Alþýðublaðið - 07.02.1947, Síða 6
ALÞÝPUBLAÐIP
tt
'iO !
8? 51K ?
~ i • ••.
Föstudagur, 7. febrúair 1947.
TJARNARBIÖ æ
Síðasta hulan
(The Seventh Veil)
Einkennilega og hrífandi
músikmynd.
James Mason
Ann Todd
Sýnd kl. 9.
REYKJAVIK
vorra daga
litkvikmynd
Óskars Gíslasonar
Ijósmyndara.
Sýnd kl. 7.
Aðgöngumiðasala
frá kl. 1.
æ B/EJARBIO a
Hafnörfíriðlí
„Þess bera
menn sár"
Ógleymanleg mynd úr lífi
vændiskonunnar.
Aðalhlutverk:
Maril-Louise Fock
Ture Andersson
Paul Eiwerts
Sýnd kl. 7 og 9
végna fjölda áskorana
Sími 9184.
FRA HULL:
Ms. Grebbesfroom
11. febrúar.
EINARSSON,
ZOEGA & CO. HF,
Hafnarhúsinu.
Símar: 6697 og 7797.
r„ ■ ,i-/:í ■ ■
æ nyja bio æ gamla biö æ
sannleikann. Sjáið þér til, fyrir fjórum árum bjó ég í Sam-
arang, og þar þekkti ég Fred Blizdenburg." Hann tekur nú
hina hendina á henni, sem er ísköld, og felur í sinni: „Hann
var giftur.“
„Það getur ekki verið,“ segir ína af sannfæringu: „Þér
hljótið að rugla honum saman við annan. Það getur ekki
verið, þá hefði hann bara verið þar í eitt ár.“
„Mér skjátlast ekki. Ég var viðstaddur, þegar barnið
hans fæddist .... Góða min, takið þetta ekki svona nærri
yður, sá maður verðskuldar ekki, að þér grátið hans vegna.“
ína heyrir ekki, hvað hann segir. Það er eins og komi
móða fyrir augun á henni, en hún stendur teinrétt eins og
áður, og hún hefur hemil á röddinni, þegar hún segir hægt:
„Ég þakka yður, læknir, það er alltaf bezt að vita eins og er.“
Það er hvinur fyrir eyrunum á henni og hún reynir að
berjast gegn honum af fremsta megni og tilfinningunni um
einstæðingsskap sinn, sem altekur hana svo, að henni finnst
heimurinn eins og grá auðn. Svikin — dregin á tálar —
fimm ára ást og tryggð, tóm lygi.
Pétur grípur fastar um kaldar hendur hennar. Hann
veit vel hvílík reynsla þetta er, því að hann hefur orðið
fyrir því sjálfur. Sú manneskja, sem honum þótti vænzt um,
hefur einnig svikið hann. Hann dregur hana til sín svo blíð-
lega, að því verður ekki með orðum lýst. „Alið ekki gremju
í brjósti yðar til boðbera óhamingjunnar,“ hvíslar hann.
„Það skelfilega er, að ég er svo einmana“, segir ína
undarlega hljómlausri röddu. „Svo einmana....“ Svo
leggur hún höfuð sitt á öxl hans og tárin hrynja henni
niður kinnarnar. Heitur líkami hennar titrar af gráti í örm-
um Péturs og stöðugt vex gráturinn. Pétur þrýstir henni
fastar að sér og tautar óskiljanleg blíðu- og huggunarorð,
en líka reiðiorð. Geðshræring ínu hrífur hann með, það er
ei!ns og hann lifi allt á ný, sem hann fann og leið fyrir
mörgum árum síðan.
Síðan stöðvast gráturinn og Pétur finnur allt í einu
snertingu mjúkra vara á kinn sér og heyrir rödd, sem
hvíslar blíðlega: „Þakka yður fyrir Pétur læknir!“
Andartak stendur Pétur Reynolds alveg undrandi.
„ína“! Hann þýtur út að dyrunum, en áður en hann kemst
út í ganginn heyrir hann útidyrnar skella á eftir henni.
Hánn hleypur út að hliðinu en ínu er hvergi að sjá á illa
lýstum þjóðveginum. Hann hleypur heim aftur og inn í'bíl-
skúrinn sinn, og setur gamla Fordbílinn sinn af stað, en
svo hugsar hann sig um. Það er betra að láta hana í friði,
veslings barnið. Þegar þetta sama kom fyrir hann, þoldi
hann engan nálægt sér! Þorparinn þessi! Það er heimsk
og ómenntuð innfædd kona, sem hann er giftur og barnið
kom tveim mánuðum of fljótt. Það var líka mjög heimsku-
legt af Blijdenburg að láta ínu verða eftir eina hér í Hol-
landi. Ef hann hefði kært sig svolítið meir um, hvernig
henni liði, myndi hún áreiðanlega ekki hafa komizt á----
á------hm, það eru kannske ýkjur að segja, að hún hafi
komizt á glapstigu. Flestir uppskera svo sem þeir sá. En
hver er það í þessu tilfelli, sem hefur sáð, er það meður-
inn, sem dró stúlkuna á tálar, jafnskjótt'og hann var kom-
inn frá henni, eða stúlkan, sem áreiðarilega elskaði hann
ennþá. Renshe, Renshe, við erum oft nokkuð fljótráð í
„Nob Hill"
Hdn skemmtilega og í-
burðarmikla litmynd.
