Alþýðublaðið - 09.11.1946, Blaðsíða 3
Laugardagur, 9. nóv. 1946.
ALÞÝÐUBLAÐJÐ
s
f
Efíir Benedikt Gröndal
STRÍÐ er án efa mesta böl
mannkynsins. ,Svo langt aft-
'Ur í tímann, sem sagan nær,
hafa mennirnir barizt hverjir
við aðra, einstaklingar, smáir
og stórir hópar, og heilar
þjóðir. Margar hugmyndir
hafa komið fram um orsakir
stríða og styrjalda mann-
kynsins, en engin þeirra virð-
ist vera algild eða að fullu
rétt. Sumir kenna hinu illa
‘eðli mannsins um, aðrir telja
til einstakar orsakir og kenna
þeim allt. Svo mikið er þó ó-
hætt að segja, að maðurinn
virðist hafa stöðugar hvatir
og viija til breytinga, en við
þessar breytingar rekast
hagsmunir einstaklinga og
þjióða á. Slíkir árekstrar og
deilur leiða svo tiŒ styrjalda.
Fyrsta vandamálið er þvi að
íinna öruggan grundvöll til
að leysa slíkar deilur á frið-
saman og ilöglegan hátt. Þetta
er aðeins hægt að gera á
tvennan hátt: 1) með því að
ein þjóð ráði heiminum, eins
og var á dögum Rómverja,
en þá er hætt við að lög verði
litið annað en vilji valdhaf-
ans. 2) með þvi að þjóðir
heimsins geri með sér samtök
um að leysa deilumál sín
friðsamlega, og setjia upp
sterkt bandalag, sem allar
þjóðir liytu og hlýddu, og
gæti hegnt þeim, sem brytu
af sér.
Síðast liðin 26 ár hafa ver-
ið gerðar tvær tilraunir til
hins síðara, í bæði skiptin
eftir styrjöld, sem sennilega
hefði leitt til fyrri möguleik
ans, ef úrslit hefðu orðið
önnur en þau i raun og veru
urðu. Eftir fyrri heimsstyrj-
öldina var þjóðabandalagið
stofnað undir forystu forseta
Bandaríkjamanna, hugsjóna-
mannsins Woodrow Wilsons.
Þá var byrjað seint á undir-
búningi bandaŒagsins, og full-
trúar stórveldanna á friðar-
fundinum í Paris 1919 unnu
að samningum við hinar sigr
uðu þjóðir á daginn, en skrif-
uðu sáttmála þjóðabanda-
lagsins á kvöldin og nóttunni-
Þessi sáttmáli var svo gerður
bluti af Versalasamningun-
•um, og hið nýja bandalag hóf
göngu sína. Þao hlaut fyrsta
áfall sitt, er Bandaríkin
brugðust skuildbindingum
forsetans og neituðu að gerast
meðlimur.
Hér er ekki rúm til að
rekja feril þjóðabandalagsins
eða ástæðurnar til þess, að
það reyndist ekki hlutverki
sínu vaxið. En það var mikil
og einstæð tilraun í sögu
mannkynsins, þótt hún tæk-
ist ekki að fullu. Það var ekki
hægt að 'búast við, að svo
stórt skref á þroskabraut
man.nsins yrði stigið í einu
vetfangi.
Þegar þjóðabandalaginu
tókst ekki að stöðva innrás
ítala í Abessiníu eða hervæð-
ingu Rínarlandanna, varð
auðséð, að lýðræðisþjóðir
heimsins mundu fyrr eða sið-
ar verða að taka upp vopn, ef
þær viOdu ekki lúta kúgunar-
valdi. í september 1939
brauzt síðari heimsstyrjöld-
in út, og um tveggja ára
skeið óðu herskarar árásar-
þjóðanma land úr landi. Bret-
Um sameinuðu þjóðirnar, I
ersalir - San
ÍSLENZKA ,'LÝÐVELD-
IÐ verður í dag formlega
tekið í sameinuðu þjóð-
irnar. í þvi tilefni mun
Alþýðublaðið birta nokkr-
ar greinar eftir Benedikt
Gröndal um bandalag
hinna sameinuðu þjóða,
skipun þess og þýðingu
fyrir ísland. t—• Myndin i
fyrirsögninni er merki
sameinuðu þjóðanna.
land stóð eitt, Japanir voru
við strendur Ásralíu. Þá var
'það 1. janúar 1942, að helztu
þjóðir bandamanna gáfu út
yfirlýsingu um stofnun sam-
einuðu þjóðanna. Þjóðir þess-
ar bundust því heitorði, að
semja ekki frið við óvinina
hver í sínu lagi, og þær féll-
ust á hugsjónir Atlantshafs-
sáttmálans. Þar með var
fyrsta skrefið stigið, og til-
gangurinn var að vinna styrj-
öldina.
