Alþýðublaðið - 18.05.1945, Page 6
*_______*______________________ AI>YÐiIBLADID
Efetudagur 18. maí 1&45.
Rússar á Borgundarhólmi.
Fregnirnar una það, að Rússar hafi gengið á land á Borgundar-
hólmi, sem er aústast hinna dönsku eyja, austanvert við Suður-
Svíþjóð, og séu stöðugt að auka lið sitt þar, þó Þjóðverjar séu
að mestu farnir af eyjunni og þeir, spm eftir eru fangar, vekur
mikla athygli. Borgundarhólmur er eyjan, sem sést á kortinu
suður af Svíþjóð, yst til hægri.
Barátta Frakka við hungurvofuna
Dauði Mósesar
Framh. af. 5. síðu
stíur, — aðra heima við bæinn,
en hina falda inni í skógi. Og
þegar Þjóðverjarnir sendu eftir
litsmenn sína bæ frá bæ, ráku
bændurnir sumt af nautpen-
ingnum eftir leynistígum inn í
akóg eða á aðrar fáfarnar slóðir.
Jafnan hefur verið mikið um
kaninurækt í Frakklandi. En
meðian é heamáminu stóð, „fæíkk
aði“ þeim ótrúlega mikið. Kan-
inur eru frjósöm dýr, þurfa. litla
umönnun og eru ekki matvand-
ar, — síður en svo. En fyrst og
fremst er auðvelt að fela þær,
Eftir stríðið ættu Frakkár að
minnast kanínanna með hlý-
Ieika. — Þær vtoru ekki erfiðar
viðfangs á hernámsárunum. — ,
Þannig tókst frönskum bænd (
um, með kænsku, hugrekki og
erfiði, að bæta úr hungri þjóð-
arinnar og erfiðleikum af völd-
um Þjóðverja. En þetta er þó
ekki nema hálfsögð sagan, —
og tæplega það. Öllu erfiðara
var að skipuleggja á leynilegan
hátt örugga og réttláta úthlut-
un á hinni leynilegu fram-
leiðslu.
*
4
Heildsalar og smásalar skiptu
með sér verkum, — og söluað-
ferðirnar voru tvennskonar:
annarsvegar hin „löglega" *og
frjálsa, — hinsvegar leynileg
sala og dauðasök ef upp komst.
Kinn ólðglega varning fluttu
bændur frá sveitaþorpunum
með því móti að yfirhlaða flutn
ingavagnana og auk þess flytja
hann með járnbrautarlestum
eftir því sem við varð komið.
Samvinna var höfð við föður-
landsvini, sem unnu við járn-
brautirnar. — Og ekki má
gleyma því að næturmyrkrið
var notað eins og ihægt var.
Úthlutunin á hinum óleyfi-
lega varningi til neytendanna
fór svo fram með náinni sam-
vinnu margra fjöldskyldna.
Kaupmenn og slátrar, t. d., sem
táku þáitt í þessaæi leynistarf-
semi, sendu menn sína til þess
að aðstoða bændurna og fjöl-
skyldluimar í skiptinigunaii. —
Afhendingar fóru oftast fram
eftir að skyggja tók, — eða þeg
ar flestum þótti bezt henta.'
Anðvitað var þetta það sem
venjulega er kallað „svartur
markaður“. En í augum Frakk
var þetta nauðsyn, — Þetta var
föðurlandsást af þvá tagi, sem
ekki er hægt að álasa fyrir. Fyr
irkom/uilag það, sem (hór hefur
verið minnzt á, dugði þó ekki
ncma í frekar smáum stíl. Oft
varð neytandinn að sækja sjálf
ur það sem hann keypti af fram
leiðandanum; fór þá gangandi
eða hjólandi upp í sveit. Þeir
sem fóru á hjóli, komust aftur
til borgarinnar eftir að myrkur
var skollið á; — með töskurnar
úttroðnar af óleyfilegúm mat.
Þó var meira spennandi að fara
með jérnbrautarlest; og
gera matarkaup. Fjöldinn allur
varð uppvís að verknaðinum,
— en Þjóðverjarnir höfðu ekki
nógu marga eftirlitsmenn til
þess að kom upp um megin-
þorra manna, sem gengu á snið
við fyrirmæli þeirra, hvað
þetta snerti eins og fleira. Þeg
ar fram liðu stundir urðu þeir
þýzku líka dauðuppgefnir á því
að hnýsast ofan í farangur veg-
fiamnda oig haettu því að
rniklu leyti sumstaðar í land-
inu.
