Alþýðublaðið - 09.11.1946, Blaðsíða 4
4
ALÞYDUBLAÐIÐ
Laugardagúr, 9. nóv. 1946.
tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn
' Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
;j
Símar:
Ritstjórn: 4901 og 4902.
Afgreiðsla og auglýsingar:
I 4900 og 4906.
Í Aðsetur
| í Alþýðuhúsinu við Hverf-
isgötu.
Verð í lausasölu: 50 aurar.
Sett í Alþýðuprentsmiðjunni.
Prentað í Félagsprentsm.
ifislegar árásir á té-
agsmálaráðherrann
FINNUR JÖNSSON, fé-
lagsmálaráðherra virðist vera
hommúnistum óþægilegur
Ijár i þúfu um þessar mund-
ir. Þeir telja, að hann sé að
eyðileggja sölu íslenzkra af-
urða til Sovétríkjanna og
kenna honum öllum öðrum
fremur það mótlæti sitt, að
þeir fengu ekki neitunarvald
itil handa Einari Olgeirssyni
í hópi fulltrúa íslands á alls-
herjarþingi hinna sameinuðu
þjóða. Það er þvi ,sizt að
undra, þótt Þjóðviljanum
verði tíðrætt um Finn Jóns-
son þessa dagana og 'spari
ekki illyrðin í hans garð.
*
Þjóðviljinn segir, að helzta
áhugamál Finns Jónssonar sé
áð.koma á hruni og eyðilegg-
ingu íslenzks sjávarútvegs.
Það er eins og kommúnistar
íelji atvinnulíf íslendinga
komið í kaldakol, ef við
verðum ekki innlimaðir i
verzlunarkerfi Rússa og gerð-
ir háðir þeim stjórnmálalega
og viðskiptalega., Annars eru
-orðalengingar kommúnista
um blessunina af viðskiptun-
um við Rússland í meira lagi
furðulegar, þar eð vitað er,
-að Rússar hafa ekki gert hag-
ielldari boð í islenzkar afurð-
ir en aðrar þjóðir og aðeins
tekið upp boð Breta. Og til
þessa hefur íslenzkt atvinnu-
líf orðið að komast af án
fulltingis Rússa, þar eð einu
viðskipti okkar við riki Sta-
lins hafa fram á þetta ár ver-
ið fólgin ,í aðstoð Rússa til
.handa íslenzkum kommúnist-
um við að stofna og reka hið
.austræna útibú hér á landi.
Finnur Jónsson viðhafði
þau umæli i útvarpsræðu
sinni, sem komið hefur kom-
múnistum svo eftirminnilega
úr andlegu jafnvægi, að við
ættum að selja afurðir okkar
þar, sem við fáum bezt og
hagkvæmast verð hverju
sinni og hverjum, sem er.
liins vegar mælti hann ein-
dregið á móti kröfu málsvara
kommúnista við útvarpsum-
ræðurnar um, að ísland yrði
innlimað i verzlunarkerfi
Sovétríkjanna, og taldi að
við ættum að vera frjálsir
rneð okkar verzlun og ekki
innlima okkur i verzlunar-
kerfi neins stórveldis, því að
undir því væri frelsi og sjálf-
stæði landsins komið.
Þessum rökum treysta kom
múnistíír sér ekki til að svara.
Þess í stað æpa þeir um hrun
og eyðileggingu íslenzks sjáv-
arútvegs og um fjandskap við
Sovétríkin. Þeir telja með
öðrum orðum, að það sé
Neftóbaksmenn í sjöunda h'imni. — Danska rjól-
ið er komið. — En er bað noklcuð betra? — Kjöt-
uppbætur og þeir, sem gleymdust. — Bréf um
listaverkasýningu.
