Alþýðublaðið - 17.04.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.04.1945, Blaðsíða 6
 ALÞYÐUBLAÐiÐ l»#ígýudágTO’ 17. aprl 194S f j ! í ! ' IBERNSKliBREK ■; ...; ,. ;ú , . OG ÆSKUÞREK BERNSKA ♦ SKÓLAÁR -♦ HERÞJÓN- USTA f ÆVJNTÝRJ í AUSTU R- LÖNDUM ' -f ORUSTAN f SÚDAN BLAÐA- MAÐUR ■f FANGJ HJA BllUM ■ > FLÓTTINN + . f bUa- STRÍÐINU ÞJNG- MAÐUR í ÆVl NTÝRALEIT Efiiv 'Winsion S. Churchill forsætisráðherra Bretlands Sígild sumargjöf. eethoven og gullnu heitir ný heillandi barnabók, sem kemur í bókaverzlanir í dag. -— í bók þessari, sem Jens Benedikts- son hefur íslenzkað, eru undurfagr- ar lýsingar frá bernsku og fullorð- insárum Beethovens — tónsnillings- ins mikla. í bókinni er fjöldi mynda ®g band hennar er óvenju vandað og smekklegt. „Beethoven litli“ er því tilvalin sumargjöf handa börnum. Fhh. af 3. síftu. því í fréíium, að bandamenn ihefðu tekið fangabúðirnar í Buchenwald, en þær voru ill- ræmdar mjög í Þýzkalandi. Þar munu haía verið urn 60 þúsund manns í haldi. Meðferð á föngum þar var hroðaleg og er talið, að frá því í janúar og til 10. þ. m., er fangabúðirnar voru teknar, hafi látizt þar um 18 þúsund manns Meðal fanga þar Voru fyrrverandi forsætis- ráðherrar Frakka Leon Blum og Edouard Dáladier. Þeir voru fluttir á brott úr fangabúðun- um áður en bandamenn komu þangað. Sumir fanganna þarna voru svo illa haldnir, að þeir gátu ekki gengið, en flestir voru þeir máttfarnir. iSCiiöinuV Framh. af. 5. síðu sjálfsmorði, ef hann sinnti henni á engan reg. Henni hafði auðsjáanlega orðið mikið um það, að hann svaraði ekki fyrra bréfinu. Tschaikovsky fann, að raun- verulega hafði hann andstyggð á íramkomu Eugene í óperunni, hvað meðtöku bréfsins snerti og fannst það ekki til fyrir- myna-.r, er hann hugsaði sig be. ar um. En hann hafði þó ekki hugsað málið nógu ræki- lega, er hann lét verða af því að heimsækja Antoníu. Hann var hinn vingjarnlegasti, — en gat á engan hátt fengið sig til að eLska hana. Aftur á móti var ást Antoriíu ósvikinn. Þann ig fór þó að lokum, að hann iofaði að kvænast henni. Síðan voru þau gefin saman þann 6. júní 1877. Þanm 26. jiúlá sama ár, skrif aði Tschaikovsky í bréfi til vin ar síns, að ef hann þyrfti að vera í hjónabandi nokkra daga til viðbótar, gengi hann.af göfl- unum. Hann þyldi þetta ekki lengur. — Hann kvaðst á eng- an hátt geta starfað í návist konu sinnar. Og seint í septem- ber strauk hann af heimilinu, — þóttist þurfa að sinna nauð- synlegum erindagjörðum. Hann flúði til St. Pétursborgar, and- lega niðurbeygður maður. Lækn ar ráðlögðu honum að hvíla sig í Clarens í Sviss. Og þangað fór hann. Þannig endaði hjónaband hans. Hvorugt þeirra álasaði öðru útávið og minntust litið á þessa stuttu sambúð. sjc Fyrir tilstilli eins nemenda sinna komst hann í bréfasam- band við ríka ekkju eftir járn- brautaverkfræðing. Ekkja þessi, er hét von Meck, kom því til leiðar, að Tschaikovsky voru árlega greiddar 6.000 rúblur. Þessa velgjörðarmanneskju sína sé Tschaikovsk aldrei, ag hún ekki hann. En það var stöðugt bréfasamband þeirra á milli. Vafalaust hefur hún gert þetta af einskærri góðvild og hjálpsemi. Hún hefur skilið, hversu viðkvæm listamannssál hans var, og hversu niðurlægj- .ndi það myndi vera fyrir 'hann að þurfa að lifa á stöðugum lán im eða lélegu kaupi við tón- istarkennslu. Hún vildi gera itt til þes.s. að bjarga honum úr kröggunum. Það sem eftir var æfinnar gat lann varið tíma sínum eftir vild til tónsmíðanna. *, Hann