Næsta skrefið var fundur
stórveldanna í Maskva i októ-
ber 1943. Þá var því lýst yf-
ir, að nauðsyn væri á stofnun
þjóðabandalags eins fljótt og
unnt væri. Á Teheranfundin-
um, þar sem þeir hittust Sta-
lin, Roosevelt og Churchill,
var því aftur lýst yfir, að
allar þjóðir heims, stórar og
smáar, yrðu að standa saman
sem fjölskylda lýðræðisþjóða,
ef uppræta ætti ofbeldi og
þrældóm.
i
DUMBARTON OAKS
TILLÖGURNAR.
Meðan þessu fór fram
höfðu utanriksimálaráðu-
neyti stórveldanna lá'tið fara
fram rækilegan undirbúning
að stofnun nýs þjóðabanda-
Œags, og höfðu allar gert upp-
köst að sáttmálum fyrir hið
nýja bandalag. Með þennan
undirbúning að baki sér,
komu ful'ltrúar stórveldanna
saman i Dumbarton Oaks í
Bandaríkjunum síðla sumars
1943, og hófust þar umræður
um uppkast að sáttmála, er
síðar skyldi ræddur um allan
heim og loks Œagður fyrir alls-
herjar ráðstefnu til breyt-
inga og fullnaðar samþykkt-
ar.
Eftir langar umræður voru
Fransisco
Dumbarton Oaks tillögurnar
birtar heiminum. í þeim var
lagður grundvöllur að sátt-
mála sameinuðu þjóðanna
eins og hann var siðar sam-
þykktur í San Fransisco, og
er því ekki ástæða til að ræða
þær frekar hér. Þess má þó
'geta, að á ýmis mál var ekki
minnzt í þessum tillögurn,
t. d. kjörfyrirkomulag örygg-
isráðsins, ýmislegt varðandi
alþjóðadómstólinn, stjórn ný-
lendna o. fl. Þessi mál voru
flest rædd á Yalta fundinum,
þar sem Stalin, Churchill og
Roosevelt komu aftur saman.
Var þar t. d. samþykkt hið
umdeilda neitunarvald í ör-
yggisráðinu.
»
SAN FRANSISCO
FUNDURINN.
Það var ákveðið i Yalta,
að boðað skyldi! til allsherjar
ráðstefnu um hið nýja banda-
lag, og skyldi hún hefjast í
San Fransisco 25 apríl 1945.
Var 46 rikjum bcðið til fund-
arins cg siðar bætt við fjór-
um, en fleirum gerður kostur
á að senda fulltrúa, ef þau
uppfylltu þau skilyrði að
segja öxulríkjunum strið á
hendur. Er mönnum vafa-
laust í fersku minni deila sú,
sem varð hér á landi um það
mál, en endir hennar var sá,
að Island var ekki þátttak-
andi í ráðs'tefnunni.
Ti'llögurnar frá Dumbar-
ton Oaks voru nctaðar sem
grundvöllur að umræðum.
Var iráðstefnunni skipt niður
í fjögur aðalráð, er skyldu
ræða eitt verkefni hvert.
Þessi verkefni voru: 1) al-
menn ákvæði sáttmálans, 2^
allsherjarþing bandalagsins,
3) öryggisráð bandalagsins og
4) alþjóðadómstóll. Ilverju
þessara ráða var skipt niður
í fjölda smærri nefnda, en
þar voru smáatriði hins nýja
sáttmála rædd og athuguð af
sérfræðingum, en síðan voru
állar ákvarðanir teknar af
ráðstefnunni í heild.
Eftir tveggja mánaða starf
hafði San Fransisco ráðstefn-
an lokið völundarsmíð sinni:
sáttmála sameinuðu þjóð-
anna.
(I næstu greinum verður
rætt um innihald sáttinál-
ns.)
fyrst um sinn aðeins þennan mánuð.
Notið nú tækifærið og rýmið til í geymslum
yðar.
Móttaka í Nýborg alla virka daga.
ÁFENGISVERZLUN RÍKISINS
För Gullivers í Pulalöndum
JÓHANN PÉTURSSON
SVARFDÆLINGUR
segir
sína frá útlöndum og sýnir
myndir til skýringar í Tjarnar-
bíó sunnnudaginn 10. nóvember
klukkan 1,30 eftir hádegi.