*
Einu sinni sagði Parísarbúi
mér þá sögu, að hann hefði eitt
sinn komið að þýzkum varð-
manni, en haldið á tveim stór-
um töskum úttroðnum af mat-
vælum og sá þýzki spurt heldur
en ekki tortrygginn, hvað í
töskunum væri.
„O, — ætli það séu ekki mat-
væli?“ sagðist Parísarbúinn
hafa sagt. Þjóðverjinn skelli-
hló, — og Parísarbúinn líka.
Síðan hélt sá síðarnefndi leiðar
sinnar óhindrað.
Frti. á 7. síðu.
Framhald af 4 sáðu.
ir að (hafa valið sér eftirmann.
Ávallt hafa menn (harmað það,
að Móse skyldi deyja undir
þessum kringumstæðum. En —
var það ekki bezt fyrir hann,
þegar á allt er litið? Hann var
búinn að vinna sitt verk, en
ógurlegt verkefni var eftir, það
að sigra „alla konunga Kanaans
lands“- Herforinginn Jósúa,
sem frá barnæsku hafði verið
hermaður, meira að segja einn
sá fyrsti, sem sendur var fjöru-
tiu árum áður til „að kanna
landið“, var vafalaust betur til
þess fallinn að standa í þeirri
baráttu sem eftir var en sjálfur
Móses, sem nú var kominn á
gamals aldur.
Og nú í dag harma menn hin
sömu örlög Roosevelts. Hann.
Ihafði leitt þjóðirnar að landa-
mærum „hins nýja heims“.
Hann hafði séð inn í „hið fyrir-
heiitna land“, sem hann var að
leita að og eftir að harm hafði,
„blessað“ þjóðirnar, sem berj-
ast fyrir frelsi og friði, og kvatt
þær saman á ráðstefnu til þess
að leggja hornsteina hins „nýja
heims“ dó hann einn — aleinn
á hátindi frægðar sinnar. Var
ekki forsjónin þeirp báðum jafn
miskunnsöm?
*
í síðasta kapitula siðustu
Mósebókar segir:
„Og ísraelsmenn grétu Móse
á Móabsheiðum í þrjátíu daga.
Þá enduðu sorgargrátsdagarnir
eftir Móse“- — Mánaðarsorg
var fyrinsikipuð meðai ísraels-
manna í tilefni af dauða hans.
í fréttum frá 13. apríl segir, að
í tilefni af andláti Roosevelts
hafi Eisenhower hershöfðingi
fyrirskipað mánaðarsorg í herj
um þeim, sem 'hann stjórnar.“
Það eru allir herir Engilsaxa
sem nú berjast í Evrópu að ítal
íu-vígstöðvunum undanteknum.
Sorgardagar beggja þjóðanna
urðu jafnmargir.
*
„Mér var það ljóst, síðast er
ég sá forsetann, að kraftar hans
voru að þrotum komnir,“ sagði
Winston Ohurchill í ræðu sinni
um Roosevelt i brezka þinginu
hinn 17- apríl s. 1. Vafalaust hef
ur Roosevelt einnig verið þetta
Ijóst ekki s'ízt er hann hafði
reynt það á Krímráðstefnunni,
að (hugsjónir hans um frið og
frelsi þjóðanna áttu síður en
svo formælendur í hinum rúss-
nesku leiðtogum. Hann hlaut
að sjá að „síðasta orrustan“ var
eftir. Hann hefur vitað að
„Jósúa“ hlaut að taka við, og
að það hlaut að koma í (hans
hlut að taka landið „til eignar“
fyrir ísraelslýð. „Förin yfir
Jórdan“ var eftir og eins var
eftir að vinna „Jerikó“. Orrust
an um þá „borg“ jer ékiki byrjuð
enn, og „Jósúa“ á eftir að sigra
„alla kohamga Kanaanslands“
„þrjátíu og einn að tölu,“ eins
og segir í Jósúabók. En ísraels-
menn létu éklíi 'hugfallast þó
Móse félli f.rá og þó ,yeJdki risi
framair upp í íisral anner eins spá
maður og Möse“: (Þeir ffyllktu sér
undir forustu Jósúa hins mikla
herforingja og trygga vinar
Móse og undir forustu hans
stigu þeir inn i hið „fyrirheitna
land“, og stofnuðu til fulls ríki
það, sem Guð þeirra hafði boð-
ið þeim. Svo mun og verða nú.
