Alþýðublaðið - 14.04.1945, Blaðsíða 3
3LangajPÍagM.r 14. aj»ríl 1945.
ALÞTÐUBLflÐIÐ —
Viðstöðulaus sókn Bandaríkjamanna:
PaHon kominn framhjá Leipzig — á leið fil Dresden
Hinn nýi Bandaríkjaforsefi
Harry S. Truman.
Truman segist munu reyna að
sfjórna í anda Roosevelfs
lútför hins látna forseta fer fram að ættar-
setri hans, Hycie Park, á morgun
Minning hans heiðruð af forustumönnum
allra frelsisunnandi þjóða
HARRY S. TRUMAN ■hefur unniið eið að stjómarskrá
Bandaríkjianna og tékið við forsetastörfum. Við það
taekifæri sagði hinn nýi forseti, að 'hann myndi leggja sig
fram um að inna störf sín af hendi einis og hann áliti, að
Roosevélt myndi hafa gert. Sagði Trum'an, að hann hefði
beðið ráðheri-ana að gegna áfram embættum sínum eins og
•áður. Hinn nýi forseti gaf í gær út tilskipun þar sem ákveð-
ið er, að dagurinn í dag verði almiennur sorgardagur um
öll Bandaríkin.
Lík hins látna forseta var í gær flutt frá Warm Springs í
Georgía, þar sem hann andaðist, til Washington. en hann verður
jarðsottur á morgun í grafreit Roosevelt-ættarinnar í Hyde Park
í New York-ríki. Allir helztu leiðtogar hinna spmeinuðu þjóða
og annarra frelsisunnandi þjóða hafa látið í Ijós samúð sína með
fjölskyldu Roosevelts og bandarísku þjóðinni, þar á meðal Georg
Bretakonungur, Hákon Noregskonungur, Churchill, Stalin, Chang-
Kai-Shek, De Gaulle, Nygaardsvold, Per Albin Hansson og fjöl-
margir* aðrir.
Hvarvetna í heiminum vakti
fráfall Roosevelts forseta hina
dýpstu samúð og hluttekningu.
Fregnir frá London herma, að
það sé eins og menn hafi enn
ekki áttað sig til hlítar á því,
að forsetinn sé látinn, menn
finni, að þeir hafi ekki ein-
ungis misst mikilhæfan stjórn
málaskörung og leiðtoga, held-
ur góðan vin.
Georg Bretakonungur hefur
sent frú Roosevelt og Truman
forseta samúðarskeyti, þar sem
hann segir, að stjórnvísi og
Framh. á 6. síðu.
Níundí herinn við Saxelfi a 160 km.
svæði, báðum megin Magdeburg
e
Framsveifirnar ausfan við ána eiga nú 80
km. ófarna til Berlín
BANDAMENN ihalda áfram sókn á öllum vesturvígstöðv-
unum, víða viðstöðulítið að kalla má. Hröðust hefur
sókn þriðja hers Pattons verið, en framsveitir hans hafa
sniðgengið borgimar Halle og Leipzig, farið framhjá þeim
að sunnan og stefna til Dresden, höfuðborgar Saxlands.
Þangað em rúmir 60 km. og um 160 km. til hers Konievs í
Slésíu.
Sókn 9. heris Sknpsons í áttina til Berlínar gengur einn-
ig mjög að óskum. Er meginhluti hans kominn að Saxelfi,
bæði fyrir norðan og sunnan Magdeburg á um 160 km.
breiðu svæði. Sumar fregnir segja, að bardagar séu byrjaðir
í Magdeburg. Framsveitir 9. hersins eru komnar yfir Sax-
elfi og eiga um 80 fcm. ótfarna til Berlínar. Vamir Þjóðverja
eru enn sem fyrr mjög litlar og mæta Bandaríkjamenn lítilli
mótspyrnu.
Norðar á vígstöðvunum, suðaustur af Bremen, sækja sveitir
úr 2. brezka hermuu áfram í áttina til Hamborgar, sem er í um
80 km. fjarlægð . Þar hafa Bretar tekið fangabúðir Þjóðverja,
þar sem 60.000 manns voru í haldi. 2—3 þúsund þeirra höfðu
útbrotataugaveiki og hafa fangabúðimar verið settar í sóttkví.
Kanadamönnum verður vel ágengt í Hollandi.
2 milijónir fanga
síðan innrásin var
gerð í fyrrasumar
M
Fyrsta her Bandaríkjanna
virðist vera falið það hlutverk
að taka samgönguborgirnar
Halle og Leipzig, meðan þriði
herinn heldur beint áfram suð
ur af þeim í áttina til Dresden.
Fyrsti herinn var aðeins 15 km.
fná Leipzig er síðast fréttist í
gærkveldi. í sókn sinni austur
á bóginn hefir hann tekið fanga
búðirnar í Buchenwald, en þær
voru illræmdar mjög og oft
nefndar í sömu andránni og Or-
anienburg og Dachau. Þar voru
20 þúsund. fangar leystir úr
haldi.
