 60 1938, um húsmæðrafræðslu í sveitum (104. mál, þskj. 605), svo lát- andi: „Þar sem æskilegt virðist, að skipun húsmæðraskóla verði í samxæmi við skipun skóla- mála landsins í heild, þykir blýða að heyra tillögur milli- þinganefndar í skólamálum, áð lykta, einkum þar sem ekki flýta stofnun nýrra bús- ur en máli þessu er ráðið til Ijóst er, að samþ. frv. mundi mæðraskóla umfram það, sem verða mundi, þótt málinu sé fiestað til hausts, og þykir deild inni því eigi tímabært að af- greiða frv. nú, en felur rík- isstjórninni að undirbúa frv. fyr ir næsta þing og tekur fyrir næsta mál. Felld í Ed. s. d. Minningarorð; farinn Skiðadeildin Skíðaferðir að Kolviðarhóli á laugardag kl. 2 og kl. 8 far- miðar og gisting selt í Í.R.-hús- inu í kvöld kl. 8—9 á sunnudag farið kl. 9 f. h. Farmiðar seldir í verzlun- inni PFAFF kl. 12—3 á laugar dag. Valur Skíðaferðir um helgina. Laugardag kl. 2 og kl. 8 e. h. Sunnudag kl. 9 f. h. Farmiðar seldir í Herrabúð- nni kl. 10—4 á laugardag. Leiðrétting. Mjög leiðinlegar prentvillur hafa slæðst inn greinina: Um eft- irlit og vernd í blaðinu í gær. Hélstar eru: Hún var flutt til Bahamaeyja. Úr kvæði M. J.: Hið eilífa og stóra kraft og trú. Loks er enska tilvitnunin þannig: pe- ople of fairly high academic status they must be péople of vvide vis- ion and warm human under- sta'nding, they must toe peopí.e intellectually alive and emoti- onally balanced. Hallgrímssókn. Biblíulestur í kvöld kl. 8.30 í Austurbæjanskóla (gengið inn um leikfimisdyr). Jakob Jónsson. í kvölð kl. 10 hefst dansleikur í G. T,- húsinu, en skemmtiatriði kl. 11.30' og er mjög vandað til þeirra. T. d. syngur frú Hallbjörg Bjarna- dóttir einsöng. Syngur frúin t. d. 1 Caro mio ben eftir Papini og Ave Maria eftir Kaldalóns. Þá leika þeir Grettir og Árni saman á harmoníku, en þeir eru þekktir mjög af leik sínum í útvarpið og víðar, enda ágætir harmóníku- leikarar. Að lokum da*nsar frk. Sif Þorz listdans. Allur ágóði, sem verða kann af skemmtun þessari, rennur óskiptur í barnaspítala- sjóð ,,Hringsins“ og styrkja menn því gott málefni og þarft mjög, um leið og þeir verða aðnjótandi ágætrar skemmtunar. Aðgöngu- miðar eru seldir í G. T.-húsinu eftir kl. 5 í dag. I HAUST þegar ég kom til Hafnarfjarðar þekkti ég sárafáa. Formaður |æikfélags- ins sagði mér að hann hefði út- vegað mér herbergi hjá öldr- uðum hjónum og fór með mér þangað heim. Hjón þéssi voru Jens Kristjánsson fisksali og Þorgerður Guðmundsdóttir. — Þau tóku á móti mér og sem bráðókunnugum manni gat mér ekki dulist hve alúðlega og og hlýlega þau tóku á móti mér. Þegar ég svo var farinn að kynnast fjölskyldu þessari betur fann ég glöggvar og glöggvar, að oft og tiðum erf- iðar kringumstæður fátækrar fjölskyldu höfðu hér ekki unn- ið bug á einu: Það var hin þrot lausa glaðværð og bjartsýni á lifið, þrátt fyrir allt. En bjartast var þó yfir ein- um í fjölskyldunni og það var sonurinn, Bragi. Ætið var hann í góðu skapi, ætíð boðinn og búinn til hjálp ar, bvar sem hann var og hver sem bað hann, og hros hans líður mér seint úr minni. Það minnti mig alltaf á drenglund og dáð hins framsækna æsku- manns, sem með ljúfu geði leggur á brattann og brosir við öllum. heiminum í sterkri trú á lífið. Ég mun aldrei gleyma þess- ari stuttu, en hlýju og björtu viðkynningu við þennan góða dreng. Bragi var fæddur að Hauka- brekku á Snæfellsnesi 20. nóv. 1919. Fluttist komungur með foreldrum sínum hingað til Hafnarfjarðar. Um leið oghann fór að geta unnið fór hann einn ig að leggja foreldrum sínum fé. Hann var bílstjóri, sjómað- ur og sveitavinnumaður á víxl. Til dæmis var hánn í nokkur ár vinnumaður ó heimili Ein- ars Benediktssonar skálds, að Herdísarvík, og vann ætíð vilj ugur og vakandi með þeim, er hlúðu að hinu aldna stórskáldi til hinztu stundar þess. Sdðustu árin var hann mest á sjónum. Hann var t. d. á bv. Garðari, og svo einkennilega vildi til að hann hætti þar vinnu eftir síð- ustu ferð þess skips, áður en það sökk. Það var eins og for- sjónin hefði h'líft þessum unga S og efnilega manni við óförum j félaga hans, Maður hefði getað ætlað að hann skyldi því lengi lifa. En að kvÖldi þess 15. jan. s. 1. sendi svo Ægir, í