Alþýðublaðið - 13.03.1946, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 13. marz 1946.
MTlMNAKBi«W
Kvennaásf
ítölsk músikmynd með dönsk
Um texta um tónskáldið Palo
Tosti.
Aðalhlutverk:
Claudio Gora
Laura Adaui
Mercedes- Brignour
i
J Sýning kl. 5, 7 og 9.
iWT BÆJARBÍÓ
Hafnarfirði.
Pósfurinn hringir
atlfaf tvisvar
Prönsk mynd með dönskum
texta eftir skáldsögu James
U. Cains.
Michel Simon
Corinne Luchaire
Fernand Gravey
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184.
MROT
Yeit duftsins son nokkra dýrð-
legri sýn
«n drottnanna hásal í rafurloga?
Sji grundu og vog undir gull-
hvelfdum boga!
Mver getur nú unað við spil og
vín?
Sjálf moldih eV hrein eins og
mær við lín,
mókar i haustsins visnuðu rós-
um.
Mvert sandkom í loftsin§ litum
skín,
•g lækirnir kyssast í silfurós-
um.
Við úthafsins skaut er allt eldur
og skraut
mf iðandi norðurljósum.
(Einar Benediktsson).
Öra
OG
APHHE du MAIIRIER
%
full að eðlisfari, og ef þú værir dálítið ákveðnari í framkomu við
hana, þá myndi hún — þá myndi hún ef til vill láta að vilja þínum
og neyðast til að giftást þér.“
John fann að hann eldroðnaði. Hamingjan sanna, að Jane,
yngsta og inndælasta systirin hans, skyldi búa yfir sömu hugmynd
og hanh hafði svo oft brötið heilann um.
,,Og þú,“ tautaði hann og virti hana fyrir sér með hálflukt
augu. „Þú verður ekki átján ára fyrr en eftir þrjár vikur.“
„Þú hefur ekk%hneykslazt á mér?“ spurði hún hikandi.
„Hneykslazt? Nei, Jane mín, það hef ég ekki gert. En ég var
að hugsa um hvað systkin geta í rauninni þekkzt lítið og hvað við
höfum eytt miklum tíma til ónýtis í stað þess .að tala saman um
okkar hjartans mál. Þú ert indæl. Ég skal ekki gleyma ráðlegg-
ingu þinni, enda þótt ég efist um, að hún komi að neinu haldi.“
Jane reis á fætur og strauk yfir svart háj hans.
„Hafðu engar áhyggjur,“ sagði hún. T,Ég held að það rætist
úr þessu öllu. Mig grunar að allt fari vel, og þú veizt að grunur
minn reynist oft réttur.“
Svo læddist hún út úr herberginu og hljóp upp á efri hæðina
til systra sinna. John hellti í sig því sem eftir var af portvíninu
og reyndi að búa sig undir samtalið við föður sinn. Hann vissi, að
hann varð að biðjast afsökunar, og því fyrr því betra. Bezta leiðin
og í rauninni eina leiðin til að gera það, var, að vera sæmilega
fyrirkallaður, stama upþ nokkrum orðum, lofa að bæta ráð sitt
í framtíðinni og fara svo út úr bókasafninu eins fljótt og mögu-
legt var. Tómas var tvisvar búinn að gægjast inn í borðstofuna í
von um að geta tekið fram af borðinu — hann gæti tæplega dval-
izt þama lengur. Og hann fór að hugsa um, hvað hann gæti sagt
við föður sinn, hvernig hann gæti borið fram afsökun sína án þess
að virðast stirður, klaufalegur og heimskur að auki. Hann reis upp
og gekk hægt og rólega út úr borðstofunni og yfir ganginn að
bókasafninu. Dyrnar voru auðvitað lokaðar. Hann barði að dyrum,
eins og Tómas gerði ugglaust, þegar hann færði honum bréfin.
Faðir hans sagði stuttaralega: „Kom inn,“ og John gekk inn. Faðir
hans sat við skrifborð sitt, niðursokkinn í skriftir, og John fór að
hugsa um skólaárin löngu liðnu, þegar hann hafði gert eitthvað
af sér og mátti búast við flengingu. Faðir hans leit ekki upp, þegar
hann gekk inn í herbergið.
„Nú, hvað vilt þú?“ sagði hann stuttlega, önnum kafinn við að
leita að einhverju skjali í blaðahrúgunni.
',,Ég er hræddur um að ég hafi talað ógætilega við. miðdegis-
verðinn, faðir minn,“ sagði John. „Mér þykir mjög leiðinlegt ef
ég hef sagt eitthvað, sem hefði getað sært þig.“
Kopar-John svaraði ekki alveg strax. Svo ýtti hann skjölun-
um til hliðar, sneri stólnum til og starði á son sinn á mjög svip-
aðan hátt og yfirkennarinn hefði gert í Eton, fannst John.
„Þú hefur ekki sært .mig, John,“ sagði hann.. „Þú hefur að-
eins valdið mér vonbrigðum. Eftir að Henry dó, var ég að vona
að við gætum orðið samrýndari. Það hefur ekki tékizt, og ég held
ekki að ég eigi sökina.“
Hann þagnaði, og John fann að hann bjóst við svari.
„Mér þykir það leiðinlegt, faðir minn,“ sagði hann.
