Alþýðublaðið - 21.04.1945, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.04.1945, Blaðsíða 8
ALÞYÐUBLAÐIB Laugardagur 21. apríl 1945 iTJARNARBÍÓn Þröngi mega sáttir silja Bráðskemmtileg amerísk gamanmynd. Paulette Goddard Fred MacMurray Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sonur greifans af IVionie CBiristo Jogn Bennett Louis Hayward George Sanders Sýning kl. 3. Sala hefst kl. 11. BÆJABBÍÓ Hafnarfirði Jack London Amerísk stórmynd. Aðalhlutverk: Michael O'Shea Susan Hayward. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184 Bönnuð börnum innan 14 ára ÓÐALSRÉTTURINN Dísa var ríkust og ættgöfug- ust yngismeyja sveitarinnar og margir urðu til þess að biðja hennar, en fengu hryggbrot. Loksins, þegar ungfrúin var orðin smeyk um>, að hún gæti ekki varið meydóm sinn fyrir elli og skemmdum, giftist hún Ólafi nokkrum og var þessi vísa kveðin um þann atburð. „Um sveitir allar flaug sú frétt fáum ljúf að vísu, > að öðlazt hefði óðalsrétt Ólafur á Dísu.“ Hirðir skal hjörð verður. vita, hvað af imm M A U G H A 1» OG SOMERS En þetta var ekki satt. Hún hafði verið þreyjulaus allt kvöld- ið, eins og telpa, sem á að fá að fara á dansleik í fyrsta skipti. Hún gat ekki um annað en hugsað um það, hve kjánalega hún hagaði sér. Og þegar hún var búin að hreinsa af sér leikhúsfarð- ann og dyfta sig og mála á ný, hafði henni ekki líkað útlit sitt. Hún blákkaði augnalokin og strauk svo litinn af aftur. Hún litaði kinnarnar og þurrkaði það lika af sér aftur og tók svo til að nýju með nýja liti. „Hvað eruð hér að gera?“ spurði Eva. „Ég er að revna, hvort ég get ekki gert mig eins og þegar ég var tvítug.“ ' ,„Þér sýnist liklega fljótt álíka gömul og þér eruð, ef þér haldið svona áfram.“ Hún hafði ekki séð hann í kjólfötum fyrr. Hann Ijómaði eins og tungl í tyllingu. Hann var ekki nema meðalmaður á hæð, en sökum þess, hve grannui hann var, virtist hann hærri en hann var i rauninni. Hún tók eftir því, að hann var hálf-feiminn við yfiiiþjóninn; þegar hann pantaði matinn, þrátt fyrir allan heimsmannssvipinn, sem hann reyndi að setja upp. Þau dönsuðu, og hann reyndist ekki dansa sérlega vel. En henni fannst bara gaman að þvi, iþegar honum fataðist. Fólk þekkti hana, og hún sá vel, að honum var það ekkert á móti skapi að njóta b'ka dálítils af aðdáun þess. Ungur maður og ung kona komu að fcorði þeirra og heilsuðu henni. Þegar þau voru farin, spurði hann: „Var þetta ekki Dennorant lávarður og frú hans?“ „Jú. Eg hef þekkt Georg frá siðan hann var í Eton.“ Hann horfði á eftir þeim. „Hún er dóttir Laweston lávarðar. Er það ekki rétt?“ „Það man ég ekki. —- Jæja, er hún það?“ Hún virtist ekki lála sig það miklu skipta. Fáum mínútum síðar -gekk par hjlá ’borði þeirra. „Er þetta ekki Leopard hertogaynja?“ ,,Hver er hún?“ 1 „Manstu ekki eftir storu veizlunni, sem þau héldu á ættar- setrinu í Cheshire núna fyrir nokkrum vikum? Prinsinn af Wales var þar. Það stóð i blöðunum.“ Ó, 'þangað sótti hann vizku sína. Blessað barnið! Hann las um þessi stórmenni i blöðunum og sá þeim i hæstalagi bregða fyrir í leikhúsum og veitingahúsum. Auðvitað var það stórvið- burður i hans augum. Hann átti bara að vita, hve nauðaleiðin- legt þetta fólk var í raun og veru. Þetta saklausa dálæti á fólki, sem oft birtust af myndir í blöðunum, gerði hann ótrúlega barna- legan. Hún virti hann fyrir sér með viðkvæmni og ástúð. „Hefurðu nokkurn tíma áður verið úti að skemmta þér með leikkonu?“ spurði hún. Hann stokkroðnaði. „Aldrei.“ Henni fannst það ganga ranglæti næsl að láta hann borga reikninginn, því að hana grunaði, að það væri ekki minna en vikiullaunin, isem íhann yrði að 'láta af hendi rakma. En hún vissi, að það myndi særa hann, ef hún byðist til þess að borga. Hún spurði eins og af tilviljun, hvað klukkan væri. Hann ósjálfrátt á úlnliðinn á sér. „Ég gleymdi úrinu mínu heima.