Alþýðublaðið - 07.02.1947, Side 2
ALÞVÐUBLAÐIP
Föstudagur, 7. iehrúar 1947.
VALUK
Skíðaferðir eru í Valsskál-
ann kl. 6 e. h. og kl. 9 r. h.
i á sunnudag. — Farmiðar
j seldir í Herrabúðinni á
I laugardag kl. 12—4.
Skíðanefndin.
Ármann.
1. flokkur karla og kvenna
iÁríðandi fundur á V.R. í
kvöld kl. 10. jafnvel skemmt
tm á eftór. Mætið öll.
Ferðafélag íslands
endurtekur hina fallegu
kvikmyndasýningu Edvards
Sigurgeirssonar af hreindýr
unum á Austurlandsöræfum,
/ Tjarnarbíó sunnudaginn 9.
febrúar kl. 1 e. h. og þá sýn-
ir hann líka nokkrar fagrar
landslagsmyndir. Pálmi Hann
esson, rektor flytur erindi um
hreindýrin og útskýrir mynd
imar.
Aðgöngumiðar seldr í
bókaverzlunum Sigfúsar Ey-
mundssonar og ísafoldar á
laugardaginn.
GuSmundur G. Hagalín:
Oscar Clausen sextugur
Í.R. Skíðaferðir að Kolvið-
arhól á morgun (laugardag)
kl. 2 og 8. Og kl. 9 á sunnu-
dagsmorgun.
Farmiðar og gisting verða
seld í Í.R.-húsinu í kvöld frá
kl. 8 til 9.
Farið er frá Varðarhúsinu.
GUÐSPEKIFÉLAGBE)
St. Septíma heldur fund í
kvöld kl. 8.30. Erindi: Hið
opinbera leyndarmál, flutt
af Grétari Fells. — Komið
stundvíslega. — Gestin
velkomnir.
Hásnæði.
Ungann reglumánn vant-
ar herbergi, sem fyrst.
Tilboð leggist inn á af-
greiðslu blaðsins merkt
„Húsnæði“.
Ufbreiðið
Alþýðublaðið.
í DAG er sextugsafmæli j
Oscars Clausens, og í ár er
aldarfjórðungur liðinn síðan
verzlunarmaðurinn Oscar
Clausen tók að leggja stund
á ritstörf og fræðagrúsk, en
því fleiri, sem liðið hafa ár-
in, því meira hefur aldagróin
verzlunarhneigð Clausens-
ættarinnar orðið að láta í
minni pokann fyrir * fræða-
náttúru og rithöfundarhvöt-
um, arfleifð frá ættum ís-
lenzkrar móður, ömmu og
langömmu.
Oscar Clausen fæddist í
Stykkishólmi árið 1887, hinn
7. dag febrúarmánaðar. Fað-
ir hans var hinn alkunná
kaupsýslu- og útgerðarmað-
ur, Holger Clausen hinn
yngri, er kosinn var til Al-
þingis árið 1880 — með fleiri
atkvæðum en nokkur alþing-
ismaður hafði hlotið hór á
landi fram að þeim tíma.
Holger Clausen var stúdent
frá Sórey, og hafði farið víða
um heim og búið í Englandi
og Ástralíu — áður en hann
’settist hér að arfi feðra
sinna. Hann var áhugamað-
ur um stjórnmál, en einnig
ýmis íslenzk fræði, svo sem
ættvísi. Hann sagði mætavel
frá, og sumar ýkjusögur
þær, er hann sagði til gam-
ans af ferðum sínum og um-
stangi erlendis, eru svo
skemmtilega gerðar, að þær
eru í flokki hinna beztu
.slíkra sagna. Holger Clausen
hinn eldri, langafi Oscars,
kom fyrstur sinnar ættar
hingað til lands, og hann
kvæntist íslenzkri konu, Val-
gerði Pétursdóttur úr Hnífs-
dal, af ætt Jóns Indíafara.
Sonur þeirra var Hans A.
Clausen, kaupmaður og at-
hafnamaður í Ólafsvík. Það
var hann, sem stofnaði fyrsta
ekknasjóð á íslandi. Áttær-
ingur, sem Clausen hafði lát-
ið smíða, fórst með allri á-
höfn árið 1838, og þá tók eig-
andi skipsins 200 rd. og
stofnaði þar með ekknasjóð.
Hans Clausen var kvæntur
Ásu Sandholt, og var móðir
hennar af Reynistaðarætt.
Holger hinn yngri var einnig
kvæntur íslenzkri konu, Guð-
rúnu Þorkelsdóttur, systur
dr. Jóns skálds og þjóð-
skjalavarðar og allra þeirra
gáfuðu og listfengu bræðra,
en þau systkin voru komin
af Jóni skáldi Þorlákssyni,
Sellátrabræðrum og öðrum
gáfuðum og þróttmiklum ís-
lendihgum.
