Alþýðublaðið - 22.12.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.12.1945, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardínjur 22 des. 1945.. *.r Slökkviliðsbíllinn effir slysið. Myndin er af slökkviliðsbílnum eftir slysið í fyrrad. Sézt þar hvernig vinstri hluti stýrishjólsins hefur bognað, og hlífðarrúðan að framan brotnað. — Er bifreiðin mjög mikið skemmd, m. a. er gírkassinn brotinn og fleiri skemmdir eru, sem ekki sjást á mynd mni. Mikil íörf er fyrir hjáip handi cldr- uðu fólkl m uppgefnum mæðrnni. Miklu fleiri umsékBiir um HJálp en á tíma siSasf liéié ár. sama árbók íþróttamanna fyrir 1945 er að VETRARHJÁLPINNI hafa nú borizt fleiri umsáknir en á sama tíma í fyrra og eru þær nær eingöngu frá gömlu, uppgefnu fólki og einstaklings mæðrum, sem líða neyð með böm sín. Alls voru umsóknirhar 460* að tölu í fyrrakv., en þá höfðu skrífstofu Vetrarhjálparinnar borizt 48—50 þús. kr. í pening- um, og auk þess dálítið af fatnaði og matvöru. Þó að segja megi að afkoma vinnandi almennings hér í bænum sé mjög góð um þessar mundir, ér neyð þó víða ríkj- andi meðal aldraðs uppgefins fólks og þá ekki síður hjá ung- um mæðrum, sem margar eiga heima í bröggum með barn sitt og hafa lítið — og í sumum tilfellum ekkert fyrir sig að leggja. Það má vel vera, að margir telji að nú sé lítil þörf á stór- gjöfum; svo sé mikil vinna og kaup gott, en þetta er misskiln- ingur. Þeir, sem ekki geta sótt vinnuna geta heldur ekki notið kaupsins ■— og þetta fólk þarf á hjálp og aðstoð meðbræðra sinna að halda. Þess er fastlega vænst, að al- menningur fái opin augun fyrir þessu nú — og rétti sína hjálp- andi hönd. Það getur hann gert. án nokkurra milliliða, litið til bágstaddra í næsta nágrenni, eða hann getur leitað aðstoðar Vetrarhjálparinnar eða mæðra- styrksnefndarinnar til þess að koma gjöfum til þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Krækíber Smellftar lausavísur: eftir SÉgurJÓBi Jónsson. T DAG kemur í íbókabúðir ný bók með 126 laiusevís- um. Heitir Ihún „Krækiber“ og er eftir iSigurjón Jónsson banka ritara, en útgefandinm , ,Helga- fell“. Vísurnar fjalla alííar um daginn og vegirm. og fólíksins strit og starf. UM ÞESSAR mundir er að kcma út bók, sem verða mun vinsæl meðal íþrótta- manna, er það Árbók líþrótta- manna fyrir árið 1945. Bó'kin er gefin út af Í'SÍ, en ritstjóri hennar er Jóhann Bernhard. Fjallar bókin um iþrjár áþróttagreinar, sem hér eru iðkaðar: frjálsar íbróttir, knattspyrnu og sund — og er þar :birt skrá yfir beztu árarngra ■í Ihinum einstöku óþróttum, — sem náðst ihafa á árimu. Nýja ÖlfasárbrAin var opn- nð til umferðar i iær. -----«----- Brúin er stærsta brú landsirts, 134 metrar á lengd og 8 metra breió. -----«----- NÝJA ÖLFUSÁRBRÚIN var opnuð til umferðar í gær á hádegi, án þess þó að nokkur vígsluathöfn færi fram. Þetta er stærsta og mesta brú, sem byggð hefur verið hér á landi. Kefndarkosningar á alþingi í fyrradag. A FUNDI alþingis í fyrradag •**• fór fram kosning fimm manna í Landsbankanefnd og fimm manna til vara. Enn fremur fór fram kosning í lán veitinganefnd til síldarútvegs- manna vegna slæmrar afkomu í sumar. Þessir menn voru kosnir í 'Lamdsbankanefjnd: Emil Jóns- son, Siígfús Sigurh j art ar son, Sveinbjöm Högnason, Lárus Jólhannesson og Gumnar Thor- oddsen. Til vara voru kosmir, Jón A, Pé-tursson, Sigurður Thoroddsen, Bjiarni Asigeirsson, Siig. Hlíðar