Alþýðublaðið - 03.10.1946, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.10.1946, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Alif meirihlula ulanríkismálaneíndar deilur síórveldanna. En þeim mun mikils-1 , verðara er fyrir ísland að j Ijúka þessu máli sem fyrst, þar sem Bandaríkin fyrir j réttu ári fóru þess á leit j að fá hér langæar her- j stöðvar. Þó að Islendingar synjuðu þeirri málaleitun eindregið, er þess eigi að dyljast, að mörg ríki vold- ugri en ísland hafa orðið | að þola slíkar búsifjar af sterkari nágranna, og var því mikils um vert, að sem fyrst fengist úr því skorið, að slíkar ráðagerðir væru úr sögunni og ákveðin tímamörk sett fyrir dvöl erlends herliðs í landinu. Samhliða því, sem sjálfsagt er áð vísa á bug kröfum um erlendar herstöðvar og alla þá íhlutun, er skert geti sjálfstæði landsins og full- veldi, er hitt einsætt, að ís- lendingar verða sem aðrar þjóðir að taka sanngjarnt til- lit til réttmætra óska og þarfa annarra, svo sem löngu er viðurkennt í skipt- um allra siðaðra þjóða. Nú stendur svo á, að ís- land er mikilsverður áfangi. á fiugleiðinni yfir norðanvert Atlantshaf. Ber öllum saman um, að hagkvæmast se . að láta ýmsar tegundir flugflutn inga fara yfir ísland. Hi.tt er og óumdeilanlegt, að öryggi allra flugferða áþessum leið- um verður miklum mun meira, ef fullkominn flugvöll ur er á íslandi, svo að þar megi. lenda í neyðartilfellum. Er því sízt of djúpt tekið í árinni, þótt sagt sé, að það sé velsæmisskylda af íslending- um áð sjá um, að hér á landi sé til a. m. k. einn full- komiinn flugvöllur. Á stríðs- árunum voru gerðir hér á landi tveir allstórir flugvell- ir, annar í Reykjavík, hinn á Reykjanesi nærri Kefla- vík. Er hann miklu stærri en Reykjavíkurflugvöllurinn og raunar fleiri en einn völlúr í einu flugvallahverfi. íslendingar hafa nú þegar að nokkru tekið við rekstri Reykjavíkurvallarins, en því fer mjög fjarri, að hann sé svo fullkominn sem skyldi. Eftir þeim litlu gögnum, sem fyrir liggja í þeim efnum, þarfnast völlurinn enn mik- illar stækkunar, ef hann á að verða talinn sæmilegur At- lantshafsflugvöllur. Mun stækkun hans kosta milljóna- tugi, gera nauðsynleg niður- nif 30 íbúðarhúsa auk æði margra annarra bygginga, og þó aldrei. fá því áorkað, að vollurinn verði svo góður sem skýldi. Segir í skýrslu flug- málaráðherra um þetta efni, að fullnaðaruppdrættir liggi enn ekki fyrir og enginn á- ætlun um það, hverju þurfi til að kosta til þess að gera Reykjavíkurflugvöllinn full- komiinn á alþjóðavísu, og segir síðan orðrétt: „en víst er, að slíkar stórfelldar end- urbætur á Reykjavíkurflug- vellinum verði aðeins gerðar, ef alþjóðafé kemur til að verulegu leyti.“ En þá er þess að gæta, að enginn al- þjóðasjóður er fy^ir hendi, sem veiti slíka styrki,, heldur mundi verða undir högg að sækja hjá stjórnum einstakra ríkja um fjárframlög í þessu skyni, enda mundu þær þá geta sett þau skilyrði, er þeim sýndist. Hitt ógnar áreiðan- lega mörgum íslendingum, ef eini flugvöllur landsins, sá sem starfræktur væri. fyrir stórar flugvélar, ætti að vera inni í miðri höfuðborg lands- ins. Sýnist mönnum hættunni þar með ærið gálauslega boð- ið heim. * Rreynsla íslendinga af rekstri flugvalla er enn harla lítil. í fjárlögum