Alþýðublaðið - 28.06.1945, Síða 4

Alþýðublaðið - 28.06.1945, Síða 4
ALÞYÐUBLAÐiP Fmwntudagw 28. júní 194& ■Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Biístjóri: Stefán Pétursson. Símar: Ritstjóra: 4901 og 4902 Afgreiðsla: 4900 og 4906 Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Verð í iausasölu: 40 aurar Alþýðuprentsmiðjan. Hið ný|a þjfóabamla- lag. HINNI sögulegu ráðstefnu í San Franciseo er nú lokið og hið nýja þjóðabandalag hef- ur verið stöfnað; nefnist það „Hinar sameinuðu þjóðir“. Sátt máli þess, eða lög og .reglur, var undirritaður af fulltrúuim finaxntm þjóða í San Francisco í fyrradag, en formlega gengur sáttmálinn ekki í gildi fyrr en tuttugu og átta þjóðir, þar á meðal stórveldin fimm, hafa staðfest hann. , Stofnun hins nýja þjóðabanda lags er stór viðburður í sögu mannkynsins, þvi að fyrst og fremst á valdi þess og einingu eru vonirnar byggðar um það, að styrjöldin, sem nú er nýlok ið í Evxópu og væntanlega verð ur einnig lokið innan skamms austur í Asíu, megi verða hin síðasta, svo að þjóðirnar fái loksins að njóta varanlegs frið ar. Tilgangur hins*nýja þjóða- bandalags er, eins og hins gamla, að sjálfsögðu fyrst og fremst þessi: að tryggja friðinn og jafna deilur þjóða í milli., en því næst, að efla saimstarf þeirra á grundívelli fullkomins sjálfstæðis og sjálfsákvörðunar réttar þó um öll innri mál. * Ýmsum kann að virðast svo sem reynsla hins gamla þjóða- bandalags, sem stofnað var upp úr fyrri heimsstyrjöldinni, gefi litlar vonir um það, að hið nýja reynist til lengdar þeim mikla vanda vaxið, sem þvi er á herð ar lagður. En mikinn mun ætti það þó að geta gert, að i hinu nýja þjóðabandalagi taka þátt frá upphafi tvö af mestu stór- veldum heimsins, sem vantaði í það gamla, Bandaríkin og Rússland (Rússland að visu ekki s'iðustu fimm árin fyrir stríðið). Það er grundva'llarað- stöðumunur í því vahdasama starfi að setja niður deilur þjóðanna og vernda friðinn. Hitt er áhyggjuefni, að 'i sátt mála hins nýja þjóðahandalags er frá upphafi. einn ískyggileg- ur brestur. Bandalagið getur samikvæmt sáttmála sínum ekki beitt vopnavaldi til þess að stöðva yfirgang og ágengni, jafnvel vopnaða árás eins rík- is á annað, nema því aðeins að öll stórveldin fimm, sem að staðaldri eiga sæti í öryggisráði þess, séu því samþykk, svo og tvö önnur ríki af sex, sem kos in eru í ráðið á hverju þingi bandalagsins. Um þetta atriði var mikið deilt á ráðstefnunni í San Francisco, og leit jafnvel um skeið svo út að einingin ætlaði að stranda á því. Vildi Rússland helzt ekki leyfa, að deilumál væru rædd í öryggis- ráðinu nema öll stórveldin væru því samþykk; en féll þó frá því að ’lokum gegn því að hi.n ríkin sættu sig við, að samþykki Ólafsfjörður. ViðtaS við Ágúst Jónsson smiS í ÓSafsfirSS um framkvæmdir fsar. QLAFSFJÖRÐUR . ^er i örum vexti og er mikiSI framfara- hugur í mönnum þar. Hefur á stuttum tíma verið ráðist í meiri mannvirki þar og verklegar fram- kvæmdir, en dæmi munu til hér á landi í ekki stærri kaupstað, þó að betur megi ef duga skal. Greinargóða frásögn af verklegum framkvæmdum, íramtíðarskilýrðum og éhuga- málum manna þar fékk Alþýðu blaðið nýlega í viðtali við Ágúlst Jónsson smið í Ólafs- firði, sem