Alþýðublaðið - 29.06.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.06.1945, Blaðsíða 6
ALÞVPUBLAÐtÐ Föstudagur 29. júní 134S frá British Naval Forces Þar sem brezka sjóliðið mun mjög bráðlega yíir- gefa stöðvar sínar á íslandi, er öllum félögum, verzl- unum, einstaklingum og öðrum, sem hafa kröfu (eða krötfur) á brezkar flotastöðvar (British Naval Forces) hér á landi; fyrir vörur, veitta þjónustu eða annað, áminntir um að framvísa kröfum sínum nú þegar til BASE SUPPLY OFFICER, ROYAL NAVY. Bankaávísunum (tjekkum), sem gefnar hafa verið út af Base Supply Officer, óskast framvísað í viðkom- andi banka eims fljótt og auðið er FerS fil frjálsrar Danmerkur Framh. af. 5. síðu Danir snúa baki við þeim, sem þeir sjái þá ekki. í Kaup- mannahöfn er krökkt af brezk- um hermönnum Þeir fussa við Þjóðverjunum, og virðist þó sem þeir taki ekki eftir þeim. Hjá Vester-ifangelsinu búa Bretar öðrum megin við göt- una, þar sem Þjóðverjar eru í haldi í húsunum handan við strætið. Hvarvetna sjást merki um afleiðingarnar af veru Þjóð- verja í Danmörku. Eg hefi ekið á dekklausu reiðhjóli, sem vihnumaður á bóndabæ lánaði mér. Eg hélt í fyrstunni, að ekki væri hægt að hjóla á þannig hjóli. Ég haffði e'kki haft hugboð um þannig reiðhjól síð- an ég sem barn var að reyna að búa þau til úr gjörðum utan af síldartunnum. Þjóðverjar hafa markað djúp spor í danska þjóðarsál, — dýpri og merkjanlegri en þau, sem þeir hafa markað í við- skiptalíf þeirra. Maður getur með sanni sagt, lað danskir ung- lingar á aldrinum 14—16 ára, sé,u að minnsta kosti tveim ár- um eldri. Mikill hluti þeirra hefur tilheyrt mótstöðuhreyí- ingunni, öll rómantík unglings- áranna hefur verið frá þeim tekjn. Þeir eru þegar orðnir fuliorðnir menn. Mótstöðuhreyfingin hefur og markað bau spor, sem ekki munu afmást svo lengi sem þessi kynslóð lífir. Eg geri mér í hugarlund, að þessar frelsis- hetjur, sem nú eru sumar ekki nema 16 ára, muni síðar meir sem síðskeggjaðir öldungar út- lista fyrir barnabörnum sínum þau afrek, sem nú eru nýaf- staðin, rétt eins og gamla fólk- 'ð sagði áður fyrir barnabörn- um sínum frá orustunni við Kolding. V. Frá Kaupmannahöfn fer járn brautarlestin út á land aðeins þrisvar í viku og það verðui' fólk að sætta sig við. Vagnarnir eru yfirfullir; — maður stendur þar til maður íær náladofa í fæturna. Nú orðið ferðast margir langar leiðir fótgangandi' á 5slitnum tréklossum. Maður skal hafa það í huga, að Kaupmannahöfn hefur á margan hátt farið ver út úr því en sveitirnar. Það eru alltaf sveitirnar, sem standast bezt hvers kyns áföll’. JEg hetfi dvalið í þrjá sólar- hringa hjá sjálenzkri bónda- fjölskyklu og mun hér síðar segja nánar frá því. í daglegu lífi þeirrar fjölskyldu var það íærra, sem maður gat sett í samband við stríðið, en ýmis- legt, sem sjá mátti i Kaupmanna höfn. Undanfarin sex ár hötfum við orðið að venja okkur við að ferðast lítið. Það má sjá það á ýmsu. Samgöngurnar bera ýmist merki gróða eða taps og lítið er að reiða sig á ferða- áætlanirnar. Danir hafa sömu- leiðis „gleymt“ Svium í vissum skilningi. Sænskur maður vek- ur töluverða eftirtekt. En Dan- ir rifja það þó upp fyrir sér, að fyrir nokkrum árum var eitthvað til, sem hét ferða- mannastraumur. Og þeir reyna meira að segja að nefna töluna stjöt'iu á sænsku (,,sjuttio“). Úti á landi er löngun fólks- ins ennþá rík til þess að aka bíl. En bílar fyrirfinnast ekki. Jótland er aðeins í sambandi við hina landshlutana tvisvar í viku. Á sunnudögum ganga engar járnbrautir. í „Folkets Park“ í Hróars- keidu var ég viðstaddur hátíð- ardag mótstöðuhreyfingarinnar til minningar um fallnar frels- ishetjur. Á öllum götum var mergð af fánastöngum, sem sumar voru ekki stærri en sænsku girðingarstólþarnir okkar. Eg gekk um danska skóginn. Eg sá manninn, sem þýtt hefur bækur mínar á aönsku, standa í fylkingu frelsishetjanna. Hann háfði setið í stjórn „Sjálenzka félaga sambandsins.11 Félagar úr þeim samtökum voru í borgaralegum fötum, en með borða um handlegginn. Þess konar hátíðahöld fara fram hver á fætur öðrum. Þau bera með sér svip danskrar þjóðarsálar. Danskur hers- | höfðingi skipaði fyrir: „Fylk- ingar! Setjist niður!“ í miðj- um ræðuhöldunum um frelsið og hina iöllnu gekk samkomu stjói'inn að hátalaranum. Hann sagði: , — Það hefur nýlega rignt. Við minnum fólk á að passa vel yfirhafnir sínar og húfur. Börnin þyrptust að hershöfð-, iúgjanum í ræðustólnum og báðu hann um eiginhandar- riihönd han/s. Hér og þar á grasinu sátu menn með gamla Remingtonriffla, Mauserriffla og nýtízku marghleypur öundnar við belti sín. Þetta voru menn úr frelsishreyfing- unni, —- margt ungir menn. Og þarna. var danska lögregl- an, sem er einkar vinsæl eftir þá atfstöðu, sem hún tók á her- námsárunum. Það er aðeins vonandji, að . „frelsishetjurnar“ gangi ekki of lengi með handleggsborð- ana og byssurnar, því annars er hætt við því, að það verði tilgangslaust 3ýningaratriði. VI. Ekkert hefur vakið jafn furðulega eftirtekt og aðdáun í Danmörku eins og ,,jeep“-bll arnir. Það er vegna þess, hverjir keyra þá. Brezki „jeepinn“ hefur orðið eins konar tákn. Litli, létti vagn- inn, sem skoppar eins og lamb eftir götunum, vekur geysi- mikinn fögnuð. Þegar fyrstu vélaherdeildir bandamanna komu til Dan- merkur, viðhöfðu þðer vinstri akstur. Þær keyrðu óneitanlega í mótsetningu við danskar umferðareglur. En það gerði, ekkert til. Danir grétu af gleði og föðmuðu komumenn að sér. Stúlkurnar hlupu til og kysstu hermennina í jeepunum. Þær fyltu vagnana með blómvönd- um. Eg' er staddur í Hróarskeldu og sé jeepbíl standa fyrir utan eiit veitingahúsið. Á skammri stund hafa safnazt að minnsta kosti tvö hundruð manns kring um þennan litla, brúna vagn. Börnin klifra upp í hann. Danskar stúlkur hengja utan á hann sýrenu-vendi. Vélarhúsið er allt útskrifað með nöfnum og heimilisföng- um. THANK-YOU stendur letrað með stórum bókstöfum. „I love Monty,“ stendur á einum stað. Eg sá danskar stúlkur festa lítinn bréfmiða á vélaihús bilsins: ,,I am very grateful to you if you get a signal. Tove Hansen, Roskilde, Denmark, .Europe.