þessa árs eru 600 000 kr. ætlaðar til flugvallagerð- ar, reksturs flugvalla og lendingarbóta. Það, sem af er þessu ári, hefur nú þeg- ar verið ávísað á Reykja- víkurvöllinn einan 2,459,0) kr., og er það raunar ekki ' allt greitt enn. En í næsta árs f járlögum hefur flugmálastjóri óskað, að til rekstrar Reykjavík- ur-vallarins yrði veittar 3,150,00 króna, og áætlar hann einungis 600,00 kr. tekjur til að vega þar á1 móti, og er í þeirri upphæð ekkert áætlað til nýrra tækja, stækkana o. þ. h. í skýrslu sinni gerir flug- málaráðherra að vísu lítið úr kostnaði við rekstur Keflavík urvallarins, ef hann verði ein göngu eða aðallega rekinn sem neyðarhöfn í sambafidi við Reykjavíkurflugvöllinn sem aðalvöll. En hvort tveggja er, að ekki er æski- legt, að Reykjavíkur-völlur- inn verði aðalflugvöllur landsins, og að ráðherrann gerir ráð fyrir, að ef veruleg starfræksla verði á Keflavík- urvellinum, þurfi til hennar „alþjóðlegt rekstrartillag", sem þá þyrfti að semja við einstakar erlendar þjóði.r um, eins og áður greinir. Öll atvik í sambandi við st jórn þessara mála eru yf- irleitt slík, að augljóst er, að íslendingar eiga mikið eftir að læra um þau, og er það eigi annað en eðli máls ins samkvæmt. Að svo vöxnu máli fer því þess vegna fjarri, að íslendingar séu þess við- búnir að taka einir við rékstri Keflavíkur-vallar- ins og halda honmn við með sæmilegum hætti. Stjórn Bandaríkjanna held ur því hins vegar fram, að vegna skyldu sinnar til her- stjórnar og eftirlits í Þýzka- landi. sé sér mikil nauðsyn að halda afnotum Keflavíkur- vaiarins, sem gerður var fyr- ir fé Bandaríkjanna. Hefur Bandaríkjastjórn einmitt fært fram þessa nauðsyn sína fyrir því, að hún hefur enn eigi flutt allan liðsafla sinn burt af landi. héðan. Stjórn Stóra-Bretlands hefur einnig látið uppi við íslenzku ríkis- stjórnina, að hún teldi þessa nauðsyn Bandaríkjanna vera mikla. Munu þeir og vera fá- ir, sem treysta sér með öllu tál að neita þessari nauðsyn og synja þess algerlega, að við henni verði orðið. Mundi vegur tslands og áreiðanlega sízt vaxa við það, ef landsmenn neituðu að verða við þeim óskum, er tryggja sæmilegt öryggi á flugleiðum um norðan- vert Atlantshaf, á meðan þeir eru þess ekki viðbúnir að taka sjálfir að öllu við rekstri vallarins. Það, sem nú hefur veri.ð sagt, skýrir að nokkru, af hverju um það er samið í samningi þeim, er nú er til athugunar, annars vegna að Bandaríkin skuli hið bráð-1 asta flytja brott af landinu allan herafla sinn og sjóher, en hins vegar öðlast tíma- bundinn og takmarkaðan af- notarétt af Keflavíkurflug- vellánum. Einstakar greinar samn- ingsfrumvarpsins hafa sætt’ mikilli gagnrýni, og skal því gerð nokkur grein fyrir þeim og breytingartillögunum, í sem fyrir liggja. 1. greinin er nauðsynleg alveg án tillits til ágreinings um það, hvenær herinn sé skyldur til að hverfa héðan af landi brott, því að ýms fleiri atriði eru í sáttmálan- um, og þarf því að segja til um, hvenær hann skuli í heild falla úr gildi. 2. greinin fjallar einungis um afhending Keflavíkur- vallarins til Islendinga, og getur efni hennar ekki vald- ið ágreiningi. 