Alþýðublaðið - 29.08.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.08.1945, Blaðsíða 2
ALB»TCUBLADIÐ Mi8\ikuda"ui 29. ágóst 1345' herra ha Flugménnlrnir, sem nauðlenfu komu fil Seyðisfjarðar í gær. IGÆR bárust fréttir frá Seyðisfirði þess efnis, að íslenzku flugmennirnir, sexn urðu að nauðlenda fyrir Norð- urlandi í fyrradag, væru komn- ir þangað Alþýðublaðið átti í gærkveldi tal v(ið Hilmar Sigurðson., starfsmann iijá Flugfélagi ís- lands, en hann hafði talað við annan flugmanninn, Skúla f*et ersen, í síma í gærdag. Skýrði Skúli honum svo frá, að þeir hefðu nauðlent hjá sænsku skipi, „Silvia“ að nafni,. og hafði það bjargað þeim. SkijD þetta var á leið til Sví- þjóðar, og gat ekki snúið við til lands, en nokkru eftir að flugmennirnir voru komnir um borð í það, bar að brezkan tog- ara og fór hann með flugmenn- ina til Seyðisfjarðar, en þang- að komu þeir kl. 2 í gærdag. Er áhöfn flugvélaxinnar ó- meidd og líður vel. í dag fara þeir með bifreið til Akureyrar. Vegna þess að símasamband við Seyðisfjörð var vont í gær gat Hilmar ekki fengið nánari fregnir af atburðinum er flug- vélin fórst. ASvörun: Gisflliúsava ndrœði í '■ ií . tanríkismálaráðuneytinu barst í gær skeyti frá Stokkhólmi þess efnis, að ó- mögulegt væri að fá hótelher- bergi þar í borginni nema með því að panta það að minnsta kosti með viku fyrirvara. Árbék SJomanna- og . gestahelmills Siglu- fjarSar A RBÓK Sjómanna- og gesta- heimllis Siglufjarðar fyrir árið 1944 er nýkomin út. Aldrei í sögu heimilisins hefur aðsókn að því verið eins mikil og þetta ár, alls voru skráðir í daghók 7404 gestir Flestir gestir á einum degi voru 360. Ýmsar endurbætur hafa ver- ið gerðar á heimilinu, meðal annars var í fyrrasumar komið upp fjórum baðklefum fyrir steypiböð og einum fyrir ker- 3aug, og eru þau mikið notuð af gestum heimilisins. f stjórn Siómanna- og gesta- fceimilisins eru nú: Pétur Björnsson, Andrés Hafliðason og Óskar J. Þorláksson. Er Fiskimálaiteid sek tsm sfcrkostleg fattÉtl r ! Heimkoman úr fyrsta Danskur Kgfræðingur kominn hlngað fil að reka réilar þsirra ---------«,-------- STERKUR OKÐRÓMUR gengur hér í hænum 'og víðar út um laud um að ekki sé allt með felldu um starfsemi Fiskimála- nefndar og sérstaklega sé meira en lítið bogið við framkvæmd- ir hennar og atvinnumálaráðherra, sem starfsemi hennar heyrir undir, á samningunum, sem gerðir voru við Færeyinga í fyrra. Þessi orðrómur hefur mjög styrkst við það, að fyrir nokkru kom hingað danskur lögfríéðingur til þess að gæta hagsmuna Færeyinga og rannsaka aðsíæður, en jafnframt hefur nýlega hirst í blaðinu „Tíminn“ viðtal við mann. sexn er nýkominn frá Færeyjum og skýrir hann frá mjög rnegnri óánægju, sem sé í Færeyjum út af vanefndum í uppfyllingu samninganna og jafn- vel vantrausti á íslenzku ríkisstjórninni af þessu tilefni. Hér er um mjög alvarlegt mái að ræða, ef það reynist rétt, að; íslenzk ríkisslofnún, sem heyrir beint undir eitt ráðuneytanna hefur gerzt sek um að greiða ekki fé, sem Fær eyingum ber samkvæmt utan- ríkisamningum. í viðtalinu í Tímanum segir m. a. um óánægjuna, sem nú er ríkjandi meðal Færeyinga af þessu tilefni: „Yegna þeirra erinda, sem ég rak í Færeyjum, átti ég tal við fjölmarga útgerðarmenn og sjó menn. ótrúlega margir þeirra höfðu sögur að segja um óreiðu íslendinga i fjármálum ög svik semi. Þeir tilnefndu menn, sem ég þekki nöfn á — sem höfðu keypt af þeim fisk, en greitt svo aðeins nokkurn hluta, hitt aldrei. Þeir höfðu róið á skip- um hjá öðrum, en aldrei fengið hlutinn sinn útborgaðann. Enn aðrir höfðu selt eða leigt íslend ingum skip — og aldrei feng- i.