Alþýðublaðið - 01.02.1947, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 01.02.1947, Qupperneq 4
ALÞYÐUBLAÐIO Laugardagnr, L féb. 1947. ) Útgefandli: Alþýðuflokknrinn Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Simar: : Ritstjórn: símar 4901, 4902. Afgreiðsla og auglýsingar: 4900 og 4906. j Aðsetur j í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. i Verð í lausasölu: 50 aurar. Sett í Alþýðupren'tsmiðjunni i Prentað í Félagsprentsm. Uppsöp Ðagsbrún arsamninganna. SVO SEM frá var skýrt hér i blaðinu í gær, sam- þykkti félagsfundur í Verka- mannafélaginu Dagsbrún á fim/mtudagskvöldið, að segja upp samningum félagsins við atvinnurekendur; en samn- inigar þess við þá eru sem kunnugt er útrunnir um næstu mánaðamót. * í sjálfu sér mun uppsögn Dagsbrúnarsamniniganna ekki hafa komið nemum á ó- •vart. Það er réttur Dags- brúnar að segja upp samn- ángum með tilskyildiun fyrir- vara, og það verður 'hverju ■sinni að vera mát meðlima iiennar, hvort sá réttur skuii notaður. Og sjálfsaigt væm Dagsbrúnannenn vel að því komjnir, að fá ýmsar leiðrétt- ingar á núgildandi samning- um. En það er annað, sem menn undrast, — og það eru þær aðferðir, sem hin endur- Icosna kommúnistastjórn í félaginu viðhefur við upp- .sögn samninganna. 5»; í Dagsbrún eru' yfir 3000 félagsmenn, en á fundinum, sem tók ákvörðun um upp- sögn samninganna, voru ■ekki mættir nema 2—300 manns; og þar af greiddu at- kvæði með uppsögn sanm- inganna ekki nema 170. Með öðrmrj orðum: 170 manns .-taka sér vald til þess, að segja upp samningum fyrir meira en 3000! Slík afgreiðsla -stórmáte eins og uppsögn samninga er af hálfu stærsta verkalýðsfélagsins á landinu, <er meira e,n lítið alvörumál. En ekki ncg með það, að lítill meiriMuti á fámennum félagsfundi tæki sér þannig ákvörðunarvald uim uppsögn samninga, sem félagsmenn- irniír alilir eiga að sjálfsögðu að hafa atkvæði um. Þar við bæftist, að því var þverlega neitað (af hinni kommúnist- :ísku fundarstjórn, að láta fundinn greiða atkvæði um fram komna tillögu þess efn- ús, að uppsögn samninganna yrði fcorin undir allsherjar- atkvæði félagsmanna. Þar \með var einræðið fullkomn- að. Að minnsta kosti 2700 fé- lagsmönnum af 3000 er fcein-, linis meinað iað hafa nokknr áhrif á það, hvort samning- ;um er sagt upp eða ekki! * Einhver myndi máske reyna að afsaka slíkt gerræði með því, að stuttur tími hafi verið til stefnu. með því, að segj a varð samningum upp í Hvað sagði maðurinn, begar kviknaði í skegg- inu á honum? — Hvað þurfum við mest að hræð- ast? — Hættan að styðja hönd undir kinn og hugsa olíkur um. — Arfur forfeðranna getur kennt okkur. — Gjald næturlæknanna. „NÚ ÞARF EITTHVAÐ til bragðs að taka,“ sagði maður-' inn og settist og studdi hönd und ir kinn til að hugsa málið, skegg ið á honmn stóð í björtu báli. Já, það er stundum úr ákaflega vöndu áð ráða, og það þarf að hugsa sig vel um til þess nú að gera ekki einhverja bölvaða vitleysuna. En það er nú ein- hvern veginn svona að minnsta kosti stundum að mesta vit- leysan getur verið fólgin í því að setjast niður og hugsa sig um. Á meðan getur skeggið brunnið og andlitiö með og liausinn, og þar með er allt bú- ið. „HIÐ EINA, sem maður þarf að hræðast, er að maður verði hræddur,“ sagði annar maður. Mér líkar eiginlega miklu betur við hann, en þann með logandi skeggið. Hræddir menn geta aldrei neitt. Sumir vinna sigra með því að belgja sig upp og þykjast hvergi hræddir hjörs í þrá, jafnvel þó að þeir séu peð- menni hvernig sem á þá er lit- ið. Sá, sem gengur öruggur fram, á von á góðum árangri hinn sem hikar viðstöðulaust býður ósigrinutn heim. ÞAÐ ER ÁGÆTT fyrir okk- ur að íhuga þetta nú. Við erum búnir að búa við stjórnlaust land í meira en ársfjórðung og allar tilraunir, sem gerðar eru til þess að bæta úr þessu ó- fremdarástandi, virðast ganga ákaflega seint. Það er kviknað í skegginu á þeim og samt sitja þeir með hönd undir kinn og hugsa sig svo vel uxn, að þeir gera sama og ekki neitt. EN VIÐ SKULÚM VONA að í dag muni þeir átta