SMÁTT OG SMÁTT kemur
ylmur gamalla daga, daganna
fyrir stríð og læti. í fyrradag
kom á markaðinn danska rjólið,
neftóbakið, sem Danir höfðu
framleitt sérstaklega handa ís-
lendingum í 110 ár, þegar stríð
ið braust út og allt lokaðist. Ég
hitti broshýra neftóbaksmenn
með baukana fulla og rjólbita í
handarkrikanum. Það var eins
og þeim hefði verið gefin mill-
jón. Þeir léku viff hvern sinn
fingur og þeim fannst sem nú
væru allir vegir færir, engin
dýrtíff, engin stjórnarkreppa,
allt væri í himna lagi.
VIÐ IIÖFUM SJÁFIR fram-
leitt allt okkar neftóbak síðan
'stríðið hófst og við vorum orðn-
ir ánægðlr með það. Þannig
tókum við í nefið hjá sjálfum
okkur. Það var Iþví alveg óþarfi
að fara að freista okkur með
döinsku neftóbaki. Það .fylgir
nefnilega rómantík neftóbak-
inu. (Þegar við sjáum danska tó-
bakið finnst okkur sem við sé-
um aftur að fá gamla iíð, sem
okkur þótti að viissu l-eyti vænt
um. En ég efast stórlega um að
danska tóbakið sé nofckru betra
en það íslenzka. Ég held að Dan-
ir megi eiga sitt neftóbak og við
neyta okkar. — Og rnega menn
nú ekki halda að ég sé að fjand-
skapast. við Dani, þó að ég sé
heldur á móti neftóbakinu
þeirra.
f BRÉFI TIL MÍN segir
„Gamli“ á þessa leið. „Ekki lýst
mér á reglugerðina um niður-
g'reiðslu á kjöti. R-eynslan hef-
ur n-efnilega kennt mér það, að
sumir af þeim, sem helzt þyrftu
á henni að halda fara á mis við
hana. Ég hef orðið var við það,
-að fátækar ekkjur, sem hafa
fyrir heimili að sjá, hafa
gleymst á skránni, standa þar
ekki, og fá því engar niður-
greislur. Þeim hefur mistekist
að fylgjast með þessu fargani
og því fallið út.“
ÞAÐ HEFUR komið fyrir að
þegar þessar konur hafa farið
í skrifstofu tollstjóra og ætlað
að greiða gjöld sín með kjöt-
upþbóíinni, þá er þeim engin
ætluð og þær því orðið fyrir sár-
um vonbrigðum.. Mér finnst, að
þegar svona er ástatt ætti að
ingum. Öll sanngirni mælir að
minnsta kosti með því að það
sé ger.t, annars verður'úr þessu
hróplegt misrétti. Ég vænti þess
að þetta verði tekið til athugun-
ar.“
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
skrifar: „Ég mátti til að setjast
niður og hripa þér nokkrar lín-
ur. Ég var nefnilega að koma
af málverkasýningu Ásgríms
Jó.nssonar í Listamannaskálan-
um, og var ég þar lengi, því
margt faliegt og merkilegt var
þar að sjá, sem heillaði mig.“
„Ég VISSI EKKI að Ásgrím-
ur væri svona fjölhæfur málari.
Ég bélt að hann málaði ein-
göngu landslagsmyndir, en það
er nú eitthvað annað. Myndin
af eldgosinu hreif mig mjög,
mér fannst ég sjá í anda flýj-
andi menn og hesta — flótti upp
á líf og dauða. Svo við hliðina-
á þessari mynd blasir við manni
íslenzka sumarið í alíri sinni
dýrð, -þegar það er blíðast og
kyrrast. Maður finnur ilm af
gróðri jarðar úr myndum Ás-
gríms — þær heilla mann. Ég
hugsaði með mér, að við ís-
lendingar mséttum vera stoltir
af að ei-ga svo góðan málara
sem Ásgrím. En ég fór að 'hugsa
um annað um leið. Mér finnst
blöðin hafa verið furðu hljóð
um þessa m,erkilegu sýningu.“
„AF ÞVÍ ÉG VEIT að þú ert
■listeliskur maður og margir lesa
dálka þína, sný ég mér til þín.
