Alþýðublaðið - 13.10.1946, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.10.1946, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ8Ð Sunnudagur, 13. okt 1946. Avarp biskups og préfasfa lasidsifts: heldur fyrstu IBOLYKA ZILZER sína í Gamla Bíó miðvikudaginn 16. október klukkan 7.15 síðdegis. — Viðfangsefni verða m. a. eftir: HANDEL — MOZAR.T — PAGANINI — J. SUK og hinn dásamlegi E-Moll-Consert MENDELSSOHNS. Við hljóðfærið: Dr. Vicíor v. Urbantschitsch. Aðgöngumiðar verða seldir í Hljóðfæraverzluninni Drangey, Laugavegi 58 og í Bókaverzluh Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 4. BISKUP ÍSLANDS boðaði tii prófastafundar í Reykja- vík dagana 8.—10. október s. 1., til þess að ræða um kirkju- og menningarmál. Sátu fundinn 16 prófastar víðs vegar af landinu. Fundurinn stóð yfir í þrjá daga. Voru mörg mál rædd, og mikill áhugi og eining ríkjandi á fundinum. Umboðsmenn Tryggingasfofnunar ríkisins Umdæmi: Umboðsmenn: Reykjavík .............. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Hafnarfjörður .......... Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar. Gullbr. og Kjósarsýsla . . Guðm. í. Guðmundsson, bæjarfógeti, Hafnarf. Akranes ................ Sjúkrasamlag Akraness. Borgarfjarðar- og Mýras. Jón Steingrímsson, sýslum. Borgarnesi. Snæfellsness- og Hnappa- dalssýsla ........... Kristján Steingrímsson, sýslúm. Stykkish. Dalasýsla .............. Þorsteinn Þorsteinsson, sýslum. Búðardal. Austur- og Vestur- Barða- strandasýsla ........ Jóhann Skaptason, sýslum. Patreksfirði. Vestur-Norður- ísafj.s. og ísafjörður .......... Jóh. Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti, ísafirði. Strandasýsla ........... Jóh. Salberg Guðmundsson, sýslum. Hólmavík. Vestur- og Austur- Húna- vatnssýsla Guðbrandur ísberg, sýslum. Blönduósi. Skagafjarðarsýsla ...... Sigurður Sigurðsson, sýslum. Sauðárkróki. Siglufjörður ........... Sjúkrasamlag Siglufjarðar. Ólafsfjörður ........... Sjúkrasamlag Ólafsfjarðar. Eyjafjarðarsýsla ....... Friðjón Skarphéðinsson, bæjarf. Akureyri. Akureyri ............... Sjúkrasamlag Akureyrar. Norður- og Suður- Þing- eyjarsýsla .......... Júlíus Havsteen, sýslumaður, Húsavík. Norður-Múlasýsla og Seyð- isfjörður ........... Hjálmar Vilhjálmsson, bæjarfógeti, Seyðisf. Suður-Múlasýsla ........ Kristinn Júlíusson, sýslum. Eskifirði, Neskaupstaður .......... Sjúkrasamlag Neskaupstaðar. Austur- og Vestur- Skafta- fellssýsla .......... Gísli Sveinsson, sýslum. Vík, Myrdal. Rangárvallasýsla ....... Björn Björnsson, sýslum. Hvolsvélli Árnessýsla ............. Páll Hallgrímsson, sýslum. Selfossi Vestmannaeyjar ......... Sjúkrasamlag Vestmannaeyja. Reykjavík, 14. október 1946. Prófasíarnir samþykktu í einu hljóði og undirrituðu svohljóðandi ávarp til þjóð- arinnar: „Prófastar landsins, saman komrfr í Reykjavík, undir forsæti biskups, hafa rætt samei'ginlega kristilegt og menningarlegt ástand þjóð- arinnar og komið sér saman um eftirfarandi ávarp: Vér teljum, að yfir þjóð vora gangi nú mjög varhuga- verðir tímar í andlegu, sið- ferðilegu og menningarlegu tilliti. Vér íslendingar förum ekki varhluta af þeim afleið- ingum styrjaldarinnar, sem hættulegastar munu reynast þjóðunum, stefnu- og sinnu- leysi í andlegum efnum, losi í siðum