Alþýðublaðið - 13.10.1946, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.10.1946, Blaðsíða 5
SunnudaguV, 13. okt 1946 Palestíniivaiitiániálill. nýbyggingu í Palestínu, og þeir vilja vei'.a 500 000 heim- Kortið sýnir Palestínu'. A er eyjan Kyprus, en þangað hafa Bretar sent flóttamenn, sem vís að er frá Palestínu. B' eí hafnar og olíuborgin Haifa, og C ér Jerúsalem. PALESTÍNÁ er eitt erfiðasta vandamáli sém stjórnmála- menn heimsins verða: að glíma við. Gyðingar og Arab ar deila og stríða um stjórn landsins, en Bretar hafa þar her, sem reynir að halda uppi reglu, og hefur við'það feng- ið báða aðilana á móti sér. Engin lausn virðist vera í vændum, og naerri liggur, að mál þessi verði að deiluefni milli Breta og Bandaríkja- manna. TIL ÞESS AÐ SKILJA þetta vandamál verðum við fyrst að líta á sögu íþess. Hún byrj- ar árið 1897, er Gyðingurinn Theodore Herzl stofnaði Zíónistahreyfinguna til að finna Gyðingum heimaland í Palestínu. Landið var þá hluti af Tyrkjaveldi, en þeir missíu það í fyrri heimstyrj- öldinni. Bretar hvöttu þá ■bæði Araba og Gyð- inga til stuðnings við si'g, og utanríkisráðherra þeirra Balfour lávarður, gaf í nóv- ember 1917 út hina frægu og umdeildu Balfour yfirlýs- ingu, þar sem hann lýsti brezku stjórnina fylgjandi því, að Palestína yrði þjóð- heimili Gyðinga. EFTIR STYRJÖLDINA var Bretum falið að stjórnaPalest ínu í umboði þjóð'abandalags ins, og komust þeir þá brátt aS því, að ástandið í landinu var að verða flókið vanda- mál. Árið 1939 lagði brezka stjórnin til, að Palestína sliyldi innan 10 ára verða stjálfstætt ríki, én taldi um leið, að takmarka yrði inn- fiutning Gyðinga í landið. Voru þá 'um 1 033 000 Arab- ar í landinu, 550 000 Gyðing ar og um 200 000 af öðrum þjóðurn. MEÐ ÞESSARI stefnu telja Gyð ingar, að Bretar hafi svik- i'ð sig og brugðizt Balfour yf- irlýsingunni. Þeir eru færri en 'betur menntir og toúa við betri lífsskilyrði en Arabarn- ir, og þeir vilja flestir aukinn insrflutning Gyðinga til að styakja aðstöðu sína. Auðug- rr Gyðingar um heim allan haía eytt stórfé til styrktar ilislausum Gyðingum, sem nú eru í Evrópu, nýtt föðurland þar. ARABAR SEGJA HINS VEG- AR, að Fialestlna ðé þeirra lar.d, þeir hafi 'búið þar öld- um saman og séu þar í mikl- um meirihluta. Þeir segja að Bretar hafi lofað {jeim sjálf- staéði í fýrri Méimsstyrjöld- inrii, 'en svikið það og stutt- innflutning Gyðinga. Araba- ríki eiiis og Egýptaland, Iraq, Transjórda'nia' dg: Saudi-Ara- 'bía stýðja þénnan málstað og fylgjast nágvæmlega með við burðum í Palestmu. B.RETUM ER EKKERT YNDI af að spreyta sig við þet’ta vandariiál, en það eru gild- ar ástæður fyrir því, að þeir hafa her sinn í Palestinu, og reyna að halda þar friði. Þéir vilja vernda ítök sín í hinum miklu olíulöndum við Miðj- arðárhafsbotn, og nú, er þéir verða að flytja ber sinn frá Egyptalandi, toemur þeim vél' að geta haft her í Palestínu. Hernaðarlega landsins er stór mikilvæg. ÞAÐ ER TALAÐ UM þrjár hugsanlegar leiðir til að leysa þetta mik’la vandamál: 1) Bjartsýnir menn (en þeir eru fáir í þessu mál) vona, að Ara toar og Gyðingar muni friðk- ast og síðarmeir lifa í frið- samlegri sambúð. 2) Hugsan- legt er að gera Palestínu að bandaríki, og láta Araiba ráða iSumum ríkjunum, en Gyð- inga hinum. 