Þriðji herinn sækir hratt
fram suður af Leipzig hefir far
ið framhjá borginni og stefnir
til Dresten. Hafa hersveitir
Pattons farið framhjá 55 bæj-
um og þorpum í sókninni. Þjóð
verjar hafa ekki get-að sent nein
ar flugvélar til aðstoðar hinum
flýjandi hersveitum sínum, en
flugvélar bandamanna eru sí-
fellt á sveimi og ráðast á her-
flokka Þjóðverja.
Sunnar á vígstöðvunum hafa
sveitir úr 7. her Pac’h brotizt yf
ir Main hjá Bamberg og stefna
þær til Bayjreuth og Níirnberg.
Brezkar hersveitir berjast enn
á ný í Arnhem í Hollandi. Þar
hafa þær þegar náð mestum
hluta borgarinnar, þrátt fyrir
harðvítugt viðnám Þjóðverja.
Kanadamenn voru í gærkveldi
tæpa 15 km. frá Groeningen,
stærstu borg Norður-Hollaijds.
Þar hafa þær tekið fangabúðir
og leyst úr haldi um 170,0 fanga.
Engar breytingar hafa orðið
á afstöðu herjanna við Stettin
og ’her Zhukovs heldur enn
kyrru fyrir í stöðvum sinum.
Haimtjón í London
vegna loftárása
60 þúsund
¥> AÐ var sagt frá því í Lon-
don í gærkveldi, að alls
hefðu 60 þús. manns farizt í
loftárásum Þjóðverja á London
síðan styrjö'ldin hófst, en 86
þús. hafa særzt.
ONTGOMERY marskálk-
ur skýrði frá því í gær,
að tjón Þjóðverja á mönnum-
og hergögnum á vesturvígstöðv
unum væri orðið óskaplegt.
sagði hann, að síðan bandamenn
gengu á land í Frakklandi 6.
júní í fyrra sumar, hefðu þeir
tekið samtals um eða yfir 2
milljónir þýzkra fanga.
Fyrst eftir að bandamenn.
hófu hina miklu sókn austur yf
ir Rín tóku bandamenn tiltölu
lega færri fanga en nú, og vörð
ust Þjóðverjar þá einatt af
meira ofstæki. En nú er þáð orð
inn daglegur viðburður, að þús
undir þýzkra hermanna gefast
upp og skeyta ekki um fyrir-
skipanir nazistaforingjanna um
að berjast meðan nokkur mað-
ur stendur uppi.
Hörð ioflárás risaflug-
virkja á Tofeio
AÐ var tilkynnt í London
í gærkveldi, að amerísk
risaflugvirki hefðu gert stórá-
rás á Tokio í gærmorgun. Um
300 flugvirki tóku þátt í árás-
inni, sem var beint gegn vopna-
og skotfæraverksmiðjum í borg
inni.
Bandamenn segja fró því, að
um 100 flugvélar frá 4 flug-
stöðvarskipum háfi ráðizt á ým
is mannvirki á Formosa. Fylgdi
það fregninni, að brezk herskip
hefðu skotið af fallbyssum sín
um á ýmis mannvirki á eyjunni.
Wien nú á valdi Rússa, eflir
sex daga götubardaga
£30.000 fangar feknir í bardögunum
STALIN tilkynnti í gær í dagskipan, að her Tolbukins hefði
nú Vínarborg algerlega á valdi sínu. Rússar tóku geysimikið
herfang, en Þjóðverjar misstu alls um 130 þúsund menn í 6 daga
bardögum um borgina. Meðal annars hröktu Rússar 11 þýzk skrið-
drekaherfylki á flótta, eyðilögðu eða hertóku 1400 skriðdreka og
2250 fallbyssur. Sigijrs þessa var minnst með skothríð af mörgum
fallbyssum í Moskva í gær.
í útvarpi frá Moskva í gær
var sagt, að loks væri Vínar-
borg laus úr klóm nazismans,
vegna hraustlegrar baráttu
rússneska hersins og með að-
stoð margra borgarbúa. Þá var
sagt, að skemmdir hefðu ekki
orðið miklar á fornum og fræg-
um byggingum>
Vínarborg var fimmta stærsta
borgin á meginlandi Evrópu,
með um 2 milljónir íbúa. Borg
in er mjög mikilvæg samgöngu
miðstöð og þar eru miklar olíu
hreinsunarstöðvar og verksmiðj
ur.
Fyrir norðan og norðaustan
borgina sækir her Malinovskys
frarn og hefir tekið margar mik
ilvægar borgir í Slóvakíu. Þá til
kynna Rússar, að þeir hafi enn
sökkt þúskum tundurspilli á
höfninni í Pillau í Austur-Prúss
landi.
1