Alþýðublaðið - 13.03.1946, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.03.1946, Blaðsíða 7
T Miðvikudagur 13. marz 194€. ALÞYÐUBLAOIÐ Bærinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- atófunni, sími 5030., Næturvörður er í Lýfjabúðinni “Iðunni. Næturakstur annast Litla bíla- stöðin, simi 1380. ÚTVARPIÐ: 8.30—8.45 Morgunútvarp. 12.10—13.15 Háde^isútvarp. 15.30'—Í6.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Ísienzkukennsla, 1. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 2. flokkur 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir-. 20.20 Föstumessa í Fríkirkjunni (sr. Árni Sigurðsson). 21.15 Kyöldvaka: » a) Kvæði kvöldvökunnar. b) Sigurður Magnússon kennari: Á ferð og flugi. — Ferðasöguþættir. 20.00 Fréttir. Létt liöig (plötur). Minningarprð Páll Magnússon sjómaður. Umferðaáminningar frá Slysavarna- félagi íslands. II ÉR FARA Á EFTIR nokkr- ar umferðaáminningar frá Slysavarnafélagi íslands: Bifreiðastjórar: Víkið strax til hliðar, eða stöðvið ökutækið, þegar þér verðið varir við ferðir slökkvi- liðs og sjúkrabifreiða. Vegfarendur:' Standið ekki í hópum á gatna mótum. Slíkt truflar umferðina og getur valdið slysum. Ökumenn: Minnizt þess að ljósið, sem blindar, hefur orsakað mörg dauðaslys. Lækkið því ávallt Ijósin er þér mætið bifreiðum og hjólreiðamönnum í myrkri. Slíkt er ómetanlegt öryggi fyrir báða aðila. ökumenn og aðrir vegfarendur: Á síðasta ári fórust hér 18 manns af umferðaslysum. Á- byrgðin hvílir á oss öllum. Ger- lun allt, sem í voru valdi stend- ur til þess að aftra hinum hörmulegu' umferðaslysum. Bifreiðastjórar: Treystið aldrei öðrum sjálfum yður í umferðinni. en Páll Magnússon A FIMMTUDAGINN 7. marz ■**■ síðast liðinn andaðist á heimili sínu, Framnesvegi 26 B, sjómaðurinn Páll Magnússon, rúmlega 70 ára að aldri. Hann var fæddur i Vatnsdal í Fljóts- hlíð 11. desember 1875, sonur hjónanna Magnýsar Árnasonar hreppstjóra og fyrri konu hans, Önnu Pétursdóttur Sigurðsson- ar alþm. i Árkvörn i Fljótshlið. Hann var af góðum ættum, kom inn í beinan karllegg af hinni alkunnu Bergsætt. Á þriðja ári missti hann móður sina og ólst því upp hjá föðuf sínum og seinni konu hans, Helgu Guð- mundsdóttur prests á Stóruvöll- um, til 13 ára aldurs^en þá dó faðir hans. Flyzt líann þá að Bitru í Flóa til Gisla Guðmunds- sonar hrepþstjóra og dvelst hjá honum til tvitugsaídurs. Um nokkur ár er Jiann vinnumaður á ýmsum stórheimilum í Ár- nes- og Rangárvallasýslum og meðal annars hjá elztu systur sinni um iskeið. Nokkru eftir aldamótin flytur hann að Reyni- völlum í-Kjós til frænda síns, séra Halldórs Jónssonar. Þar kvænist hann eftirlifandi kónu ísinn, Jóhönnu Maríu Ebenesers dóttur gullsmiðs á Eyrarbakka. ,,Á þessum stórheimilum lærði ég það, sem mér hefur orðið drýgst í lífinu, iþað er að vinna,“ sagði hann eitt sinn. já, vinna allt, sem til féllst af störfum é einu heimili, Um 1904, þá ný- kvæntur, flyzt hann til Reykja- Vikur og átti þár heima að heita má óslitið til dauðadags. Hann gerist nú sjómaður á þilskipum, meðal annars hjá Jóni Ólafssyni, siðar alþm., og fleirum. Þegar togaraútgerðin hófst, gerðist hann fljótt togarasjómaður og vann á ýmsum togurum allt til Tilkynnin til eigenda fasteigna í Gullbringu- og Kjósarsýslu og í Hafnarfj arðarkaupgtað. Alihygli 'þeirra, isem eiga fasteignir og þá einkum sumarbústaði í Gull'bringu- og Kjósarsýslu og í Hafnarfirði, og ekki eru búsettir þar sem eignir þessar eru, er hér með vakin á því, að lögtök fana nú fram á eignum þessum í eignunum sjálfum fyrir ógreiddum fasteignaskatti. Eigendum fast- eignanna er því bent á að greiða ógreidd- an fasteignaskatt 'beint • hingað í skrifstof- una, ella eiga þeir á hættu að lögtak verði gert 1 eigninni og hún auglýst til sölu á upp boði, allt á þeirra kostnað, án þess að þeir verði krafðir á annan 'hátt um skattinn. