Alþýðublaðið - 12.03.1946, Blaðsíða 4
ALÞYeUBLABI*
ihrðijuilagtu*, 12. warz: ÍSiS.
pi?>X)ðnbU5i&
Útgefanði: Alþýðaflokkarinn.
Ritstjóri: Stefán Pétursson.
Símar:
Ritstjórn: 4901 og 4902.
Afgreiðsla og augiýsingar:
4900 og 4906.
, Aðsetur
í Alþýðuhúsinu við Hverf-
isgötu.
Verð í lausasölu: 40 aurar.
Alþýðuprentsmiðjan hf.
1914 12. man ,1946
' 9
Alpýöoflokkorinn op AUtfðnsanbandli 30 ára
30 ára barátta.
ALÞÝÐUFLOKKURINN lít-
ur i dag yfir þrjátiu ára
baráttu og starf. Hann var
stofnaður þ. 12 marz 1916.
Þrjátíu ár eru ekki . langur
tími í sögu flokks eða þjóðar;
en þau þrjátiu ára, sem Al-
þýðuflokkurinn hefur starfað
hafa þó nægt til þess að ger-
breyta lifi og lífskjörum ís-
lenzkrar alþýðu svo, að þeir,
sem nú eru að alast upp, geta
mjög litla hugmynd gert sér
um, við hvaða kjör hún átti að
búa, áður en Alþýðuflokkurinn
ihóf baráttu sina fyrir jöfnum
rétti hennar á við aðra, fyrir
bættum kjörum og fyrir betra
og fullkomnara þjóðfélagi.
Þau eru orðin mörg, mannúð-
ar-, réttinda- og hagsbótamálin,
sem Alþýðuflokkurinn hefur
barizt fyrir og borið fram til
sigurs á undanförnum þrjátiu
árum, allt frá því, að hann
knúði fram lögin um sex klukku
stunda og siðar átta klukku-
stunda hvíld á sólarhring fyrir
togarasjómennina og þar til nú,
að hann er að berjast fyrir lög-
igjöf um almannatryggingar,
sem á að tryggja alla þjóðina
frá vöggu til grafar gegn skorti
af völdum sjúkdóma, slysa, ör-
orku, elli eða vöntuhar á fyrir-
vinnu.
Það mætti nefna, svo aðeins
sé stiklað á því stærsta, al-
menna kosningaréttinn, afnám
sveitarflutninga, vinnuvernd-
ina á sjó og landi, samnings-
rétt verkalýðsfélaganna, verka-
mannabústaðina,. alþýðutrygg-
ingarnar og brlofslögin. Allt eru
þetta áfangar í þrotlausri bar-
áttu Alþýðuflokksins þessi þrjá
tíu ár, bæði innan þings og ut-
an fyrir bættum lifskjörum og
auðugra andlegu lifi alþýðunn-
ar í landinu. Og þó að erfitt sé
fyrir hina yngri, að gera sér í
hugarlund, hvaða gerbreyting-
um í lífi hins vinnandi fólks
slíkar réttar- og kjarabætur
hafa valdið, þá veit að minnsta
kosti sú kynslóð, sem fékk þær,
að það væri ólíkt, að lifa í þessu
landi nú, ef Alþýðuflokksins
hefði ekki notið við, stefnu hans
og markvissrar baráttu.
Það hefði þótt forspá, þegar
Alþýðuflokkurinn var stófnað-
ur, að 'hann myndi fá svo miklu
áorkað á svo stuttum tíma.
Alþýðuflokkurinn hefur sótt
öll sín mál og unnið alla sína
sigra á grundvelli laga og rétt-
ar. Hann er flokkur lýðræðis-
ins og jafnaðarstefnunnar og
hatar alit ofbeldi og einræði.
Með trúna á lýðræðið og jafn-
aðarstefnuna að leiðarljósi mun
hann, sigurviss, halda baráttu
sinni áfram á ókomnum árum,
baráttunni fyrir samfélagi og
samábyrgð allra barna þjóðar-
innar í framtíðarríki sósíalism-
ans hér á landi, þar sem frelsi
á að ríkja og jöfnuður að búa.
HANN var ekki fjölmennur
hópurinn, sem kom saman
á fund i Báruhúsinu sunnudag-
inn 12. marz. 1916. Það voru
fulltrúar frá 7 félögum i Reykja-
vík og Hafnarfirði, 22 að tölu,
verkamenn og verkakonur, sjó-
menn, bókbindarar og prentar-
ar. En iþessi hópur manna vissi,
hvað hann vildi og ætlaði sér.
