Alþýðublaðið - 28.02.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.02.1945, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 28. febrúar 1945 ALÞY0UBLA01Ð 5 >raumur um ritvél — Bréf um gistihús, greiðsölu- löggjöf um þau — Málefni, sem þarf að athuga —Annir forsjónarinnar. MIG DREYMDI í nótt að rit- vélin mín væri brotin. Mér fiéll J»að þungt og reyndi að gera við hana, en mér tókst það ekki. Ég hóf hana á loft 'og kastaði ikenni frá mér í sorptunnu, sem stendur fyrir utan eldhúsglugg- sum minn. Svo lagði ég af stað til að kaupa mér nýja ritvél og eftir ðálitla leit fann ég eina sem var svo létt og lipur og þaut næstum |»ví sjálfkrafa af stað eftir að ég hafði snert hana. Það er einkenni 8egt hvernig svona ómerkilegur draumur getur gert mann óvissan. Nú, þegar ég er að skrifa þetta finnst mér að ritvélin muni þá og þegar hrökkva í sundur. Það er því bezt að skrifa ekki meira frá eigin brjósti heldur að eins að taka hér á eftir bréf sem jnér barst i fyrradag frá „Páli“: „BLAÐIÐ „DAGCR“ á Akur- eyri, skrifaði fyrir nokkru um Hótel KEA þar á staðnum; í sam- foandi við þau skrif talar blaðið um, að nauðsynlegt sé að gefa út lög um starfsemi hótela og greiðasölu- staða. Þetta er hverju orði sann- ara. Það er hreinasta hneisa, að gestirnir sem halda þessum stofn- unum uppi skuli ekki hafa nokk- urn rétt, gagnvart þeim, sem reka þau, en verða að gera sér allt að góðu hverju sem í þá er hent, hvort heldur er ætt eða óætt, en borg- .ast skal það með okurverði, já, sundum með helmingii hærra verði en leyfilegt er samkvæmt gjald- .skrá. En það er eins og ihig minni að þú 'hafir fyrir nokkrum árum minnst á í dálkum þíum oftar en einu sinni á nauðsyn þess að fá isamskonar löggjöf og hér um ræð ir og það með nokkrum árangri.“ „MIG MINNIR endilega að ég hafi einhvers staðar séð það á prenti að ríkisstjórnin, sem sat að völdum 1936 eða kanski 1938, (ég man það ekki) hafi skipað þrjá menn í nefnd til þess að búa til írumvarp til laga um gistihús, og ;aðra greiðasölustaði. í þessari onefnd voru: Viimundur Jónsson landlæknir, Hörður Bjarnason arkitekt, en hvar sá þriðji var man ég ekki. Við samningu frum varpsins mun nefndin hafa stuðzt við lög Norðurlanda, sem fjalla um samskonar starfsemi. Að loknu •starfi skilaði nefndin frumvarpinu í hendur þáverandi ríkisstjórnar. Biíkisstjórnin sendir það svo til umsagnar Geirs Zoega og Guð- rnundar Hlíðdals, eftir því sem þér síðar sagðist frá. Auðvitað skilur það einginn hvað þessir menn höfðu við slíkt frumvarp að gera til um sagnar, því ekki snertir það neitt þeirra verkahring. Aldrei var Geir kokkur á skútum frænda síns og aldrei hitaði Hlíðdal kaffi fyrir símamenn. Nær hefði verið að senda frumvarpið til Jóhanns í Pornahvammi og Jónasar Lárus- sonar og láta þá hafa frúna í Hafn arfirði sér til aðstoðar." „FYRIR 4 árum eða meira skýrð ir þú frá því, að umrætt frumvarp væri komið í hendur þáverandi rík isstjórnar, hvort það er satt eða logið veit almenningur ekkert um, því síðan hefir ekkert til frum- varpsins spurtzt“. „SÚ ALMENNA krafa er gerð til núverandi ríkisstjórnar að hún beri þetta frumvarp fram á næsta alþingi og geri það að lögum. En sé svo að frumvarpið af einhverj- um ástæðum sé gallað, þá er sú önnur almenna krafa að ríkis- stjórnin skipi sömu nefndarmenn og áður, til þes að semja frumvarp ið að hýju og leggi þeim fyrir að hafa lokið samningu þess fyrir næsta alþingi, sem saman á að koma í haust, til þess að það verði þar fram lagt og staðfest sem lög.