og Jóh. Hafstein. í lánvejitinigianefnd voru kosnir: Siigurjón Á. Ólafsson, Guðmiumdur Jensson, Ingvar Pálmason, Sigurður ÍKiristjáns- son og Stefán Jónsson. Eftirfarandi upplýsingar hef- ur Alþýðublaðið fengið hjá vegamálastjóra um brúna: Brúin er héngibrú yfir 84 m. haf aðalfarvegarins, en á suður- bakka árinnar er gerð stálbita- brú á stöplum, er nær 50 m. inn á bakkann, þannig að öll lengd brúarinnar er 134 m. Gólf brúarinnar er úr járnbentri steypu, 6 m. akbraut og meter breið gangstétt hvoru megin ak- brautar. Sakir lengdar og óvenju ríf- legrar breiddar, er brú þessi mest mannvirki þeirra brúa, er enn hafa verið gerðar hér á landi. Er hafizt var handa um kaup á efni til nýrrar brúar á síðast liðnu hausti, stóð heimsófriður- in enn sem hæst, með öllum þeim takmörkum á útflutningi byggingarefna frá ófriðarþjóð- unum, sem öllum eru kunnar. Hafði það i för með sér synj- anir á útflutningsleyfum, svö mjög illa horfði um byggingu nýrrar brúar. Fyrri hluta þessa ára breyttust þó horfur til hins betra og nokkur rýmkun varð þá um útflutningsleyfi. Fékkst þá leyfi frá Ameriku fyrir járni til brúargerðarinnar, en þó þann ig, að ekki var að vænta þess, að meginhluti járnsins kæmi hingað til lands fyrr en á haust- mánuðum í ár. Leit þá svo út, sem ýmis vandkvæði yrðu á að hefja smíði brúarinnar á þessu ári og með öllu ókleift að ljúka smíði fyrr en haustið 1946. Með hverjum mánuði greiddist þó úr um útflutningsleyfi og kom þá að því, að í lok marz- mánaðar barst tilboð í fullsmíð- aða hengibrú úr stáli, er kæmi til afhendingar í Englandi í mánuðunum júlí-ágúst síðastlið- ið sumar. Tilboð þetta var frá einni af stærstu stálsmiðjum Englands, Dorman Long í Middlesborough. Voru þá teknir upp samningar við nefnt firma um smíði hinn- ar nýju brúar. Með þeim samn- ingum var brúin endurbætt nokkuð og er hún því nú nokkru traustari og vandaðri en fyrstu tillögur gerðu ráð fyrir. Þar eð nauðsyn hinnar nýju brúar var mjög brýn, var eina leiðin til að ljúka smiðinni á þessu ári, að taka því tilboði, er borizt hafði og nota sér það út- flutningsleyfi, er því fylgdi. Voru því gerðir samningar við fyrrnefnt firma 1. maí síðastlið inn. Var þá fljótlega hafizt handa um smíði brúarinnar í Englandi. Á brúarstæðinu voru fyrstu rekurnar stungnar 14. júní, og þá hafin vinna við að grafa og sprengja fyrir stöplum og fest- um strengjanna. Var það mikið verk, þar eð sumar festarnar ná fulla 6 m. í jörð niður. Þann 28. júlí var byrjað að steypa stöpla og akkerisfestar. Var því verki lokið 7. sept. og voru þá fullsteyptir um 1200 teningsmetrar að rúmmáli. Langmestur hluti þeirrar steypu var þó unninn síðustu þrjár vik ur þessa tímabils og géngu þá yfir 90 manns að vinnu. Er lokið hafði verið að steypa stöpla, var tekið til að reisa brúna. Verkstjóri einn brezkur, J. Wheatherall að nafni, og fjórir aðrir smiðir frá brezka fyrir- tækinu, er brúna smíðaði, fylgdu efninu eftir frá Eng- landi. Stóð fyrrnefndur verk- stjóri fyrir þvi að reisa brúna ásamt mönnum sínum og um 15 manna hóp islenzkra verka- manna. Hófst sá þáttur vinnunnar með því að reistir voru stál- turnar þeir, er bera uppi strengi brúarinnar. Var það að mörgu leyti erfitt verk, enda áfátt um hæfileg tæki til að lyfta nær 6 tonna þungum stálstoðum, sem hér var um að ræða. Að því loknu var strengjun- um komið fyrir á turnunum. Eru þeir 6 í hvorri brúarhlið, eða 12 talsins. Þá voru hengdir í strengina þverbitar þeir og langbitar, er brúargólfið hvílir á. Brúin var fullreist 26. okt, og héldu brezku smiðirnir þá heimleiðis. Þessu næst var komið fyrir steypumótum undir gólf brúar- innar, og það síðan steypt á tveimur dögum, 16.