Mig langar til að sem flestir
isjái sýninguna, og e'fcfei sízt unga
fólkið, því finnst áreiðanlega
vænna um landið sitt eftir að
hafa séð þessi merkilegu lista-
verk. Blöðin geta haft svo mik-
il á'hrif á fólkið, — að beina því
á réttar ibrautir, hvort sem ,er
í listum eða öðru, og því ekki
að vekja athygli fólks á því sem
bezt er, og þroskar smekk þess.
Ekki fylla dálkana með auglýs-
ingarskrumi um komu erlendra
jazzhljómsveita og hinu og
þessu vafasömu, heldur eggja
fólk á að sjá og hlusta á það,
sem gölfgar það og þroskar.“
Konur
í hlutaveltunefnd kvenna-
deildar Slysavarnafélag íslands
eru -beðnar að mæta í skrif-
istofu félag-sins, mánuda-ginn 11.
vera hægt að koma við leiðrétt nóvember kl. 8,30 síðdegis.
fjandskapur við Sovétríkin,
ef við veitum þeim ekki ein-
okunaraðstöðu til kaúpa á af-
urðum okkar, og að hrun og
eyðilegging vofi yfir íslenzku
atvinnulifi, ef við fátum ekki
innlima okkur þegjandi og
hljóðalaust í verzlunarkerfi
Rússa.
Þá hefur Finnur Jónsson
ekki síður unnið :sér til ó-
helgi að dómi Þjóðviljans
méð því að vera á móti þeirri
fáránlegu kröfu kommúnista,
að fulltrúi úr þeirra hópi
fengi neitunarvald meðal
fulltrúa íslands á aflsherjar-
þingi hinna sameinuðu þjóða.
Þetta telja kommúnistar til
stórglæpa, því að með þvi var
komi.ð í veg fyrir, að fulltrú-
ar Islands yrðu að viðundri
á alisherjarþinginu, m'eð því
að sitja hjá við atkvæða-
greiðslu um öll stærstu mál
þingsins, eða gerast lítilmóc-
leg peð Rússa og leppa þeirra
á skákborði heimsstjórnmál-
anna.
Þjóðviljinn telur Finn
Jónsson valdan að margvís-
legu mótlæti kommúnista um
þessar mundir. Skapofsi rit-
stjóranna þarf víst ekki að
aukast mikið úr þessu til þess
að þeir ilýsi félagsmálaráð-
herrann sálsjúkan og í yfir-
lýstri styrjöld við Rússa!
vantar til að bera Alþýðublaðið til áskrifenda í
eftirtöldum hverfum.
Vesturgötu
Skólavörðustíg
Grettisgötu
Sólvallagötu
Lindárgötu
Bræðraborgarstíg
Talið við afgreiðsluna.
MORGUNBLAÐIÐ gerir
horfurnar á myndun nýrrar
ríkisstjórnar að umæðuefni í
forustugrein í fyrradag og
segir:
„Það ætti að mega gera sér
vonir um, að úr þessu dragist
það ekki mjög lengi að ein-
'hvérra tíðinda megi vænt.a frá
alþingi varðandi stjór.narmynd-
un. Svo sem kunnugt er lét for-
seti íslands hinn 1. þ. m. þau
boð ganga til tólf-mannanefndar
innar, að æskilegt væri að nefnd
in reyndi að Ijúka störfum fyrir
föstudag, 8. þ. m. Með deginum
í ,dag er þessi frestur því Iið-
inn. Ætti því eitthvað að
liggja fyrir frá nefndinni eftir
daginn í dag.
iÞað mun hafa verið ákveðið í
tólf-manna nefndinni, að full-
itrúar flokkanna ksému fram
með frumdrög að þeim málum,
sem flokkarnir hver um sig teldu
að leggja bæri til grundvallar
við væntanlega stjórnarmynd-
un. Þessi frumdrög áttu að leggj
a.st fram í fyrradag, en ekki er
iblaðinu kunnu-gt hvort það hef-
ur orðið.
