Alþýðublaðið - 28.02.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.02.1945, Blaðsíða 2
t —.i , —»...—--- Hafa mörg fyrirtæki, sem ekki hafa af- hent skjöl sín, verið svipt innfí.leyfum? VIÐSKJPfTAlRÁI) isendi í (fyrradag sakadómaranum í Reykjavfk kæru á 3 heildsölufyrirtæki til viðbótar þeim sex, /sem áður höfðu verið kærð fyrir grunuð brot á ákvæðum um álagningu á vörur, sem bessi fyrirtæki hafa keypt í Banda ríkj xmiun og flutt (hingað til lands. Þessi þrjú heldsölufyrirtæki eru: • Guðmundur Ólafs- son & Co, Heiidverzlunin Berg og Jóhann Karlsson & Co. Sakadómari imxm þegar hafa hafið yfirheyrslur út af þessum kærum, jjafn^rajmt |]því sejm hann heldur áfram rannsókn sinni á ihendur hinum sex fyrirtækjunum. Eins og kunnugt er, gaf Viðskiptaráð út tilkynningu í vetur lum, iað heildsölufyrirtæki skyldu fyrir 20. fehr. hafa skilað því frumriti 'yfir vörur, sem þau jhafa flutt til landsms síðan ákvæðin um 5% hámarksálagningu á vörurnar gengu í gildi. Alþýðubliaðið hefir spurzt fyrir um það, hvort öll fyrir tæki hafi orðið við þessari kröfu. En blaðinu hefur ekki { tekist að fá neitt |ákveðið svar jvið því. Hafi hins vegar ein- | hver heildsölufyrirtæki þverskallast, er þess að vænta, að þær refsiaðgerðir séu komnar til framkvæmda, sem Við- skiptaráð ihoðaði, en (það var, að svifta viðkomandi fyrirtæki innflutningsleyfum. Þráfl ffrir karföflur frá Bref- landi verður skorfur á þeim Samtal vð forstjóra Grænmetisverzlunar- innar, lón ivarsson MJÖG tilfinnanlegur kartöfluskortur er nú hér á landi og er ekki fyrinsjáanlegt 'hvenær úr muni rakna. Von er bó á kartöflum frá Bretlandi. en búizt er við. að bað verði svo lítið. að bað fullnægi hvergi nærri börfinni. f gær átti Jón ívarsson for- stjóri Grænmetisverzlunar rík- isins tal við blaðamenn og ræddi við þá um þessi mál, og orsakir að þeim kartöfluskorti, sem nú væri í landinu. Kvað hann það í fyrsta lagi stafa af lítilli kartöflufram- leiðslu í ár, og í öðru lagi vegna þess að erfiðlega hefði gengið að fá kartöflur innfluttar, eftir að séð varð, að skortur yrði á kartöflum í landihu. Fer hér á eftir útdráttur úr greinargerð forstjóra Gænmeí- isverzlunarinnar: „Skýrslur eru ekki ennþó fyrir hendi um kartöflumagn- ið á landinu nema úr sumum hlutum lándsins og verður þvi ekki unnt til fullnustu að gera grein fyriir uppskerumagninu, en ætla má þó, að það hafi numið um eða yfir 80 þús. tunnum. Er það svipað og var 1942, en miklu meir^ en 1943, en þá er uppskeran talin að hafa numið 55 þús. tunnum. Á öndverðu hausti sendi Bún- aðarfélag íslands í samráði við Grænmetisverzlunina eyðublöð til hreppstjóra og bæjarstjóra um allt land undir skýrslur um uppskeruna, með beiðni um að þeim væri skilað hið fyrsta. Gekk all greiðlega að fá þær úr sumum sveitum, en annars staðar seint, þannig vantar enn skýrslur úr 62 hreppum og 5 kaupstöðum. Þessi seinagangur um skýrslugerðir er hinn hvim- leiðasti hvort sem um þessar eða aðrar er að ræða. Svo mu-n miega telja, að árs- þarfir landsmanna af kartöfl- um séu 100—120 þús. tunnur, að meðtöldu útsæði, en það mætti ætla allt að 20 af hund- raði, eða um 20 þús. tunnur. Til neyzlu væri þó 80—100 þús. tunnur. Ef uppskera síð- asta árs væri 80—90 þús. tunn ur, færi af henni til útsæðis að eðlilegum hætti upp undir 20 þús. tunnur, og yrði þá eftir til neyzlu 60—70 þús. tunnur, en það svarar til 50—60 kg. á hvern landsbúa, sem er of lítið. Ef vel ætti að vera, þarf uppskeran að nema 100 kg. á mann, að út- sæði meðtöldu. Þegar hún nær því marki, þarf engan