Alþýðublaðið - 29.08.1945, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.08.1945, Blaðsíða 8
s &£JÞYÐUBLAf>KÐ Mfðvikufiayur 29. ágúsí mTjarnarb:ó>»> Heíadin I (Address Unknown) Átorifamikil stórmynd fráj l»ýzkalandi fyrir styrjöldina ei'tir skáidsögii Kressman Taylors Paul Lukas K. T. Stevens Ledkstjóri W. C. Menzies Sýning kl. 5, 7 og 9. Böni innan 14 ára fá ekki aðgang. BÆJARBÍÖ • Hafnarfirði. Okfahoma I (In ohl Oklahoma) Spennandi og viðburðarrík mynd. John Wayne Martha Scott Sýnáng kl. 7 og 9. Sfmi 9184. Þorsteinh skáld Erlingsson var einu sinni á ferð yfir Þing mannaheiði og þótti heiðin ekk ert skemmtileg yfirferðar eins og vísa þessi, sem hann kvað að leiðarlokum ber með sér: Þess bið ég guð, ef ég á nokkra sál, og ef hann vill tyfta ’ana í reiði, að senda ’ana heldur í bik eða bál, en bara ekki á Þingmannaheiði. * * * SVEFNLEYSI Svefnleysi. er almennari sjúk dómur en marga grunar. Fyrir nokkrum árum sýndu skýrslur lækna, að á Englandi þjáðist hálf önnur milljón manna af ó- læknandi svefnleysi. — Tíðustu orsakirnar voru taldar umhugs un um fjármál og ástamál. mjúku, hvítu silki með viðum, iöngum ermum og gvlltu beiti rét.t fyrir neðan brjóstin. j ,,Eómantískur,“ sagði saumakonan. „Helzt ti‘l rómantískur.“ Hún hélt teikningunni, sem Elis hafði gert, fast að augunum ! og svo í nokkurri fjarlægð. ,Engar bryddingar?“ spurði hún von- svikin. „Aðeins spenna á beltinu? Ekki? Ekki neitt? Eins og poki?“ Hún vafði saman tízkublöðunum sínum og fór. „Þér hafið þó dálítinn útsaum kringum hálsinn?“ sagði hún með eftirvæntingu, þegar hún var komin út að dyrunum, en Elis sat fast við sinn : keip. ^ Hún kom með söngsxrána í næsta söngtima og Rassiem reif hár sitt og sagöi: „Hlægilegt. Der Leiermann, Im Dorfe, Der Wegweiser, hvert lagið öðru ömurlegra. Þér gætuð eins sungið útfararsálma. Svona fjörug og greind litil stúlka eins og þér er- uð.“ ,,Ó, þú tenórsöngvari“, hugsaði Díma, sem sat úti í horni í geðshræringu og Ells samsinntí í leyni. „Þér syngið Heideröslein", ákvað Rassiem. „Það er alveg í stíl við augu yðar.“ Og hann greip báðum höndum utan um álútt höfuð hennar. Þá gafst hún upp og lét tilleiðast og ákvað að syngja Nur wer die Sehnsucht kennt, en hún vildi ekki sleppa Der Wegweiser. Og hún sagði við Dímu: „En vitLeysan, sem hann segir. Hann heldur víst, að hann hafi mikil áhrif, blessaður óperusöngvarinn okkar.“ Þær hlógu báðar — glaðlega, háðslega og stelpulega, en hvorugri tókst þó að blekkja hina. Fyrr en varði rann kvöldið upp og Elís stóð skjálfandi fyr- ir framan spegilinn og horfði á sjálfa sig í mjúka, hvita kjóln- um með brúnt hárið fléttað eins og venjulega í langar, mjiikar fléttur. „Tilgerðarleg,11 sagði Elís alvarlega við myndina í speglin- um, en hún fór að brosa og lyfti hægt ‘höfðinu á hvítum grönn- um hálsinum, og öllum hlaut ósjálfrátt að detta í hug dálítil álfaprinsessa. Fátækleg bi-rta vorkvöldsim fél'l inn um vagngluggann, menn og hlutir liðu fram hjá, ailt virtist svo óljóst og óraunverulegt. Þarna var húsið, og hún hélt á nótunum sínum í höndun- um, sem voru nú að borga ökumanninum. Þama var stiginn með gulum gaslömpunum, þarna græna herbergið og þarna hinn ákafi bei-ra Reindl, sem tók við kápu hennar eins og hún væri fræg söngkona. „Of mikið af öllu má gera,“ sagði einhver úti í hoami, þegar hvíti kjóllinn kom í Ijós. Elis gat með erfiðismunum litið í átt- ina, sem athugasemdin kom úr. Það var ungfrú Mertens úr píanó- deildinni, sem sat við hljóðfærið með gleraugun á nefinu og æfði skala. Herra Siliberling stóð fyrir framan stóra spegilinn i kjól- fölum, sem fóru illa, og lagaði bð í hárinu á sér. Herra Reindl stakk söngskránni, í hendur Elís, og henni fannst allir þessir bláu stafir renna hver inn í annan. Þarna var hennar eigið nafn. Hún var alveg rugluð; fann óljóst, að allt "í kringum hana var á iði eins og þegar loftið dansar á sumrin yfir humalökrunum. Og of- an á allt þetta var henni hræðilega kalt — „Eruð þið lika óstyrkar?