Fráfall Roosevelts mun fram-
kalla hjó Hínum frjálsu þjóðum
meiri samtök, meiri einijigu og
meiri djarfhug en nokkru sinni
fyrr. Forvígisnienn þeirra munu
fylgja fyrirmælunum sem Móse
gaf Jósúa, þeím, að vera „hug-
hraustur og öruggur og breyta
eftir öllu lögmálinu“ — vikja
í engu af braut frelsis og rétt-
lætis, — eða eins og Móse orð-
aði það svo meistaralega með
vora tíma fyrir augum er hann
sagði: „VÍk eisgi -frá ,þvi hvortki
til hægri né vinstri". (Jósúab.
1, 7).
Forustuna fyrir hinum
„frjálsu“ þjóðum tekur nú, um
stund a. m. k., hinn fomi vin-
ur og samherji Roosevelts,
Winston Churchill. Hann er ber
sýnilega „Jósúa“ þessa tímabils
enda margt líkt með þeim, eigi
síður en með hinum tveimur.
í hans hlut kemur að stjórna
förinni yfir „Jórdan“, og hinu
mikla áhlaupi á „Jerikó“, en
fyrr en sú „borg“ hefur verið
unnin tekst ekki ísraelsmönn-
um nútímans, „að leggja undir
sig hið fyrirheitna land“ — þ-
e. að skapa frið, öryggi, frelsi
og réttlæti á jörð vorri, en það
er það hlutverk, sem þeim * önd
verðu var falið, er um þa var
sagt, „að af þeim skyldu allar
þjóðir jarðarinnar blessun
hljóta.“
í þessu samibandi er það bæði
einkennilegt og vert hinnar
fyllstu athygli, að svo er sem
Churchill hafi órað fyrir þessu
alla tíð síðan 1911. í smáriti
einu, sem ég hef í höndum og
sem heitir: „This Cause We
Serve“, er smágrein um Churc
hill og fer partur af henni hér
á eftir í lauslegri þýðingu:
Þar segir svo:
„Churchill hefur hvað eftir
annað lýst þvi ýfir opinberlega
að Biblian hafi oft orðið honum
uppspretta þreks og inriblást-
úrs. í einni bók sinni „The
World Crisis“, segir hann frá
einu sldku atviki, sem gaf hon-
um styrk í miklu hugarstríði:
Hann segir sjálfur svo ffá:
„í október 1911 gerði Asquith
(þáverandi forsætisr'áðherra
Breta) mér orð að finna sig í
Skotlandi. Daginn eftir að ég
kom spurði hann mig hivort ég
vildi taka að mér embætti flota
málaráðherra- Hugur minn var
þá upptekinn af umhugsuninni
um yfirvofandi ófrið og því sam
þykkti ég glaður tilboð hans
þegar í stað.
Þegar ég fór að hátta um
kvöldið sá ég stóra Biblíu liggja
á borðinu í svefnherbergi mínu.
Ekkert komst fyrir í huga mín-
um, annað en hugsuniri um þá ’
miklu breytingu, sem orðin var
nú á lífsstöðu minni og þau
trúnaðarstörf, sem mér höfðu
nú verið faiin.
Ég hugsaði um þann háska,
sem Bretland var statt í, frið-
elskandi þjóð en gálaus og illa
útbúin; og ég hugsaði um þrótt
Bretlands, og þá höfuðdyggð,
sem það ávallt hefur viljað
vinna fyrir, að sýna í öllu rétt-
sýni og 'hreinskilni.
Ég hugsaði um voldugt Þýzka
!land, sem gnæfði nú himinhátt
með heimsveldisdrauma sína
og horfði með kaldri fyrirlitn-
ingu niður á aðrar þjóðir með-
an það gerði nákvæmar áætlan
ir um hvernig skyldi að þvi
farið að leggja þær undir yfir-
úáð sín.
