Alþýðublaðið - 17.02.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.02.1945, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAPIÐ 2 Laugardagur 17 .febrúar 1945. Mynd þessi var tekin við hina hátíðlegu atíhiöfn í dJcwnissal haastaréttar í gær. Við taorðið sitja, tald- ir frá vinstrd: Finnux Jónisson dóímísaniáíiairáðherra, ÓfLaiflur Thors forsætisaláðíherria, Sveinin Björns- sotn fbnseti, otg dlómarar hæstarétttar: Einar Arnórsison, Þórðiur Eyjólflsson ag Gissur Bengsteinisson. 25 ára afmæli hæslarétfar: íkissfjérnin boðar aranna úr þremur í fi Virðuleg afhöfn af filefni afmælisins í dóms- sal rétlarins í gær Hæsfaréttarlögmenn færöu honum 10 þús. krónur að gjöf til bókakaupa ALDARFJÓRÐUNGSAFMÆLIS hæstaréttar var minnzt mieð virðulégri athöfn í dómsal rétftarins kl. 10 í gær- morgun. Voru þar viðstaddir auk dómaranna forseti Is- lands, forsætisráðherra, dómsmáflaráðherra, forseti samein- aðs þings, málafilutningsmenn fyrir hæstarétti og ýmsir aðr- ir boðnir gestir. Við þetta tækifæri fiutti forseti réttarins, Þórður Eyjólfs- son, ítarlegt ávarp um sögu og starf hæstaréttar, en dómsmála- ráðherra, Finnur Jónsson, sem flutti réttinum árnaðaróskir rík- isstjórnarinnar, tilkynnti að ríkisstjórnin hefði nú ákveðið að not- færa sér J»á heimld, sem hún hefði í lögum til þess að fjölga dómurum hæstaréttar úr þremur npp í fimm; jafnframt gat hann þess að ríkisstjómin myndi taka til athugunar á hvem hátt hægt væri skjótlega að hæta úr húsnæðisleysi réttarins þannig að viðimandi yrði og til frambúðar. Úfgáfuréffur að riium Torfhiktar Hólm Seldlst í gær á upp- boði fyrir 20 þús- und krónur Kaupandinn var „Norðri“ IGÆR var haldið opinbert upptaoð á útgáfurétti að bók um Torfhildar Hólm, en skáld konan stofnaði sjóð af eignum sinum, sem verja á til hjálpar fátæku blindu fólki. Uppboðið fór fram i skrif- stofu taorgarfógeta í gærmorg- un og var hæzta boðið í útgáfu réttinn 21.500 krónur. Var það Bókaútgáfan „Norðri“, sem bauð, og sagði framkvæmda- stjóri „Norðra“, Albert Finn- bogason, í samtali við Alþýðu- blaðið i gær, að félagið hefði ákveðið að gefa út á þessu ári höfuðrit skáldkonunnar, „Eld- ing“ og „Brynjólfur Sveins- son“. Bíémiöaokrarar kló- festir ________ NÚ UM nokkurt skeið hefur lögreglan í Reykjavík hert eftirlitið með svbkölluð- um bíómiðaokrarum, með þeim árangri að 24 ieynisalar hafa verið klófestir, og eru það flest unglingar á aldrinum 11 tíl 17 ára. Að sjálfsögðu hefur það ver ið nokkrum erfiðleikum bund- ið fyrir -lögregluna, að hafa hendur í hári þessara bíómiða okrara, því þeir hafa gætt sín fyrir henni. En nú hefur lög- Framhald á 7. síðu. Dómarar hæstaréttar og mál- flutningsmenn voru við þetta tækiíæri klæddir embættis- skrúða sínum og fór athöfnin yfirleitt fram með miklum virðu leik, en henni var útvarp- að. Hófst hún með því að nú- verandi forseti hæstaréttar, Þórður Eyjólfsson flutti ávarp sitt, það er áður getur og birt- ist það á öðrum stað hér i blað inu í dag. Þá flutti Finnur Jóns son dómsmálaráðherra réttin- um árnaðaróskir ríkisstjórnar- irmar og ,var ávarp hans svo hljóðandi: „Ég vil á þessu 25 ára afmæli hæstaréttar fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar færa 'hæstarétti hinar beztu árnaðaróskir. Þetta eru merk timamót í sögu hæstaréttar og ekki siður í sögu þjóðarinnar, því að á þeim degi, er hæstiréttur var fluttur inn í landið, var náð merkum áfanga í þeirri sjálf- stæðisbaráttu, sem nú hefir ver ið til lykta leidd með endur- reisn hins íslenzka lýðveldis á Þingvöllum hinn 17. júni s. 1. á fæðingardegi Jóns Sigurðs- sonar fcrseta. í okkar litla þjóðfélagi er lög gjafarstarfið að sjálfsögðu mjög mikilsvert, en hitt er þá heldur ekki síður mikils vert, hversu farið er með dómsvaldið. Svo má að orði kveða, að þessar tvær stofnanir, alþingi og hæsti réttur, séu hyrningarsteinar (þjóðfélagsins. Ef önnur hvor bregzt, þá er voði vis, og hætt- an sízt minni i litlu þjóðfélagi en d stóru. Það er því full nauðsyn að búa að hæstarétti svo sem bezt má verða og okkar litla geta leyfir. Síðan hæstiréttur tók til starfa hafa orðið miklar breytingar með þjóð vorri. —- Störfin hafa aukizt og marg- faldazt og er því brýn þörf bæði aukinna starfskrafta og bættra húsakynna. Það er ætlun ríkisstjórnar- Fria. 