Alþýðublaðið - 28.06.1945, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 28.06.1945, Qupperneq 7
Fimmtudagur 28. júní 1845 ALÞVÐUBLAÐIÐ_____ _______________ 7 Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stoiunnii sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, simi 1633. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Söngdansar. 19.40 Lesin dagskrá Næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.20 Útvarpshljómsveitin (iÞórar- inn Guðmundsson stjórnar). 20.50 Frá útlöndum (Jón Magn- ússon). 21.10 Hljómplötur: Frægir fiðlu- lieikarar. 21.25 Upplestur: Kvæði (Sigrdður Einarsdóttir frá Munaðar- nesi). 21.40 Hljómpíötur: Einsöngur: a) Camila Proppé syngur. b) Brynjólfur Ingólfsson syng ur. 22.00 Fréttir. Dagskrárlok. Leiðrétting. í Stúdentablaðinu 17. júní riugi- aðist önnur og priðja IjóðMna og eitt orð féll niður í fyrsta erindi í kvæðí eftir Gunnar W-ennerberg: Vorhugur magistersins dreifir þunglyndi gluntans, iþýddu af Ein- | ari M. Jónssyni. Fyrsta erindið átti að vera þannig: Gluntinn: Vinur, á lífinu leiður ég er. Lífsnautnir ihug minn ei gleðja. Ekkert er lengur, sem unað mér ber, ég vil því heim þennan kveðja. Einnig héfur ein prentvilla orð- ið í átjándu ljóðlínu: farfuglar, en á að vera vorfuglar. Það erindi á að vera þannig: Magisterinn: 1 Senn kemur vorið og vorfuglar halda vænglétt með söng vfir ihafdjúp og lönd. Báðir: ísana leysir og létt stígur alda leikandi’ og frjálst mót sinni’ elskuðu strönd. Fólk er vinsamlegast beðið um að leiðrétta þetta í blaðinu. — Rit- nefnd Stúdentablaðsins. Til Guðjéns Pátssoqar áSfræðs. HEILL SÉ ÞÉR! Harma brott rekur en heiSur og gleði viff tekur þér, sem nú áttræffur ekur yfir á níunda tug. Þitt líf er sem ljómandi stjarna á leiff þinna vina og barna, sem bendir á brautina farna og birtir þinn karlmennsku dug. Hvern þrösltuld af braut þinni brauztu bragðvissra handtaka nauztu að hugsjóna takmarki traustu var trúin þinn skjöldu og geir; Skálð ertu, skarpur og fróffur skapar þinn hugdjarfi óffur þann ávöxt og andlega gróffur aldrei sem visnar né deyr. Þú liugsaðir helzt um að vinna aff hamingju barnanna þinna um sjálfan þig sinntir þú minna, er sóttir á fanganna braut. Þú gekkst ekki götuna hálfur þú grézt ei þó myrkvuffust álfur þú stríddir og sigraffir sjálfur sérhverja örffuga þraut. Þín hamingja, vegur og hreysti var himneskur guðstrúar neisti sem hugann úr læðingi leysti og lýsi í friffarins átt. Þaff bezta, sem lífið þér léffi já, ljós þitt og heimilisgleði var konan, sem reynslunnar réffi rúnir á fegursta hátt. Framfíðar bjartar brautir, bagi þig engar þrautir, heiðri lífs hátt þú skautir, hamingjan fylgi þér. Lifðu enn lengi í heimi, Ijós friðar að þér streymi, náð himna guðs þig geymi, glaffir þess ós'kum vér. HALLDÓR GUÐMUNDSSON Slefán Þervarðarson sendiberra komlnn tll landsins. STEFÁN ÞORVARÐARSON sencliherra íslandts í Lon- don er staddur hér í bænum. Kom hann hingað ti'l lands fyr ir nokkrum dögum. Ölafsfjörður Frh. af 6. sí6u. pöritun þrj á Sviþjóðarbata. Á undanförnum árum hefur verið mikil trillubátaútgerð, en menn -eru sem óðast að hverfa frá henni og hyggja á stærri farkost. Og þegar höfn- in er lerigin, mega skilyrði okkar til utgerðar heita mjög góð. Skammt undan landi höfum við féngsæl fiskimið, bæði hvað snértir þorsk- og síld- veiðar. Hvað hagnýtingu aflans snertir, er það að segja, að við höfum síldarsöltunarstöð, tvö hraðfrystihús og lífrarbræðslu- stöð. Ennþá vantar okkur verk- smiðju til fullkominnar hag- nýtingar á fiskúrganginum. Dráttarbraut til að taka upp báta höfum við, og viðgerð þeirra getum við sjálfir ann- azt að mestu.