Oscar Olausén naut góðr-
ar fræðslu í bernsku, en síð-
an stundaði hann nám í
tvei'm bekkjum latínuskól-
ans. Hann undi illa skóla-
vistinni, og eftir að hann fór
úr latínuskólanum, 15 ára
gamall, stundaði hann ekki
skólanám. Hann var hálfan
annan áratug vestur í Stykk-
ishólmi við verzlunárstörf
hjá Sæmundi HalldórssynS.
Þá hafði hann allmikil af-
skipti af sveitarstjórnarmál-
um og landsmálum. Hann
bauð sig fram til þings i Snæ
fellsnessýslu árið 1916 fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn gamla,
var þversummaður — eins
og það var kallað, og hefur
hann alltaf" verið mikill á-
hugamaður um sjélfstæði ís-
ilands. Þá er hann fluttist
frá Stykkishólmi til Reykja-
víkur, réðst hann enn til
verzlunarstarfa, og síðustu
sjö árin hefur hann rekið
verzlun í Ólafsvík, en þar
hefur Clauensættin verzlað í
hart nær hálfa aðra öld.
Oscar Clausen hefur aldrei
kvongazt, en ekki virðist það
hafa orðið honum gleðitálmi
eða taugaspillir. Hann er hið
mesta prúðmenni, stilltur
vel og jafnvægur, en hrókur
fagnaðar, þá er hann er með
vinum sínum.
En því er ekki að neita, að
Oscar Clausen hefur ekki lif
að í sambúð við kauphöndl-
unarmaddömuna eina sam-
an. Hann hneigðist snemma
til ásta við dísir fræða og
ritmennsku. Þó mun hann
ekki ihafa :lagt við þær lag
sitt fyrir alvöru fyrr en ár-
ið 1923. Þá tók hann að
kynna sér heimildir, er f jala
um upphaf innlendrar verzl
unar og skrifa ýmis drög að
■sögu hennar, en,við heimilda
könnun rakst hann á míarg-
an annan fróðlei'k en þann,
sem laut að verzluninni, og
vaknaði áhugi hans fyrir
ýmsu, er varðaði forna þjóð-
háttu og þjóðarhagi, og enn
fremur sórstæða atburði,
menn og manngerðir, mótað
ar af högum og menningar-
ástandi þjóðarinnar. Brátt tók
hann að rita þætti um sitt-
hvað það, sem :lá utan þess
sviðs, sem í fyrstu hafði ver-
ið vettvangur athugana hans
og ritsmiða, og þar kom, að
hann gerðist allstórvirkur
rithöfundur um menn og
málefni fyrri alda. Árin
1935—1937 komu út þrjú
hefti af Söqum af Snsefells-
nesi, og hafa þau verið sam-
einuð í eitt bindi. Þá hefur
hann og gefið út fyrsta hefti
annars bindis af þessu rit-
verki. Hann hefur og skrif-
að bókina Aftur í alcLir,
Sögu Saura-Gísla og Sögur
og sagnir I, sem, út komu í
fyrra, og 'líka Prestasögur
I—II. Þá hefur hann einnig
ritað ýmsar þær greinar um
menn og málefni ildðins tima
í blöð og vikurit, sem ennþá
Frh. á 7 síðu.
IIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
Góðir
Vefrarfrakkar
á drengi í
Læknissförfum
mínum
gegnir næstu vikur Egg-
ert Steinþórsson. Lækn-
ingastofa Eggerts læknis
er á Vesturgötu 4. Við-
talstími 4—6 síðd. Sími
5496.
Páll Sigurðsson.
Baldvin Jénsson
hdl.
Vesturg. 17. Sími 5545.
Málflutningur. Fasteignasala.
UTSALA.
Kjólar frá kr. 88,50
Peysur frá kr. 25,00
Jakkar frá kr. 49,00
Blússur, slæður o. fl.
□ n
Sfálsfólar.
Fyrirliggjandi ódýrir
og hentugir stálstólar
fyrir veitingastofur,
samkomuhús, funda-
herbergi, skíðaskála,
sumarbústaði o.'fl.
0RKÁ H.F.
. Aðalstræti 6 B.
Sími 7450.
• laiiiiianti B ■*■■■■■•
• '. r ; -þ . t ifý.xr ?;• ? Lí.P.U}’"^
Sækjum. — Sendum.
7263
er símanúmerið.
Þvottastöðin,
Borgartúni 3.
GOTT
ÚR
ER GÓÐ EIGN
Guðl. Gíslason
Úrsmiður, Laugaveg 63.
Minningarspjöld Barna-
spífalasjóð Hringsins
eru afgreidd í
Verzlun
Augustu Svendsen,
Aðalstræti 12 og í
Bókabúð Austurbæjar,
Laugavegi 34.
Húsgagna-
bólstrarar.
Mig vantar húsgagna-
bólstrara.
Kristján Siggeirsson.
Húsgagna-
smiðir,
Mig vantar húsgagna-
smið og-vélamann.
Kristján Siggeirsson.
/
Ufvarpstruflanir?
,,Belling“-loftnetin
útiloka þær.
Út varpsviðgerðarstof a
Otto B. Amar,
Klapparstíg 16.
Sími 2799.