innflutn- ing á kartöflum. En þegar upp- skeran er ekki meiri en húa vi'rðist hafa verið á síðasta ári, vantar mikið á þarfirnar, senni lega ekíki minna en 15—20 þús. þús. tunnur. Á síðasta hausti, að loknum uppskerutímanum leitaðist Grænmetisverzlunin við að fá skýrslur um, hversu mikið væri til af kartöflum umfram þarfir heimilanna sj'álfra, þ. e. það magn, sem væntanlega yrði til sölu einhvern tíma frá haust- nóttum til næsta vors. Samkv. því sem niðurstaðan varð af þessari skýrslusöfnun, mátti Frh. á 7. síðu. ALÞÝÐUBLAÐID Launalögin voru afgreidd frá neðri deild í gær 2 sjálfstæSismenn úr stuóningsliói stjórn- arinnar sögðu nei og einn sat hjá T AUNALÖGIN korrnx til atkvæða á fundum neðri dei'ld- T-J ar í gær. Voru breytingartillögur fjárhagsnefndar samþykktar allar nema ein, en hins vegar náðu aðeins sár- fáar breytingartfflögur ernstakra þingmanna fram að ganga. Var frumvarpið því næst samþykkt í heild með seytján at- kvæðum gegn fjórtán og þannig endursent efri deild. Sú breytingartillaga fjárhags* nefndar, sem ekki náði fram að ganga, fjallaði um að laun skipulagsstjóra skyldu hækka úr 10200 í 12000, og var hún felld með sextán atkvæðum gegn sextán. Þær breytingartil lögur einstakra þingmanna, er náðu fram að ganga, var tillaga frá Sigurjóni Á. Olafssyni, Sig urði Kristjánssyni, Sigurði Thoroddsen og Sgurði Guðna- syni um að orðin „I. flokks“ í grein þeirri, er fjallar um laun símritara, loftskeytamanna og símvirkja falli niður, svo og að orðin „símritarar II. flokks, símvirkjar II. flokks, loftskeyta menn II. flokks“ og orðin „I. flokks“ á eftir „línumenn“ falli niður, einnig að orðin „línu- menn II. flokks“ falli niður. Auk þess var samþykkt breyit- ingartillaga frá sömu þingmönn um um, að póstafgreiðslumenn í Reykjavik skuli vera í einum flokki í stað tveggja. Einnig var samþykkt tillaga frá Svein- birni Högnasyni um, að söng- málastjóri þjóðkirkjunnar skuli hafa sömu laun og vígslubiskup ar, prófastar og biskupsritari. Sömuleiðis var samþykkt breyt ingartillaga frá Sigurjóni Á. Ólafssyni, Skúla Guðmundssyni og Sigurði Kristjánssyni um, að eftir tveggja ára starfstíma fær ist aðstoðarmenn skipaskoðun- arstjóra og bifreiðaefftirlits- menn í X. launaflokk og njóti þá aldurshækkana þess flokks. Breytingartillaga frá Páli Zóp- hóníassyni um, að laun tilrauna stjóra skyldu ákveðin í lögun- um 6000—8400 náði og fram að ganga. Frumvarpið var að þessu loknu samþykkt í heild með seytján atkvæðum gegn fjórtán að viðhöfðu nafnakalli. Þeir þingmenn, sem nei sögðu voru: Bjarni Ásgeirsson, Eysteinn Jónsson, Hermann Jónasson, Helgi Jónsson, Ingólfur Jóns- son, Jón Pálmason, Jörundur Brynjólfsson, Páll Þorsteinsson, Páll Zóphóníasson, Pétur Otte- sen, Sigurður Bjamason, Sig- urður Þórðarson, Skúli Guð- mundsson og Sveinbjörn Högna son. Jakob Möller sat hjá við atkvæðagreiðsluna og gerði grein fyrir afstöðu sinni, að hann teldi Sjálfstæðisflokk- inn óbundinn af þessu fnun varpi, þrátt fyrir það ákvæði í málefnasamningi stuðnings flokka ríkisstjómarinnar, að ný launalög skyldu afgreitt þegar á þessu þingi, því að forustumenn þessarar laga- setningar hefðu breytt frum varpinu til stórfelldrar hækk unar frá því að það hefði verið lagt fyrir alþingi. Fríkirkjan Föstumessa í kvöld kl. 8.15. Sr. Árni Sigurðsson. Sendinefnd Islands á Ier3 um Svíþjóð I SLENZKA SENDINEFNDIN í Svíþjóð hefur að undan- fömu ferðast nokkuð inn Sví- þjóð og meðal annars skoðað skipasmíðastöðvar þar. Ýmis blöð í Svíþjóð hafa átt viðtöl vio nefndarmennina, og láta þau í