Hann stofnaði Alþýðuflokkinn.
Stofnun flokksins þótti ekki
stórtíðindi í Reykjavik. Það var
ekki búizt við því, að'þessi sam-
tök myndu orka mikið til áhrifa
á íslenzk stjórnmál. En hópur-
inn stækkaði brátt og áhrif 'hans
uxu. í öllum kauptúnum og
kaupstöðum landsins risu upp
fátækir og umkomulitlir menn
og konur, er skipuðu sér í fylk-
ingarnar undir merki Alþýðu-
flokksins, undir merki jafnað-
arstefnunnar.
Það var einkum tvennt, er
studdi að stofnun Alþýðuflokks-
ins. Það var annars vegar þró-
unin í íslenzkum atvinnumál-
jum, vaxandi verkalýðsstétt við
sjávarsiðuna og aukinn stórat-
vinnurekstur. Hins vegar voru
það áhrifin utan frá, einkum frá
Danmörku, en þangað höfðu
leitað menntamenn og iðnaðar-
menn til náms og þar kynnzt
boðun jafnaðarstefnunnar fyrir
atbeina vaxandi og þróttmikils
dansks Alþýðufldkks. Alþýðu-
flokkurinn var því upprunalega
hvorttveggja í senn, mótaður af
íslenzkum staðháttum og hinni
alþjóðlegu jafnaðarstefnu. Hann
var þjóðíegur samtimis því, sem
kenningakerfi hans var borið
uppi af alþjóðlegri hugsjón.
Við stofnun Alþýðuflokksins
var almenningur hér á landi á-
hrifalítill um stjórnmál. Lög-
gjöfin hafði ótal fjötra að
geyma, sem batt rétt alþýðu-
manna. Alþýðuflokkurinn hóf
því þegar í upphafi baráttu fyrir
auknum lýðréttindum fyrir
lýðræði. Hann hefur þvi frá
upphafi sinna vega verið mesti
og öruggasti lýðræðisflokkurinn
á íslandi. Hann hefur verið og
er og á alltaf að vera sósíal-
demókrataflokkur. Hann hefur
' barizt gegn einræði, jafnt í at-
vinnumálum sem stjórnmálum.
Á þeim 30 árum, sem liðin
eru frá stofnun Alþýðuflokksins
hafa orðið mikil og batnandi
umskipti á íslandi. Alþýða
manna ihefur risið upp til þess
réttar, er hún átti vissulega
kröfu til, og aukið hagsæld sína
og menningu. Og alls staðar
sjást þar spor og áhrif Aliþýðu-
flokksins. Hans verk og átök
íafa valdið gjörbreytingu í Mfi
íslenzkrar alþýðu.
Það hafa verið margar hend-
ur, sumar krepptar og lúnar,
sem lagzt hafa á þann plóg, sem
unnið hefur að ræktun lands og
lýðs undir forustu Alþýðuflokks
ins. Óteljandi nafnlausar hetjur
hafa barizt þar í fylkingunum
og fórnað hvildarstundum sín-
um og oft slitnu afli öreigans.
Það var trúin á málstaðinn, trú-
in á jafnaðarstefnuna, sem fært
hefur þessar fórnir. Þeim mörgu
nafnlausu hetjum ber að þakka
á þessum timamótum og minn-
ast afreka þeirra og ötuls starfs.
Alþýðuflokkurinn hefur einn-
ig átt því láni að fagna, að eiga
s marga ágæta og affarasæla for-
j ingja. Hæst ber þar Jón Bald-
vinsson, sem með mestum
glæsibrag, snilli og hæfni stóð í
fararbrjósti i 22 ár, sem aldrei
gafst upp, hvað sem á móti blés,
alltaf var öruggur og vegviss.
Starfsþreki sinu og ágætri orku
fórnaði hann fyrir hugsjón jafn-
aðarstefnunnar og gengi Alþýðu-
flokksins. Að honum var oft
Formenn Alþýðuflokksins síðan 1916
Jón Baldvinsson
1916—1938.
vegið frá andstæðingunum, og
það sem verst var og sárast, frá
hans eigin liði. Hann féll, en
hélt velli. Minning hans og
margra annarra ágætra forustu-
manna mun alltaf lifa meðal ís-
lenzkra Alþýðuflokksmanna.