og upplausn í menn- ingarlegum störfum. Sú j tröðkun á öllum menningar- og siðferðishugsjónum, sem alger styrjöld jafnan er, — hefur skilið eftir sín ægilegu spor með öllum þjóðum heims og einnig í þjóðlífi voru. Þetta kemur m. a. fram í virðingar- og kæruleysi fyrri hreinni siðferðilegri breytni, í sinnuleysi um trú og lífsstefnu og reikulu fálmi í flestri. menningarlegri við- leitni. Skemmtanalíf þjóðar- innar er sjúkt, siðferðisvit- undin sljó, meðferð á efna- legum verðmætum hirðulaus og allt andlegt líf mjög á reiki,. — Vér teljum, að af þessu sé hinn mesti háski bú- inn fullveldi, frelsi og þroska þjóðarinnar. En undirstaða velfarnaðar hennar er fyrst i og fremst andlega heilir og |sterkir einstaklingar, — og jþað því fremur, sem þjóðin j er fámennari og smærri. — j Vér getum ekki hervæðst j fyrir framtíðarfrelsi og hei.ll ! þjóðar vorrar nema á einn veg, að vér gerumst sjálf, all- ir einstaklingar þjóðarinnar, meiri menn og betri.. Og það er sannfæring vor allra, að þar sé sannur kristindómur áhrifamestur. Boðun hans og lífsskoðun er enn sá eini grundvöllur, sem frelsi og hamingja þjóða og einstakl- inga verður á reist. Fyrir því beinum vér þeirri áskorun til þjóðarinnar allr- ar, að styðja og styrkja kristilegt starf, ekki aðeins í orði heldur og í verki. — Vér skorum á alla söfnuði lands- ins, að samstilla einhuga krafta sína, til að vekja kristi fegt líf og starf, — að sækja kirkjur sínar og styðja hverja viðleitni, sem verðá má til áukins andlegs lifs. — Og um fram allt skorum vér á alla starfsmenn kirkju vorrar, að hefja nýja markvissa sókn í starfi sínu, Rækjum trúlega skyldu vora við þjóð vora og Drottinrj vorn, —- og biðjum hann að opna oss nýjar og hýjar dyr, til að flytja boð- skap hans og þjóna honuni. Þjóð vor hefur gert. oss kleift, að helga köllunarstarfi voru alla krafta vora, — og hún á því kröfu á, að vér gerum jþað. Leitum nýrra leiða, hef jum nýja viðleitni sem víðast, og biðjum Guð um samstarfs- menn með söfnuðum vorum, og minnumst þess nú, sem fyrr, að þess eins er af oss krafizt, að sérhver reynist trúr.“ Sigurgeir Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Bergur Björnsson, Eiríkur Helgason, Guðbr. Björnsson, Hálfdán Helga- son, Jón Þorvarðarson, Pétur Oddsson, Sveinbjörn Högna- son, Friðrik J. Rafnar, Einar Sturlaugsson, Friðrik A. Frið riksson, Haraldur Jónasson, Jakob Einarsson, Jósef Jóns- son, Sigurjón Guðjónsson, Þorsteinn Jóhannesson. nn -4 ’■< I J.Vli .L-JA-aj Esja Áætlunarferðir austur um land til ‘Siglufjarðar ag A)kureyrar seint í þess- ari viku. Flutningi til hafna frá Djúpavík til Húsayíkur óskast skilað á tnánudag og þriðjudag, og pantaðir farseðlar sóttir á miðvikudag. til Þingeyrar, Flateyrar og Súgandafjarðar. Vöru- móttaka á mánudag og þiðjudag. Esperantistafélagið Auroro gengst fyrir námskeiði í Esperanto í vetur. Ráðgert er, að þeir þátttakendur, sem það geta, fari sameiginlega utanför í næsta sumar- leyfi. Þátttökugjald er 80 kr. fyrir 40 kennslu- stundir og greiðist í byrjun. Þátttökubeiðnir send' ist til Esperantistafél. Auroro, pósthólf 1081, fyrir 18. þ. m. Upplýsingar i síma 5075 aðeins milli kl. 5 og 8 og á Bergstaastræti 30 B eftir kl. 7 til 18 þ. m.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.