staddur var hér í Reykjavík fyrir nokkru. En hann hefur haft umsjón og verkstjórn á hendi við flest mannvirki óg húsabyggingar þar undanfarinn áratug, og nú síðast við hi.taveituna. Fer við tal þetta hér á eftir: Hitaveitan. — Fyrst væri gaman að heyra frá þér um allt það, sem þú telur máli skipta úm hita- veituna ykkar. ,,Já, ég geri nú ráð fyrir, að sú saga þætti löng um of sem viðtal, ef hún væri rakin mjög ítairlega, en frá því máli er sjálfsagt að segja í stórum dráttum. Sem forsögn skal þess þá fyrst getið, að við, sem nú er- um miðaldra menn, veittum volgum smálindum, fram á Garðsdalnum, en hann gengur vestur af Ólafsfirði, athygli, þeg ar við í æsku vorum að eltast við rolluskjáturnar. En ég held, að telja megi upphaf hitaveitunnar það, að við ungmennafélagar í Ólafs- íirði beittum okkur fyrir því, að þessar heitu uppsprettur yrðu grafnar upp. Óg réttu okkur margir hjálparhönd til þess. í upphafi var það eingöngu æílan okkar, að fá heitt vatn til notkunar í sundlauginni, en þegar það jókst jafnt og þétt, hélt Sveinbjörn Jónsson, bróðir minn, byggingarmeistari hér í Reykjavík, því fram, að við ættum að gera tilraun með að nota heita vatnið til þess að hita upp húsin í kauptúninu. Hreppsnefndin samþykkti að fá mann til að athuga þær hwitu uppsprettur, sem voru í nágrenni kauptúnsins og fekk hún til þess dr. Trausta Ein- arsson. Hann gaf skýrslu um athug- anir sínar og lagði til að grafa lindirnar á Garðs- og Skeggja- brekkudal út, — en foöra ekki eftir vatni að svo stöddu, og kom það álit hans heim við ráðleggingar þær, er Svein- björn hafði gefið okkur í þess um efnum. Haustið 1940 var svo komið, að við fengum um 10 sek. lítra af 50 stiga heitu vatni, en sá hiti er svipaður og er á frá- rennslisvatninu ykkar, að mér er sagt. Menn fóru nú að ræða mól- ið með framkvæmdir fyrir augum. En svo var með þetta máí, sem fleiri, að ekki urðu allra stórvéldanna og tveggja ríkja annarra í öryggisráðinu þyrfti til, að bandalagið mætti beita vopnavaldi. Hér er brestur í byggingu hins nýja iþjóðaibandalags, sein vel getur or-ðdð að mikilli glufu. En segja má hins vegar, að skipulag þess standi til ibóta, og að með tíð og tíma mætti takazt að -tryggja fullkomnari einingu þess til verndar friðin um og eflingar friðsa-mlegu samstarfi þjóðanna. * Það eru ekki. nema sigurveg ararnir í styrjöldinni, sem eru stofnendur hins nýja þjóða- bandalags, enda ber það nafnið á samtökum þeirra, „Hinar sameinuðu þjóðir“. En dð sjálf sögðu geta hinar hlutlausu þjóðir í styrjöldinni. n-ú einnig sótt um upptöku í hið nýja 'þjóðábandalag, og það munu þær vafalaust gera, svo og síð- ar þær þjóðir, sem sigraðar voru í styrjö'ldinni; því að til lengdar væri það hvorki: frið- vænlegt né réttlátt, að þær væru útskúfaðar úr samfélagi þjóðanna þótt miklu böli ha.fi þær valdið undanfarin ár fyri-r tilverknað nazismans. allir sammála. Ýmsir töldu, að ekki heitara vatn en þetta yrði að 1-itlum sem engum notum til upphit- unar húsa, eftir þá kælingu, sem það mundi taka á leiðinni. Aðrir álitu, að vatnið mundi nægja til upphitunar í allt að 5 stiga frosti, en í kaldara veðri þyrfti að kynd'a til við- bótar með kolum. En hvað, sem nú þessum miisjöfnu sjónarmiðum leið, var að því horfið, að hr-inda hita- veitumálinu í framkvæmd, og þeim Sveinbirni Jónssyni og Höskuldi Baldvinssyni falinn allur undirbúningur verksins. ALþingi sýndi á málinu góðan skilning og veitti ríkisáhyrgð fyrir fé til framkvæmdanna. Og í maí s,l. áx hófst verkið með fullum krafti og var því lokið í desember -s.l.