Honum og þeim ber að þakka.
Og fordæmi Jóns Baldvinssonar
er það ljós, sem lýsa á og marka
stefnu Alþýðuflokksins.
Það verður ekki dregið i efa,
að Alþýðuflokkurinn hefur unn-
ið mörg þrekvirki á undanförn-
um þrem tugum ára. Þess er
gott að minnast. En mest er þó
um vert, að mæta hinum miklu
verkefnum framtiðarinnar með
dug og drenglyndi.
Álþýðuflokkurinn á sér glæsta
fortíð, en hann er fyrst og fremst
flokkur framtíðarinnar. Þess
skulum við öll nainnast, er flokk-
inn fyllum, á þessum timamót-
um. Jafnaðarstefnan á vegum
óskoraðs lýðræðis er það, sem
koma skal á íslandi. Og þess
vegna er Alþýðuflokkurinn
flokkur hins nýja tima, flokkur
hins nýja skipulags, er mun
ryðja sér til rúms, þar sem jafn-
rétti, frelsi og bræðralag mun
ríkja.
Stefán Jóh. Stefánsson.
Treyslir á dómgreind
og skynsemi fólksins.
ISLENZKA LÝÐVELDIÐ er
yngsta ríki heims og um leið
hið smæsta. Framtið þjóðarinn
ar, fullveldi og sjálfstæði, er
undir því komið, að hver ís-
lenzkur maður, karl og kóna,
vilji hag hennar og heill.
Mannkostirnir verða að bæta
upp mannfæðina; þvi þarf val-
inn mann í hvert rúm.
Ekkert mannsefni má fara
forgörðum vegna skorts fæðis,
klæða, umönnunar eða mennt-
unar. Ekkert mannslíf má glat-
ast fyrir örlög fram vegna
þrælkunar eða veikinda, né
spillast við óhóf og iðjuleysi.
Enginn má sitja yfir annars
rétti. ísland er sameiginleg
eign og arfleifð þjóðarinnar
allrar. Með öllum sínum gögn-
um og gæðum á það að vera
sameiginleg „bjargarlind" ís-
lendinga allra.
í 30 ár hefur Alþýðuflokk-
urinn barizt fyrir bættum kjör-
um, auknum réttindum og full-
komnari menntun og menningu
íslenzkri alþýðu til handa. í 30
ár hefur hann barizt gegn auð-
kúgun, vinnuþrælkun og rétt-
indaleysi.
Stefán Jóh. Stefánsson
síðan 1938.
Togaravökulögin, kosninga-
réttur ungra og fátækra, verka
mannabústaðirriir, stytting
vinnutímans og hækkun kaups-
ins, réttarstaða verkalýðsfélag-
anna, sjómannalögin, alþýðu-
tryggingarnar og orlofslögin,
allt eru þetta vegamerki á þeirri
braut, sem Alþýðuflokkurinn
hefur rutt og sótt eftir fram á
við undanfarna þrjá áratugi;
allt miðar þetta að því, að bæta
lífskjörin og betra mennina. Og
nú* má vænta bess, að innan
fárra vikna verði sett ný heild-
arlög um almannatryggingar
fyrir þjóðina alla, svo fullkom-
in, að íslendingar verði fram-
vegis í þeim efnum í fremstu
röð.
Alþýðuflokkurinn er félags-
samtök þúsunda karla og
kvenna um land allt, sem sam-
eiginlega hafa keppt og keppa
að því marki að gera hugsjónir
jafnaðarstefnunnar að veru-
leika.
Alþýðuflokkurinn afneitar
þeirri kenninigu, að bylting með
vopnavaldi sé eina eða likleg-
asta leiðin til að koma jafnað-
arstefnunni i framkvæmd.
Hann neitar því, að skortur,
fáfræði, vinnuþrælkun, auð-
kúgun og örvænting séu nauð-
synleg skilyrði þess. að alþýð-
an nái völdum. Hann treystir
ekki alræði eða valdstjórn
minnihlutans.
Alþýðuflokkurinn er lýðræð-
isflokkur. Hann treystir dóm-
greind og skynsemi fólksins.
Hann trúir því, að öruggasta
leiðin til sigurs fyrir alþýðuna,
sé að tryggja réttindi sín,
manna sig og mennta, bæta lífs-
kjörin og efla félagslegt sam-
starf stig af stigi. Á bennan
hátt vill hann vinna meirihluta
þjóðarinnar til fylgis við jafn-
aðarstefnuna.