Aðgöngumiðar
seldir frá í dag í Hljóðfæra-
verzlun Sigríðar Helgadóttur og
Bókaverzlun Lárusar Blöndal.
Lærdómsríkur Dagsbrúnarfundur.
SÍÐASTLIÐINN SUNNU-
dag var haldinn félgasfundur
í Dagsbrún, til þess meðal
annars að ræða um undir-
búning mála fyrir næsta A'l-
þýðusambandsþing.
Á fundinum voru mættir
allmargir kommúnistar og
nokkrir verkamenn, alls um
60 manns. Kommúnistinn Jón
Rafnsson hafði orð fyrir þeim
kumpánum og lýsti þeim
málum, sem kommúnistar
ætluðu að leggjia fyrir þingið,
en það voru flest áróðursmál
Kommúnistaflokksins, en
verkalýðsmál fundust þar
ekki. Áð lokinni ræðu Jóns
Rafnssonar tóku nokkrir
verkamenn til máls og deildu
hart á kommúnista fyrir svik
þeirra við málstað Dagsbrún-
armanna, sem þeir töldu iýsa
sér bezt í smánarsamningun-
um frá s. 1. vetri, þar sem
tekið var möglunarlaust við
samningnum úb höndum
þeirra Brynjólfs og Áka, ráð-
herra Kommúnistaflokksins.
Verkamenn deildu hart á
Dagsbrúnarstjórnina fyrir að
vera viljalaust verkfæri í
höndum kommúnista og skó-
þurrka þeirra. Verkamenn
kváðu þingmál þau, er Jón
Rafnsson lýsti, bera þess
ætluðu að vera áfram í ríkis-
ætluðu að vea áfram i ríkis-
stjórn og næsta Alþýðusam-
bandsþing ætti að auðvelda
þeim veruna þar. Verka-
menn kröfðust þess, að hætt
væri öllu pólitizku daðri, en
tekin .upp fast mörkuð lina
i verkalýðsmálunum og hags
bótamálum alþýðunnar. Við
þessar óvæntu undirtektir
fél'lust kommúnistum algjör-
ilega hendur og laumaðist
Jón Rafnsson af fundi án
þess að bera hönd fyrir höf-
uð sér. Með honum ifóru. ýms
ir fleiri kommúnistar, eins
og Guðmundur heimasæta
Vigfússon.
Þegar kommúnistar voru
gengnir af fundi samþykktu
verkamenn einróma mót-
mæli á húsaleiguorkið og
áframhaldandi fölsun vísitöl
unnar. Það kom glöggt fram
á fundi þessum, að óánægja
Dagsbrúnarmanna með
stjórn Sigurðar Guðnasonar
á félaginu er hraðvaxandi,
og að kommúnistar eru fyrir
litnir af félagsmönnum, sem
hafa nú gert sér ljóst, að allt
þeirra starf í verkalýðshreyf-
ingunni er pólitízkt valda-
brölt og isviksemi við mál-
stað fólksins.
* « *
Kaup á báðum vökf-
um — en ekkert
unniS. í
TUTTUGU OG NÍU bæj-
arverkamenn, sem sættu sig
illa við að vera settir í upp-
skipun saltfisks við höfnina,
af stað löngum umræðum í
bæjarstjórn í fyrradag
um skipulagningu atvinn-
unnar í landinu. Var að-
allega deilt um, það, hvort
sameina ætti Vinnumiðlunar
skrifstofuna og Ráðningar-
skrifstofu bæjarins.
Umræðurnar blönduðust
nokkuð deilum um einstak-
'lings'framtak og ríkisfram-
tak. Var þar minnzt á bygg-
ingamál bæjarins, og komu
þar fram nýstárleg ummæli
Steinþórs Guðmundssonar
um verkamennina, sem hann
þykist fulltrúi fyrir í bæji-
arstjórn. Þótti honum illt,
hvað mikið kaup verkamenn
fengju við byggingavinnu,
þar sem unnið er dag og
nótt, en
,,kaup tekið á báðum vökt-
um — án þess að verkið sé
unnið“.r!!
Langar umræður urðu á j
fundinum um þetta mál ogj
önnur, og lýsti einn af bæj-
arfulltrúunum fögnuði sín-
um yfir því, og sérstaklega
því, hve margir Sjálfstæðis-
menn tóku til máls. Þeir
væru vanir að vera „þögul
sveit“ á fundum bæjarstjórn
ar sagð'i ræðumaður, en
borgarstjóri 'einn talaði úr
horni sínu.
GOTT
ÚR
ER GÓÐ EIGN
Guðl. Gíslason
Úrsmiður, Laugaveg 63.