Alþýðublaðið - 16.02.1945, Page 7

Alþýðublaðið - 16.02.1945, Page 7
Föstudagur 16. íebrúar 1945 ALÞYÐUBLAÐIÐ Veltuskattsfrumvarpið Bœrinn í dag. Næturvörður er í Læknavarð- stöfunrii , sími 5Ö30. NSeturvörður er í Lýfjabúðinni Iðunni. Næturakstur ,annast B. S. í. sími 1540. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur 19.00) Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.25 Útvarpssagan: „Kotbýlið , og kornsléttan“ eftir Jo- hann Bojer, XIV. (Helgi Hjörvar). 21.00 Strdkkvartett útvarpsins: Kvartett í Es-dúr eftir Sehubert. 21.15 Erindi: Bindindismálin og bindindissýning Stórstúk- unnar (Ingmar Jóhann- esson kennari). 21.40 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (dr. Björn Sig- fússon). 22.00 Fréttir. 22.05 Symfóníutónleikar (plötur): a) Symfónía nr. 5 eftir Sibélius. b) Poéme d’ ex- tase eftir Scriabine. c) Pí- anókonsert eftir Szostakov ice. 23.00 Dagskrárlok. Blaðið Akranes. 1. tölublað þessa árs er nýkomið út. Af efni þess má nefna: Sigrar án sára, Dagur er kominn um allt loft, Mál er að rísa á fætur, Heimilið IV., Goðafossslysið, kvæði eftir Hallstein Ólafsson, Ari á Höfðanum (kveðja frá vini), Á jólunum 1944, kvæði eftir Sn. J. Aðfangadagskvöld, eftir G. Kald bak, Heima og heiman, Geir Zo- ega (?mmuiýýýf), T’ekið u>ndir Umsagnir um hættur, Annáll Akra nes o. fl. Fæðingargjafasjóður íslands. Séra Vilhjálmur Briem hefur beðið blaðið að geta þess, sökum fyrirspurna,' sem honum hafa bor- izt, að öll dagblöðin í Reykjavík hafi sýnt sjóðnum þá vinsemd að samþykkja að taka fyrst um sinn við framlögum til hans. Skrifstofa biskups tekur einnig við fjárfram lögum, enda annast hún reiknings hald sjóðsins fyrir hönd þjóðkirk; unnar. — Samkvæmt þessu tekur Alþýðublaðið fúslega við fjárgjöf um til Fæðingargjafasjóðsins. Kvenfélagskonur í HaHgrímssókn Þar eð sala happdrættismiða hefur gengið’svel, hefur nefndin í hyggju, að dráttur fari fram fyrir afmælið. Eru konur því vinsam- legast beðnar að gera skil á seld- um miðum hið allra fyrsta til frú Halldóru Ólafsdóttur, Grettisgötu 26, frú Önnu Ágústsdóttur, Bjarn arstíg 9 og frú Jónínu Guðmunds dóttur, Barónsstíg 80. Berklaskoðunin. Berklaskoðunin heldur áfram og voru í gær skoðaðir íbúar við Klapparstíg og Frakkastíg, sam- tals 344 manns. í dag verða skoð- aðir íbúar þessara gatna: Skúla- götu, Sölvhólsgötu, Traðarkots- sunds, Vatnsstígs, Veghúsastígs og Vitastígs. í dag kl. 3.30 verður haldin einkasýning í Tjarnarbíó á kvikmynd tekinni í Jan Mayen. Kvikmyndin er tekin á vegum upplýsingadeildar norsku stjórnarinnar í London. Állir Norðmenn í Reykjavík eru vel- komnir á sýriinguna. Mynd þessi er frekar stutt, tekur á að gizka 20 mínútur. Síðar mun hún verða sýnd fyrir almenning í Tjarnar- bíó. Frh. af 2. síðu. skattaframtal. Minnti hann á óað, að hann hefði við fyrstu umræðu málsins lagt áherzlu á Dað, að hann teldi að leggja oæri skatt