ljós áhuga fyrir aukn um verzlunarviðskiptum milli íslands og Sviþjóðar. i Norræna félagið í Stdkkhólmi hafði íslenzkt kvöld nýlega og flutti Stefán Jóh. Stefánsson alþingismaður þar ræðu. Ennfremur hélt íslenzka stúdentafélagið í Stokkhólmi ný lega samkvæmi og var nefndar mönnunum og ýmsum fleiri gestum boðið þangað, og fiutti Stefán Jóh. Stefánsson þar er- indi um íslenzk stjórnmál. Maður bfður bana al völdum bílslyss O ÍÐASTLTOINN föstudag kJ varð það slys á Suðxu-lands braut, að Oddur Snorrason, til heimilis á Sjónarhóli varð fyrir áætlunarhifreiðinni G 201 og slasaðist hann mjög mikið á höfði. Var Oddur strax fi/uttur í sjiúlkrahiús, en þar andaðist hann í fyrradag. Oddur Snorrason var 58 ára gama'll. Sendiherra Breta þakkar íslenzka hjálp er breik fiu§- vél hrapaði TANRÍKISRÁÐHERRA hefur horizt bréf frá sendi herra Breta á íslandi, þar sem hann f. h. foringja flugliðs Breta hér á landi þakkar ómet anlega aðstoð, sem íslendingar sýndu í sambandi við slys, er varð þegar ein af flugvélum Breta hrapaði nálægt Vífilfeiíi þann 6. þ. m. Áhöfn’ vélarinnar voru þrír menn. Einn þeirra slasaðist svo að það varð að skilja hann e£t- ir á slýsstaðnum, hinir tveir lögðu af stað til þess að Ieita hjálpar og komu eftir 7 klukku (Frh. á 7. síðu.) Miðvikudagur 28.. Jeþirúfar 1945 Fulilrúaráð ilokksins áríðandi iuna annað kvöld O ULLTRÚABÁÐ Alþýðu * flokksins héldur áríðandi fund annað kvöld kl. 8.30 í fundarsal Alþýðubrauðgerð- arinnar við Vitastíg. Á dagskrá fundarins eru félagsmál, flokksstarfið og þingmál. Allir fulltrúar svo og hverf isstjórar félagsins eru >eðnir j að mæta á fundinum. Préfessor Ólafur Lárusson heiðurs- doklor í heimspeki /k FUNDI 15, febrúar s. I. samþykkti heimspekideild Háskóla íslands, að sæma pró fessor Ólaf Lárusson doktors- nafnbót í heimspeki á sextugs- afmæli hans, sem var 25. þ. m. í rökum heimspekideildar seg- ir svo: Óláfur prófessor Lárusson er efalaust einn fremstur þeirra manna, er tekið hafa ástfóstri við sérstök viðfangsefni ís- lenzkrar sagnfræði og varið égætu starfi til þess að gréiða úr vafaatriðum og kanna ónum in svið. Með athugunum sín- um og rannsóknum á byggðar- sögu landsins hefur hann í rauninni fyrstur vakið athygli á mikilsverðu söguefni og varp að nýju ljósi. á almenna sögu þjóðarinnar, hagsögu hennar og menningarsögu. Höfuðverk hans um þetta efni eru rit- gerðasafnið Byggð og saga og Landnám i Skagafirði, og eru þá ótaldar ýmsar ritgerðir um svipuð og önnur söguleg efni. Allar rannsóknir hans hera vitni um frábæra þekkingu, vandvirkni og glöggskyggni á stór atriði. sem smá. Má kalla þetta því meira afrek sem hann hefur jafnframt gegnt háskóla kennslu í lögfræði og getið sér mikinn orðstír fyrir lærdóm sinn og ritverk um þau efni. Þó að kennsla í íslenzkum fræð úm hafi farið fram í heimspeki deild, síðan háskólinn var stofn aður, er deildinni fyllilega ljóst, hver þörf þessum fræðum er sem flestra góðra liðsmanna, og telur hún sér sæmd að því að votta þessum gagnmerka vís- indamaijni þakklæti sitt og virð ingu með því að kjósa hann heiðursdoktor í heimspeki. Malfundur Bruna- vaflalélags Reyhjavtkur - AÐALFUNÐUR Brunavarða- félags Reykjavikur var 'haldinn þam 26. febrúar. í stjórn vcru kosnir: Formað ur Sigurbjörn Maríusson. Rit- ari Guðmundur Karlsson. Gjald keri Þórðu’- J'ónsson. Varafor- rnaður Léo Sveinsson. Fjár- máiaritari Fínnur Richter. Félagið var stofnað á síðast- liðnu ári, og hefur átt miklum vinsældum að fagna meðal brunavarða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.