Alþýðublaðið - 21.04.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.04.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 21. apríl 1945- Crtgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Línurnar skýrasi. Kosningabaráttan í KRON hefur gert línur stjórnmálanna skýrari. Það hef ur nú komið berlega fram, sem raunar var áður vitað, að stjórn arandstaðan ræður yfir þremur blöðum höfuðborgarinnar.“ Þannig farast Þjóðviljanum orð í ritstjórnargrein á sumar- daginn fyrsta. Hann er Alþýðu blaðinu stórlega reiður fyrir að hafa flett ofan af yfirgangi kommúnistaforsprakkanna i KRON og vélráðum þeirra til þess að gera alla aðra réttlausa í félaginu, og kallar það stjórn- arandstöðu! Hefur það þó ekki hingað til heyrzt, að það væri á stefnuskrá núverandi stjórn- ar, að kommúnistar skyldu fá einræðisvald yfir KRON; en það er eins og forsprakkar þeirra imyndi sér, að þátttaka þeirra í stjórn landsins veiti þeim einhvern rétt til þess að vaða uppl með ofsa óg ofbeldi og beita aðra, jafnvel samstarfs flokk í rikisstjórninni, hvers- konar fantabrögðum, eins og mönnum eru í fersku minni úr kosningabaráttunni í KRON undanfarnar vikur og daga. Það er þó alger misskilningur; hér er engin sovétstjórn sezt að völdum, þótt kommúnistar eigi sæti í stjórn landsins; þeir eru aðeins einn af þremur, jafn rétt háum flokkum; og það er áreið anlega ekki til að bæta sambúð þeirra né heldur til þess að greiða fyrir tilætluðum'árangri af stjórnarsamvinnunni, ef kommúnistar halda áfram, að hegða sér þannig gagnvart öðr- um samstarfsflokknum, eins og þeir hafa gert gagnvart Alþýðu flokknum bæði í Alþýðusam- bandinu og KRON siðan stjórn in var mynduð. * En satt er það — línur stjórn málanna hafa skýrst við slika framkomu kommúnista. Það hafa sjálfsagt margir gert sér einhverjar vonir um það um það bil, er stjórnin var mynd uð, að forsprakkar kommúnista meintu eitthvað með skrafi sínu og skrifum um nauðsyn sam- starfs til nýsköpunar á sviði at vinnulifsins, — að þeir myndu að minnsta kosti ekki gera sér leik að því að spilla sliku sam- starfi með yfirgangi og hvers- konar vélráðum við samstarfs- flokikana. En utan stjórnarinnar að minnsta kosti hefir reynsla A1 þýðuflokksins af þessum sam- starfsflokki því miður orðið allt önnur en sú, sem vænta hefði mátt. Framkoma hans við Alþýðuflokkinn allt frá því, að uppvíst varð um leyni- bréf Brynjólfs Bjarnasonar á Alþýðusambandsþinginu í haust og þar til nú, að heyrin kunn er orðin hin leynilega smölun kommúnista inn 1 KRON í því skyni að skapa iþei;m einræðisvald yfir félag- inu og svifta Alþýðuflokkinn öllum rétti í því og öllum á- Togarasjomaður skrifar um það Þegar múllinn smokkaðisf framkvi EG hef áður leitt getur að iþvá að Kommúnistaflokk- urinn hafi mýlt framkvæmda- stjóra sinn, hinn velþekkta Egg ert Þorbjarnarson, og þannig íorðað flokknum frá áframhald andi fylgistapi á meðal sjó- manna út af óþrifaskrifum hans um Sjómannafélag^ Reykjavík- ur og Sigurjón Á. Ölafsson. Þessi múlbinding flokksins á framkvæmdastjóranum er ef- laust skynsamlegasta ráðstöfun in, sem Kommúni'staflokkurinn hefir gert á lífsleiðinni og alveg sérstaklega nauðsynleg ráðstöf- un, eftir að Hákonar bomban, sem ríða