“ Það er til fjöldi sögusagna um Englendinga í sambandi við jeepanp. Nýlega vék einn jeep svo vel á götu, þar sem hann var að þ\4í kominn að keyra yfir hund, að hann fór i hálfhring á tveim hliðar- hjólunum og kom þó réttur niður aftur. — 'Hvernig líður hundinum7 var það fyrsta, sem Englendingurinn spurði að. — Englendingar eru menn, segja Danir. —• Þjóðverjar voru vélar. Enski hermaðurinn, sem fór inn í veitingahúsið, kemur út aftur. Hann hélt á rjómatertu í fanginu. Hann varð að ryðja sér 'braut út að jeepanum, — lyfta börnunum upp úr hon- um. Síðan ók hann í brott í bílnum sínum, sem nú leit út eins og( heljannikill sýrenu- klasi. , VII. En mótsetningin við þetta er verulega ljót. Maður hikar jafnvel við að skrásetja hana. Skömmu síðar er ég staddur fyrir utan bækistöð Þjóðverja. Þar eru þeir þúsundum sam- an í skóla, sem tekinn hefur verið til íbúðar fyrir þá. Skóla portið er fullt af rusli, matar- leifum og umbúðum. Hópur hirðuleysislegra hermanna gengur út úr húsinu. Skóla- hliðið stendur opið; grindverk- ið er svo lágt, að hægt er að hoppa yfir það, — en þeir balda sig samt innan við girð- inguna. Þeir standa í hópum við grindverkið. Þeir ,líta sljólega út og engin gæzla er höfð á þyim. Svo virðist sem þarna séu menn, sem ekkert takmark eigi fyrir höndum. Þeir' eru 1 J.'ermannabúningum af ýmsu iagi. í skóiaportinu er eldhús- vagn, sem matarlyktina leggur frá. Þar stendur hópur ’og bíður e.ftir 'mat. Grænir her- .maunabúningar mannanna hanga í óhirðu uían á þeim. Á ieðurbeltunum stendur letrað: „Gott mit uns.“ Sú saga er til, að einn þeirra ha'fi ætlað að skjóta sig, þegar hann heyrði, að, Hitler væri dauður. Hann stóð í miðju skólaportinu og bar byssuna upp að enni sér. En annar hrópaði upp: — Nei! Attræð Frú Sigurborg Dvergasleini ATTRÆÐ er i dag Sigurborg Sigurðardóttir, ekkja Jóns Jónssonar frá Dvergasteini í Hafnarfirði og móðir Emils Jónssonar samgöngumálaráð- herra. Sigurborg er Árnesingur að ætt, fædd i 'Hróarsholti í Flóa 29. júni 1865. Voru foreldrar hennar Vilborg Guðmundsdótt ir frá Hróarsholti og Sigurður Árnason, ættaður úr Grímsnesi. Sigurborg ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Guðmundi Tómassyni og Elínu Einai'Sdótt ur. Dvaldist hún 1 Hróarsholti til tuttugu og fimm ára aldurs, en þá flutti hún að Hellum á Vatnsleysuströnd til móður- systur sinnar, Agnesar Guð- mundsdóttur, og manns henn- ar, Bjarna Þorlákssonar. Dvald ist hún að Hellum árlangt, en fluttist þvi næst til Hafnar- fjarðar árið 1891. Var hún þar hjá móður sinni, unz hún giff- ist Jóni Jónssyni árið 1899. Bjuggu þau jafnan í Dverga- steini. i Hafnarfirði. Sigurborg Sigurðardóttir hef ur unnið mikið starf á löngum vinnudegi. Saga hennar er saga hinnar dugmiklu og framtaks- sömu alþýðukonu, sem löngum hefur unnið hörðum höndum og háð stranga lífsbaráttu. Þeir sem kynnzt hafa henni, munu jafnan minnast einsdæma dugn ■aðar hennar, góðrar greindar og mikillar tryggðar við hvern þann mann og málefni, sem hún heíur metið verðan vináttu sinnar og fulltingis. Sigurborg