Alþýðublaðið - 22.12.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.12.1945, Blaðsíða 6
6 t Grínifangelsi r Eidnrininniigar frá hernámsárn ♦ Baldur Bjamason: f Grini Cangelsi. Endurminningar frá hernámsárunum í Noregi. Menninigar- og fræöslusam- hand alþýðu. Reykjavík 1945. AÐ MÁ nærri geta, að nú flæða yfir heiminn grein- ar, ritlingar og bækur um fangabúðir nazista, skrifaðar af mönnum, sem sjálfir hafa verið í haldi á þessum kvalastöðum. Það mætti segja mér, að þetta væru yfirleitt mjög andstyggi- legar bókmenntir, fullar af hryðj uverkasögum, hatri og hefndarhug. Allt er þetta mjög eðlilegt, eftir því, sem nú er fullsannað um hinar ægilegu þýzku fangabúðir, en það er leiðinda lestrarefni. Nokkrir íslendingar rötuðu í þær raunir að falla í hendur Þjóðverjum. Tveir þeirra hafa þegar gefið út bækur um fanga- vist sína.. Það var svo sem ekki nema sjálfsagt. íslendingar þurfa minna tilefni til að skrifa bók. Aðra þessa bók hef ég les- ið. Hún er eftir Baldur magist- er Bjarnason, stríðsfanga Þjóð- verja á Gríni. Þessi bók finnst mér mjög skemmtileg aflestrar. Bók Baldurs heitir ,,í Gríni- fangelsi“ og er gefin út af Menningar- og fræðslusambandi alþýðu. Hún er 206 blaðsíður að stærð í fremur litlu broti. í henni eru nokkrar myndir, og sýnir ein þeirra, að aðalbygg- ing Grínifangelsis minnir nokk- uð ónotalega á Háskóla íslands. Eins og nafnið gefur til kynna, fjallar bókin um dvöl höfundar- ins i hinu illræmda Grinifang- elsi skammt frá Osló. Hnepptu Þjóðverjar hann í dýflissu þessa fyrir flóttatilraun til Sviþjóðar og héldu honum þar i 6 mán- uði. Dvölin á Gríni er kjarni bókarinnar ,en þó er sagt þar frá ýmsu öðru, sem bezt sést á þvi, að höfundurinn er ekki tekinn fastur fyrr en á 114. bls. og sleppur aftur á 190. bls. — Titillinn er dálitið villandi. Bókin ætti helzt að heita: „Heimsstyrjöldin og ég.“ Hún er í raun og veru pislarsaga Baldurs Bjarnasonar frá þeim degi er hann kom til Noregs tveimur dögum á undan her- sveitum Hitlers, og þangað til hann slapp yfir til Svíþjóðar sumarið 1944. Þetta er saga um viðureign hans við óvininn, hans heimsstyrjöld. í bók þessari er hernáms- saga Noregs rakin i stórum dráttum og þá um leið gangur styrjaldarinnar að nokkru leyti. Áhugi höfundarins á öflum þeim, sem ráða gangi hlutanna er mikill, og það leynir sér ekki, að það er sagn- fræðingur, og hann fjölmennt- aður og viðlesinn, sem skrifar. Þá er i bókinni skýrt frá hinni miklu baráttu Norðmanna og brugðið upp fjölmörgum smá- myndum úr lifinu utan sem innan fangelsismúra, myndum, sem sýna þann undursamlega anda ,er Norðmenn hafa verið innblásnir af á undanförnum árum. Baldur er töluvert heim- spekilega sinnaður. Þess vegna varð þátttaka hans i heims- styrjöldinni honum ekki ein- tóm, andlaus kvöl. Hann hafði vit og athyglisgáfu til að taka vandlega eftir þvi, sem var að gerast i kringum hann, og menntun til að setja það i stærra samhengi, draga sínar eigin ályktanir. En þessi bók er alls ekki stríðsbók i venjulegum skiln- ingi. Hún er umfram allt saga um Baldur Bjarnason sjálfan, sagan um það, hvernig hann, vesæll maður í framandi landi, alls endis ófróður um lögmál stáls og blýs, hlaut að taka þátt í hinum mikla dansi. Hann tal- ar mjög mikið um sjálfan sig. Einhvern tima verður saga her- námsins skráð nákvæmlega, og þá má nærri geta, að ekki muni þykja taka þvi að leita vit- neskju um það efni í bók Bald- urs. En mesta gildi hennar ligg- ur i þvi persónulega, og þessu gildi mun hún halda. Hér kynn- ist maður sögumanni harla vel, enda gerir hann ekkert til að dyljast. Þvert á móti. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur og er i meira lagi berorður og hispurslaus i um- tali um sjálfan sig. Hann spar- ar hvergi að skrifa um sina eig- in niðurlægingu og dregur ekki fjöður yfir ávirðingar sinar, en segir líka hiklaust og ófeiminn skoðun sina um menn og mál- efni og virðist ekki hirða um lof eða last, sem hann fái fyrir. Það er margt í þessari bók, sem minnir á Dægradvöl Benedikts Gröndal. Báðir tala mennirnir umbúðalaust um sjálfa sig og aðra og sameiginlegt hispurs- leysi i stil eykur á líkinguna. Baldur beið likamlegt heilsu- tjón á Gríni, en andlegt tjón virðist hann ekki hafa beðið. Hann segir frá öllu, sem þar gerðist, með heimspekilegri ró, og í frásögn hans er andi mann- úðar og mannlegheita. Einhver kann að finna honum þetta til foráttu og segja, að hann taki ekki ákveðna afstöðu. Umburð- arlyndið er ekki talið til dyggða lengur. En afstaða Baldurs er skýr. Hann óskar striðsglæpa- mönnum þess, að þeir hverfi úr tölu lifenda og það sem fyrst, en um þetta talar hann hávaða- Mikið úrval af KONAR JÓLAVÖRUM fyrir konur, karla og börn Nýkomið: Taftsilki. Gardínuefni o. m. m. fl. Daglega nýjar vörur INGÓLFSBÚÐ Hafnarstræti 21. — Sími 2662. ALÞYÐU8LAPIÐ Laug’arda^ur 22 des. 1945. Þorláksmessu ber upp á sunnudag svo þér þurfið einnig að hugsa til hennar, þegar þér gerið matarkaup til jólanna. Læri Kóteletfur eöa Súpukjöt I Allt er þetta Ijúffengur matur, því hraðfryst kjöt er sem nýtt kjöt Er selt í eftirtöldum búðum vorum: OKIeppsholti Hrísaleigi 19 Vesturgötu 15 og á Skóiavörðustíg 12 Tilvalinn matur er hraðfryst dilkakjöt laust og langar auðsjáanlega ekkert til að velta sér upp úr blóði þeirra. Hann smjattar ekki á óþverranum. Það er langt síðan ég vissi, að Baldur Bjarnason hafði rit- höfundahæfiíeika. Hann er ekki heldur neinn byrjandi í rit- mennskunni, þó að þetta sé fyrsta bók hans. Áður hafa birzt eftir hann fjölda margar smágreinar bæði á íslenzku og norsku, og þeir, sem heyrt hafa útvarpserindi hans, vita, hve lipur hann er í máli. Honum veitist afar létt að koma orðum að því, sem hann vill segja. Og það gegnir raunar furðu, að mál far manns, sem dvalizt hefur svo lengi á Norðurlöndum, skuli ekki bera þess fleiri menj- ar, t. d. í setningaskipun. Eitt- hvað finnst þó af slíku, ef vel er leitað, en furðanlega lítið. Mál hans er yfirleit hreint, yfir- lætislaust og eðlilegt. Stíll hans er kannske fremur þróttlítill og blaðamennskulegur á köfl- um, en aldrei leiðinlegur og alltaf persónulegur á sinn hátt. Og töluvert glettinn getur Bald ur verið. Áður vissi ég, að hann átti töluvert í fórum sínum af beiskri fyndni, en hér sést, að hann á einnig til að slá léttari j nótur. Á einum stað í bók sinni harm , ar Baldur það, að hann skyldi nokkru sinni ganga menntaveg- inn í stað þess að fá sér væga stöðu niðri í vél á einhverju skipi og sigla um heimshöfin, i ómenntaður og ánægður. Þó að Baldur sé laus úr Gríni, er hann raunar fangi ennþá. Nú er hann fangi Norðurlanda og langar mikið til heitu landanna. Nú þráir hann hin suðrænu lönd, eins