átti Sjómannafélaginu að fullu, sprakk í höndum kom múnista sjálfra, með þeim hörm ungarafleiðingum fyrir þá, sem alkunnugt er á meðal sjómanna. Þessa dagana er mikið að snú ast hjá kommúnistum. Þeir eru í náinni samvinnu við kaup- menn bæjarins að frelsa KRON úr klóm Framsóknarflokksins og stofna til hinnar alþekktu einingar í félaginu. Alþýðan í bænum hefur reynzt heldur svifasein að átta sig á þessari nýjustu einingu og ef satt skal segja brást hún misjafnlega við. í öllu þessu ysi og umstangi hef ur múllinn smokkazt fram af framkvæmdastjóranum og ekki þurfti lengi að bíða eftir árangr inum. Framkvæmdastjórinn breiðir sameiningarvængi sína að vanda yfir okkur sjómenn- ina og samtök okkar með eftir farandi ummælum: „Sósíalistaflokkurinn myndi aldrei samþykkja, að hvorki ég eða aðrir flokksmenn, er hlut eiga að máli,- hyrfu frá barátt- unni fyrir því að létta oki Al- þýðublaðsklíkunnar af Sjó- mannafélagi Reykjavíkur.11 Og ,,Honum væri holt að íhuga að verkalýðurinn hefur sótt sterk- ara vígi í hendur Alþýðublaðs- klíkunnar en Sjómannafélag- Reykjavíkur.“ „Meðal sjó- manna er sú spurning að verða æ almennari, bverskonar félag S j óman n aí'ólag Reykijiavíkur sé orðið“, hvort Iþað ,,:sié sá kraft ur, sem sé þess megnugt að vernda meðlimi siína.“ Og enn segir framkvæmda- stjórinn: ,,Þó að verkalýðsfélögin hafi í heild losnað úr álögum Alþýðu flokksins, eru til nokkur félög, sem hafa ekki tekið'skrefið. Hið helzta þesisara er einmitt 'Sjó- mannafélag Reykjavíkur“. „Ál- þýðublaðsklíkan rær nú lífróð- ur til þess að. Sjómannafélagið fylgist ekki með þróun verka- lýðssamtakanna í heild.“ ,,Hún þorjr ekki að innleiða lýðræði í félagið, því að hún veit að þá yrði hin fúna forysta ekki lengi við völd. Þó að mörg hundruð rnanns í flotanum vildu stilla upp sérlista þá mega þeir það ekki.“ „Sjómenn hafa ekki að- eins engan rétt til þess að stilla upp lista eftir vild, heldur er einnig reynt að fyrirbyggja, að þeir geti haft nokkuð að segja um þann eina lista, sem leyfi- legt er að stilla upp.“ „Kosn- ingafyrirkomulagið í Sjómanna félaginu gefur alranga mynd af vilja sjómanna.“ „Staðfesting á því er m. a. kosningaþátttakan og ekki allfá tilfelli, að sjó menn hafa grýtt atkvæðaseðl- um sínum í sjóinn.“ „Áftur- haldsklíkan i Sjómannafélaginu berst hatramlega á móti skipu- lagseflingu samtakanna“. „ — hún byggir ekki völd sín á fylgi starfandi sjómanna.“ Þetta „góðgæti", sem er í Þjóðviljagrein framkvæmda stjórans 13. apríl er aðeins lit- ið sýnishorn aí öllum óþverran- um. Jæja, strákar, eruð þið ekki hrifnir af lýsingunni á félagi ykkar og forystu? Eru ekki fleiri en ég, sem hafa grun um það eftir lestur þessa róg spjalls, að hann Hákon vesling- urinn hafi lítið annað skrifað af oþokkagreinunum marg um ræddu, en nafn sitt? Berið þið saman andann í óþverraskrifun um, sem kennd eru við Hákon og þessa nýjustu einingar grein E. Þ. Þetta er aðeins byrj unin, því E. Þ. heldur áfram í , Þjóðviljanum“ 14 apríl og ræð ir þá m. a. um öryggismálin og harmar að tillögur Jóns Rafns- sonar, sem hann fleygði fram af handa hófi á bak við stjórn Alþýðúsambandsins, en í nafni hennar, skuli ekki hafa verið gerðar að veruleika. Sjálfur er Jón Rafnsson