Alþýðublaðið - 29.11.1945, Blaðsíða 8
AU>TDUBUBW
■iTJ ARNARBIÚ B
Giæfrsför í Burma.
(Objective Burma).
Af arspermamdi stórmynd
frá Warner Bros,
tuna afrek fallhlífarherman na
í frumskógum Burma.
Aðalhlutverk:
ERROL FLYNN
Bönnuð innan 16 ára.
Sýning kl. 6—9.
Sími 6485 (ekki 5485).
B BÆJARBIÓ
Hafnarfirði.
Vandamálið
mikia.
með POUL REUMERT
í aðalhlutverkinu.
Sýning klí 7 og 9
Sími 9184.
VIBSKIPTI
Prestur utan af landi gekk í
kaffihléinu á prestastefunni !
suður á Tjarnarbrú og hitti þar
rauðhærðan strák, tók hann tali
og spurði að lokum hvað hann
héti.
Það segi ég nú ekki nema
fyrir borgun, svaraði strákur.
i
Eg geld tuttugu og fimm j
aura fyrir nafnið. Er það nóg? ^
Já, — það er nóg, svaraði
drengurinn. — Ég heiti Angan-
týr, Sigurþór, Ásmundur, Þór-
arinn, Sigurbjörn Hákonarson.
Það er þá ein tuttugu og fimm.
Föðurnafnið fylgir ókeypis. ■
*
ÞAÐ ER SAGT, að maðurinn
sé eina skepnan, sem hægt sé
að flá oftar enn einu sinni.
❖
ALLIR DAGAR eiga kvöld.
(ísl. málsháttur).
ÐAfl VARIVINARB0R6
Dyravörður kallaði upp nafn hennar, hún fékk hjartslátt og áður
en varði, stóð hún í björtu herbergi andspænis tveim augum,
sem virtu hana öðru hvoru gaumigæfilega fyrir sér. Yndislega
djúp og •hljómfögur rödd ávarpaði hana, fyrst dáiítið kuldalega,
síðan undrandi og loks með innilega vingjarnlegri hlýju. Hún
hafði enga hugmynd um hverju hún svaraði. Forstjórinn rétti
henni hönd sína. Næsta fimmtudag átti hún að syngja til reynslu.
Hún æfði sig allt hvað af tók. Þegar hún vaknaði að nóttu til,
datt henni stundum Rassiem í hug. En hvað hann var orðinn
ihenni f jarlægur! Hún gat jafnvel brosað; svo sterk var hún orðin.
Hún gekk til óperunnar á björtum frostdegi. Það glampaði á
rauða sporvagnana í sólskininu. Ungfrú Soffía kom' út úr kirkj-
unni og gekk fyrir frarnan hana með stuttum hröðum skrefum á
háu hælunum sínum, án þess að hún sæi. í leikhúsinu faldi hún
sig bak við súlu í anddyri starfsfólksins. Þaðan gat hún séð dóttur
sína, sem gekk þarna áfram há og spengileg og örugg í framkomu;
dyravörðuirinn heilsaði henni kurteislega og vísaði henni upp
þrepin að skrifstofunni. Því næst hringdi vörðurinn til forstjór-
ans og tilkynnti að ungfrún væri komin til að syngja; bjöllu-
hljómur glumdi um húsið. Tveir skapillir leiðsögumenn fylgdu
Dímiu eftir steinlögðum gangi, og fótaták þerra ber.gmálaði hvellt
um húsið. Þau fóru framhjá borðum fullurn af glingri. Henni
fannst leiksviðið óendanlega stórt; einn lampi varpaði frá sér
daufu ljósi. Á baktjaldið var málaður sjór, kýprustré og blár
himinn. Píanó var öðrum megin á sviðinu. Svipillur hljómsveitar-
stjóri kynnti sig og hélt síðan áfram að tala við einhvern mann.
Það heyrðist skellur í stól niðri í dimimum og óendanlegum
áhorfendasalnum. Stjórnpallinum var lyft upp í hæð við hljóm-
sveitina og einhver gekk eftir honum. í hornunum hímdu hreyf-
ingarlauisir verkamenn. Díma leit í kringum sig, upp í loftið, á
baktjaldið og á fremstu stúkuna. Hún andaði djúpt að sér, og
SLoftið var þrungið lykt af svínafeiti, lími, viðarkvoðu og sveittu
fólki. Hún brosti með sjálfri sér að skærbláum himinum, rauðu
framljósunum, sem hún þekkti svo vel frá bernsku sinni, og henni
varð lótt lum hjartað. Hljómsveitarstjórinn sló nokkra bljórna á
píanóið; að neðan heyrðist djúp og þægileg rödd forstjórans:
„Hvað viljið þér syngja, ungfrú?"
,ÚIelzt: Ah perfido!“
Undrunarkliður heyrðist úr djúpunum: „Við höfuim ekki nót-
ur yfir það !hér,“ kallaði sendiboði, sem stóð við píanóið. „Það er
svo óvanalegt,“ sagði hljómsveitarstjórinn illskulega. „Aría Fi-
de’lios gæti víst gert sama gagn.“
„Sendið strax eftir aríunni,“ skipaði forstjórinn. Kliðurinn
fyrir neðan hætti ekki. Einhver tónlistarmaður kom yfir pallinn
neðan úr salnum og virti Dímu vandlega fyrir sér. „Kvíðið þér
fyrir, ungfrú góð?“ spurði hann vingjamlega.