“ — Hver er -svo reynsla ykkar af hitaveitunni? „Reynsla sú, sem í vetur hefur fengizt af henni, er hin ákjósanlegasta. Heita vatnið er leitt tæpa 4 km. og hitatap vatnsins þesisa leið er langtum -minna en margur gerði ráð fyri-r. Ofnar í hú-sum hjá okkur eru af venjulegri stærð, þ. e. sama, og ef um kolakyndingu væri að ræða/ en sú skoðun var í fyrstu ríkjandi, að þörf myndi verða á að stækka ofnana, þar sem vatnið vœri ekki heitara en raun bar vitni, og kom tii mála, að sú stækkun næmi allt að 60í%, en að því var aldrei horfið, enda hefur þess eikki virzt þörf. Allur bærinn fær heitt vata og eru það um 150 miðstöðvar- kerfi.“ — Hvað koistar svo þeasé upphitun ykkar? „Vatninu er skipt niður é húsin gegnum nokkurs konar hemla. Arsminútulítirinn -kofttar 175 krónur. Sem dæmi skal ég geta þesfi„ að mér er kunnugt um, að hÚK með 86 ferm. grunnflöt og skipt er niður í 4 stofur, auk eldhiúiss og forstofu, fær með 5 min. lítra sístreymi nægam hita. En hitakostnaður hússins er þá 875 kr. yfir árið, en þaffi er um 30% lægra en hitakostssi aðurinn hjá ykkur, efti-r þvi, sem ég hefi komizt hæst. f mánaðar kuldakafla seaa kom hjá okku-r í vetur eftir áramótin og frostið fór upp i 17 gráður, nægði þessq. vatnsnotkun til þess að halda stofiuhitanum jöfnum í 18 gráðum. Þannig er reynsla okkar af hitaveitunni til þessa, og telj- um við hana sanna okkur ágeefe lega ,gildi. hennar.“ — Hversu dýr varð hita- veitan? ,,Hún mun kosta okkur rúm- lega hálfa milljón kr. og er innifalinn í því allur kostn- aður við heimæðar, tengingu kerfanna og yfirfallsæð viffi- hvert kerfi. Húseigendur greiða aðeins tengingu viffi eldhúsvaska og böð.“ SundKaugin. — Svo hafið þið fleiri og meiri not af heita vatninu en tifi. beinnar upphitunar húsa ykk- ar? ,,Já, þess er rétt til getið hjá þér og vil ég þá í fyrstu röffi telja aukin skilyrði til sund- iðkana. Frárennslisvatn stærstu hús- anna er leitt í sundlaugina og; er það um 30—35 gráðu heitt.‘e' — Hverjar eru árstekjur þessa merka fyrirtæki-s ykkar? „Gert er ráð fyrir að selja 550 mín. lítra árið 1945 og meffi 175 kr. verði á mín. lífcra. — Nerna þá árstekjurnar rúm- lega 96 þúsund krónum. Auk Lassa fær sundlaugin ókeypis. af r énnslisva jn. ‘ ‘ -— Hver voru skilyrði ykkar til sundiðkana áiður en hjta- veitunnar naut við? „Þegar ég var smástrákur, lærðum við sund í svo til sjálf gerðri þró fremst í dalnum, er gengur upp af firðinum, en þaf- Framhald á 6. síðu. fyrir yður alls konar rafmagnsiðnaðarvinnu svo sem: Nýlagning í hús og skip. Viðgerðir og breytingar á el-rdi lögnum, vélum og tækjum. Uppsetningu á sxnærri rafstöðvum. Enn fremur ýmis konar nýsmiði. er SKINFAXI H.F. Rafmagnsiðnaður, Klapparstíg 30. Jónas Ásgrímsson (heinjasími 3972). Finnur G. Kristjánsson, — Hjalti Þorvarðsson. Hannes Jónsson. — Eiríkur Þorleifsson. i

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.