“ „ÞAÐ ER EKKI vansalaust fyr ir okkar nýstofnaða lýðveldi og íslenátu þjóðina í heild, að hafa þessi mál í ' því ófremdar-ástandi, sem þau eru í. Fjöldi útlendinga hafa spurt mig að því, hvort hér á íándi væru ekki nein lög eða reglur um hótel eða greiðasölu- staði. Með kinnroða hefi ég auðvit að orðið að segja nei. Þeir hafa sennilega spurt að þessu vegna þess að þeim hefir ekki fundizt, sem þrifalegast á hinum ýmsu stiöðum. Ég skora á þig, Hannes minn, að halda þessu máli við í dálkum þínum, þar til að þú ert viss um að það komist fram..“ RÁÐHERRARNIR höfðu svo mikið að gera í fyrra, dag að þeir gátu ekki mætt á alþingi. Ætli þeir hafi þá nokkurn tíma til að athuga mál eins.og þetta? Hannes á Horninu. Það er orðin sígild saga MISLfSiÐ í ALÞÝ&UiLáDINU Myndin sýnir skyttur úr landgönguliði Bandaríkjamanna á Luzon í skjoli við tré og kofa skammt frá ströndinni. Slríðið á Filippseyjum. X Siöari greins t * , Þjóðlíf I Búlaariu nútfmans MYNDAKLEGASTA húsið í þorpinu er að jafnaði kirkjan. Búlgarar eru frekar trúuð þjóð, — orthodoxtrúar. Ósjaldan eru hinar íburðar- miklu boglínur og laukinynd- uðu hvoifþök kirknanna í beinni mótsetningu við einfald- an byggingarstíl húsanna í þorpunum. Búlgarinn er gjör- sneyddur hinni dulhneigðu trúarskoðun Rússans, Pólverj- ans og Júgóslavans. í hans augum er guð ekki eitthvert dularfullt, óskiljanlegt afl, — heldur góður vinur. „Frá hon- um kemiur hin góða uppskera, — því skal þakka honum. Ef þú ekiki þakkar honum, mun uppskera þín verða léleg að ári.“--------- í trúarskoðunum Piúlgara verður vart þó nokk- urrar hjátrúar, oft og tíðum. Þó eru þeir fastheldnir við trú- arkenningar kirkju sinnar. —- Búlgara væri trúandi til þess að skoða það merki sérstaks álits guðs á ætt hans, ef fáir ætt- manna hans hefðu tekið Múha- .meðstrú, þegar Tyrkir stjórn- uðu landinu og hverjum, sem tók þá trú, voru veitt hlunn- indi umfram aðra. Og þeir fáu, sem tóku Múhameðstrúna, voru heldur ekki hafðir í neinurn há- vegum meðal þjóðarinnar. Flestöll nýtízku húsin í búlg- örsku þorpunum eru tveggja hæða. Flest eru þau byggð úr timbri, en í sumum héruðum tíðkast mjög að byggja úr jþurrkuðum leirhéllum og 'gefst vel. Þökin eru oftast nær strá- þök, en stundum hellulögð eða úr rauðum tígulsteini. Öll eldri húsin eru vitaskuld byggð úr gamaldags byggingar- efni og eftir eldgömlum bygg- ingarháttum, bæði hvað snertir stíl og byggingaraðferðir. Gólf- fjalir þeirra eru tveim fetum fyrir ofan moldina, því kjallari eða niðurgrafinn grunnur ér enginn. Á þessum eldgömlu húsum eru svo að segja engir gluggar. í dyrunum er grófgerð bjálkahurð; þakið: stráþak. Þama er ekki um margs konar þægindi að ræðá á nútíma mælikvarða. Nú eru nýtízku tveggja herbergja íveruhús, sem eru með þeim minnstu og ódýrustu, byggð fyrir tiltölu- lágt verð. * Kvöld eitt sat ég við arineld- inn í búlgörskum sveitabæ, á- samt fjölskyldunni og við ræddum um daginn og veginn. Reykurinn frá eldstæðinu hlykkjaðist yfir höfðum okkar ,og leitaði út meðfram þak- brúninni. Oftar en einu sinni hafði ég haldið, að bæirnir stæðu í björtu báli, þar sem ég hafði séð rjúka þannig áður út á milli þaks og veggjar. En 'á- stæðan fyrir því, að reykháfar eru frekar sjaldgæfir, er sú, að þegar Tynkir réðíu yfir landinu, tóku þeir eitt sinn upp á því p.