— 18. nóv. Var þá eftir síðasti áfanginn, en það var að hnoða langbitana undir brúargólfinu. Það verk ásamt annarri járnsmiði fram- kvæmdu smiðir frá Stálsmiðj- unni og Landssmiðjunni í félagi. Gekk það greiðlega og var lok- ið 1. des. Má segja, að smiði brúarinnar hafi þá verið lokið, en aðeins vantaði á að handrið yrði sett upp og er því verki nú að verða lokið. Undanfarnar vikur hefur ver ið unnið að þvi að gera veg- fyllingar við sporða brúarinnar og steypa veggi með hliðum þeirra. Daglega verkstjórn hefur Sig- urður Björnsson haft á hendi, en hann hefur um áratugi starf- að að brúargerðum. » Framhald á 7. síðu. ígær En kemur saman á ný fyrsta febrúar. KARLAKÓRINíN Þrestir í Hafinarfirði efnir til 'kirkjn fyrradag voru " ° reidd íög um, að samkomudairr •• rejlulegs al- þingis á næsta ári yrði fyrstS okíóber. Þetta þing kemur hins vegar saman tiil fimda á ný eigi síðar en fyrsta febrúar næstkomandi. Á fundi sameinaðs þinigs i gær las Ólaif.ur Tlhors forsœtis- ráðlh'erra upp forsetaibréf, sem igafið var út í fyrradaig ó' rákis- ráðsfuindi og fjalkiði ium frest- un alþinigis og samikomudag reglulegs a.lþmgis ó niæsta óri. Jón Pálmason forsieti samein- aðs alþingis þakkaði þingmönin- ium igóða samvinnu við sig þanin hluta þinigtímans, sem liðinn er, óskaði utanibæjar- þingmönnum góðrar heimferð- ar oig þin'gheimd gleðilegra jóla oig farsæls komandi órs. Eysteinn Jón'sson þakkaðí' forseta .góða samvinmiu ipg ósk- aði honum góðrar heknferðar, en iforseti þakkaði hiý orð £ siinn garð. Kirfc juh I jótttlelkar „Þrasia" í Hafnar- tirði annan jóiadag. A LÞINGI ÞVÍ, sem nú sit- 4^ur, var frestað í gær, en f hiljómleika í Þjóðkirkjunni þar á annan: í ijóluim. Er iþetta alger nýjung tí ión^ listarlifi Haf'nfirðiniga og þarf ' ekiki að efa að hljómleikarnir verða vel sóttír. lEfnisskráin er á þessa leið: Karlakórinn Þrestir synigur jólaflög, Jón ísleifsson deifcur 'á orgel Preludium. eftir Friðrik Bjiarnason, saimleikur á cello oig orge’: Þórlhalilur Árnason og Jón ísleifssoin, og einsörngur: Si?i7rður Ólafsson. iSiöngst'jóri kórsins .er Jón ís- leifsson og hafa Þrestir æft af' kappi undanfarið fyrtr þessas kirkjuhljómileika. inastœðnanna I Englan ékmíi í lánfðkusamningi »íð Bandaríkjamenn. CAMKVÆMT FREGN FRÁ WASHINGTON hefur hinn ^ nýi lántöku- og viðskiptasamningur Breta við Banda- ríkin ákvæði inni að halda, sem munu gera það að verkum, að íslendingar fái nokkurn hlúta sterlingspundainnstæðna sinna í Englandi í dollurum — og ekki síðar en ári eftir að Iántöku- og viðskiptasamningurinn gengur í gildi. Mmi vera svo ráð fyrir gert í samningnum, að Bretar semji við öll þau lönd á sterlingssvæðinu svokallaða, þar á meðal við ísland, um innstæður þær, sem þau hafa safn- að í Englandi á ófriðartímanum, gefi nokkurn hluta þeirra frjalsan og greiði í doliurum eða hvaða gjaldeyri, sem ósk- að er, nú begar eða að minnsta kosti ekki síðar en ári eftir að samningur Breta og Bandaríkjamanna gengur lí gildi. En það, sem þá stendur eftir verði greitt á ákveðnum ára- fjölda og afborganir byrjaðar árið 1951.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.