3) Hugsanlegt er einnig að skipta landinu í tvö sjálfstæð ríki, með nökkru alþjóðasvæði. En það er ekki búizt við að neinn aðili yrði ánægður með tvær síðarnefhdu lausnirnar, og verið er að reyna að finna einhvern milliveg. TRUMAN FORSETI hefur lagt mikla áherzlu á, að 100 000 Gyðingar yrðu þegar fluttir til Pales.tínu, og eru það amerikskir Gyðingar, margir 4 og sterkir, sem eiga þar hlut að máli. Bretar vita hins veg ar, að slíkt mundi leiða til nýrra og slæmra óeirða, og neita að fallast á þetta nema Bandaríkin sendi hersveitir iþerm tll aðstoðar. Ólíklegt er að amerikska þingið leyfi það, enda nntndi Aröbum líka stórilla. BRETAR REYNDU að efna ti\ ráðstefnu í London um þessi :mál, en Gyð'ingar neituðu að mæta þiar, svo að fresta varð ráðistefnunni þar til í desem- ber. Ef frekari óeirðir verða í Palestínu, -— ef Band'aríkin ítreka kröfur um að meiri innflutningur verði leyfður til landsins, getur svo farið, að deilan um landið helga ver-'.ni og Ara'baríkin biðji sameinuðu þjóðirnar að rann ;saka málið. En jafnvel þótt svo fari, eru efcki líkur á lausn þessarra mála í bráð. bgr. Nýju og geinlu dansarnir í G.T.-húsinu í kvöld kl. 10. — Aðgöirgumiðar seldir frá kl. 6.30 e. h. ALÞYÐUBLAÐSÐ Tirkynning frá Tryggingasfofnun ríkisins Um næstu ár-amót hefjast greiðslur böta sam'kvæmt hinum nýju lögum um almanna'tryggingar. A’llir þeir, sem telja sig eiga rétt til bóta, gefa sótt um- þær á þ-ar til gerð syðublöð. Eyðublöðin verða afhenit í skrifstöfum uimboðsmanna Tryggingasitofn- unar ríkisins. Bætur þær, sem úrskurðaðar verða nú í h'aust, eru: ELLILÍPEYKÍR, örorkulífeyris, örorkustyrkur, barnalífeyr- IR OG FJÖLSKYLDUBÆTUR. Um réttihn til þessara bóta gilda í höf'uð'dr'át'tu'm eftirfarandi reglur: ELLI OG ÖRORKULÍFEYRIR. Rétt' til ellilífeyris eiga þeir, sem eru 67 ára og. eldri. Rétt iti-l' örorfeulifeyris eiga öryrkjar á aldrinum 16—67 ára og sem hafa missit 75% starfsgetu sinnar eða meira. Lífeyrir greiðist þó ekki, ef umsækjandí nýtur lífeyris eða eftirlauna af opinberu fé eða úr opinberum sjóðum, er sé að minnsta kosti jafn hár lífeyri samkvæœt lö'gúriuim. Lífeyririnn lækkar, ef .umsækjandi hefur aðrar tekjur, sem eru hærri en lífeyririnn og fellur niður, ef ‘þær eru jafn háar þrefölduim lífeyri. Heimilt er að hækka lífeyrinn uim allt að 40%, ef umsækjandi þarfnast sér- stakrar umönnunar sökum sjúkleika eða eMilasléika. Um slíka hækkun skal sækja lérstakléga. . Heimiit er einnig að veita bætur eiginkonu elili- eða örorkulífeyrisþega, sam- kværot umeókn, þótt hún sé ekki fullra 67 ára eðá öryrki. Bætur þessar eru lægri en elli- og örorkulíffeyrir og má því aðeins veita að þess- sé talin þörf að und- angenginni rannsókn á fjárhag umsSekjenda. ÖRORKUSTYRKUR. Öryrkjar, sem misst hafa 50—75% starfsgetu sinnar, geta sótt um örorkustyrk, er Tryggingastofnuninni heimilt að veita ailt að 400.000.00 kr. auk verðlagsuppbót- ar árlega til styrktar slikum mönnum, samkvæmt reglugerð, sem um þetta verð- ur sett.' Umsóknir utn örorkustyrk verða að berast fyrir 1. des. n.k., ef þær eiga að verða teknar til greina. BARNALÍFEYRIR. Rétt til barnalífeyris eiga: a. ellilífeyfisþegar, örorkulífeyrisþegar