4 7. Karföfluskorfur er nú yfirvofandi hér í bænum Litiar líkur til að hægl verði að fá keypfar karf- öflur erfendis frá Brýn nauösyn að þjóöin auki a$ miklum mun kartöfluframleiösluna Tyr IKIL HÆTTA er á því að kartöflubirgðir akkar rnuni ganga til þurðar innan skamms. Undanfarna' daga hafa kartöflur fengist af mjög s'kornum skammti, en ekki mun þó kartöfluskortur vera farinn að gera vart við sig á 'heimilunum enn sem komið er. Astæðan fyrir þessu er fyrst og fremst sú að mjög gengur erfiðlega að flytja kartöflubirgð ir hingað til bæjarins utan af landi. Kemur og enn í ljós, eins og undanfarin ár um þetta leyti, að krtöfuframleiðendur kippa að sér hendinni um sölu þegar komið er fram í febrúar bæði vegna þess að þeir fara að taka til útsæði sitt og eins í þeirri von að meira muni fást fyrir þessa fæðutegund, þegar fer að vora. Fá þó framleiðend urnir 28 krónur meira fyrir tunnuna í Grænmetisverzlun- inni en hún er seld út fyrir til neytenda. Alþýðublaðið sneri sér í gær til Jóns ívarssonar, forstjóra Grænmetisverzlunar rikisins, og spurði hann um þetta mál. — Eru kartöflubirgðir okk- ar að ganga til þurðar? „Kartöflubirgðir þær, sem við höfum hér í Grænmetis- verzluninni eru að ganga til þurrðar, en nokkuð mun enn vera til úti á landi, þó má ekki gera of mikið úr þeim. Það er bersýnilegt að hér verður skort ! ur á kartöflum þegar fer að vora, ef okkur tekst ekki að fá þær keyptar erlendis frá.“ — Þið hafið reynt fyrir ykk ur erlendis? „Já, við höfum gert ítrekað- ar tilraunir til að fá kartöflur keyptar, bæði í Englandi og í írlandi, en þessar tilraúnir hafa engan árangur borið enn sem komið er. — Ég efast líka um að okkur takist að fá útflutn- ingsleyfi frá þessum löndum. Þess ber að minnast að nú hafa Bandamenn frelsað hverja þjóðina á fætur annari á megin landinu. Þær eru aðframkomn ar af skorti og jafnvel hreinu hungri. Það sem þær þarfnast fyrst og fremst er matur og kart öflur munu koma þar í fremstu j röð, þó að þær taki mikið skip 1 rúm og erfitt sé að flytja þær?“ — Er þá ef til vill engin von ti'l þess að við fáum keyptar kartöflur erlendis? „Ég vil ekki segja þáð. Það getur verið að við fáum útflutn ihgsleyfi frá Englandi og ír- landi. Það er ekki öll von úti um það. Ennfremur eru mögu leikar á þvi að fá kartöflur frá Ameriku, en það tekur íbara marga mánuði að fá þær það- an.“ — Hvað var mikið framleitt af krtöflum á s. 1. sumri? „ÞaÖ varð allgóð uppskera, en hversu mikil hún varð get ég ekki um sagt, því að enn höfum við ekki fengið nægileg ar skýrslur.“ Kartöfluframleiðsla 'okkar nefir verið allt of lítil. Veldur ví meðal annars hin mikla Þingsálykfunarfil- laga um leigu á færeyskum skipum RAM er komin í samein uðu þingi tillaga til þingsályktunar um leigu á færeyskum sldpum o. fl., þar sem þannig er fyrir mælt, að alþingi álykti að sam- þykkja samning þann um leigu á færeyskum skipum, sem ríkisstjómin hefir ný- lega gert, og jafnframt að heimila ríkisstjóminni að leigja skip þessi öðrura eða annast rekstur þeirra, ef þörf krefur. Allmiklar umræður urðu um þingsályktunartillögu þessa í sameinu þingi í gær, og var tillögunni að þeim loknum vísað til nefndar með 21 atkvæði gegn 20. vinna og yfirleitt hin geysilega mik'la eftirspurn eftir vinnu- krafti.. Heyrst hefir að margir hafi nú hug á aukinni kartöflu /rækt, enda er setuliðsvinnan nú að mestu horfin — og þá verða menn að skapa sér nýja atvinnuvegi. Slyrkurinn fil SÍBS iil að launa yfirlækni vinnuheimiiisins samþykkfur á alþfngi INGSÁLYKTUNARTIL LAGA um að feia ríkis stjóminni að greiða laun yfir- læknis við Vinnuheimili Sam- bands íslenzkra berklasjúklinga lá fyrir til umræðu í samein uðu alþingi í gær. Breytingartillaga við frum- varpið kom fram, frá þeim Jó- hanni Þ. Jósefssyni, Þóroddi Guðmundssyni og Sigurði Þórð arsyni, og leggja þeir til, að frumvarpið verði orðað á þessa leið: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að greiða styrk til Vinnuheimilis íslenzkra berklasjúklinga allt að 11,100 krónum auk verðlagsuppbótar og gangi styrkur þessi til að launa yfirlækni vinnuheimilis- ins enda hafi hann jafnframt framkvæmdastjórn þess á hendi.“ Var frumvarpið samþykkt með þessari áorðnu þreytingu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.