Alþýðublaðið - 11.01.1947, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.01.1947, Blaðsíða 5
1947. ALÞVBOBLABBÐ 5 Laugardagui-, 11. js’-- ÞUNG HURÐ að húsa- garði nokkrum slæst til, svo að marrar í hjörunum. Tveir eða þrír gluggahlérar slást í vegg hátt yfir akveginum. Götuhreinsari nokkur dregst áfram út úr þröngum, dimm um trjágöngum og leitar gaumgæfilega í næstum tómri sorpbyrðu. Gatan rumskar við hið skellandi hljóð af trésólum, er þeir slást í götuna, hið mjúka hljóð af morgunskóm og málmhljóðið af steikarrist- um, sem verið er að koma fyrir. Stutt röð af fólki nær út ur búðardyrum bakarans, og heitur, lokkandi ilmur af nýju brauði angar út á göt- una. Flest fólkið, sem sést, kon- ur með bylgjur í hárinu, geispandi börn og örfáir 'flibbalausir karlmenn, ber þunnar lengjur af brauði inn í húsagarða sína og trjágöng. Tveir holdugir kvenmenn ganga saman út frá bakaran- mn og troða báðar skömmt- unarmiðum í pyngjur, sem eru úttroðnar af opinberum bréfspjöldum og leyfismið- um. ,,Og nú er það brauðið, sem hefur stigið í verði, frú. Til hvers er að hækka iaunin?“ , ,St j órnmálamennirnir okkar ættu að annast inn- kaup svo sem viku tíma. Þá mundu. þeir fá einhverja hugmynd um, hvað gerzt heíur.“ Hinar tvær ölknæpur við breiðgötuna hafa verið opn- aðar án þess að nokkur tæki eftir því. Þær líta báðar mjög einmanalega og brjóst- umkennanlega út með hinn upplitaða og hálfmáða brúna lit og rykuga glugga með auglýsingum um drykki, sem ekki fást lengur. Gam- all vagn skröltir yfir hnull- ungana og kastast til um [ leið og hann staðnæmist i fyrir utan aðrá knæpuna. I Vel kiæddur rnaður heilsar ölsalanum, sem er klæddur í stutterma skyrtu, og flýtir sér með honum inn í hinn dimma afkima bak við af- greiðsluborðið. Þeir hvíslast leynilega á og dularfullir litlir pinklar skipta um eig- endur. Búðirnar eru nú allar opnar nema slátrarabúðin, er virðist gefa til kynna, að eigandi hennar hafi sofið yfir sig. Fyrir utan matvöru- búðina ‘ hanga tveir listar yfir hinar ýmsu matarteg- undir. Fyrir ofan annan list- ann stendur: ,,Við höfum“, en fyrir ofan hinn: „okkur vantar“. Allmargir hvít- klæddir aðstoðarmenn skrifa á gluggana eða gangstéttina stuttar upplýsingar eins og: „Mjólkurduft í frjálsri sölu“. „Mjólkurostur án skömmt- unarmiða." Og íyrir utan búð nýlenduvörusala með | eggjakassa í glugganum, sem 1 merktur er: „fyrir J 2 og J 3 skömmtunarmiða 5 franka hvert egg“, skrifar búðar- maður: ,,Egg í frjálsri sölu á 16 franka stykkið.“ Yfirfullir smávagnar standa í röðum meðfram gangstéttinni. Konur á öil- um aldri, sem bera stórar, beyglaðar tvíhanka töskur, er innihalda tómar mjólkur- könnur og vínflöskur, göm- ul dagblöð og fyrirferðar- miklar pyngjur, koma inn á sölutorgið. Stuttar raðir myndast alls staðar. í sér- hverri matvörubúð stjórnar afgreiðslumaðurinn, sem er önnum kafinn við peninga- borðið með skæri og lita, margiláia bréfsnepla, hinum hægu hreyfingum fólksrað- anna, er stöðugt lengjast. Stjórnendur sölupallanna biðja hvern viðskiptavin um dagblað, sem þeir brióta saman og snúa úr bréfstikil. Hér er líf og hreyfing. Hér sjást allavega útflúraðar inn kaupatöskur eða poltar. — .Menn fara í skoðunarferðir fram. <og til baka yfir götuna, peningar og ' skömmtunar- miðar ganga manna í milli. Aðeins raðirnar lialdast í jafnvægi, eftir því, sem þær lengjast. En mas kvennanna yfirgnæfir annan hávaða. „Eg hef sent bæði börnin mín út í sveit til ömmu airrá í Vendée“, segir kona nokkur við grannkonu sína. „Þau. munu fá nóg að borða þar.“ „Vissulega meira en þau fá hérna, frú, og einnig ódýrara.“ Kvíðafull kona snýr sér að þeirri næstu og segir: „V’ild- uð þér gjöra svo vel og sjá um, að enginn fari í staðinn minn. Ég hefi náð mér í rúm við grænmetissölupall- inn og fólkið þrengir sér stöðugt að.“ ! Lítil stúlka kemur hlaup- l andi út úr húsagarði, brýst gegnum röð, er myndast hef ur umhverfis ;tvo sölupalla og gengur að hinu fyrsta söluborði. Hún spyr sölu- manaiinn, hvort hann hafi á- huga á að kaupa tíu puind af smjöri á fimmfalt verð. Hann snýr sér að hinum eina viðskiptavini sínum með örvæntingarfullri hreyf ingu. „Sjáið þér til“, segir hann. „Mjólkurbúið hefur aldrei neitt smjör en dyra- vÖrðurinn þarna á móti á tíu pund. Því næst snýr hann sér að stúlkunni og býðst til hað kaupa fjcgur pund af ; hióðvr hénnar. „Maður bjarg , ar sér út úr vandræðunum [ saint ,sem áður“, segir hann | með dálitlu stolti. Á meðan j hverfa raðirnar og sölumenn I irnir tvístrast. Matvörubuð- unum jer lokað í þrjáir eða ! fjörár klukkustundír. Skýndi í tlega sveigir gamall vagn til hfiðar fyrir horn og stöðvast fyrir utan aðra ölkrána. Hinn velklæddi ökumaður ber í skyndi trékassa út úr vagninum og kemur svó brátt til baka til að rétta við- skiptavini sínum. Er vagninn skröltir brott, virðist hann hafa vakið göt- una til lifsins aftur. Það ■ískrar og marrar í búðarhurð um, sem eru opnaðar, skrölt i vagnhjólum heýrist hvað- anæva og skvaldrið og mas- íð í fólki eykst hrö-ðum skref um. Sölustjórarnir þurrka út verðið á ávöxtum sínum og grænmeti, er þeir höfðu skrif að með krit og setja lægri tölur í staðinn. Raðirnar eru styttri nema við mjólkurbúð ina, þar sem nýlega hafa komið aukabirgðir af mjólk ; handa börnum. Konurnar, er ' mynda raðir með þclinmæði hafa nóg til að ræða um. j „Ég hef í aflian morgun staðið í röð við Samar. Loks , höfðu þeir dálítið af nauð- synlegum fatnaoi til sölu, sjáðu til“ ! „Veslings kona, en hve ! yður ' hlýtur að vera illt í | fótunum. En hvernig lítur j annars þessi fatnaður út. Er nokkuð varið í hann?“ „Já, já, það er lalllt í lagi með hann. Hann er nógu ó- -dýr. En það er alveg sama, frú. Alltof óbrotinn.“ J „Ef ykkur langar til að kaupa góðar og vel gerðar karlmannsskyrtur, þá farið til Victers, hárskerans“, skaut þriðja konan inn í. „Hann hefur fengið aðstoðar Framhald á síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.