Alþýðublaðið - 10.11.1946, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.11.1946, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Súnnudagur 10. nóv. 1946. s ,S s S s ,<1 <1 Saga Vesímannaeyja, eííir Sigfús Johnsen Saga gullkistu Suðurlandsins. Þetta er ein ýtarlegasta og heilsteýptasta byggðarsaga, sem enn hefur komið út hér. Saga Eyjanna er rakin allt frá land- námstíð til vorra daga. Helztu kaflar bókarinnar eru: Land- fræðileg lýsing. Landnám Vestmannaeyja. Kirkja. Vest- mannaeyjaprestar. Um mormónana í Vestmannaeyjum. Heil- brigðismál og læknar, þingstaðir, sýslumannatal, bæjarstjórn og. alþingismenn. Þjóðlífslýsingar (þar er lýst brúðkaupsveizl- um, Glaðningum, Fuglamannaferðum, Tyllidögum og almenn . um skemmtunum, Lýsingum á bæjum, vatnsbólum, mataræði, faðnaði og fjölmörgu íleira). Þar er lýst ránum i Vestmanna- eyjum, vígaferlum og róstum. Tyrkjaráninu er lýst mjög ýtar- lega. Þar er sagt frá herfylking Vestmannaeyja eins og hún var skipuð á ýmsum tímum. Og svo er lýsing athafnalífs eyjarbúa, hinna aíorkusömu sjó sóknara og aflamanna, og fylgja myndir hundruðum saman af eyjarbúum og konum þeirra. Og svo er sitt af lxverju. í bókinni eru 300 mynd- ir. En upplag bókarinnar er lít- ið. Kaupið hana því heldur í dag en á morgun. ókaverzlun Isafoldar NÝ BÓK EFTIK ISLENZKAN HOFUND: Lifendur og dauðir Eftir Kristján Bender. í bókinni eru 10 smásögur, sem vekja munu sérstaka athygli, því að þær eru fjörlega og skemmti- lega skrifaðar, og má hiklaust telja bókina með því bezta, sem komið hefur út á þessu ári eftir íslenzka höfunda. Bókin kostar aðeins kr. 12.50. BOKAVERZLUN ÍSAFOLDAR s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Þegar ðslandi var veitð uppiaka... Framhald af 1. síðu. ár ættu eftir að leggja fram mikinn skerf til starfsemi bandalagsins. SPAAK ISTJÓRNAR. Spaak, fulltrúi Belgíu, var á ’forsæti og stjórnaði hann fundinum af röggsemi. Voru í upphafi nokkrar deilur um orðalag tillögunnar, um að veita ríkjunum þremur inngöngu, en fulltrúi Dana fcar fram breytingartillögu, sem hann bjóst við að al-lir igætu fallizt á, svo að unnt yrði að veita fyrstu ríkjun- um einróma samþykki. Marg ir fulltrúar tóku til máls og studdu tillögu Dana. Þegar gengið var til atkvæða eftir thálfs annars tíma umræðu var breytingartillaga Dana fyrst samþykkt einróma, en síðan var aðaltillaga um að veita íslandi, Svíþjóð og Af- ghanistan inngöngu einnig samþykkrt einróma. INDVERJINN KOM TIL ÍSLANDS. Mr. Sing, fulltrúi Ind- lands, skýrði frá því, er hann bauð hina nýju meðlimi vel- komna, að nokkrir menn úr sendinefnd Indlands hefðu komið við á íslandi á flug- leiðinni frá Indlandi til Bandarikjanna. Hann sagði, að tilhugsunin hefði sett nokkurn hroll í sig fyrst, en þeir Indverjar, sem komið hefðu tii landsins, hefðu sagt að þar væri veðurfar sæmi- lega milt og fólkið alúðlegt og vingjarnlegt. Hann kvaðst fagna -þvi að íslendingum væri veitt upotaka í bræðra lag sameinuðu þjóðanna. Fulltrúi. Uruguay fagnaði upptöku ísjands með þeim orðum, að íslendingar hefðu reynzt tryggir hugsjónum lýðræðisins á stríðsárunum. Þegar tillagan um upptök- una hafði verið samþykkt, tók Spaak þegar næsta at- riði á dagskrá fyrir. Kosnngaúrslitin í Færeyjum. Frh af 1. síðu muni nú fara fram við lög- þingið. Að þessu sinni neyttu 12 685 kjósendur atkvæðis- réttap síns en 11 630 við þjóð aratkvæðagreiðsluna í sept- ember s. 1. Við kosningar þær, er fram fóru í nóvem- fcer í fyrra, kusu 13 152 manns. Atkvæðamagn flckkanna við kosningarnar nú varð þebta (i svigum tölurnar við þjóðaratkvæðið í septem- ber): Fólkafl.: 5246 atkv. (5708K Samb.fl.: 3774 atkv .(3202). Jafn.m.: 3665 atkv. (3007). Dönsku blöðin birtu öll kosningaúrslitin feitletruð á forsíðu og menn fylgdust með kosningunum af hinum mesta áhuga um ,alla Dan- mörku. í gamla lögþinginu hafði Fólkaflokkurinn 11 þing- menn, en jafnaðarmenn og Fólkaflokkurinn tapaði ein um þingmanni í Norðurey, öðmm í Austurey og hinum þriðja í Suður-jStraumey. Þar féll Paul Dabl, yfirlækn ir fyrir Zachariassen, full- trúa jafnaðarmanna og Sjálfs stýrisflokksins. Jakup í Jakupstova féll í Vogey, en hann er jafnað- armaður, en studdi nú Fólka flokkinn í skilnaðarmálinu. Andstæðingur hans( hafði að- eins 26 atkvæða meirihluta. HJULER. Afhugasemd. EFTIRFARANDI athuga- semd hefur blaðinu borizt frá Stefáni Thorarensen, for- manni Apótekarafélagsins: Viðskiptaráð telur sér ekki fært að svara greinargerð minni um leyfisveitingar til apótekara með öðru en því að segja, að ég fari með hár- toganir, en gerir þó enga til- raun til þess að hnekkja þeim staðreyndum, sem ég hef skýrt frá. Þvert á móti staðfestir ráð- ið eftirfarandi: 1. Að apótekarar hafi að- eins fengið í ,dollaragjaldeyri 1/3 hluta (eða kr. 795 313,00) af þeim kr. 2 193 107,00, sem veittar hafa verið á þessu ári tillyfj ainnflutnings. 2. Að það hafi ruglað orma- lyfi Rannsóknarstofu Háskól- ans (Tetraklórkolefni) sam- an við isulfalyfið Phenothia- zin, sem ég flutti inn sam- kvæmt beiðni dýralækna. (Sjá vottorð þar að iútandi, áður birt). Af Phenothiazini flutti ég inn fyrir $ 3 300,00 (en ekki kr. 40 000). Er þetta sulfalyf flutt inn á lyfjaleyfi, pantað 8. apr. Ormalyfið (Tetraklór- kolefnið), er sótt var um leyfi fyrir 16. apríl, en synjað, hef- ur ekki verið flutt inn. Ég hef aldrei minnzt á það, að leyfisveiting til 'lyfjaverzl- unar ríkisins væri of stór, heldur bent á hitt, að leyfis- veitingar til apóekara væru of iitlar. Getur nú hver sem er dæmt um heilindi viðskiptár ráðsins í þessu má’H. Það hef- ur- ráðizt á •mig persónulega með röngum sakargiftum, til þess að draga atkygli frá mis- tökum þess sjálfs. Steján Thorarensen.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.