lifði fábrotnu lífi í þorpinu Madinovo, skammt frá Klin. Venjulega fór hann'á fætur milli sjö og átta á morgnana. Han drakk *te, en snæddi ekki morgunverð. Síðan sat hann við skriftir dálitla stund, en tók ér svo göngu sér til hressingar. Ef Tschaikovsky sat þögull að snæðingi og gekk einsamall úti, hafði hann venjulega eitt hvert verkefni í huga, sem hann glimdi við og vildi vera einn um. En væri hann glaðlegur við þjón sinn meðan þeir snæddu, og tæki Iiann einhvern kunn- ingja sinn með sér í morgun- gönguna, mátti gera ráð fyrir því, að honum yrði ekki mikið úr verki þánn daginn. Oftast nær vann hann sleitulaust til hádegis. Síðan aftur frá hádeg- isverði til nóns. Þá drakk hann teið sitt og greip kannske í hljóðfærið eftir það og vann stundum til kvöldverðar. En kvöldinu eyddi hann ásamt kunningjum sínum. Eina reglu braut hann aldrei: það kom aldrei fyrir, að hann ynrri að næturlagi. Þegar haiue. va>' tuttugu og sex ára gamall, vann hann dag og nótt við a5 semja fyrstu symfóníuna sína. Þetta varð til þess, að hann fékk ' höfuðverki og riijoö fyrir eyrun,. sem ktöðugt gerði vart við sig,. ef hann vaxu fram á nætur. Þegar hann hafði lokið fyrstn. symfóníunni, var hann svo þreyttur, að hann var bæði far- inn að sjá ofsjónir og heyra of- heyrnir, og varð að taka sér algjöra hvild um langan tíma. Siðan vann hann aldrei að nóttu til. í júní 1893 fór hann til Eng- lands til þess að taka á móti doktorsnafnbót við Cambridge- háskólann. Við sama tækifæri stjórnaði hann flutningi á fjórðu symifóníunni sinni, en Philharm oníu-hljómsveitin lék. Er hann sneri heim úr þeirri för hét hann þvi, að sjöttu symfóniuna skyldi hann sjálfur koma með til Bretlands. En það heit.varð aldrei efnt til fulls, því sjötta symfónían (hin fræga „Pathe- tic“ isynimfónía) varð hianls svana sönjgtur. Hún 'var fyrtst leikin í St. Pétursborg. Nokkrum dög um síðar drakk 'hann ósíað vatn í veitingahúsi, og lézt úr kóleru eftir fimm daga legu, þ. 6. nóv- ember 1893. Hann var aðeins fimmtiu og þriggja ára, er hann lézt. Og' það er ekki hár aldur, saman1 borið við mörg önnur fræg tón- skáld. Seinasta verk hans („Pa- thetic“ symfónían) sýnir, að þar- náði snilld hans hæst. Tvær milljónir og sex hundruð þúsund Framhald af 4 síðu. ar íslendinga er fyrst og fremst. undir því kominn, að rekstur sjávarútvegsins verði sem mest ur og beztur. Engri einni þjóð- iélagsstétt eiga íslendingar eins- veímegun sína á liðnum árum að þakka og sjómönnunum. Þegar skipuleggja á nýsköpun atvinnulSfsins á íslandi, er að vonum lögð mest áherzla á það, að efna til nýjunga og stór- fel'ldra framkvæmda á sviði sjávarútvegsins. Állt er þetta glögg sönnun þess, að sjávarút- vegurinn er og verður sá at- vinnuvegur, sem íslendingar hlióta að leggja mesta áherzlu á í nútíð og framtíð. Hans er for- ustan, þótt þýðing annarra at- vinnuvega okkar skuli þar fyr ir engan veginn vanmetin held ur jafnframt leitazt við að gera hlut þeirra sem mestan. * Það, hversu vel hefir ræzt úr vandamálúm sjávarútvegsins, 'er íslendingum mikil gleðitíð- indi. Velmegun og auðnuhagur Ssjávarútvegsins er ekki aðeins ávinningur fyrir útvegsrnenn J og sjómenn, sem eiga allt sitt undir þessum þýðingarmikla at vmnuvegi. Þar er beinlínis og cbeinlínis um að ræða sigur allra þeirra, sem land þetta byggja. eaai-;iapigiga.»i [ TTRl^lflWle M.b. „Edda" Vörumóttaka til Sands, Ól- afsvíkur og Grundarfjarðar á morgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.