Alþýðublaðið - 22.08.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.08.1945, Blaðsíða 3
3MBSvákuda®ur 22 ágúst 1945. AL£»YDUELAÐ8Ð 3 i*essi mynd sýnir Chiang Kai-shek hershöfðingja og forsætisráð- kerra Kína og Albert C. Wedemeyer hershöfðingja, yfirmann hers Bandaríkjamanna í Kína. Prófess©r Sauerbruch segirs Ctaiang Kai-sbek og vopflabróðir hans HifSer var gere|Si!agS;j.r maður á sál og líkama í sfrislokiu » .... Æðiskösf og þunglysfdis skipfusf á li|á hon- um ©g basiu var éfær tii starfa -------------«------ FRÉTTARITARI danska blaðsins „Socialdemokraten“ átti ný- icga tal við hinn kunna þýzka lækni prófessor Sauerbruch og ©r þar sagt frá ýmsu í sambandi við Hitler og líf hans, sem vakið fiiefir allmikla athygli. Prófessor Sauerbruch, sem pykir einn færasti skurðlækn- ar Þjóöverja og raunar frægur um allan heim starfaði í Berlín allt til uppgjafarinnar og náz- ástar þorðu ekki að granda hon um. ð Prófessorinn taláði meðal ann ars um hinar miklu deilur og víg innan nazistaflokksins og sagði í því sambandi, að upp- nxnalega hefði Hitler ekki.haft í sér glæpamannseðli, en hins vegar hefði hann skort allt það, sem kalla mætti „siðferðilegar h.ömlur“. En glæpahneigðina Siöfðu þeir Himmler, Göbbels, Göring og Ley. Próf. Sauerbrueh sagði, að Hitler hefði verið draumóra- maður. Hann • átti erfitt um svefn, sofnaði helzt kl. 2—3 á næturnar en rauk fram úr rúm | inu kl. 9 á morgnana eða svo og byrjaði þá að gefa fyrirskip ; anir milli svefn og vöku. Fyrstu múgfundir hans í Munchen voru svipaðir því, sem fakírarn ir indversku hafast að. Það var líkast því, sem almenningur, sem hlýddi á hann, væri herg numinn, en þeir, sem voru bet ur andlega þroskaðir, létu ræð- ur hans ekki fá á sig, en studdu hann samt, sennilega vegna jþess, að þeir munu hafa óttast kommúnismann. Eftir banatilræðið 20. j'úlí í fyrra var Hitler hálímáttlaus hægra megin Hann svaf eftir það einungis, er honum höfðu verið gefin deyfilyf og vaknaði ekki fyrr en öðrum lyfjum var dælt í hann Annars var sið- asti kafli æfi hans sambland að æðisköstum, þunglyndi og sljó leika. Meðan á bardögunuin stóð um Berlín, vann Sauerbruch prófessor alla tíð á Charité- sjúkráhúsinu. 26. apríl fór hann frá spítalanum til aðalstöðva herforingjaráðs Þjóðverja og bað þá um að hætta þessu glæp samlega viðnámi, en hershöfð- ingjarnir jrpptu öxlum og sögðu, að Hitler hefði fyrirskip að það, og að ekki tjóaði að breyta gegn skipun hans. Sauer bruch skrifaði Hitler tvö bréf og mun Hitler hafa fengið þau bæði, en samt var bardögum haldið áfram. Sauerbruch segir enn fremur, að hann hafi orðið að eiga í illu við SS-menn, sem vildu nota spítalann sem varnar stöð. Rússar höfðu til þessa hlíft spítalanum, Hann kvaðst hafa lokað 30 SS-menn inni í kjallara spítalans, en þá var það of seint og verknaður SS- mannanna varð þess valdandi, að rússneskar sprengikúlur féllu á spítalann. Sauerbruch prófessor sagði, að hjúkrunar- konurnar hefðu staðið sig betju lega, en hins vegar hefðu nær allir læknar og læknanemar flúið spítalann. Alls hafði pró- fessorinn um 2700 særða menn í loftvarnabyrgi spítalans. Margar hjúkrunarkonumar dóu hetjudauða, er spítalinn eyðilagðis af skothríðinni. hersvellir loftleiðis lil Tokio, m á þriðjudag sjéieiis til Jokohama -------»------- Öfi&gfgyr floti feaBidamanffia úts fyrir strönd- inni, tsibúinn aö skipa niönhym á Sand --------------------«-------- JAPANAR tilkynntu í gær, að bandamenn myndu byrja her- nám Japan næstkomandi sunnudag. Verða þá sendar hersveit- ir loftleiðis til flugvallar í nágrenni Tokio, en á þriðjudag verður svo skipað liði á land af herskipum og flutningaskipum, sennilega í Jokohama, hafnarborg Tokio. Munu Japanar þegar vera famir ð flytja herlið sitt á brott frá þessiun stöðvum. Bandaríkjamenn munu fyrst senda tundurduflaslæðara inn til hafnanna. þar sem gengið verður á land, til þess að ganga úr skugga um. að Japansr hafi slætt siglingaleiðirnar og menn verða viðbúnir við fallbyssurr ar, ef brögð kynnu að vera í tafli. Talið er, að fyrstir munu ganga á land hermenn úr land gönguliði flotans og sjóliðar en síðan fótgönguliðar. ÖLugar flugvélasveitir munu sveima yfir, meðan á landgöngunni stehdur. Hins vagar segja Jap- anar, að þeir muni veita við- nám, ef gengið verði á land fyrr á en sunnudag. Frá Saigon í Franska Indo- Kína berast þær fréttir, að Ter uki, yfirmaður