þennan á veltu árs- ins 1944 en ekki ársins 1945 og hefði sú skoð'un sín í engu breytzt heldur þvert á móti. Kvað hann fylgi sitt við frum- varpið fara eftir því, hvort breytingartillögur sínar og Kristins Andréssonar næðu fram að ganga. Færði Haraldur þessu næst rök að því, hvers vegna hann teldi þetta atriði skipta svo miklu máli. Hann þenti á það, að því aðeins væri auðið að tryggia það, að skatt urinn kæmi ekki fram sem neyt endaskattur, að hann yrði lagð ur á veltu liðins árs. En þetta taldi hann veigamikla ástæðu fyrir því að miða bæri fremur við veltu liðins árs.en þess, sem nu er. Benti Haraldur á það, að skatturinn á söluverð fisks er- landis hefði verið lagður á veltu ársjns 1944. Einnig minnti hann á það, að tekjuskatturinn hefði hin síðari ár verið eftirskattur, svo og útsvörin hér í Reykja- vík. Taldi hann raunar þvi ekki að neita, að eftirskattar væru fjarri því æskilegir, en þó væri þeirri skattaaðferð iðulega fylgt og væri sízt ástæða að víkja frá henni, þegar á væri lagður skattur, sem aðeins ætti að gilda eitt' ár. Einnig fæi’ði Haraldur rök að því, að auð- veldara yrði að fyrirbyggja að menn skytust undan skattinum,' svo og að gera sér grein fyrir, hversu miklar tekjur myndu af honum fást, ef miðað væri við liðið ár. Haraldur sagði, að sú skoðun hefði komið fram að erf iðara væri að veita undanþágur frá skattinum, ef miðað yrði við veltu ársins 1944 í stað 1945. Þetta kvaðst hann þó ekki geta fallizt á, því að það væri sízt verri aðstaða til undanþága, ef um væri að ræða veltu, sem þeg ar væri fyrir hendi en veltu, er ekki yrði gerð uppvfyrr en að ári. Einnig taldi hann óskyn- samlegt að miða skattinn við 1945 með það fyrir augum, að fyrirtækjum gæfist þá tæki- færi til þess að breyta rekst- ursfyrirkomulagi sínu vegna skattsins, því að það miðaði einmitt til þess að gefa skattþegnunum færi á því að komast hjá skattinum. Taldi Haraldur eðli skattsins fara eft ir því, hvort hann yrði lagður á veltu ársins 1944 eða 1945, þar sem tryggt mætti teljast að hann færðist ekki á neytendur, ef miðað væri við liðið ár en sú trygging væri hins vegar ekki fyrir hendi, ef að hinu ráðinu yrði 'horfið og kvað fylgi sitt vijð frumvarpið því vera undir því komið, hvor stefnan sigraði við afgreiðslu máisins. Magnús Jónsson gerði grein fyrir skoðun þeirra, sem vilja að skatturinn sé miðaður við veltu ársins 1945 en ekki 1944. — Voru röksemdir hans hinar sömu og fram komu af hálfu fjármálaráðherra við fyrstu um ræðu málsins. Taldi Magnús eftirskatta ófyrirgefanlegt sið- leysi, og kvaðst hann harma það mjög, að skatturinn á söluverð fisks erlendis} s'kyldi hafa verið lagður á veltu liðins árs. Einn ig taldi hann það skipta miklu máli, að fyrirtækjum gæfist kostur á að breyta rekstri sín- um vegna skatts þessa. Auk þessara þingmanna kvöddu sér hljóðs þeir (fjsii Jónsson og Bernharð Stefáns- son öðru sinni. Gísli mælti