3. gr. upphaflega samnings frumvarpsins hefur sætt þeirni gagnrýni, að hún tak- markaði rétt íslendinga yfir landi sínu. Sú aðfinning er að vísu á misskilningi byggð, en þar sem greinin hefur valdið ágreiningi og er efní sínu sam kvæmt óþörf, er lagt til, að hún sé felld niður. 4. gr., sem verður 3. gr., hef ur verið ranglega túlkuð. lagt er til, að orðalagi henn- ar verði breytt svo, að eigi verði um það vi.llzt, að allur her eigi að vera horfinn af landinu innan 180 daga. Var það ætíð tilætlunin. Þess skal getið að þar sem í greininni er talað um herlið og sjólið, þá er þar inni falið fluglið, þar sem það er ekki sérstakur liðs afli, heldur heyrir til hinum almenna her Bandaríkjanna. í 5 gr. er annað höfuðá- kvæði samningsins, sem sé það, að Bandaríkjunum eru veitt viss réttindi á flugvell- 'inum við Keflavík í sambandi. við herstjórn þeirra og eftir- lit í Þýzkalandi. Réttindin eru berum orðum takmörk- uð við þessa skyldu Banda- ríkjanna. Öll önnur not Bandaríkjannaaf vellinum eru því óheimil samkvæmt þessum samningi. Hins veg- ar eru þessi not slík, að á- kvæði loftferðasamningsins við Bandaríkin frá 1945 eru ekki fullnægjandi, því að hann fjallar einungis um við- skiptaflug. En þessi. grein ræð ir einmitt um afnot flugfara, sem rekin eru af Bandaríkj- unum í sambandi við her- stjórn þeirra í Þýzkalandi. Því hefur verið haldið fram, að með þessu ákvæði væri Bandaríkjunum gert mögulegt að stofna hér her stöð. Þetta er fjarstæða. í sambandi við herstjórn og eftirlit Bandaríkjanna í Þýzkalandi þarf enga her- stöð á íslandi. Og er hún þegar af þeirri ástæðu ó- heimil skv. þessum samn: ingi, og mundi það vera hreint samningsrof, sam- bærilegt við óheimila her- toku landsins, ef henni væri komið upp undir yfir- varpi þessa samnings. Ef , gert er ráð fyrir slí.ku rétt- arbroti Bandaríkjanna, er það hið sama og sagt væri, að þau væru í raun réttri ósamningshæf, og mundi ísland vafalaust vera eina ríkið í veröldinni sem slíka afstöðu tæki gegn þessu mikla og volduga menn- ingarríki. Ef menn líta svo á, að þau afnot, sem hér eru vei.tt, jafn gildi herstöð, yrðu menn með sama hætti að telja, að um- ferðaréttur skv. 43. gr. sátt- mála Sameinuðu þjóðanna væri herstöð, og hefur eng- inn enn haldið slíku fram, enda hefði þá verið ómögu- legt fyrir íslendinga að óska þess að ganga í félag Sam- einuðu þjóðanna samtímis því, sem þeir lýstu yfir, að þeir vildu engar herstöðvar í landi sínu. í sambandi við hi.nn tak- markaða umferðarétt, sem Bandaríkjunum er heimilað- ur um Keflavíkurvöllinn, er nauðsynlegt að sjá svo um, að völlurinri verði rekinn. Svo sem þegar er sagt, þá eru íslendingar enn ei.gi þess bún ir að taka einir við rek'stri vallarins. Bandaríkjunum er því heimilað að halda uppi. á eigin kostnað, beinlínis eða á sína ábyrgð, þeirri starfsemi, þeim tækjum og því starfs- liði, sem nauðsynlegt kann að vera til slíkra afnota. Upp- .haflega var eigi berum orð- um tekið fram, að allt þetta ætti einungis vi.