Ég hugsaði um hin mörgu her
fylki, sem ég hafði séð líða á-
fram eins og bylgjur við heræf-
ingarnar miklu í Breslau 1907,
og um allar þær þúsundir hesta
og hervagna og hermanna með
fram öllum vegum og stiigum um
hverfis Wurzburg 1910- Eg hugs
aði um hina miklu framleiðslu
getu Þjóðverja og hina full-
komnu tækni þeirra á öllum
sviðum, um hina miklu sigra
þeirra á sviði vísinda og heim-
speki, og ég sá fyrir mér leift-
urstríð þeirra og sigursæld í ó-
friði þeim sem háður mundi
verða. Ég tók Bihlíuna og opn-
aði hana af hendingu. Ég hitti
á 5. Mósebók og las þar:
V
hvítar og misleitar
fyrirliggjandi.
I. Þorláksson
& Norðmann
Bankastr. 11 Simi 1280.
„Heyr ísrael! Þú fer nú í dag
yfir Jórdan til þess að leggja
undir þig þjóðir, sem eru stærri
og voldugri en þú ert, stórar
borgir og víggirtar hátt í loft
upp, stórt og hávaxið fólk, Ana
kitana, sem þú þekkir og hefur
sjálfur heyrt sagt um: Hver fær
staðizt fyrir Anaks sonum?
Vit það þvi nú, að það er
Jahve, Guð þinn, er fyrir þér
fer sem eyðandi eldur; hann
mun eyða þeim og leggja þær
að velli fyrir augliti þínu, svo
að þú skjótlega getur rekið þær
burt og gjörbreytt þeim, eins
og Guð hefur heitið þér.“ (5.
Mósebók 9,1—4).
Ég efaði ekki að þetta væri.
boðskapur til mín og hann veitti
mér fullvissu um, hverníg allt
mundi fara.“
Þetta voru orð Churchills í
lauslegri þýðingu. Þetta gerðist
1911. Margt hefur skeð síðan
og allt hefur það bent í eina
átt. Vald og vegur hins engil-
saxneska kynstofns hefur aldrei
verið meiri en nú. Hvort trúir
hann því þá, að Guð hafi „far-
ið fyrir“ honum?,
Churchill varð ekki fyrir von-
brigðum og nú er svo komið að
hann verður einn að taka að sér
forustuna eins og Jósúa er Móse
féll frá- Hann má vita, að það
sam eftir er, er jiafn örðuigt —
eða e. t. v. örðugra en það, sem
liðið er. Hann má vita, að hann
hefur ekki verið þjálfaður í
hverri eldrauninni af annarri
til einskis.
Senn lýkur förinni yfir „Jór-
dan“ en þá hefst orrustan um
„Jerikó“-
Það er rétt að enda þessar
■hugleiðingar með þessari sögu
úr Jósúabók, ‘sem gerðist rétt
áður en orrusta hans um Jeríkó
borg hófst:
„Það bar til er Jósúa var
staddur hjá Jeríkó, að hann leit
upp og sá, hvar maður stóð
gegnt honum með brugðnu
sverði í hendi. Jósúa gekk til
hans og sagði. við hann: Hvort
ert þú vor maður eða af óvin-
um vorum?
Hann svaraði: Nei! ég er for-
ingi fyrir hersveit Drottins, nú
er ég kominn.“
HVAÐ SEGJAHIN BLÖÐIN?
Frh. af 4. síðu.
að hundrað þúsund krónum. Rýrn
unin kvað vera 11% í matvöru-
deildinni og eitthvað um 10% á
vefnaðai’vörunni, og af henni er
þó ekkert etið.“
Þannig segir Siglfirðingur frá,
og spyr síðan:
„En hvað er orðið af hinum vant
andi vörum, munu menn spyrja.
Engum manni með óbrjálaða dóm
greind, mun koma til hugar að
væna starfsfólk félagsins um það,
að það hafi stolið vörum þessum.
Hitt mun sönnu nær, að það sé um
stórfelldax- misfellur í bókfærzlu
og reikningshaldi félagsins að
ræða. Vörurnar hafa aldrei horfið
niema úr reikningshaldinu, enda
er það talað nú í dag, að nokkuð
af þeim sé fundið. En hverjum er
þá um þetta ólag að kenna?“
Já, hverju skyldu hinir vísu,
kommúnistisku feður kaupfé-
lagsins svara því?
i