ð greiðsluna. — Sumt af þessu var gamált, en állt rifjaðisf það upp og færðist í aukana við það, sem nú var að gerast. Því að nú var það sjálf ríkisstjórn ís- lands, sem var hinn sviksami viðskiptaaðili. Margir útgerð- armenn, sem ég talaði við, töldu sig eiga stórfé hjá „Regering- en“, eins og þeir nefndu það. Aðrir nefnda þehnan aðila Fiski málanefnd. Ég hitti líka marga fátæka sjómenn, sem höfðu sömu sögu að segja. Þeir gátu ekki veitt sér hinar og aðrar nauðsynjar vegna þess, að „ís- lenzka ríkisstjórnin,“ „Reger- ingen“, sveikzt um að borga þeim kaupið þeirra fyrir þann 'tíma, sem þeir höfðu siglit á hennar vegum. Á sumum þeirra ski-ldist mér, að þeir væru orðn- ir vondaufir um að fá þetta nokkurntíma greitt! „íslending ar eru svona“ — og svo rifjuð- ust upp dæmi um gömul og ný svik einhverra íslendinga — sumt manna, sem þeir sögðji, að nú væru örðnir efnaðir menn — en greiddu þó ekki gamlar skuldir sínar. — „Já, jafnvél sjálf ríkisstjórnin svík- ur,“ var viðkvæðið. Vikur og mánuðir höfðu liðið frá því að uppgjör höfðu. átt að fara fram samkvæmt samningum, en ekk erl gerðist, — annað en að gaml ar sögur og minningar um svik- semi íslendinga rifjuðust upp fy-rir Færeyingum. — Auk van- skilanna var svo mikið rætt um ýms atriði samnings þess, er gerður var s. 1. vetur um leigu á færeyskum skipum til ríkis- ins eða Fiskimálanefndar. Tal- ið var, að þar orkaði margt tvímælis — og ihaft í flimting- u að auðveldara mundi að gera hagkvæma samninga víð „ís- lenzku ríkisstjórnina11, en að fá hana ti‘1 að standa við þá. Sann- ast að segja ógnaði mér sú lýs- ing, sem ýmsir menn í Fær- eyjum gáfu af þessum viðski.pt um. Ég býst við, að mynd sú, sem af þeim var gefin þar, sé að verulegu leyti villandi qg ó- hagstæð fyrir íslendinga —- en eftir því, sem ég hef kynns.t þessu máli eftir að ég kom hing að heim, þá virðist mér þó auð- sætt, að hér -hafi. átt sér stað stórkostlega viðskiptalegt hneyskslí, sem ailtaf hlýtur að verða hinum íslenzku aðilum til skammar. Reyndar 'hef ég síðan sannfærst um, að ýmsir Færeyingar eru sekir í sam- bandi við framkvæmd þessara mála, en það réttlætir ekki vanskil Íslendinga. • Það er jafnan varasamt og tilvalið til misklíðar, þegar tveir aðilar eiga mikil og margþætt viðskipli. án þess að geta ræðst við pefsónulega, eins og hér hefur átt sér stað. Og nú þeg- ar er búið að drepa á dreif svo miklum óhróðri í garð ís- lendinga yfirleitt i Færeyjum í sambandi við þetta mál, að ég tel hreina nauðsyn að teknar verði upp umræður um þau — og að fram geti komið þær málsbætur, sem til kunna að vera fyrir íslenzfcu aðilana, og að það verði leitt í ljós, hvaða einstaklingar eiga sökina, svo að íslenzka þjóðin, sem heild hljóti ekki meiri skömm af þessu máli en orðið er. Er sökin hjá þeim, sem gert hafa hinn fræga skipaleigu- samning, sem sumir telja að sé mjög loðinn og illt að starfa eftir? Er hún hjá þeim, sem áttu að framkvæma hann, hjá Fiskimálanefnd, starfsMði henn Frh. á 7. síðu Myndin er tekin rétt eftir að ílugmennirnir stigu út úr flugbátn- um, er þeir komu til Reykjavíkur úr Danmcrkurfluginu í fyrra- kvöld. Talið frá vinstri: Jóhann Gíslason