ð Keflavíkur- völlinn einan, svo sem aug- Ijóat var þó eftir eðli máls- ins, og er það nú fært í það horf, að enginn efi kemst að. Svo er ráð fyrir gert, að Bandaríkin geti ýmist látið sína eigin starfsmenn annast þessi störf eða falið þau t. d. flugfélagi á sína ábyrgð. En hvort heldur er, þá er þarna einungis um að ræða venju lega borgara, en ekki her- menn, og auðvitað eru öll her virki á sjálfum vellinum ó- heimil, því að ekki eru þau nauðsynleg hér uppi á ís- landi. vegna umferðarréttar í sambandi við herstjórn og eft irlit Bandaríkjastjórnar í Þýzkalandi. Það skiptir meginmáli um réttarstöðu þessara manna, að þeir eru ekki hermenn, helduf venjulegir borgarar. Af þessum sökum lenda þeir að öllu undir íslenzkri lög- sögn, lúta íslenzkum dóm- stólum, íslenzkri lögreglu o. s. frv. Þeir þurfa hér bæði landvistarleyfi og atvinnu- Fimmtudagur, 3. okt. 1946. leyfi og er íslenzku stjórninni þar með fengin hemill á, að eigi dvelji hér fleiri menn í þessu skyni en nauðsynlegt er að hennar dómi. Ef hún misbeitir því valdi sínu, verð- ur hún hins vegar að hlíta þeirri meðferð, sem við ligg- ur, ef samningurinn er rof- inn. Mundi úrskurður i því efni annað hvort koma undir gerðardóm skv. gerðardóms- samningi milli ríkjanna frá því 1930, eða lúta þeim regl- um, er gilda um slíkan á- greining skv. reglum hinna sameinuðu þjóða. Þá er það eigi síður ótví- rætt, að vegna yfirráða ís- lands á íslenzkri grund og eignarréttar landsins á sjálf- um vellinum, er Bandarikja- stjórn óheimilt að_gera þar önnur mannvirki eða stækk- anir á vellinum aðrar en is- lenzka stjórnin samþykkir. Um þau flugför og áhafn- ir, sem lenda á vellinum i sambandi við herstjórn Bandaríkjanna og eftirlit i Þýzkalandi gilda sérreglur. A. m. k. sumt af þeim flug- förum mundi verða hf>Caö- arvélar, og felst í 3. málsl. 4. gr. (áður 5. gr.), að um þær og áhafnir þeirra fari að al- þjóðalögum, en þar eru sett- ar ýtarlegar reglur um þetta efni, og er ekki fært að lúta öðrum reglum en þeim, ef menn á annað borð vilja leyfa þesum vélum hér við- komu. Eðlilegt er, að engin lend- ingargjöld séu greidd af þessum vélum, þar sem á- kveðið er, að Bandarikin skuli ein greiða allan kostn- að við fyrirgreiðslu þá og lendingarmöguleika, sem þeim eru látnir í té. í þessari grein og 8. gr, eru fyrirmæli, er tryggja það, að enginn kostnaður af rekstri og viðhaldi vallarins lendi á rikissjóði íslands umfram bað, sem ríkisstjórnin sam- þykkir. Hins vegar hefur ætíð ver- ið ætlazt til, að völlurinn lyti íslenzkri stjórn og aðstaða Bandarikjamanna þar yrði svipuð sem t. d. útggrðar- fyrirtækis, sem fær afgreiðslu pláss og athafnamöguleika i v enjulegri höfn. Slík aðstaða haggar í engu stjórn né eftir- liti h.'^ arstj órans og þvi síður að hún skerði í nokkru yfirráð lljegra yfirvalda á staðnum. Til þess að taka af öll tvímæli í þessu er lagt til, að samþykkt verði ný 5. gr. svo hljóðandi: Hvorki ákvæðin í næstu grein á undan né nein önnur fyrir- mæli þessa samnirigs raska fullveldisrétti né úrslita- yfirráðum lýðveldisins ís- lands varðandi umráð og rekstur vallarins og mann- virkjagerð eða athafnir þar. — í samræmi við þetta er lagt til, að niður- lag 7. gr. samningsfrv. falli niður, því að það verður ó- þarft skv. þessu. Ákvæðum 6. gr. er breytt svo, að réttur íslendinga til þjálfunar í rekstri flugvallar ins er gerður mun ótvíræðari, en var skv. upphaflega frum- varpinu. Orðalagi fyrri hluta 7. gr. er breytt svo, að nú verður ótvírætt, að það er íslenzka stjórnin, sem setur reglur um rekstur, örýggi o. þ. h. á vell- inum, en eðli málsins skv.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.