„Bróðir þinri hafði vakandi áhuga á öllu því sem viðkom
námunum,“ hélt Kopar-Joþn ýfram. „Áður en hann veiktist af
þeim sjúkdómi, sem dró hann til dauða, var hann oft vanur að
koma með mér upp á skrifstofuna til Nicholsons, þar sem við
ræddum um ýmislegt allir þrír, og öðru hverju kom hann fram
með tillögur, sem urðu okkur Nicholson að allmiklu Hði. Mér
skjátlast ekki þegar ég segi, að þú hefur ekki í eitt einasta skipti
síðan þú komst heim, boðizt til að ríða með mér upp að námunum.
Hér í Clonmere hefur þú sýnt sama áhugaleysið. Það er nóg að
gera varðandi landareignina. Ned Brodrick þægi fegins hendi
hjálp þína, en hann hefur sagt mér, að hann hafi tæpast litið þig
♦
EXCEU-ENC/' WIL.L
CONTINUE THE TE’EATMENT.
AT H15 LIE&URE---KEEP
THE AMEK1CAN5 WELL
6UARÞEP/
NÝJA BÍÚ
ORÐIÐ
Sænsk mynd eftir leikriti
KAJ MUNKS
Aðalhlutverk:
Victor Sjöström,
Vanda Rothgarth,
Rune Lindström.
Sýnd kl. 7 og 9.
Umtir fánum
Iveggja þjóða
(„Under two Flags“)
Stórmyndin fræga með:
Claudette Colbert.
Ronald Colman,
Rosalind Russel.
Sýnd kl. 5.
GAMLA BIÓ IVIYi
Konan í glugganr
(Woman in tíie Window)
Spennandi sakamálamyad.
Edward G. Robinson
Joan Bennett
Raymond Massey.
Sýnd kl. 9.
Börn innan 14 ára fá ékki
aðgang.
Ókunni maðurinn
(A Stranger in Towft)
Frank Morgan
Richard Carlson
Jean Rogers
AUKAMYND:
NÝ FRÉTTAMYND
Sýnd'kl. 5 og 7.'
augum. Ég sem hef alltaf nóg verk að vinna hverja einustu dag-
stund, gat ekki annað en furðað mig á, hvernig þú getur lifað dag
eftir dag í svo svívirðilegu iðjuleysi, ef ég má taka svo til orða.“
Yfirkennarinn rétt einu sinni, hugsaði John. Hversu oft hafði
hann heyrt þessi sömu orð í Eton? Og hann varð enn 'grjpinn
þrjózkufullri reiði eins og ævinlega þegar minnzt var á iðju-
leysi hans.
„Jafnvel þegar þú varst f Lincolns Inn,“ hélt faðir hans á-
fram, „komstu jafnmiklu í verk á sex mánuðum, og ég hefði gert
á sex dögum á þínum aldri.“
„Við erum mjög ólíkir, faðir minn,“ sagði John. „Þér er með-
fætt að vera duglegur og starfsamur, — mér ekki. Og í allri hrein-
skilni sagt, þá hef ég ógeð á að leysa af hendi störf, sem ég hef
hvorki hneigð né hæfni til.“
Kopar-John starði á hann og virtist ekki skilja hvað hann
átti við. Síðan yppti hann öxlum eins og ástæðulaust væri að
ræða lengur um þetta.
7 2ma^/ia
©
Gerda Steemann Löber:
Knud Rasmussen segir frá - -
17. SAGA: FÖRÍN TIL TUNGLSINS.
i
Þar næst opnaði hann hlera í gólfinu og bauð gesti sín_
um 'að kíkja niður um opið. í gegn um það sá hann yfir öll
þorp í landinu þar sem hann bjó, og virtist sem þau væru
hvert við hliðina á öðru. Tunglkarlinn sýndi galdramann-
inurn því næst öll ríki veraldar og mselti:
„Sjáðu þarna hvar heljarstór hvalur liggur skammt
austian við þorpið þar sem þú býrð.“
Galdrakarlinn hafði ekki fyrr komið auga á þetta en
áköf löngun greip hann til að komast aftur niður til jarð-
arinnar.
Hann lét tunglkarlinn.binda sig í kaðal og seig svo aftur
niður á jörðina.
Strax er hann hafði jarðneskt land undir fótum, hljóp
hann af stað til þess að sækja hvalinn, sém hafði rekið.
. (Endirl7.sögu).
^ELIEVING GCOBCHy TO BE FAKINICr
Aa\NESIA,..THE jap commanper
HAS &IVEN HIM Á BEATING- ANP
ORPEK5 HIM ANP KATHÝ THROWN
INTO A PR’ISÖN HUT •
MYNDA-
SAGA
Japanski foringinn iheldur, að
Öm Elding sé að gera sér upp
minnisleysi, hefur barið hann
særðan og skipar, að honum og
Kötu verði varpað í fangakofa.
JAPANSKUR LIÐSFORINGI:
Hans hágöfgi mun halda að-
gerðinni afí'am við hentug-
leika. Gætið amerísku fang-
anna veL
KATA: Ó, Örn, hann sparkaði í
þig, hann mun drepa okkur og
við getum ekkert gert til þess
að afstýra því.
ANNAR FANGI: Ekki er ég
viss um það, frú mín góð, kál-
ið er ekki sopið, þótt í ausuna
sé komið. Annars heiti ég Will
Dolley. Komið þið sæl.