Aðalhlutverk:
GEORGE RAFT
VIVIAN BLAINE
JOAN BENNETT.
Sýnd kl. 9. .
Buffalo Bill.
Skemmtileg og spenn-
amdi litmynd. um æfin-
týramanminnj
BILL CODY.
Sýnd kl. 5 og 7.
Bönnuð börnum yngri
en 12 ára.
Kfukknr
(The Bells of St. Mary’s).
: •!.
Tilkomumikil og skemmti
leg amerísk stórmynd.
Aðalhlutverk:
Ingrid Bergman
Bing Crosby
Sýnd kl. 5 og 9.
dómum okkar.--------Og þetta gengur nokkuð langt, að
hann skyldi láta hana vera í þeirri trú, að þau séu enn trú-
lofuð! Hann skyldi sýna honum í tvo heimana þessum ná-
unga, ef hann væri hér á næstunnd. ji
ína hjólar sendinn stíginn heim að „Heiðaró“. Oft er
hún komin að því að rekast á tré eða fara ofan í holu, af
því að hún horfir alls ekki fram fyrir sig. Hún sér hvorkí
grenitrén og einiberjarunnana, sem eru þakin sjóföli, né
freðnar ójöfnurnar á veginum. Það eina, sem hún sér, er
andlit Freds, glaðlegt og djarflegt eins og þegar þau kvödd-
ust á skipinu, blíðlegt og ástúðlegt eins og þegar hann bað
hana að verða konuna sína, sólbrennt og brosandi eins og
það var á öllum útimyndunum, sem hann hefur sent henní1
alltaf við og við. „Kannske er það konan hans, sem hefur
tekið þær,“ hugsar hún, en þessi hugsun er svo sár, að lík-
ast er að komið sé við opið sár. Konan hans — konan hans
Fred! Og í fimm ár hefur hana dreymt um þann tíma, þegar
hún væri orðin kona Freds. Hún hefur varðveitt minning-
una um hann og reynt að gæta þess, að ekkert saurgaði
þessa miklu ást. í fimm ár hefur hún ekki hugsað um neinn
annan, mann, það var Fred, sem var miðdepillinn, sem allt
líf hennar snérist um. „Mikil ást.“----Það er stórt orð„
Hvað er eftir af því? Ástin hefur verið saurguð og drepin,
Hún er ekki hrygg lengur, aðeins auðmýkt og forsmáð.
Hann hefur dregið hana á asnaeyrunum, en hvers vegna,
hefur hann gert það? Hvers vegna þótfist hann ennþá elska,
hana, þegar ást hans var dauð? Öll bréf frá honum voru,
full af ástar orðum, af loforðum og framtíðardraumum!
Tómar blekkingar. Kona og barn -— kannske brún, inn-
fædd stelpa „Pop“ eða „Non“, sem talar bjagað og feitur,.
kaffibrúnn krakki svarteygur með kartöflunef eins og
fjöldinn allur var af þeim, sem hún sá hjá Toet. Barn,
Freds! Hún hefur verið yfirgefin eins og María, en hún,
ætlar ekki að taka því á sama hátt og María. Hún ætlar
ekki að halda áfram að vona að Fred korni aftur, Fred er
ekki lengur maður af holdi og blóði, maðurinn hennar.
Hann er aðeins skuggi í framandi landi. Ef til vill var
þetta ekki sú eina sanna ást?!
* BS
Myndasap Alþýðublaðsins: Orn elding
Otí WEAHjP THE BAP BREAKS Z ffOT
TAÖGHT ME TO G-RAB AIWTHINJG I
WANTEP/I'VE MAI7E PLe,\iTV OF
EASv cZAStí Aíur» zav TWJJuy
m* rKSfTV V-tSFFL^WÍÍ/tó i’ I Y-
PIP X LOSE/ H \\
ri:-:;
/ r i V :
//7 - ■ ■
O^. "
oÆ * ,
o /V-
O!
STÚLKAN: Jæja, svo þér ei-uð að
tala um bætt siðferði, eða hvað?
En hvað voruð þér að ge,ra þeg -
: ar þér komuð um borð?
ÖRN: Stundum gengur fllá iýrir
mönnum. En almennilegir menn
verða ekki vondir þó að þeir fá’.
á hann, — þeir halda áfram ai
drengskap.
STÚLKAN: Mér hefur of t gengið
illa í lífinu og það hefur kennt
mér að gripa gæ-sina meðan hún
gefst. En hverju hef óg tapað?
ÖRN: Þér hafið tapað sjálfsvirð-
ingu yðar. (Hugsar): Em hvern-
ig gat ég .sagt þetta?
...i