og ekkjur, sem hafa á framfæri börn sín innan 16 ára, þar með talin stjúpbörn og kjörbörn. Ebkja telst í þessu sam- banidi einnig kona, þótt ógift hafi verið, hafi hún búið með hinum látna í 2 ár samfleytt og átt börn með honum, enda hafi bæði verið ógift og maðurinn séð um framfærslu konunnar og barnanna. Ef maki umsækjanda er vinnufær og hefur verulega tekjur, er barnalífeyi’ir þó ekki greiddur, nema sérstaklega st-andi á. Lífeyrir með kjörbörnum er «ð jafnaði ekki greiddur nema þau hafi verið á framfæri hlutaðeigandi í minnsta kosti 5 ár. Loks gstur barnalífeyrir lækkað vegna tekna umsækjanda og sjálfstseðra tekna barna. b. Munaðarlaus börn, þ. e. börn innan 16 ára sem misst bafa báða foreldra sína og ekki 'hafa aðra fyrirvinnu. Lífeyrir slíkra barna má hækka um 50%, ef sér- staklega stendur ;á. c. Kona, sem eiginmaður hefur yfirgefið, án þess að tryggja henni og bömum þeirra nægilegan framfærslueyri, enda sé ókunnugt um að 6 mánuðumi liðnum ■frá 'því maðurinrt fór að heiman livort hann er á lífi. d. Mæður 'ósikilgetinna barrn og fráskildar konur, sem fá úrskurð yfirvalds með börnum sínu-m, geta snúið sér til umboðsmanna Tryggingastofnuniarinnar og fengið liífeyririnn greiddan þar. Heimilt er að greiða“bárn.alífeyri: a. ekfcli, ef fyrirsjáanlegt er að tekjur hans hrökkva ekki til að sjá heimilinu farborða. Ekkill fær þó aldrei meira en hálfan bern-aiífeyri. b. Giftri konu, ef maður hennar hefur verið dæmdur til fangeleisvistar eða úr- skurðeður á drykkjumainnahæli eða aðra hliðstæða stofnun. FJÖLSKYLDUBÆTUR. Rétt til f jölskyldubóta eiga foreldrar, sem hafa á framfæri sánu 4 börn sín eða fleiri -innan 16 ára aldurs. Þar með talin stjúpbörn og kjörbörn og eru bætumar greiddar með hverju barni, sem eru umfram 3 1 fjölskyldu. Heimilt er að -greiða fjölskyldubætur vegna fÓEturbama, ef samiað er, að þau séu raunverulega á framfæri fósturforeldra. Þeir, sem njóta vilja framangreindra bóta og telja sig eiga rétt til þeirra frá og með 1. janúar n.k., skulu skila umsóknu'm til umboðsmanns Tryggingastofnun.ar- innar hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. des. n.-k. Þeir, sem síðar öðlast rétt til bót- ann-a, skulu senda umséknir sánar, þegar þeir uppfylla skilyrðin, til þess að geta not- ið 'þeirra. í kaup'Stöðum haf-a sjúfcrasamlögin umboðsstörf fyrir Tryggingastofnu'nina (á Seyðisfirði og ísafirði þó bæjarfógeti), en i kauptúnum og sveitum sýslumenn eða umboðsmenn þeirra, í hinum einstöku sveitafélögum. Þessir aðilar iáta í té eyðu- blöð 'fyrir umsóknir og veita um9Óknum viðtöku. Síðar verður auglýst eftir umsóknum um aðrar tegundir bóta. Fæðingarvottorð og örorkuvottorð veroa að fylgja umsóknunum, hafi þau ekki verið lögð fram áður í sambandi við umsókn um bætur, samkvæmt lögum um Alþýðutryggingar. Eyðublöð undir umsóknir um bætur hafa nú verið send til aílra umboðs- m.anna vorra. í Reykjavík er hægt að fá eyðublöð í skrifstpíu Sjúkrasamlags Reykjavíkur frá og með mánudeginum 14. okt. og úti um land eftir því, sem þau berast umboðsmörinum næstu daga og verður það auglýst í blöðum úti um land. Reykjavik, 14. okt. 1846. TRYGGÍNGASTOFNUN RÍ-KIS5NS. f: í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.