því í mót af miklu kappi, áð skatt- urinn yrði miðaður við veltu liðins árs og Bernharð endurtók enn einu sinni fyrri ummæli sín um skattinn. Bernharð Stefánsson hafði gert' þá breytingartillögur við frumvarpið, að skatturinn skyldi ekki' tekinn af andvirði mjólkur og mjólkurafurða, kjöts, nýs, frosins, reykts og saltaðs, fisks, nýs, frosins og saltaðs, að síld meðtalinni:, korn vöru alls konar, malaðrar og ómalaðrar og byggingarefnis ailskonar. Var sú breytingartil laga felld með eliefu atkv. gegn fjórum, en breytingartillaga Haraldar og Kristins tekinn aft ur til þriðju umræðu og málinu því næst vísað til þriðju um- ræðu með ellefu atkv. gegn fjórum. KðmmýnisSar í ntikl- EHÍMÍIiiia í Sjó- mannafélagi ísa- fjarðar AÐALFUNDUR Sjómannafé lags ísafjarðar var haldinn í gær. Við stjórnarkosningu í félaginu komu fram tveir list- ar: A-listi, studdur af Alþýðu- flokksmönnum, og B-listi, studd ur af kommúnistum og íhalds- mönnum. Úrslit kosninganna urðu þau, að A-listinn hlaut 83 atkvæði, en B-listinn 38. A B-listanum var í formanns sæti Árni Magnússon, sem kunnur er meðal fulltrúanna, sem varu á Alþýðusambands- þinginu. Stjórn Sjómannafélagsins skipa nú þessir menn: Formaður: Jón H. Guðmunds son. Varaformaður: Bjarni Guðna son. Ritari: Guðmundur Pálsson. Fjármálaritari: Steinn Guð- mundsson. Gjaldkeri: Ólafur Þórðarson Meðstjórnandi: Marías Þor- valdsson. Þess skal getið, að í Vél- stjórafélagi ísafjarðár verður sama stjórn og var sl. ár, en þar er kommúnisti í formanns sæti. Þegar stjórnarkosning fór fram í félaginu Voru bátar á sjó og þarmeð flestallir starf- andi vélstjórar. Löp siaðíesf af forsefa Islands í gær P ORSETI ÍSLANDS stað festi á ríkisráðsfundi í Reykjavík í gær 15. febrúar 1945, eftirgreind lög, sem Al- þingi hefur nýlega samþykkt: 1. Lög um lendiniganbætur í Grindavók. 2. Lög um stofnun. búnaðar- málasjóðs. 3. Fjárau'kalög fyrir árið 194.1 4. Lög um breyting á lögium nr. 101, 30. desemher 1943, um ilífeyrisisglóð sitarfísmanna ríkis- ims. 5. Lög um breyting á lögum nr. 49 .1942 ta breyting á lög- um nr. 75, 21. jún!í 1921, um stimpilgjöld. aauammnsmían Jarðarför konunnar minnar. Steinþéru Þ©rstemsdéttur, febrúar. Hefst 'kl. 13 með bæn að fer fram, laugardaginn 17 heimili okkar, Unnarstíg 3, Hafnarfirði. Fyrir mína hönd, barna okkar, tengdabarna og barnabarna. Sigurjón Arnlaugsson. Hér með tilkynnist að systir okkar, Alsifeiörg Hristiáusdéttir frá llósavík andaðist að Land.akotsspítala 15. þ. m. Heígi Kristjánsson. Númi Kristjánsson. Stefán Kristjánsson. Fjárhagsáæffun Hafn- arffarðar i Frh. af 2. síðu. frá bænum, og eru framikvæmd irnar því í höndium þesisara að- ila. Til framkvæmda í Krísuvík leggur bærinn fram 200 þús. krónur. Er búið að kauga girð ingarefni og mun byrjað á því að girða landið í vor og það svo tekið til ræktunar strax á eftir. í tekjulið fjárhagsáætlunar- innar er gert ráð fyrir sömu upphæð í útsvarsg rei ð.slum og í fyrra, og koma útsvörin því ekki til með að 'hækka neitt í Hafnarfirði. Skulu hér nefndir 'helztu gjaldaliðir fjárhagsáætlúnap- innar. Stjórn kaupstaðarins kr. 1.818.50.00. Barnaskólinn kr. 185.900.00. Flenzborgarskólinn kr. 143. 