japanska setu- liðsins þar. muni hafa sent menn til íundar við foringja Mountbattens lávarðar, með uppgjöf Japana. Japanar hafa nú viðurkennt skipatjón sitt í styrjöldinni. Er upplýst, að þeir eiga nú aðeins 55 herskip eftir af 382., er þeir áttu í ófriðarbyrjun og flest þeirra eru talin meira eða minna löskuð Þeir eiga nú að eins 1 orastuskip eftir af 12 og 2 flugvélaskip af 9. MacArthur hefir birt þakk- arávarp til stjórna Bretlands, Nýja Sjálands og Ástralíu fyr ir frábæra framgöngu her- manna frá þessum þjóðum, er barizt hafa undir stjórn hans. Þá hefir Nimitz flotaforingi svarað skeyti Georgs Bretakon ungs og kveðst vera stoltur yfir því að hafa haft yfirstjórn brezkra herskipa í Kyrrahafs- stríðinu Ouisling vissi m fyrirhugaða iuu rás s Noreg og gaf Þ'0m]ué ýmsar rá^leggingar -----------«—.---- Hann vildÉ, að Þ|ófív©r|ar handtækju Hákon konung ©g ríkissijériuna —----------«------ RÉTTARHÖLDUNUM í landráðamálinu gegn Quisling var haldið áfram í gær. Saksóknarinn las meðal aimars upp skjöl, sem fundizt höfðu í fóritm nazistaleiðtoga í Þýzkalandi. Með al annars sannaðist það af þeim að Quisling hafði vitað um inn- rásina í Noreg löngu fyrir 9. apríl 1940 og gefið Þjóðverjum ýmis ráð í því sambandi. í skjali, sem fannst í fórum Alfred Rosenbergs, eins kunn asta nazistaleiðtogans, segir, að ef ÞjóðVerjar hefðu farið að ■ráðum Quislings um innrásina, hefði hún kostað Þjóðverja færri mannslíf en raun varð á. Hafði Quisling meðal annars ráðlagt Þjóðverjum að ná kon ungi og ríkisstjórn á sitt vaíd með því að senda niður fallhlíf arlið við Osló, en eins og kunn ugt er slapp Hákon konungur og ríkisstjórn nauðulega undan Þjóðverjum. Quisling neitaði því, að hafa hvatt Þjóðverja til innrásar, nema því aðeins, að Frakkar og Bretar réðust fyrst á Noreg. Fyrir sér hat’; vakað „heill Nor egs og velferð.“ Brezkur floii á leið lil Hongbng T FREGNUM, sem feorizt hafa frá Chungking, segir, að brezk flotadeild sé á leið- inni til Hongkong til þess að taka þar við uppgjöf japanska hersveita,, sem hafast við á þeim slóðum. Bandaríkjamenn hafa ekfel Irú á lýðræðinu í Búlgaríu fe-í REZKA útvarpið skýrði frá því seint í gærkveldí, að sendiherra Bandaríkjmanna í Búlgaríu hefði hirt bréf þar sem sagt er þá leið, að kosning ar þær, sem ráðgerðar eru £ landinu, verði langt frá að full nægja lýðræðisvenjum og frelsi. Búlgörsku hlöðin hirtu hréfið umsagnar laust. Áður hafði James Byrnes, ut anríkismálaráðherra Bandaríkj anna lýst yfir því, að Banda- ríkjamenn myndu ekki semja frið við Búlgara fyrr en breytt ■hefði verið um stjórnarháttu þar í landi. Sagði ráðherrann enn fremur, að gildar ástæður væru til þess að ætla, að ýmsir lýðræðisflokkar landsins myndu verða beittir kúgun og ofsókn um við kosningarnar. Hefir þessi afstaða Bandaríkjamanna vakið nokkurn kurr og er tal- ið, að sumir ráðherranna hafi sagt af sér Þá hefir Bandaríkja stjórn látið svo um mælt, að stjórn sú, er nú situr í Búlgaríu njóti ekki fylgis meirihluta þjóðarinnar. RffloiTison segir: Skipulaping afvinnu- lífsins verður fram- kvæmd með fnliu freísi og lýðræði O ERBERT MORRISON flutti í gær ræðu í neðri málstofu hrezka þingsins og mæltist skörulega, enda ivakt ræða hans mikla athygli. Morri son sagði meðal annars, að hrezka stjórnin myndi nú sýna heiminum, að skipulagning at- vinnulífsins er framkvæmanleg með fullu frelsi og lýðræði. Hann sagði líka að stjórnin myndi hafa eftirlit og stjóm þeirra atvinnugreina, sem heppilegt þætti fyrir þjóðar- heildina. Ilugh Dalton fjármálaráð- herra sagði í ræðu, sem hann flutti á þingfundi, að þjóðnýt- ing Englandsbanka væri raun- inni ekki annað en lagaleg stað festing á því ástandi, sem smám saman hefði skapazt, enda hefði verið náin samvinna milli bankastjórnarinnar og ríkis- stjórnarinnar. Aðalbankastjóri Englandsbanka mun starfa á- fram og vinna með ríkisstjórn inni að þeim breytingum, sem framkvæmdar verða á starf- semi bankans. Dalton ráðherra varaði menn við því að halda, að unnt væri að drag úr skött unum á næstunni. Sir Ben Smith birgðmálaráð herra, sagði að sykurskammtur inn yrði minnkaður, aðallega vegna þess, að tugir þúsunda smálesta af sykri verða fluttar til Frakklands. Þá sagði ráðherr ann, að ekki væri unnt að auka fataskammtinn, né heldux mat arskammtinn almennt, a. m. k. ekki fyrst um sinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.