sig', rjúka á fætur, slökkva í skegg- inu á sér, slá í borðið og láta ' hendur standa fram úr erm- um. Öll þjóðin bíður eftir þessu | og er búin að bíða lengi. Hún, | telur nauðsynlegt að fá starfs- ! hæfa stjórn og sú skoðun fer (ekki eftir flokkum. Þeir sem t ekki verða með, tapa trausti 'meðal þjóðarinnar, hvað sem \ þeir kalla sig, snda er það eðli- legt. Sá, sem ekki leggur hönd á plóginn er óvirkur starfsmað- ur og óhæfur. í gamla dagá voru þeir reknir úr skipsrúmi, sem ekki nentu á sjóinn. JÁ, HVERNÍG haldið þið að þeim hiefði verið tekið í g'amla daga, sem ekki nenntu að róa, en L' mættu með handleggjaslætti í flæðarmálinu þegar komið var að með aflann, og óðu þar um með fyrirskipunum um það hvernig bæri að skipta honum. Ætli formaðurinn, eða einhver annar skinnklæddur púlsmað- ur, hefði ekki gripið löngu úr I kösinni og rekið hana á nas- 1 ir honum? Ég beld þsð. Væri ekki rétt fyrir ýmsa nútíma- menn að reyna að gleyma ann- arlegum háttum dagsins í dag, en sækja í þess stað ráð til ó- brotins lífs forfeðra sinna fyrr á árum? , LÆKNIR TALAÐI við mig í gær af tilefni umræðnanna um texta næturlækna. Sagði hann að nokkurs misskilnings gætti hjá fólki um þetta efni, og væri því gott að það yrði upplýst. Hann sagði, að næturlæknir sem kæmi í læknisvitjun til fólks, sem væri í sjúkrasamlagi og' hefði þar réttindi, mætti taka kr. 7.50 til 11.00 fyrir starf sitt. Hins vegar ætti læknirinn að taka 30 krónur af þeim, sem ekki væru í sjúkrasamiagi eða nytu þar ekki réttinda, en urn það á læknirinn að ganga úr skugga, með því að fá að sjá sjúkrasamlagsbók viðkomanda. ÞÁ ÆTTI ÞETTA MÁL aö vera upplýst og hvorugur aðili að vera í nokkrum vafa um það. Hafið sjúkrasamlagsbækurnar ykkar í lagi. Það borgar sig' og þið getið tapað stói'fé á því að gera það ekki. Menn eru yfir- leitt farnir að telja það mikið öryggi fyrir sig að vera í sjúkra samlagi, og man ég þó þá tíð, að Alþýðuflokkurinn var of- sóttur fyrir það mál og allir aðr ir flokkar réðust á hann með kjafti og klóm. Nú er öldin önn- ur. Það er mikil gæfa fyrir hvaða flokk sem er að bera fram mól, sem sjálf fela í sér sigurinn. Hannes á horninu. i rmi BLAÐIÐ BJARMI átti nýlega 40 ára afmæíli. Fyrsta tölublað ritsins kom út 15. janúar 1907. Fyrsti ritstjóri Bjarrna var Bjarni Jónsson feennari. gær, ef yfirleitt átti að gera það. Enfcað vissi hin komm- únistíska stjórn félagsins vel fyrir vilcu, er nokkrir Al- fcýðuflokksmienn báru fram tiHöguna um, að uppsögn samninganna yrði borin und- ir allsherj aratkvæði; cg samt sem áður hindraði hún, að sú tiliaga kæmi fcá fcegar til ■atkvæða á félagsfundi. Það sýnir, að kommúnistar voru fyrirfram ráðnir í að láta enga alisherjaratkvæða- -greiðslu fara fram um málið, og að hafa vilja og rétt fé- llagsmanna isjálfra til fcess að ráða fcví, hvort sanmingum iskyldi sagt upp eða ekkí, al- ígerlega að engu. Þannig litur það lýðræði út, sem nú ríkir í fceim félög- um verfealýðsins, er komm- únistar ráða. Þetta er hið „austræna lýðræði“, sem fceír boða ög téíja, að að beri að stefna í þjóðfélaginu yfir- Seitt! . ,,,, Sýning á sunnudag kl. 20. gamanleikur eftir Eugene O’Neíll. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2 í dag. — Tekið á móti pöntunum í síma 3191 kl. 1 til 2. fyrir klukkan 4. Pantanir sækist sýnir gamanleilcinn í dag kl. 5 og 8.30. BARNASÝNING KL. 5. Aðgöngumiðasala í dag frá kl. 2. Sími 9184. ansarmr í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld hefjast kl. 10. Aðgöngumiðar frá kl. 5 í dag. Sími 2820. IIARMONÍKUHLJÓMSVEIT leilcur. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur. Tfsfipslnnur. Eigum iyrirliggjandi nokkur hundruð stykki af flakpönnum fyrir hraðfrysti- tæki. élsmiðjan Jðtunn h.f. Sírui 5761. 25—30 ha. Thuxhambátavél, vel standsett, er til sölu og sýnis á verkstæði voru. Vélsmiðjan Jötunn h.f. Sími 5761. vantar til að bera Alþýðublaðið til áskrifenda í eftirtöldum hveríum. Túngötu Bræðraborgarstíg Talið við afgreiðsluna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.