Alþýðublaðið - 08.06.1945, Page 7

Alþýðublaðið - 08.06.1945, Page 7
Fösíudaginn 8. júní 1945 ALÉtYÐUBLAÐIP Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sfmi 5030. NæturvÖrður er í Lyfjabúðinni Iðunni. Næturakstur , annast B. S. í. sími 1540. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 19.25 Hljómplötur; Harmóniku- lög. 20.00 Fréttir. 20.25 Útvarpssagan: „Herragarð- saga“ eftir Selmu Lagerlöf; þýð. Björns Jónssonar (H. Hjv.). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Ungversk þjóðlög, útsett af Kassmeyer. 21.15 Erindi: Enn um skólamál sveitanna (Stefán Jónsson námsstjóri). 21.35 Hljómplötur: Frægir söng- menn. 22.00 Fréttir. 22.05 Symfóníutónleikar (plötur) „Föðurland mitt“ eftir Smetana. 23.30 Dagskrárlok. Skipafréttir.. ... .... Helgafell kom til Reykjavíkur í gærmorgun úr Englandsferð, enn fremur kom Rifsnesið síðdegis í gær frá Englandi. Tryggvi gamli og Sindri fóru báðir héðan á veið ar um miðjan dag í gasr. Happdrætti Háskóla íslands Dregið verður í 4. flokki á mánu dag, 11. júní kl. 1. Athygli skal vakin á því, að skrifstofum og verzlunum er lokað á hádegi á morgun. Því eru síðustu forvöð að endurnýja í dag og til hádeg- is á morgun. Menn ættu að endur- nýja sem fyrst í dag, til þess að forðast ösina í fyrramálið. Bifreiðaskoðunin í dag, föstudaginn 8. júní, ber eigendum og umráðamönnum bif reiða þeirra, sem hafa skráningar númerin R 2601—2700 að koma með bifreiðarnar til skoðunar. „Sólsklnsdeildin" fer í söngför fil Norður- og Auslurlands. A MORGUN leggur bama- kórinn ,,Sólskinsdeildin“ af stað í söngför út um land. Er ferðinni heitið til Norður- og Austurlands og mun kórinn syngja á um 20 stöðum í ferð- inni. Er þetta fjórða langferð, sem Sólskimdeildin fer um landið, og hafa hörnin á undanförnum árum heimsótt fjölmarga staði, og má heita svo, að kórinn hafi farið um allt landið, nema Vestfirði, en þangað hefur hann ekki komizt enn þá- Ferð þessi er í senn söngför og skemmtiför fyrir börnin, þvi skoðaðir verða ýmsir fagrir stað ir á leiðinni. Lagt verður af stað kl. 2 e. h- á morgun til Aýraness og þar heldur kórinn fyrstu söng- skemmtun sína á laugardags- kvöldið. Á sunnudaginn verður haldið norður í bifreið, sem siðar mun aka með börnin það sem eftir er ferðarinnar. Kór- inn mun syngja m. a. á þessum stöðum: Hvammstanga, Blönd- ósi, Akureyri, Eskifirði, Reyð-a arfirði, Fáskrúðsfirði, Norð- firði, Vopnafirði, Seyðisfirði og víðar. í ferðinni verða 28 börn úr kórnum og auk þeirra söngstjór i.nn, Guðjón Bjarnason. Ferðalag þetta er börnunum algerlega að 'kostnaðarlausu, og greiðir sjóður kórsins . allan kostnað við förina. Hinum almenna kirkjufundi og aðálfundi Presta félags íslands, sem ráðgert var að halda á Akureyri dagana 8.—10. júlí n. k. og þegar hafa verið boð- aðir, er af ófyrirséðum ástæðum frestað. Verða þessir fundir haldn- ir 9,—11. septémber n. k. á sama Stað og með sömu .starfsskrá. nni frá Viðskiptaráði og Nýbyggingarréði. Samkvæmt verzlunarsamningum, er gerðir hafa verið við Svíþjóð, er gert ráð fyrir að eftirtaldar vörur fáist út- fluttar þaðan, innan ákveðinna takmarka, á þessu ári: - Pappír, pappi, hrájárn og stál, fittings, handverkfæri og áhöld, hnífar og skæri, rakvélar og rakblöð, kulu- og keflalegur, bátamótorar, varahlutir í sænska bátamótora, vélaverkfæri, timbur, jarðyrkjuvélar, skilvindur og strokk- ar, saumavélar, prjónavélar með varahlutum, kæli- og ís- skápar, þvotta- og strauvélar, lýsisskilvindur, rafmagnsafl- stöðvar, rafmagnsmótorar með tilheyrandi rafbúnaði, raf- magnsheimilistæki (hitunartæki,' straujárn, ryksugur, brauðristar), reiðhjól, reiðhjólahlutir, skip (þar með táldir Dieseltogarar), fiskibátar með útþúnaði, mælitæki, byssur, haglaskot. Umsóknum um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir ofangreindum vörum óskast skilað í skrifstofu Viðskipta- ráðs fyrir 15. þ. m., nema umsóknum um skip, báta og önn- ur framleiðslutæki, þeim skal skilað til skrifstofu Nýbygg- ingarráðs fyrir sama tíma, Reykjavík, 7. júní 1945- Viðskáptarád. Nýbyggingarráð. " Framfarir á Norðfirði. Frh. af 6. síSu. mikið sagt: Er málið þó nú komið á bann rekspöl, að úr þvá verður skorið allra næstu daga. SAFVEITAN Þá vil ég skýra frá því, að rafveita kaupstaðarins er orðin allt cf lítil.. Hefur nú verið á- kveðið að stækka hana og hef- ur alþingi veitt ríkisábyrgð á fé til franlkvæmdanna, eða allt að 750 bústyidum króna. Tel ég að þegar hin nýja rafveita er komin til framkvæmda, þá sé langleiðis séð fyrir þörfum bæjarins, bó að hann vaxi að dllmiklum mun. í sambandi við þetta á að breyta straumnum í riðstraum og verður þá raf- magnið ieitt háspennt til að minnsta kosti tveggja spenni- stöðva, sem verða sín í hvorum hluta bæjarins. Allmikill ábugi er fyrir því, áð nota rafmagn til suðu, og hefur það meðal annars rekið á eftir þessum framkvæmdum." Kjörbréf forsetans. Frh. af 2. síðu. Um leið og ég veiti kjörbréfi þessu móttöku vil ég votta yður þakkir fyrir þau árnaðarorð, sem þér mæltuð til mín. Svo árna ég hæstarétti heilla.“ Að svo mæltu kvgddi forseti íslands með handabandi hæsta- réttardómarana, ráðherrana, hæstaréttarritara og blaðamenn — og var. athöfninni með því lokið. KR vaon 2. fl. mofið IFYRRAKVÖLD lauk annars flokksmótinu. 'Úrslit urðu þau að KR vann mótið með 6 stigum. Valur hlaut 4 stig, Fram 2 stig og Víkingur ekk- ert stig. Félagslíl. Síðuferð Ferðalélagsins 20. júní. Ferðafélag íslands r-áð- gerir að fara 4 daga skemmti ferð austur á Síðu og Fljóts- hverfi og verður ekið um endilanga Skaftafellssýslu með viðkomu á merkustu stöðum. Á heimleið líklegs komið í Fljótshlíðina. Á- skriftarlisti líggur frammi í skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5 VALUR. Sjálfboðaliðsvinna við Vals- skálann um helgina. Lagt af stað frá Arnarhvoli kl. 2 á laugardag. • Skíðanefndin. SKÍÐADEILDIN. Sjáliboðaliðsvinna á Kol- viðarhóli um helgina. Farið upp eftir kl. 2 á laugardag. Tilkynnið þátttöku í síma 3811 kl. 8 30—9 30 í kVöld. Okkar elskuleg eiginkona, dóttir og systir, Gsiðrún Bergsveinsdóttir, andaðist í Landsspítalanum, 7. júm. Jón Halldórsson. Guðrún Jóhannsdóttir, Bergsveinn Jónsson, Guðbjörg og Ingibjörg Bergsveinsdætur. Það tilkynnist hér með, að sonur okkar og bróðir, Einar Ásvald Ingifoergsson, andaðist þriðj'udaginn 5. þ. m. í Landsspítalanum. Jarðáð verður þriðjudaginn 12. þ. m. klukkan 2 e. h. frá Fríkirkjunni. fhíí' Ingibergur Jónsson, Málfríður Jónsdóttir og systkini. Með því að dregið verður í happdrætti V. R. þann 17. júní, eru þeir meðlimir félagsins, er fengið hafa happdrættis- miða til sölu og ekki hafa þegar gert upp, vinsamlegast beðnir um að gera skil í skrifstofu félagsins, Vonarstræti 4, ekki seinna en mánudaginn 11. þ. m. Vilji menn heldur að uppgjörs sé vitjað til þeirra, skal það tilkynnt í síma 5293 HAPPDRÆTT8SNEFNDIN. BERKLAVÖRN: Félagsfundur verður haldinn í kvöld klukkan 8.30 í samkomusal Al- þýðubrauðgerðarinnar við Vitastíg. Á fundinum fer fram kosning fulltrúa á landsfúnd S.Í.B.S., sem haldinn verður að Reykjalundi, 9.—10. þ. m. Félagar, fjölmennið og mætið réttstundis. í STJÓRNIN. er lokuð frá hádegi x dag vegna jarðarfarar. GEIR THORSTEINSSON. Náffúrulækningaféiags íslands til ágóða fyrir heilsuhælissjóð félagsins verður á sunnu- daginn kemur, 10. júní. Óskað eftir börmun og unglingtmi til þess að selja merki. GOÐ SÖLULAUN. Merkjanna sé vitjað fyrir klukkan 7 á föstudag í Verzlun Matthildar Bjömsdóttur, Laugaveg 34, á Bárugötu 10, neðri hæð, og á Kárastíg 12. FJÁRSÖFNUNARNEFNDIN.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.