það skynugur að hann er löngu búinn að gefa þessar tillögur sínar upp á bát- inn, sem óframkvæmanlegar vitleysur og vill gjarnan, að þær gleymist eins og fleira. Þá ræðir E. Þ. nokkuð um Falkurriddarann úr Hafnar- firði og öryggismálagæzlu hans í Firðinum en minnist ekki á frammistöðu hans á Húsavík af skiljanlegum ástæðum. E. Þ. segir: „Það er þetta, sem gerir meginmuninn á værð Alþýðublaðsmannanna í Sjó- mannafélagi • Reykjavíkur og hinum hressandi vinnubrögð- um sjómannafélagsformanns- ins í Hafnarfirði, sem Sæmund- ur Ólafsson reyndi að níða með því að nefna hann kyndara11. Munurinn á árangrinum af starfi þessara tveggja forystu- manna, Sigurjóns og Kristjáns Eyfjörð, er m. a. sá að á Reykja víkurskipunum eru allir samn ingar og reglur haldnar og séu á því einhver mistök, kæra sjó menn til Sigurðar Ólafssonar eða Sigurjóns, sem óðar kippa því í lag, sem aflaga fer, en á ha’fnfirzkum skipum eru ýmsir misbrestir á framkvæmd samn- inga og laga og þýðir lítið fyr ir sjómenn að kæra til Krist- jáns Eyfjörð; hann kippir fáu slíku í lag, til þess skortir hann bæði einurð og manndóm. En hjvenær varð það míðisyrði að vera kyndari? Þar, sem ég hefi verið á skipum hefur kyndari verið virtur til hrifum á stjórn þess, sýpir, að forsprakkar kommúnista hafa komið lil samstarfsins með rýt inginn í erminni, alráðnir í því, að nota hann við fyrsta tæki- færi, að hætti bófanna. * Heldur Þjóðviljinn máske, að það sé til þess að styrkja stjórn arsamvinnuna eða til þess að að greiða fyrir sókninni að stefnuimiarki, hennar, nýsköpun atvinnulífsihs, að fitja þannig upp á hverju fjandskaparmál inu af öðru við annan samstarfs flokkinn, eins og forsprakkar kommúnista hafa gert allt frá því að stjórnin var mynduð? Ef Þjóðlviiljinn skyldi haOJda það, er hætt við því, að hann verði að læra betur. jafns við" aðra skip verja og svo mun víðast vera. Sé það einhversstaðar niðrandi að vera kyndari hlýtur það að vera í hinu stéttarlausa þjóðfé- lagi í Rússíá. Á laugardaginn þvældist Sæmundur Ólafsson að vanda fyrir formanninum og er engu líkara en að Sæmundur sé orðinn annar Trotzky, svo mjög ofsækja kommúnistar hann; en Sæmundur er þessum skrifum óviðkomandi og læt ég útrætt um hann. E. Þ. iseigir það frumvarp um ör yggiismái isjómanna sem nú ligg ur fyrir, ekki, hafa fenigið nieina viijðunandi aifgreislu á Al- þýðusambandsþinginu í haust Þetta er ví'Sivitandi fölsun hjá E. Þ. Frumvarp þetta, sem að mestu leyti má kenna við Sig- urjön Á. Ólaifsson, var atihuigað gaumgæfilega í þingnefnd á Áliþýðusambandsþinginu í haust. Nefndin gerði um það á- lyktun og mælti með því 1 hví- vetna. Þingið samþykkti ein- róma áskorun á alþingi að gera frumvarpið að lögum. Frum- varpið batnar Mtið þó það liiggi í atKugun hjá Bjarna á Víði- stöðum eða Guðbrandi múrara Auglýsingar, sem birtast eig» f Alþýðublaðinu, verða að v®ra komnar til Ausrlýi- ineraskrifstofuumár i AlþýðuhúsmLi, H /erfisgötu) fyrlr kl. 1 sM kvöIdL eða öðrum úr,„stjórn“ Alþýðu- sambandsins. Það væntir eng- inn neins úr þeirri átt í öryggis málum fremur en öðrum mál- um. Alþýðusambandið er nú gleymd stofnun og verður það sjálfsagt til næstu kosninga til sambandsþings. E. Þ. isegir, að búið sé aó’ dæma ha'fnarfríið af okkur sjó- mönnum. Þetta eru vísvitandi ósannindi og röng túlkun á dómi, gerð í sama tilgangi og hm ranga túlkun kommúnista á stiáltunniuigerðardóiminiuim. Til gangurinn er að skapa ótta og óróa meðal sjómanna í þeirri von • að einhver þeirra villist yf ir til kommúnista. E. Þ. spyr. Bvierniig foringj- arnir vaka yfir niðurröðun Eng Framh. á 6. sáðu. BLAÐASKRIFIN um kosn- | ingarnar í KRON hafa um j margt verið einkennandi fyrir anda og áróður flokkanna. Þannig gat í einni áróðursgrein Þjóðviljans, síðastliðinn laugar dag, að lesa eftirfarandi klausu: „Það er áríðandi fyrir alla al- þýðLi bæjarins að hún geri sér ljósa þá hættu, sem í -því felst fyrir hana, bæði hagsmunalega og pólitískt, ef sundrungaröflunum tekst að eyðileggja KRON, fyrir utan hvað það er mannskemmandi fyrir alþýðuna að verða undir í baráttu við verur, sem eru þann- ig innrættar að þeim 'hæfði bezt að skríða á jkviðnum.“ Hið óþverralega niðurlag þessarar klausu er ágætt dæmi - um hinn andlega skyldleika kommúnista við þýzka nazista, enda er Tíminn ekki lengi að grípa það á lofti. Hann skrifar á þriðjudag- inn: „Þessi tilvitnuðu blaðasikrif lýsa hugsunarhætti, sem er áreiðan- lega framandi öllum meginþorra íslenzkrar alþýðu. Slíkur málflutningur er í ætt við hinar verstu erlendu ofbeldis stefnur og minnir glöggt á fram- ferði nazista, er hafa sér til skemmtunar að láta andstæðinga sína skríða á kviðnum, unz þeir voru orðnir svo sárir, að þeir glátu það ekki lengur. Sá and- legi skyldleiki milli kommúnista og nazista, sem framangreind um mæli bezt lýsa, mætti verða mönn um lærdómsrík sönnun þess hvers konar andstæðing þeir eiga hér í höggi við og hvað mikið hann þor ir að bjóða sér til að æsa upp og afvegaieiða það fólk, sem hefir látið blindast af múgsefjun hans.‘e Já, þeim ferst ritstjórum Þjóðviljans, að vera með vand- lætingarorð um villimennskU' þýzka nazismans, vitandi sjálf ir ekkert annað betra, en að prenta upp andstyggilegasta ó- þverrann úr blöðurn þeirra í sínu eigin blaði. * Önnur klausa birtist í Þjóð- viljanum á miðvikudaginn, sem einnig er ágætt dæmi þess, hvernig það blað vill ræða stefn ur og stjórnmál í landinu. Þessi klausa er svohljóðandi: „Það mun vart á byggðu, bóli finnast ósvífnari lýður en Alþýðtr blaðsklíkan í Reykjavík. Það er sagt um þjófgefna menn að þeir steli öllu steini léttara — og þykir slæmt. Bn Alþýðublaðsklíkunni þykir það ekki nóg. Hún hleypur seirn kunnugt er líka á hrott úr verkalýðshreyfingunni með heil hús úr steini og stáli. En það er sem henni þyki erfitt að Lina sér við þann illa fengna auð. Nú er hún tekin upp á að stela verkum annara manna líka!‘5 Þessa geðslegu athugasemd gerir Þjóðviljinn við ritstjórn- argrein í Alþýðublaðinu þar sem í sambandi við verðhækk- un ísfisksins var vitnað í það skilyrði Alþýðuflokksins fyrir þátttöku í myndun núverandi ríkisstjórnar, áð allt yrði gert til þess, sem unnt væri, að koma í veg fyrir, að kjör hlutarsjó- manna versnuðu. Það er yfir- leitt einkennandi fyrir hugar- far Þjóðviljans og þeirra manna, sem að honum standa, að þeim er miklu tamara að tala og rita á máli bófanna, en stjórnmálamannanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.