og hann þráði frelsið með- an hann var í Gríni. Ég vildi óska, að han fengi þá ósk sína uppfyllta að sjá sig um á hnett- inum, jafnvel sem smyrjari á skipi, og kæmi svo heim aftur og skrifaði bók eða bækur um æfintýri sín. Baldur Bjarnason gæti orðið afbragðs ferðasagna- höfundur. Hann á að skrifa, Þar er hann á sinni réttu hillu. Kristján Eldjárn. Glöggl er það enn... Framhald af 4. síðu. arbúa verður nú að una, á ekki að haldast og auíkast. iGuðrún Guðlauigsdóttir, syst- ir Bjarna Benedi'ktssonar í í- haidstrúnni, svaraði þessum umimælum Jóns Axels Péturs- sonar á þá leið, að bezta jóla- gjöfin, sem bæjarstjómin gæti veitt iðnaðarmönnum í bænum, væri, að takmanka ekki at- vinnuifrelsi þeirra með þeim bætti, sem fyrir minnitolutan- um í ibæjarstj órninni vekti! Fávizka sú, sem felst í þess- ari aðdróttuin Guðrúnar Guð- lauigsdóttur liggur að sjálf- söigðu öllum skynlbænuim mönn- um í auigum uppi. Minnihlut- inn, í bæjarstjórninni hefur aldrei látdð sér til tougar koma, að takimanka atvinnufrelsi iðn- aðarmanna i Reyikjavík. Hann vill toins vegar ileita samnipiga •við iðnaðarmennina um-, að þeir hieligi starfsfcrafta sína fynst og fremst þeim fnamkvæmdum, seim almeniniingsheill kref-ur. Hann vdill tryggja iðnaðarm-önn- um mdikla atvinnu, greidda sam- kvæmt töxtum og samningum félaga þeirra. Hann vi.ll gera samniniga við byggingaverka- mennina í bænum til þess að almenninigur fái notið starfs- krafta þeirra og -starfstoæfni en ekki takmarka atvinnufrelsi þ-eirra né sk-erða- sjálfsákvörð- unarrétt þeirra á nokkum toátt. Guðrún Guðl-auigsdóttir og trúarsystkin hennar þekkja iðn- aðarmenn toöfuðstaðarins vissu- lega illa, ef þau gera sér í toug- arlund, að þeim sé óljúft að vinna að iþví, að toér rísi upp heilsusamlegt húsnæði til handa hinum húsvildtu og mannvirki, ,sem nauðsynleg eru til aukn- ingar og eflángar aitvinnulífinu í ‘bœnum. Haildi þau, að bygg- inigamönnunium ,sé Íjúfárá 1 að reisa stórhýsi fyrir „einstákl- ingsframtakið“ en að byggja fbúðir handa atonennipgi, verk- smiðjiur, sjiúkrahús og skóla, þá eru þau meira en lítið fávís um huigsunartoátt og skoðanir þess- ara stétta. Ummæli Guðrúnar Guðlaugsdóttur erui því hvat- vísleigt vantraust á verkamenn og iðnaðarmenn Reyk-j-avíkur, sem unnið toafa mikið oig þjóð- hollt starf og bera áreiðanlega he-ill og h-ag aimiemnipgs mun meira fyrir brjósti' -en hags- muni „einstaklingsframtaks- ins.“ * íhaildið í Reykjavík mun •vissulega s-annfærast um það, að það stendur ekiki á verka- mönnum og iðnaðarmönnum höfuðstiaðarins, að toeliga starfs- krafta sína þeim -stórf,eilldu og þý'ðingarmiklu verk-efnumi, s-em úrlausnar bíða. Þ-eir rounu fúsir til. samvinnu við toæjars-tjómina um framkvæmdir þær, -sem til v-erður efnt, ef stefna Alþýðu- filokksins sigraT. iÞe-ir munu vísa vantrausti Giuðrún-a-r Guðlauigs- dófitur og trúa-rsystkina hennar á ,bug. Þeir hafa áreiðanlega vanþóknun á því, að tillögu 'Um að veita þeim stór-aukna at- vimnu við aðkailland-i fram- kvæmdi-r sé lögð í likki-stu í- toaldsmeiritolutans.. Þess vegna munu þpir sfcipa sér í fylkingu þeirra, sem vilja fall íhaldsins ■ og ifarsæld Ihöfuðsta-ðarins. Frá skóla ísaks Jónssonar. Allar cleil-dir skólans er,u beðn- ar að koma til viðtalis í Grænu- borg kl. 11 fyrir hád. í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.