loftskeytamaður, Sig- urður Ingólfsson vélamaður, Magnús Guðmundsson flugmaður^. brezki siglingafræðingurinn og Jóhannes Snorrason flugtjóri. áS|i|íi@if úfgáfuféfag fyrir fs- sikar bókmesisiffr II. HSufaflársöfnun hér á Easidi hafm, en Svíar ver@a einnig meS -----------«-------- IREYKJAVÍK er hafin fjársöfnun í hlntafélag, sem gexxgsí fyrir stofnun forlags erlendis til úthreiðslu íslenzkra hok- mennta og lista. Upptök að þessu áttu landar í Stokkhólmi sam- an komnir á lýðveldishátíðinni og sendu þeir Menntamálaráði og Bandalagi ísl. listamanna áskorun og rækilega greinagerð nœ málið. Síðan útveguðu þeir tilboð um fjárhagslega þátttöku frá prentsmiðjum og útgefendum í Stokkhólmi. Áhugamenn og útgefendur í Reykjavík hafa nú látið tii skarar skríða, undirskrifað stofnsamning hlutafélags hér og fal- j ið lögfræðixxgi að ganga frá skiJmálum. Hlutafé ’er ákveðið miirnsd 200 þúsxmd krónur. MikiL áherzla er lögð á verzl unarlegt öryggi. fy.rirtækisins, enda þaulreyndir erlendir hlut- hafar fengnir, sem þó fallast á að meirihluti fjármagnsins sé í höndum íslendinga. Gert er ráð fyrir, að gefa úí þýðingar ís- lenzkra bókmennta, gamalla og nýrra, á ýmsum málum, bækur úílendinga um íslenzk efni, bækur um forna og nýja ís- lenzka myndlist ásamt endur- prentun myndlistarverka, tón- list alls konar eftir Íslendinga og erlend klassi.sk tónverk í út- gáfum íslendinga, íslenzk leik rit og kvikmyndaverk með um- boði til útbreiðslu í ýmsum löndum, en í sambandi við firmað á auk þess að starfa sér istök blaðadeild til útbreið’slUi íslenzkra mynda og greina eða gréina útlendinga um ísland til, bíaða og tímáritá ,úti um heim. Verður dEarið varlega af stað og aðeins þær útgáfur kostaðar af firmanu, sem telja má ótvírætt arðbærar, en önnur verk aðeins tekin til umboðs óprentuð eða með þeim hætti að prentun sé kostuð úr öðrum áttum. Um Þetta verður fari.ð að ráðum þeirra manna, sem sjálfir leggja fram fé til firmans og eru þaul kunnugir qrlendum markaðs- skilyrðúm í hverri grein. Stofnendur firmans leggja höfuðáherzliu á gildi starfsem- innar fyrir álitsauka landsins og ’álla tryggingu sjálfstæðis þess út á vi.ð. Þeim dylst þó ekki, að þessi djúptæka kynn- ing muni um leið verða mjög veigamikil verzlunarauglýsing fyrir allar íslenzkar afurðir, en íslenzkir höfundar, sem engrar réítarverndar njóta í öðrum löndum, mundu fyrir milSi göngu islenzka firmans erlend- is njóta þeirrar lagaverndar um a’llan heim, sem aosetursland* fyrirlækisins veitir. Telst þvá tryggt að öllum aðilum rmmi; mikill ávinningur af starfsemi,1 firmans. Menn eru hvattir txli að skrifa sig fyrir hlutafé í tæka tíð' í skrifstofu Ragnars Ólafssonar hæstaréttarlög- manns, Vonarstræti 12, Reykja vik, sem lætur í té allar upp- lýsingar. ©I Ný bók eftir Hallgrím Jóiissora skólastjóra. T i AUSAVÍSUR . OG IJÓÐ nefnist ný hók eftir Hallgrím Tónsson skólastjóra. í bók þessaxi er mikið safn af lausavísTtm og lengri kvæðum„ Eins og kunnugt er, hefur Hailgrímur Jónsson fengist mik- ið við ritstörf og skáldskap og hafa komið út eftir hann nokkrar bækur, bæði þýddar og frumsamdax;. Síðasta Ijóða’bók Hallgríme á undarí þessari, Stef og stökur, kom út fyrir tveim árum. Bókin, Lausavísur og ljóð Hall gríms Jónssonar er 165 blaðsáð ur að stærð og mjög vönduð að öllum frágangi. Útgefandi bok arinnar er Jens Guðbjörnsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.