En það fór ekki dult bak við
tjöldin í þingsölunum í gær, að
taeðið var með talsverðri eftir
væntingu vitneskju um, hvað
maddama Framsókn hefði nú til
málanna að leggja. Þessi for-
vitni manna stafar af því, að
Framsókn beitti sér harkalega
gegn þeirri ríkisstjórn, sem
mynduð var haustið 1944 og
hinir flokkarnir þrír stóðu að.“
Og enn segir Morgunblað-
ið:
„Það er hverjum manni ljóst,
að hin stórfelda nýsköpun í at-
vinnulífi þjóðarinnar var höfuð,
verkefni þeirrar ríkisstjórnar,
sem mynduð var haustið 1944.
Gegn þessu aðalstefnumáli
stjórnarinnar reis Framsóknar-
flokkurinn af öllum mætti.
taldi nýstoöpunina hreina vit-
■leysu, og hið mesta glapræði að
ráða.st í hana, án þess fyrst yrði
ráðin niðurlög þeirra dýrtíðar,
sem rík'ti í landinu. Um aðgerð
■ir í dýrtíðarmáiunum var ekki
hægt að ná neinu samkomulagi
haustið 1944, og það vissi Fram
sókn vel. En aðrir flokkar töldu
nýsköpunina svo aðkallandi, að
þetta einstæða tækifæri sem
þjóðin hafði til þess að afla
nýrra og fullkominna fram-
leiðslutækja, glataðist með öllu.
Þess vegna tóku þrír flokkar
höndum saman haustið 1944 og
mynduðu stjórn um nýsköpun-
■ina.
Síðan eru liðih tvö ár. Dýr-
tíðarmálin eru í sama farvegi
og þau voru haustið 1944. Efck-
ert sam'komulag hefur náðst
um lausn þeirra ennþá.
En á þessum sama tíma hef-
ur' verið að gerast bylting í at-
vinnulífi þjóðarinnar. Megin-
hluta þeirrar erlendu innstæðu
rem þjóðinni áskotnaðist í stríð
árunum hefur verið varið til
kaupa á nýjum og fullkomnum
framleiðslutækjum, til lands og
sjávar.
Þetta mikla átak er tryggasti
varásjóðurinn, sem þjóðin gat
eignast á þessum árum.
En Framsókn hefur aldrei
kómið auga á þetta. í tvö ár hef
ur hún spáð óförum fyrir ný-
sköpuninni. í tvö ár hefur hún
flutt hrunstefnuboðskap sinn.
IÞar hefur aldrei lát á verið.
Seinast nú við fjárlagaumræð-
urnar var Eysteinn Jónsson að
boða yfirvofandi ríkisgjald-
þrot.“
Morgunblaðið segir svo að
lokum:
„Með þessa forsögu fyrir aug
um er ekfei að undra að menn
fýsi að sjá og hayra, hvað Fram
sókn hefur nú til málanna að
leggja. Vill hún siiöðva nýsköp-
unina og hverfa 'að þessu gamla
bjargráði, að lögbjóða lækkun
kaups og afurðaverðs? Og
■hverja fær hún í lið með sér til
slíkra aðgerða?
Hinir flokkarnir þrír, sem
stóðu að nýsköpuninni, ættu
ekki að þurfa langan umihugsun
artíma. Þeir hafa enn ó'bifandi
trú á nýsköpuninni. Það hlýt-
ur að vera keppikefli þeirra, að
nýsköpunin fái að sýna sig í
framkvæmd.
Þannig hórfir málið við séð
frá sjónarmiði málefnanna."
Andstaða Framsóknar-
flokkins við nýsköpunina
heí'ur frá upphafi legið í aug-
um uppi, og hún kostaði
flokkinn fylgishrun við síð-
ustu kosningar. En ,komniún-
istar bera ósómann af því að
hafa svikið nýsköpunina
með brötthlaupi sínu úr rík-
isstjórninni., sem áreiðanlega
var ek.ki gert af áhuga fyrir
því, að nýskÖpunin fengi að
sýna sig í framkvæmd.