“ —- Hvað er með ræktun ykkar og landbúnað? „Landið, sem bærinn stendur á, jarðirnar Brimnes og Horn- brekka, eru þegar eign hans. Og sýndu fyrrverandi eigend- ur þeirra jarða hinn bezta skilning á því, að það er frum skilyrði eins bæjanfélags, að það sjálft eigi landið, sem bærinn stendur á. Vatnsæða- og skolpveitu- kerfi bæjarins er tengt hverju húsi í bænum. Um- landbúnað okkar og ræktun er það að segja, að miólkuriframleið'slan er langt um of lítil. Margir einstak- ii.ngar eiga að ví'su kýr. Nem- ur kúaeignin sennilega 60—70 kúm, en það er hvergi nærri fullnægjandi. Frammi í firðinum eru um 25 jarðir, og þar eru góð rækt- unarskilyrði, en lítið um hent- ug jarðvinnslutæki.“' Félagsskapur. — Hvað er að frétta af fé- iagslífi ykkar? „Félagssamtök eru nokkur t. d. íþróttafélagið, Verkalýð'sfé- iagið og Kvenfélagið, auk smærri hópa. Nú höfum við hug á að koma upp húsnæði, er fullnægt geti félagsstörfum og skemmtanalífi bæjarbúa, er einnig verði skrif Keppa um glínrnkonungstttilinn Hér birtist mynd af sex keppendum þeim frá Reykjavík, scm þátt taka í Ísland'sglímunni á Akureyri annað kvöld. Talið frá vinstri: Sigurð-ur Hallbjörnsson, Steinn Guðmundsson,' Kristján Sigurðsson, Guðmundur Ágústsson, — núverandi glímukonungur íslandis, — Einar Ingimundarson og Guðmundur Guðmundsson Sitjandi eru þeir Jón Þorsteinsson glímukennari og Gunnlaugur Briem, sem er fararstjóri glímumanna til' A'kureyrar. Jarðarför eiginkonu minnar Herdísar Níelsdóttur fer fram frá Þjóðkirkju Hafnarfjarðar, laugardaginn 30. þ. m. og hefst með bæn frá heimili okkar Austurgötu 10 kl. 2 e. h. Það var ósk hinnar látnu, ef einthver hefði í hyggju að gefa blóm eða kranz að andvirði þess yrði gefið í byggingarsjóö K. F. U. M. og K. Hafnarfirði. sessimmsssssasmsmmBiKBsami Jarðarför mannsinis mins Magnús Guðjónsson. €;í$ia JÓBissonar fyrrv. kennara fer fram á morgun, föstudaginn 29. þ. m. frá Dómkirkjunni. Athötfnin hefst kl. 3 e. h. með bæn frá Elliheimilinu Gnund. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Ósk Guðmúndsdóttir. stotfubygging bæjarins, ásamt nokkurri úrbót á skorti okkar á gistihúsi. Það er verið að teikna húsið og. gerix það Sigmundur Halldórsson, húsameistari, en hann teiknaði ráðhús ILafnar- fjarðar, eins og þér mun kunn- ugt. Þegar eðlilegum undirbún- ingi er lokið, sem ég vænti að verði innan skammt, treysti ég því, að okkur auðnist að koma mannvirki þessu upp.“ Framhald af 2. síðu Jóhannes Ólafsson kórinn nokkrum orðum og þakkaði hon um og ágæta skemmtun, en far arstjóri þakkaði móttökurnar. Áður en söngurinn hófst var drukkið kaffi í boði ungmenna félagsins Ólafiur Pái og talaði þá Jóhann Bjarnason, verzlun armaður, og bauð kórinn vel- kominn. Þegar kórinn hafði sungið, bauð sama félag honum til kvöldverðar og töluðu þá m. a. sr. Pétur T. Óddsson, pró- íastur í Hvammi, fararstjóri kórsins, formaður hans, Sigurð ur Guðmundsson og Snæbjörn G. Jónsson. Móttökur allar og undirtektir áheyrenda voru hin ar beztu. Frá Búðardal' var farið um kvóldið vestur að Kirkjubóli í Saurbæ og sungið þar í sóknar •kirkjunni. Þótt þá væri orðið áliðið kvölds, ,en ‘þá var