„Nei.“
„Nei?“ Það er vel ger.t af vður. Og svo þessi erfiða aría. Loks-
ins fær maður að heyra annað en þetta vanalega. Þér eruð býsna
hughraaist! Jæja, þarna koma nóturnar.“
Díma söng. Fyrst í stað virtist rödd hennar lítil og einmana
í þessum geypistóra sal; hvílífcur óravegur var upp á svalirnar.
Díma leit upp og starði upp í myrkrið á staðinn þar sem hún var
vön að sitja; uppi í fjórðu röð, vinstra megin við aðra súlu.. Og
meðan hún var að syngja, fannst henni sem alíur hitinn og allir
þeir ihimnesku töfrar og hamingja, sem hún hafði fengið, að reyna
þarna upp, umlyktu hana á ný. Hún gerði sér ljósa grein fyrir,
að nú stóð hún sjálf á þessu elskaða leiksviði, sem hafði fært henni
svo mikla ánægju kvöld eftir kvöld. Hún varð gagntekin af djúpri
löngun til að sýna þakklæti sitt fvrir allt, sem hún hafði fengið að
reyna á þessum stað. Og þessi tilfinning hennar komi í ljós í söng-
bennar. Hún lauk við lagið. Fyrir neðan heyrðist aftur kliður;
Fáömtudagur, 29. nóv. 1949»
10 GAMLA BIO m i m nýja Btú m
! Brððnr í miigripnm. (Bride by Mistake) Amerísk gamanmynd. Hafls háflðfgi. (Exeellensen). Áhrifarík sænsk mynd. Aðalhlutverk:
Laraine Day Aian MarshaM Marsba Huitt Lars Hanson. Elisie Albiin. Gunnar Sjöberg. Sýnd kl. 7 o,g 9.
1 FJÓRARSTÚLKUR í JEPPA
Sýnd kl. 5 og 9 Gamanmyndin með öllum „stjörnunum“. Sýnd kl. 5.
einhver æpti: „Gerið svo vel að kveikja ljósin!“ Skerandi ofsa-
birta umlufcti hana og gólfljósin féllu eins og svipuhögg á and-
lit hennar. Þannig haf ði það verið í draumium hennar og bemsíku::
þessi skæru ljós, þessi ilmur, þessi sterkblái himinn; og í myrkr-
inu glittir í höfuð manna, sem voru að hlusta með ákefð.
Einhver ýtti þessu inn á sviðið, óhreinm, grágrænni sessu. Ein
hver bað um lag úr fyrsta þætti „Tristans og Isolde.“ Stjórnand-
inn gaf henni bendingu með hárri, hrossalegri röddu: „Weh, aóh
wehe, dies zu dulden!“ Og Díma sökkti sér niður í sönginn mieð
Gerda Steemann Löber:
Knud Rasmussén segir frá - -
Fyrsta saga: B A R B E N
Fólkið safnaðist saman á veiðistaðnum. Barben lét alla
viðstadda fá skerf af fengnum. í öllum nærliggjandi byggð-
arlögum átti fólkið við ærið þröngan kost að búa, svo að
Barben lét gestina fá ríflega úti látið, til þess að sem flestir
gætu fengið í svanginn. Hann gekk frá manni til manns
í blóðugum og fitubrákugum skinnklæðum sínum og úthlut-
aði kjötinu. — En þegar hann kom að hinum illa fóstur-
föður sínum, tók hann aðeins fram tvö lítil rostungsrifbern
með litlu kjöti á og lét hann 'hafa. Og um leið sagði hann:
„Þér kom aldrei til hugar, að þeim sem svangur var?
kynni að þykja lítið að fá agnarbita á horuðu rif'beini. —
Þess vegna færðu þennan hlut og ekki meira.“
Eftir að hafa sagt þetta og látið hann fá rifbeinin, gekk
hann aftur að kjöthlaðanum og tók fram jafnmikinn skammt
og aðrir fengu, og rétti að þessum fyrrverandi fósturföður
sínum. Á þann hátt hefndi hann sín með orðunum einum.
Að þessu búnu fóru allir heim, glaðir í bragði, með
sleðana sína.
Síðar komíst það upp, að hinn illi fósturfaðir Barbens
r CWSON, PODNUHS/
OL' PlNTO'5 MUSTANG'S
A-NICKERIN' FO' >
THE TOKVO _______^
TRAII---, W
-GOTTA BE CALAA__GOTTA ^
' TAKE IT EASY—SHOW THESE
GUys I'M NO DODO/SCORCHy'S
LOOKING THIS WAV--, , d
SHOW 'EM__HE'LL SEE/. MW
MORE LIKE IT, HUH, \CHECK,
SCORCH ? STICK CLOSE ) SODY/
BY PAPPY SLOANE /----r-
AND WEÚL TAKE a
. IN TOKVO/ »
L=duw?n<
'M
MYNDA-
SAGA
SODY: Það verður gaman að
þessu, Örn. Haltu þér nálægt
mér og svo skulum við svífa
saman inn yfir Tokió.“
ÖRN: Ágætt, Sody.
PINTO: Svona, strákar! Mus-
tangvélin mín skal áreiðanlega
sýna ykkur hvað hún getur.
—- Húrra-a-a!
CHESTER (hugsar): Ég verð
að vera rólegur. Verð að standa
mig. Verð að sýna hinum pilt-
unum að ég sé duglegur. Örn
horfir á mig. Ég skal sýna
þeim — þeir skulu sjá að ég
get ...