hamförum sinum, eina dætra sinna til at- lögu við bv. „Drangev" úti fyi ir Vestfjörðum. Að ’henni af- staðinni vantaði einn mann á skipið. Hann var „farinri'. Og það var góði, glaði drengurinr hann Bragi. Ég veit, af þvi sem ég hefi heyrt hér í bæ, að Bragi vai hugljúfi hvers, er honum kynnl ist og að þeir allir sakna þai góðs drengs. , Systkin hans og skyldmenn: Gulréfur úrvals í smáum og stórum kaupum. — Sími 1546. ! Hafliði Baldvinsson. % Telpan og brúðan Ekki lízt henni allskostar vel á brúðuna. trega hann, en sárast sker þó sorgin aldraða foreldrana sem þarna misstu augasteininn sinn sem orðið hefði fyrirvinna þeirra og traust stóð áfram, eins og hann hafði verið hing- að ti'L Ég votta þeim djúpa samúð mína. Minningarathöfn urn „burt- för“ Braga Jenssonar fer fi-am í þjóðkirkju Hafnarfjarðar í dag. Jón Norðíjörð. HARMAFREGN barst okk- ur Hafnfirðingum þann 16. f. m. Krafnir höfðum við verið maringjalda, eins og oft áður. Ungur og varskur dreng * ur hafði fengið vota gröf. Þetta er gömul saga, sem endurtekur sig svo hryggilega oft í okkar fámenna þjóðfélagi.. Við erum oft átakanlega minnt á hætturnar á hafinu. Minnt á þær hetjudáðir, sem þar eru diýgðar, til auðsældar fyrir þjóð vora, en sem krefjast mik illa fórna. . Fregnin um drukknun Braga Jenssonar snart mig djúpt. — Þennan unga og góða dreng hafði ég þekkt svo vel og lengi, og hafði ég á honum miklar mætur. Prúðmennska hans og dagleg framkoma var til fyrir myndar. Grandvarari og sið- prúðari ungling hefi ég naum- ast þekkt. En það sem sérstak- lega vakti aðdáun mina og ann ara á Braga sál. var hversu framúrskarandi hann lét sér annt um foreldra sína, og mat þeirra hag og líðan framar öllu öðru. Hann var sannarlega góð ur sonur, og stoð og stytta for- eldra sinna í fyllstri merkingu þeirra orða. Bragi sál. vár fæddur 20. nóv. 1919 að Haukabrekku í Fróð- árhreppi. Hann var sonur hjón anna Þorgerðar Guðmundsdótt ur og Jens Kristjánssonar, ætt uð af Snæfellsnesi. Þau flytja með börn sin til Hafnarfjarðar 1925 og hafa búið hér siðan. Það er mikill harmur kveð- inn af þeim hjónum, og munu áreið'anlega margir hugsa til þeirra með mikilli samúð og •hluttekningu. Þau hjónin eru mjög mörgum hér góðkunn. Hér hafa þau í tuttugu ár bar- izt harðri lifsbaráttu, fátæk að veraldargæðum, en rík af lífs reynslu, sem þau hafa þorið með miklum léttleik, en ekki kastað utan á sig. Nú mega þau biluð á heilsu og kröftum, sjá á bak ástríkum syni og fyrir- vinnu heimilisins. Veruleikinn er oft beiskur. En 'hugguii er harmi gegn að eiga fagrar minn ingar um góðan og dáðríkan son. í dag fer fram minningarat- höfn í þjóðkirkjunni í Hafnar- firði um hinn fallna sjómann. Við samferðamenn og kunn- ingjar Braga sál. Jenssonar 'blessum minningu hans. og biðjum foreldrum hans til handa og öðrum ástvinum hugg unar og blessunar. > Guðm. Gissurarson. Pjóliáfiarlvi- myitdin sýnd einn sinnienn E ITT af því, sem við getum skilað i hendur komariai I kynslóð^ með nokkru stolti eru kvikmyndir af einstökum at- burðum og merkum, er fyrir kunna að hafa komið e’ða kunna að koma á okkar ævi- skeiði. Þjóðhátiðarkvikmynd Óskars Gíslasonar ijósmyndara er ein ,slík merkileg heimild um hjartfólgnasta viðburð í lifi þeirrar kvnslóðar, sem nú lifir, lýðveldisstofnunina og.há tíðahöld þau, er fram fóru í því pambandl. Við getum einnig, án þess að bera minnsta kinn- roða fyrir, afhent þessa kvik- mynd til afkomenda ökkar og verið vissir um, að hún verður alltaf talin merkilegt heimild- argagn, sem aðgengilegt verð- ur öllum almenningi, sökum vandvirkni við töku myndar- innar svo og sérstaklega mikla smekkvísi ijósmyndarans í vali á hinum mynduðu atburðum og einstökum hlutum. — Sýn- ing mvndarinnar í Gamla Bíó í kvöld mun, ef að likum læt- ur, verða sú síðasta um langt skeið, og er þvi óhætt, að hvetja almenning til þess, að | sjá hana, því þetta verður, ef til vill, einasta skiptið, sem við er nú lifum, höfum tækifæri til þess að sjá okkur sjálf, þar sem við, á okkar litla mæli- kvarða, tókum þátt í „sköpun sögunnar.“ G. St. XEXJOOööööööt fitbreiðið Alpýðublaðið! S&ikfchAij kik. k k fckfa

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.