komið fast að miðnætti, var fjöldi manns þar saman kominn til þess að hlýða á kórinn og var söng hans tekið hið bezta. En Halldór Sigurðsson, formaður U. M. F. Dalamanna, ávai'paði kórinn og þakkaði honum á- nægjulega heimsókn og ágætan söng, fararstjóri þakkaði. Að loknum söngnum var setzt að kaffidrykkju í boði ungmanna- félagsins Stjarnan. Daginn eftir var komið við í Stórholti og Ólafsdal og kórnum veit þar af mikilli rausn. Þann dag var ek ið vestur í Berufjörð og sung ið þar kl. 7 síðdegis. Þar talaði Theodór Daníelsson og þakkaði kórnum komuna. Frá Hofsstöðum við Þorska- fjörð var siglt til Fl'ateyjar og komið þangað um nóttina kl. 2 En þótt komin væri hánótt, beið margt fólk niðri á bryggju til þess að fagna kórnum og söng hann eitt lag um leið og komið var að landi. Siðan var stigið á land undir íslenzka fánanum og fána Breiðfirðingafélagsins. Ferðafólkinu var skipt niður á nokkur heimili í þorpinu og þar biðu þess borð hlaðin alls kon ar kræsingum. Daginn eftir, sem var sunnudagur, söng kSr inn í Flateyiarkirkju kl. 2 eft ir hádegi fvrir fullu húsi og við mjög góðar undirtektir áheyr- enda. Steinn Á. Jónsson þakk aði kórnum fyrir komuna og þá óvenjulegu og ágætu skemmt- un, er hann flutti þangað í eyna. Þess má geta, að elzti áheyr- andinn þarna í Flatey var hálf systir Jóhs heit. Sveinssonar (Nonna), Kristín Guðmundisdótt ir. Hún er nú 94 ára en hefir lítt skerta heyrn og kvaðst hafa óblandna ánægju af söngnum. Úr Flatey var farið kl. 4 og söng kórinn að skilnaði eitt lag á bryggjunni áður en stigið var á skipsfjöl, en fararstjóri árn- aði Flateyjarbúum allra heilla og þakkaði ágætar móttökur. Næsti áfangi var Stykkishólm- ur. Þegar lagzt var þar að bryggjú, blakti íslenzki fáninn og fáni BredðfirðingafélagsinS í stafni, en kórinn söng lagið: Brúum sundin, Breiðtfirðingar. Karlakór Stykkishólms stóð á riryggjunni og heilsaði með því að syngja eitt lag. Kl. 8 var geng ið fylktu liði undir fánum frá Hótel Helgafell, þar ,sem kór- inn hafði aðsetur, og til sam- komuhússins. En þar söng kór inn tvisvar með stuttu millilbili. Aðgöngumiðar að fyrri söng- skemmtuninni seldust upp á ör fáum mínútum, svo að áfcveðið var að endurtaka sönginn. Kór inn hélt þannig þrjá samsöngva sama daginn og mun það vera fyrir dugnað söngstjórans og kórfélaganna, að það var hægt, því að þeir voru þá búnir að syng.ía tvisvar um daginn og auk þess leggja á sig miklar vökur og erfiði undanfarna sól arhringa. Áður en s'öngurinn hóffst í Stykkishólmi ávarpaði 'sr. Sig urciur Lárusson kórin og bauð hann velkominn, fararstjóri þakkaði. Undirtektir áheérenda voru prýðilegar. Þegar kórinn, hafði sungð, var drukkið kaffi í boði Stykkishóhnshepps. Þar töluðu m. a. Kristján Bjart- mars, oddviti, Ólafur Jónsson. frá Elliðaey, frú Sesselja Kon ráðsdóttír, Jón Eyjólfsson, söng stjóri kirkjukórsins Bjarni And résson, söngstjóri karlakórs Stykkishólms, fararstjóri Breið firðirigakórsins og formaður hans. Morguninn eftir var lagt af stað til Reykjavíkur og kamiö þangað kl. tæplega 10 á mánu- dagskvöldið I Breiðfirðingakórnum era nú 34 söngmenn og konur, söng stjóri hans er Gunnar Sigur- geirsson, en einsöngvarar þau ungfrú Kristín Einarsdóttir og Haraldur H. Kristjánsson. Far- arstjóri í ferðinni var Jón Emll Guðjónsson, formaður Brteiö- fi rðingafélagsine í ReykjavSc.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.