700.00. Til íþróttamála kr. 202.400.00 Löggæzla kr. 133.500,00. Alþýðutryggingar kr. 335. 000.00. Framfærslumál og Elliheim- ilið kr. 366.100.00. Til barnaskó 1 abvggingar kr. 200.000.00. Áður veitt til þeirra framkvæmda kr. 200.000.00. Til hafnargerðar kr. 400.000. 00. Áður veittar kr. 200.000.00. Til framkvæmda í Krísuvík kr. 200.000.00. Áður veittar kr. 100.000.00. Til húsmæðraskóla'byggingar kr. 50.000.00. Áður veittar kr. 50.000.00. Til byggingar elliheimilis, fæðingardeildar og sóttvarnar- deildar kr. 100.000.00. Áður veittar til þessarar byggingar kr. 100.000.00, og auk þess hef ir bæjarstjórn samþykkt að verja ágóðanum af Bæjarbíó- inru til þessarar byggingar eins oig áðiur segir. Þá er gert ráð fyrir tekjuaf- gangi kr. 200.000.00. Helztu tekjuliðir eru: Stríðs gróðaskattur kr. 700.000.00 og útsvör kr. 2.358.000.00, og er það sama upphæð og í fyrra. Framhald af 2. síðu. í fyrra var keppt um lítinn bikar, sem vannst til fuillrar eignar á því móti, en þá bar Menntaskólinn sigur af hólmi. Áður hafði háskólinn unnið mót ið þrisvar sinnum og Iðnskólinn einnig þrisvar sinnum. og hlot- ið sinn bikarinn hvor. Engu er hægt að spá um úr- slit í mótinu að þessu sinni, en hmsvegar má búast við harðri en skemmtilegri keppni. Kviknar í úlfrá gléSar- keri , | IFYRRADAG klukkan að byrja að ganga sjö var slökkviliðið kvatt að Lindar-i götu 37, en þar hafði kviknað í út frá rafmagnsáhaldi, sem stóð á gólfinu 'í herbergi á efri hæð hússins, en konan sem bjó í herberginu hafði hrugðið sér frá, en skilið eftir straum á áhaldinu. / Þegar slökfcviliðið kom á vett vang, var herbergið orðið fullt af reyk, og legubekkur, sem gjióð í námunda við áhald!- ið, sem íkrveiikíunni olli, var all mikið brunninn og ennfremur nokikiuð af fötum sem hékk á wagg Syrr ófan legubdkikinn. Tiókist isiliöikikwiliðinu fljótt að ráða niðiuriLögum eldisins ag engar skemmdir urðu nema af vatni og reyk. Aðalfundur Hilara- svefnaféfags Reykja víkir NÝLEGA hélt Málarasveina- félag Reykjavíkur aðal- fund sinn. í stjórn félagsins voru kosnir þessir menn: Guðjón Kristinsson, formað- úr, Ágúst Erlendsson, varafor- maður, Steingrímur Sigurðs- son, ritari og Helgi Hafliða- son, gjaldkeri. Aðstoðarritari var kosin Guðmundur Sveinn Mósesson. Varamenn voru kosni ir þeir, Sveinn Sigurðsson og • Ólafur Jónsson. Gunnar L. Þorsteinsson, sem verið hefur formaður félagsins baðst undan endurkosningu. Aæifstapr, sem hirtast ©iga i AlþýðuhSaðicu, verða að fíverfisgötu) komnar íil Akgi'ýi- inraskrifstofuimís'í í Alþýðuhúsinu, i | %rSr kí. 1 að kvoIdL

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.