hefur ævilangt unn ið sitt mikla starf í kyrrþey og yfirlætisleysi og myndi efalaust litt um það gefið, að lagt væri, út af verðleikum hennar og ævi starfi i löngu máli í tilefni hinna merkilegu timamóta í lifi hennar. En eigi að síður er af slíkri. konu mikil saga. Sigur- borg stóð við hlið manns sins sem trúr og dyggur förunautur 1 starfi og striti langrar ævi, sem vissulega var rík að önn og áhyggjum. Heimili hennar og Jóns Jónssonar var sérstakt að festu og myndarskap og bar öll hin beztu einkenni, íslenzkr ar alþýðu og íslenzks þjóðlifs. Kynslóð Sigurborgar undi kröppum kjörum og erfiðu starfi, og í raun strangrar lífs- baráttu er þáttur hinnar átt- ræðu sæmdarkonu yissulega mikill og góður. En þrátt fyrir hinn langa og stranga vi.nnudag má Sigurhorg með sanni telj- ast mikil gæfúkona. Gæfa henn ar er einkum fólgin í þvii, að hún var gift ágætum manni, og voru þau hjón í hvívetna samhent í lífslþaráttunni. Sig- urbprg hefur og notið barna- láns í ríkum rnæli,. Þau hjón eignuðust að sönnu aðeins eitt bavn, en hver sá, sem haft hef- Þá rétti hinn byssuna beint upp í loftið og hleypti af þrem skotum beint upp á við. Danir líta ekki við Þjóð- verjunum. Þeir ganga á gang- stétt hinum megin við götuna. 'Frelsishetja kemur ga'ngandi með stúlkuna sína við hlið. — Hann gengur rétt fram hjá Þjóðverjunum. Aöeins grind- verkið aðskilur þau frá þeim. Tveir Þjóðverjar um tvítugt eru í innbyrðis deilum. Þegar Daninn var kominn örskammt fram hjá, sendu þeir honum tóninn. Síðan hlógu þeir kuldalega. Danir mega vara sig á þeim blátri, í dag: Sigurðardóttir í Hafnarfirði / Frú Sigurborg Sigurðardóttir. ur kynni af syni hennar, veit, að e'kki er ofmælt þótt sagt sé, að Sigurborg hafi' notið ham- ingjumikils barnaláns. Og enn er gæfa Sigurborgar fólgin £ þvi, að hún hefur í starfi langr ar ævi unnið sér í hvívetna traust samborgara sinna. Heilsa Sigurborgar er nú- nokkuð farin að, bila, sem skilj anlegt er, þegar að þvi er gætt, hversu langan og strangan vinnudag hún á að haki. Þó má heilsa hennar teljasl furðanlega góð, þegar miðað er við hinn. háa aldur hennar. Andlega er hún hin ernasta, nýtur óbilaðs minnis, litfsfjörs og síungs áhuga fyrir mönnum og máletfnum. Sigurborg heíur jafnan ver- ið fastheldin við forna og góða siðu, enda bar heimili hennar þess vitni. En jafnframt hefur hún ávallt verið skyggn á þörf nýjunga og framfara, haft mik. inn áhuga fyrir þeim og veitt þeiin öruggt fulltingi. Alþýðublaðið sendi hinni átt ræðu sæmdarkonu og aðstand' endum hennar hugheilar ámað aróskir i tilefni hinna merki- legu tímamóta í lífi hennar, þakkar henni hin miklu störff, sem hún hefur unnið á langri ævi, og tekur undir þær mörgu vinakveðjur ,sem henni verða sendar í dag í tilefni afmælis- dagsins. mz$ ■ m ru Vi rr r-i c Tekið á móti flutning til Pat- reksfjarðar, Bíldudals og Þing- eyrar fram til hádegis í dag. Hitabrúsar Kolaausur Fægiskúffur Gardínuhringir Gólfmcttur Bílamoppur. Geysírhí. \ Veiðarfæradeild

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.