Saga íslenzkra félagsmála
síðustu áratugina er v um leið
saga Alþýðuflokksins. Allt frá
togaravökulögunum og afnámi
sveitaflutninga til orlofslaga og
almannatrygginga — ávallt hef
ur Alþýðuflokkurinn haft for-
ustuna. Allt stéfnir þetta að
einu marki, — því, að búa al-
þýðuna undir það að ráða land
inu á lýðræðisgrundvelli með
valdi og rétti og skyldum meiri
hlutans.
Alþýðan vérður að eiga þann
liðskost, að hún geti skipað val
inn mann í hvert rúm.'
Lýðræði í stjórnmálum er
ekki öruggt né fullkomið nema
jafnframt verði á komið lýð-
ræði í atvinnumálum.
Félagslegt öryggi verður
ekki tryggt að fullu til fram-
búðar nema framleiðsla og við-
skipti séu rekin með hagsmuni
þjóðarinnar fyrir augum og
skipulögð þann veg, að starfs-
orkan sé hagnýtt með sem full-
komnustum tækjum og vinnu-
aðferðum og atvinnuleysi út-
rýmt.
Stríðsgróðann á að nota í
þjónustu þjóðarinnar. Verzlun
og viðskipti eiga vera trúnað-
arstörf en ekki skattheimta ein
staklinga.
Við íslendingar eigum að
sanna rétt okkar til fullveldis
og sjálfstæðis með þvi að stýra
málum okkar svo, að öðrum
þjóðUm, stærri og voldugri,
megi verða til fyrirmyndar.
Þann veg tryggjum við bezt
sjálfstæði lýðveldisins og fram-
tið þjóðarinnar.
Alþýðuflokkurinn heitir á
alla góða íslendinga, konu og
karla, til liðveizlu ag samstarfs
til þess að ná þessu marki.
Haraldur Guðmundssou.
Sækir mál sitt meS
lögum og rétti.
AÞESSUM merkilegu tíma-
mótum, á 30 ára afmæli A1
þýðuflokksins, á ég enga betri
afmælisósk honum til handa,
en þá, að hann heill og óskipt-
ur megi í framtíðinni bera hátt
það merki, sem brautryðjend-
urnir hófu í öndverðu.
Alþýðuflokkurinn er vaxinn
upp úr íslenzkum jarðvegi,
stefna hans og starf mótað af
óskum og þörfum íslenzkrar al-
þýðu, — og engu öðru.’
Öll sín mál hefur flokkurinn
sótt á grundvelli laga og réttar,
á lýðræðislegan og þingræðis-
legan hátt, — og svo mun enn
verða.
30 ára barátta flokksins hef-
ur borið gifturíkan og glæsileg
an árangur.
Framundan bíður óleyst verk
efni.
Leysum þau, og berum fram
til sigurs öll áhugamál íslenzkr
ar alþýðu, á sama hátt og flokk-
urinn hefur gert hingað til.
Vaxandi áhrif Alþýðuflokks-
ins á gang þjóðmálanna þýða
heilbrigða þróun og gifturríka
framtíð fyrir þjóðina í heild.
Emil Jónsson.
Verkefnin óþrjótandi.
M LÞÝDUFLOKKURINN
vill byggja upp fyrirmynd
arþjóðfélag, kerfisbundið, en
þó á þann hátt, að frjáls hugs-
un fái sem bezt notið sín til
framfara fyrir hagsmuni heild-
arinnar. Til þess að svo megi
verða, þarf að efla menningu
og félagsþroska hvers einstak-
lings, og þeirri þróun eru engin
takmörk sett. I hvert sinn og
eitthvert verkefni hefur verið
leyst, koma önnur ný í staðinn.
Verkefni Alþýðuflokksins
eru þess vegna alveg óþrjót-
andi. Þau eru sífelld barátta
við ný og ný vandamál, sem
frjáls hugsun og aukinn and-
legur þroski tekur til úrlausn-
ar. Þetta er andstætt auðvald-
inu, sem vill halda almenningi
í fjárhagslegum fjötrum, og
gagnstætt einræðinu, sem kepp
ir að því með allri tækni nútím
ans, að móta skoðanir og hugs-
anir manna þannig, að heilar
þjóðir verða að andlegum nátt-
tröllum, en öll frjáls hugsun
Framhald á 7. síðu.