“ spurði hún tvær þokukenndar verur, sem hún gat greint í ringulreiðinni, og þær tilkynntu, að þær ætluðu að syngja Brahmsdúetta. „Nei, ekki mjög, en mér liður hálfilla —“ svaraði einhver rödd. Þessi hvita vera kom nær og varð að óllðlegum kj«l og ofan á honum sást litið, hræðslu- legt andlit. Ungfrú Meríens, sem hamraði í sífellu á píanóinu, taiaði af revnslu: „Það er allt í lagi, þegar maður er kom'inn íram á pallinn; þetta er bara svona á undan.“ „Það er ekki leyfilegt að vera hræddur,“ staðhæfði herra | Silberling og vætti Uðinn með munnvatni. ,,Að vera hrasddur við þetta fólk þarna frammi Hvað ætli það viti svo sem? Og hvað þá?“ NÝJA BIO (Spider Woman). Spennar.di ievnilög- regUimynd með CAÍ.F SONDERLAND NIGEI BRUCE BASlL RAXHBONE Bönnuð börífum yngri en 12. Sýnnigai’ kl 5, 7 og 9. GAMLA BIO BMarfaRw dauðdagi ÖKeeper of tlke Fiame) Speneer Tracy Katharíne Hepbui ’- Sýnd kl 9. Böm innan 12 ára fá aðgang. Giæfraför (Assignement in Brittany) Pierre Aumont Susan Peters Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 16 ára. „Aðalatriðið er, að manni sé hei.tt,“ sagði herra Reindl. „Ver- ið á hreifingu.“ En Elís var óstyrk og gat ekki lengur greint hlutina í kring- um sig. Tennur hennar glömruðu svo hátt, að hún skammaðlst sín. Þá kom Gelfius inn og rétti henni stóra og heita hönd sína og hún þrýsti hana i örvæntingu. Herra Reindl bar stól út á pallinn og þægilegur hiiti barst framan úr ganginum í gegnum opnar dyrnar. Allt í einu fór- bjallan að hringja. „Duglegar nú,“ saigði Gelfius og fór burt með stúlkunum, sem áttu að syngja Brahms dúettana. „Ef ég tapa mér — guð minn almáttugur, ef ég tapa mér,“ æpti önnur þeirra örvilniu& GULLIÐ ÆiVINTÝRI EFTLR C ARL EWALD Gulldalurinn missir aldrei gildi sitt, hvað sem fyrir kemur og hvert sem hann lendir. En þið skuluð ekki halda, að gulldalujrirm hafi ekki sín viðhorf og tilfinningar í sambandi við þetta allt. Gulldalurinn 'hefur kannske gott hjai’ta eins og aðrir, en ræður sór bara ekki, sjálfur, — sá er munurinn. Við skiljumst við mennina ýmisl hryggir eða glaðir. Við gleymum sumum aldrei, — öðrum tökum við .ef til vill alls ekki eftir.“ „Þetta er nú bara inngangurixm,“ mælti- silfrið. „Láttu okkur nú fá söguna sjálfa.“ ,,Ég held mest upp á stúdent einn af öllum jþeim, sem hafa átt mig,“ mæiti gulldalurinn. „Hann var eins og hver a-nnar venjulegur stúdent, en ég þekkti hann betur en nokkum annan stúdent, því ég vái svo lengi hjá honum og hann talaði svo margt vi.ð mig. Gömul frænka hans hafði gefið mig honum, þegar hanix varð slúdent og átti að ganga á háskólann í borginni. Gamla frænkan hans hélt fjarska mikið upp á piltinn, — en viM'i þó ekki- arfLeiða hann, kannske vegna þess, að hún vildi honum of vel til þess. — Peningar eru einungi* góðir, ef maður vinnur fyr- ir þeim sjálfur, sagði hún alltaf. Það hefi ég gert og þú skalt likffl vinna þér sjálfur irxn þá peninga, sem þú þarft. Þá blessast þér arðurinn af verkum þínum. Þess vegna segi ég Iþér það strax, að þú færð ekki eyris virði eftir minn dag. Þú átt góða for- eldra, sem hafa alið þig upp. Þegar ég er dáin, fara aurarnir mín- til fátæki’a barna, sem ekki eiga jafn góða foreldra og þú.“ „Fyrirgefðu, að ég gríp fram í fyrir þér,“ mælti örninn. „En 50, VtTU'RE^ 6C?INeiO 6ET mcm>, ^ HUH? mf. mciTMá ye$,éi R/soohi'f 16sx VÞOi, ANNIE AN' M£ WIÍ.L CHIME THEIA y WEPPIN' í ) MYNDA* 8AGA ÖRN: Svo að þú ætlar að fara að gifta þig, ef ekki kemur neitt babb í bátinn?“ STARFSMAÐUR við flugvöll- inn: Já, herra, undir eins og ég kemst heim munu kirkju- klukkurnar hringj.a fyrir okk- ur Annie . . .“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.