ö leggja skatt á hvern einasta reykháf! iBúlgarar svöruðu þeim tilmælum með því, að leggja niður reykháfa og síðan hafa búlgarskir bændur, margir hverjir, ekki leyft sér slíkan munað. Þar sem við sátum fyrir framan eldinn, snæddum við sameiginlega máltíð, sem var fjarska látlaust tilbúin og framborin: Brauðið var nærri svart á litinn, en ekki sem verst á bragðið. Á borðum var auk þess piparsúpa, ostur, bú- inn til úr sauðamjólk; en sem ábætir var súrmjólk og epli. Það var orðið nokkuð áliðið kvölds. Börnin lágu víðs veg- er um stofugólfið. Þau höfðu sofnað út frá leikjum sínum í ýmsis ’konar stellingum, án þess að fara úr fötum. Húsmóðirin tímdi ekki að vekja þau, held- ur breiddi yfir þau sjöl og loð- feldi, strax er tók að kólna í stofunni. Sömuleiðis var mér fenginn loðfeldur og síðan lögðumst við öll fyrir á gólf- inu og breiddum yfir okkur. Enginn færði sig úr fötum, sem kannske var ekkert undarlegt í sjálfu sér, þar eð búlgarskar konur til sveita ganga ekki í neinum undirfötum. í þeirra augum eru undirföt mesta ó- menningarfyrirbrigði; reyndar tíðkast það, að lauslætiskonur noti hnsjáskjól. í stofunni hjá okkur voru þrír hundar, köttur og geit. Þessi stofa var einhver sú ó- evrópuiskasíta siem hiugsazt gat í þeirri heimsálfu. Menningarlif Búlgara er á framfaraskeiði, einnig hvað snertir sveitamenninguna, en það, sem ég hef sagt hér á undan á við búlgarskt sveitalíf enn í dag, hvarvetna í landinu. Nú er það fyrir löngu sann- að mál, að léleg skilyrði til lifsvirðurværis valda sjúkdóm- um og lama siðferðisþrek þeirra, sem við það búa. Þann- ig er þessu varið í Bretlandi t. d., en Búlgaría er merkileg nndantekning á þessu sviði. Auðvitað er allmikill munur á hreysunum í Búlgaríu og léleg- ustu mannabústöðum í þétt- býlishverfum enskra borga. En Búlgarinn andar jafnan að sér heilnæmu lofti og stundar að jafnaði eitthvert verk, sem viðheldur heilsu hans ásamt ýmsu öðru. Honum fellur sjaldan verk úr hendi. í búlg- örskum fátækrahreysum geta lifnað og dafnað félagsleg sam- tök og jafnvel hugsjónir,, sem eiga eftir að rætast, þar sem aftur á móti hinir lélegu mannabústaðir, í Englandi t. d„ ala á ómenrisku fólksins og draga úr því allan kjark og kröfur til lífsins, svo að það virðist jafnveí ekíkert takmiark eigi í QM. sínu oig metur tilveru sína einskis oft og tíðurn, enda um litla alhliða þekkingu á lífinu að ræða. Aftur á móti er athafnavilji cg siðferðisþrek á einna hæstu stigi í álfunni einmitt meðal búlgaskrar alþýðu. Hver og einn ræðir til dæmis um kyn- ferðismál' af hreinskilni og án þess að nota óeðlilegt orðalag. Fólk giftist að jafnaði frekar ungt. Það er mjög algengt, að konur séu orðnar ömmur, áð- ur en þær eru fertugar. Hvað búlgörsku skólakerfi og fi’æðsluaðferðum við kemur, finnst mér, að of mikil áherzla sé lögð á ítroðslú, jafnvél án nokkurs tilgangs, en of mikið vanrækt, að sama skapi, að glæða skilning nemendanna, al- hliða hugsun þeirra og per- sónulega skoðun á hlutunum. En ef tekið er tillit til margs konar erfiðleika, sem Búigar- ar hafa átt við að stríða, má segja, að ‘þeir hafa staðið all- sæmilega í stöðu sinni, einnig Framh á 6. síou.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.