“ Hún vírti hann fyrir sér. „Veðsettirðu það?“ Hann roðnaði aflur. „Nei Ég flýtti mér bara svo mikið, þegar ég hafði fataskipti í kvöld.“ leit _ NÝJA BiÓ Á útleið (“Between two Worlds”) Stórmynd eftir hinu fræga leikriti. Aðalhl-utverkin leika: Paul Henreid Fay Emerson John Garfield Sýnd kl. 4, 6.30 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. GAMLA BÍÓ (Sunday Punch) William Lundigan, « Jean Rogers, J. Carrol Naish. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 Hún þurfti ekki annað en lita á hálshnýtið til þess að sjá, að þetta var ekk' satt. Hann skrökvaði að henni. Hún vissi upp á sina tiu fingur, að hann hafði veðsett úrið til þess að geta boðið henni í þennan náttverð. Henni fannst vera kökkur i hálsinum á sér. Hún hefði getað faðmað hann að sér og kysst bláu augun hans þarna í allra augsýn. Hún dáðist að honum. „Við skulum fara,“ sagði hún. Þau héldu heim i heihergið hans við Tavistock-torg. Frændi gamli að fara að koma með unga og óreynda stelpu inn á heimilið, væri bezt að einhver önnur tæki að sér húshaldið en hún. Hún kvaðst ekki vilja hlíta stjórn annarra og ónotum. Sömu- leiðis tautaði hún eitthvað um það, hversu andstyggilegt það væri að búa í svona gömlu húsi, þar sem mýsnar væru niðri í hverri kirnu, sökum þess, að ekki væri hægt að hafa kattargrey innan veggja. Jómfrúin sagði, að gamli maðurinn hefði gott af að sjá, hvort nokkur vildi vera hjá honum stundinni lengur. — Það var ekki sjaldan sem hún kvartaði undan músun- um og rottuganginum, enda þótt Papper gamli hefði aldrei orðið þeirra var. Reyndar hélt hann, að' eldhúsið væri eitt samfellt músagreni, eftir lýsingu jómfrúarinnar að dærpa, en sjálfur bom hann aldrei inn fyrir eldhúsdyrnar. Gamla manninum leiddist mjög, er jómfrúin hótaði að fara á brott með allt sitt dót. En þegar kerla sá, að ekki var hægt að breyta ákvörðun gamla mannsins en hann lof- aði henni því, að kaup hennar skyldi verða tvöfallt og eng- inn skyldi ráða á heimilinu nema hún ein, lét hún til leiðast að vera kyrr og fara hvergi. Svo var það dag nokkurn, að lítil stúlka föl 1 andliti og alvaríeg á svip situr úti við gluggann í dagstofu Pappers. Þetta var Adela. Dagstöfan í ihúsi Pappers h’afði verið lítið notuð hin síðari ár. Gamli maðurinn hélt sig mestmegnis inni í skrif- stofu sinni. Og nú hafði verið ákveðið, að Adela skyldi hafa. dagstofuna til umráða. IT WAS SWEU. op VOU 70 ASK MS 1Ö VOUR WOME, CHET...IS IT FAR? HO,'SIR~BOV, MOM WÍL-L SE TICKLED TO SEE US-YOU'LL UKÍS M£f?f , *SILVEH WIMGS" -i ^ ■ ssjovoujnteed roa asjsmmmcff APPtYKEAREST j /usf.RtcrdiíTWGswna! IT'S KTND OF TOUGM GOING AWAY---YOU ' DAD---WELL.MOM’S WIDOVV/ WlTH ME LEAVING' SHE'tX ONLVWAVE TOMMY—TH AT'S THl K!D BROTWERÍ fíU T'.j f GUESS SHE KNOWS'' WEAE au got to, prrewiN__AertEAsr; SHEMASTOMMy «r--«OMEi suRE-Btrr , HE'S PEEVED í *CAOSE HB CANTC0M8 WlWMBf ^ MERE WE A(?E/ THAT'S TME HOÚSE._SOy/ MOM KNOWS WE'RE COMING- JUST SMELl.” TWOSE PIES--LETS go, CAPTAIN/ f S^L MYNDA- 8 AG A ÖRN: „Ég cr þér rnjög þakklát ur fyrir að hafa boðið mér hieiim titl Iþín. Er það laignt ihéð an?“ CHESTER: „Nei, herra. Mamma verður áreiðanlega glöð fyrir því að sjá okkur. Ég veit að þú verður hrifinn af henni. — Skilurðu? Ég er að fara burtu — og pabbi, sjáðu, mamma er ekkja og þegar ég fer, þá verður hún ein. Bara Tommi er heima, það er litli bróðir minn”. ÖRN: „Hún skilur vist að við höfum allir skyldum að gegna. Hún hefur Tomma sinn.“ CHESTER: „Já, en hann er al veg óður af því að hann fær ekki að fara með mérí — Jæja, nú erum við komnir heim. Þarna1 er húsið. Mamma veit að við erum að koma. Finnurðu steikaraliktina? Við skulum læðast inn höfuðsmað ur.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.