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu, 3. marz 1946. GUÐMUNDUR í. GUÐMUNDSSON. ársins 1930 ,að hann, heilsu sinn ar vegna treysti sér ekki lengur við' það volk og strit og gaf sig að störfum í landi, méðal ann- ars múrverki, isem hann hafði stundað jöfnum höndum sjó- mennskunni, þegar hlé varð á skiprúmum. Síðustu árin, með- an heilsan leyfði,' vann hann sem daglaunamáður við höfn- ina. Þannig var lífsferill hans, sem margra annarra alþýðumanna. Páll var kappsmaður við alla vinnu, sérlega verklaginn og verkhygginn og trúr þjónn i starfi, hverjum sem hann vann. Það þótti hverjum, sem með honum vann eða njóta átti starfa hans, góður liðsmaður að verki, sem hann var. Páll hafði fast mótaða skapgerð. Harður i horn að taka, ef því var að skipta, og lét ekki hlut sinn fyrir einum né öðrum. Vinur vina sinna og tryggur mönnum og málefnum, er hann hverju sinni léði fylgi. Hann þoldi illa aðkast eða ill- kvittni í garð þeirra manna eða málefna, sem hann studdi. — Páll var hinn mesti reglumaðuj; alla sina æyi og vann héimili sínu af hinni mestu elju og ósér- plægni. Hann var félagsmaður Sj ómannafélagi Reykjavikur frá því nóv. 1915. Einn af hin- um traustu stofnum frá þeim ár um, sem aldrei brast áhuga fyr- ir félagsmálum og studdi þann félagsskap með ráðum og dáð til hinztu stundar. Um leið og hann var hinn ágæti félagsmað- ur, var hann ávallt hinn ein- lægasti og tryggasti Alþýðu- flokksmaður. Hann unni stefnu hans og trúði því, að hún ein bæri íslenzka alþýðu til sigurs. Páll var vel giftu’r og átti gott heimili. Þau hjón eignuðust 4 börn, sem öll lifa, en þau eru: Anna, ógift í foreldrahúsum, Ólafur lögfræðingur, fulltrúi jorgarfógeta, Magnús, sjómað- ur, igiftur, d Hafnarfirði, og Guð- mundur Ebeneser, sem stundar nám i Reykjavík. Öll hin mann- vænlegustu börn. Af systkin- um Páls lifa: Helga, ekkja Odds Oddssonar fræðimanns á Eyrar 5 bakka, Halldór, verkstjóri í Reykjavík, og Ragnheiður verzl- unarmær í Reykjavík, er var hálfsystir hans. Með Páli er genginn einlægur og tryggur félagi, góður eigin- maður og faðir, maður, sem rann sitt lífsskeið með heiðri og sóma og vann meðan dagur ent- ist, allt til leiðarenda. Samferða mennirnir þakka honum fylgd- ina, og við félagar hans, sem þekktum hann bezt, munum á- vallt muna hann. Sigurjón Á. Ólafsson. Leiðrétting. Inri í grein Kjartans Ólafssonar,; ,jÞað. skal fram, sem horfir, meðan • rétt ihorfir“, í bíaðinu í gær héfur slæðzt ein meinleg prentvilla. Þar sfcendur: „Vegna aðgerða 'hans (,þ. e. Alþýðuflokksins) njóta aldnir og óbornir betri lífskjara, en átti vitanlega að standa „aldir og óbornir" o. s. frv. Næsti fyrirlestnr danska 'sendi- kennarans um „nokkrar danskar 'bækur fró hernámsárunum" verður fluttur í I. kennslustofu háskólans, fimmtu daginn 14. þ. m. kl. 6 síðdegis. — Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku. Öllum heimill aðgangur. Jarðarför dóttur minnar, _ Ástu Valy Loptsdóttur, sem andaðis í Danmörku 17. f. m., fer fram frá Dómkirkj- unni fimmtudaginn 14. þ. m. kl. 4 e. m. Líkið verður jarð- sett í Fossvogskirkjugarði. Kirkjuatihöfninni verður úf— varpað. Fyhir mína hönd' og annarra vandamanna. Loptur Bjarnason. Jarðarför konu minnar og móður okkar, FriSbJargar FriðSoSfsdóttur, fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 15. marz kl. 2 e. h. Jajðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Gísli Jóhannesson og börn. Mimtningarorð Vilhjálmur Bjarnason sjómaður Vilhjálmur Bjarnason IDAG verður borinn til graf- ar Vilhljálmur Bjarnason sjómaður, Lokastíg 28. Hann var fæddur 3. des. 1867 í Króki í Ölfusi og lézt þann 5. þ. m. eftir þunga sjúkdómslegu, -er hann háði með þreki og hugró thins lífsreynda manns. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Torfa- son, bóndi í Króki, og kona hans Guðfinna Eiráksdóttir frá Duf- þekju í Hvolhreppi. í föðurætt var hann fimmti maður frá Sigurði Péturssyni í Nesi í Sel- vogi, föður Bjarna riddara Si- vertsen; að öðru leyti stóðu ætt- ir hans rÁrness- og Rangárvalla sýslum og verða ekki raktar hér. Níu ára gamall missti Vilhjálm- ur föður sinn og ólst upp eftir það hjá frændfólki sínu í Ölves- inu. Eins og siður var margra ungra manna á þeim timum leit- aði hann til sjávarins, sem hann igérði að 'lífsstkrfr sínu. Laust lýrir áldamótin fluttist hann til Keflavíkur og átti þar heima óslitið til 1914, að hann flutti til Reykjavíkur og átti þar heima upp frá þvtí. Rúm 40 ár \%r starfssvið hans á sjónum. Á ára- bátum og mótorbátum fram til 1913, að hann gerðist togara- maður á Jóni forseta, síðar á b.V. Rán og Otri, undir stjórn Gísla Guðmundssonar skip- stjóra. Síðustu árin stundað,i hann daglaunavinnu, meðan kraftar leyfðu. Á fyrstu sjó- mennskuárum sínum-1 komsf hann_ tvivegis í lífsháska. Árið 1899, er 5 menn drukknuðu í Gerðavör ásamt viðurkenndum sjómanni, formanninum Niku- lási. 4 menn komust lífs af, að Vilhjálmi meðtöldum. Hann var háseti á mótorbátnum Júlí- usi frá Keflavík, er hann strand- aði á Lambarifi sunnan Garð- skaga. Skipshöfnin bjargaðist við illan leik eftir 5 klukku- stundir í hríðarbyl og roki. Var það talin þrekraun mikil, er skipverjar sýndu vi$ þann at- burð. Vilhjálmur var mesti fjörmaður og dugnaðarmaður og góður sjómaður. Skylduræk- inn við störf sín, enda varð hon- um gott til góðra skiprúma. f hópi félaga sinna var hann vel -látinn, glaðvær og skemmtileg- ur og sérstaklega félagslyndur. Hann var hinn mesti ráðdeildar- maður. Hafði alltaf fyrir stóru heimili að sjá og þurfti aldrei til annarra að leita. Hann gift- ist 1901 eftirlifandi konu sinni, Guðnýju Magnúsdóttur. Var sambúð þeirra hin farsælasta. Þau einuðust 11 börn. Dóu 4 þeirra í aesku, en 7 komust til fullorðinsára, Öll hin myndar- legustu og dugnaðarfólk. Þaú eru: Karl loftskeytamaður, gift- ur í Rvík, Fanney, gift dönskum verkfræðingi, búsett í Portúgal, Þórarinn, sjómaður, giftur, Rvk., Sólrún, gift í Kéflavík, María, gift í Rvík, Einar bif- reiðarstjóri, Rvík, Guðný Krist- íú, gift á Seltjarnarnesi. Sautján voru barnabörnin orðin, er hann lézt. . x Ég þekkti Vilhjálm vel hin síðari ^ár æfi hans. Hann var einn af stofnendum Sjómanna- félags Reykjavíkur og var ávallt hinn áhugasami og trygglyndi félagsmaður til æviloka. Hann var einn í hópi þeirra stofnenda félagsins, er voru gerðir heið- ursfélagar þess 23. Qkt. 1940. Hann var einnig áhugasamur Alþýðuflokksmaður til hinztu stundar. Skoðun hans var fast mótuð jafnit í landsmálum sem félagsmálum. Öll lífsbarátta hans mótaðiSÍ af bjartsýni á betri tíma fyrir hinn stritandi 'mann; hann gafst aldrei upp, þótt erfiðleikar steðjuðu að. Hann trúði-á betri heim, betri lífsskilyrði og fullkomnara lífs- öryggi fyrir hinn vinnandi mann, en samtíð hans hafði skapað honum. Þess vegna var hann jafnaðarmaður af lífi og sál. > S. Á. Ó. Gamlar bækur! Érlendar bækur! í dag og næstu daga verða seldar eftirstöðvar af ýmsum íslenzkum bókum, sem þrotnar eru (hjá bóksölum um land allt. Ennfremur dálítið af enskum og amerísk- um bókum, sem seldar eru með 25% afslætti. Bcikamenn, notið þeta tækifæri; það verður ekki marga daga. Bankastræti 8

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.